Morgunblaðið - 08.09.1999, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 1999 43
Fást i byggingavöruverslutwm um land allt
KÍNAFERÐ LÖGFRÆÐINGAFÉLAGS ÍSLANDS
&
GÓLFEFNABÚÐIN
Mikið urval
fallegra flísa
Borgartún 33 • RVK
Laufásgata 9 • AK
VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF
Kirkjusandi, 155 Reykjavík. Sími 560 8900.
Myndsendir: 560-8910.Veffang: www.vib.is
Vilborg Lofts aðstoðarframkvæmdastjóri VÍB
Sturtuklefar
Ifö sturtuklefarnir eru fáanlegir úr plasti
eða öryggisgleri í mörgum stærðum og
geröum. Ifö sturtuklefarnir eru trúlega
þeir vönduðustu á markaðnum fdag.
Ifö - Sænsk gæðavara
lehf.
Smiðjuvegi 11 • 200 Kópavogur
Sími: 564 1088 • Fax-. 564 1089
einhverjum mæli. Eins og gefur að
skilja var nokkuð misjafnt hvað fólk
tók sér fyrir hendur. Sumir skoðuðu
gamla bæjarhluta Peking, Hutong,
sem eru lágreist húsakynni og húsa-
sund Kínverja, er bjuggu utan for-
boðnu borgarinnar og búa þar enn í
dag.
Aðrir nýttu daginn til þess að fara
í Purpura Bambus garðinn, Zizhu-
yuan Gongyuan, sem er vinsæll úti-
vistarstaðui- Pekingbúa, en upphafs-
atriði kvikmyndarinnar „Red Corn-
er“, sem m.a. fjallar um lögfræðinga
í Kína, er einmitt tekið þar.
Til þess að komast á hina ýmsu
áfangastaði frá „Landmark-hótel-
inu“ varð annaðhvort að fara gang-
andi eða í leigubíl. Kínverskir leigu-
bílstjórar tala ekki ensku og því var
okkur úthlutað miðum með kín-
verskum táknum, nöfnum helstu
áfangastaða verzlunarglaðra Vestur-
landabúa í Peking. Síðan var bent á
kínversku táknin, tákn staðarins,
sem ætlunin var að fara á og vonað
að maður lenti þar að lokum, en
leigubílstjórar í Peking eiga það því
miður til að fara í „kynnisferðir" um
Peking með útlendinga, sem ekki
rata. Best var að semja um fargjald
áður en lagt var af stað. Yfirleitt vor-
um við þó heppin með leigubílstjóra.
Verzlunar- og aðrar skemmtiferð-
ir flestra enduðu á einhverjum hinna
fjölmörgu veitingastaða í Peking.
Sumarhöllin
í lok ferðarinnar, hinn 25. apríl,
skoðuðum við, Kínafararnir, Sumar-
höllina. Það var keisarinn Qianlong
(1736-1795), sem lét leggja 292
hektara garð, Yuanmingyuan, í
norð-vesturhluta Peking. I yfir 150
ár kom Qing-keisaraættin þangað til
að hvíla líkama og sál. Tugir smá-
halla, skála og hofa, voru innan um
manngerðar hæðir og vötn.
í síðara Ópíumstríðinu, árið 1860,
fyrirskipaði Lord Elgin, yfirmaður
breska hersins að Yuanmingyuan
skyldi brennd til þess að refsa keis-
arafjölskyldunni fyrir að banna er-
lendum kaupmönnum að verzla við
Kína. Keisaranum Xianfeng og hirð
hans, þ.á m. hjákonu hans CiXi, rétt
tókst að flýja til Chengde.
Sumarhöllin, sem við sáum, Yi-
heyuan, var byggð af CiXi, hjákonu
Xianfengs, sem komst til valda við
hans, árið 1861. Hún stjórnaði Kína í
skjóli ungs sonar síns og eina erf-
ingja keisarans, Tongzhi og síðar í
skjóli systursonar síns, Aisin Gioro
Pu Yi, síðasta keisarans í Kína. CiXi
gerði föður Pu Yi, Chun að foringja
yfir kínverska flotanum og kúgaði
hann síðan um peninga til þess að
'unnt væri að koma upp kínverskum
flota. Peningana, er hún fékk, notaði
hún hins vegar til að byggja nýja
Sumarhöll, árið 1888 og bjó þar
næstu 20 árin. Fyrir flotapeningana
var aðeins smíða eitt skip, hið fræga
marmaraskip CiXi, Qingyuanfang,
en byggingai'efnið var marmari og
sigldi skipið því skiljanlega aldrei.
Er við komum var marmaraskipið „í
slipp“ við Sumarhöllina vegna við-
gerða á því fyrir 50 ára byltingaraf-
mælið, er haldið verður hátíðlegt um
allt Kína 1. október 1999. Marmara-
skipið var hulið grænu öryggisneti
og var því lítið hægt að skoða það.
Næst fórum við í siglingu á hinu
manngerða Kunming-vatni, við
Sumarhöllina. Vatnið bærðist vart,
enda er lögð áherzla á kyrrð og frið í
Kína. Loks litum við inn í postulíns-
verksmiðju, rétt hjá Sumarhöllinni
og fylgdumst um stund með postu-
línsvasagerð.
Himnahofið
Himnahofið (Tiantan) er sá staður
þar sem keisarar af Ming- og Qing-
íslenskir lögfræðingar í heimsókn í Hæstarétti Kína.
keisaraættunum tilbáðu himinn og
báðu fyrir metuppskerum. Tvisvar á
ári yíirgaf glæsileg skrúðganga
1.000 geldinga, hirðmanna og ráð-
herra keisarahöllina (Gugong) til að
fylgja keisaranum í gegnum vestur-
hlið Himnahofsins. Keisarinn dvaldi
eina nótt í bindindishöllinni
(Zhaigong), þar sem hann fastaði og
hélt sig frá tónlist, áfengi og konum,
vegna undirbúnings fyrir helgiat-
hafnir og fórnir, sem fram fóru
næsta dag.
Við vetrarsólstöður þakkaði keis-
arinn guðunum fyinr næstu upp-
skeru á undan, en á 15. degi hins
fyrsta mánaðar bað hann guði sólar,
tungls, skýja og rigningar, þruma og
eldinga að blessa komandi upp-
skeru.
Norðurhluti Tiantan liggur í hálf-
hring, en suðurhlutinn er rétthyrnd-
ur. Þetta form Tiantan-svæðisins er
í samræmi við þá fornu trú að him-
inninn væri hringlaga og jörðin ten-
ingslaga. í norðurhlutanum er gull-
falleg 40 metra há trébygging með
þrílaga bláu þaki, Qiniandian. Blái
litur þaksins er tákn himinsins. Qini-
andian, sem í raun er hið eiginlega
himnahof, var byggt án þess að not-
aður væri einn einasti nagli og er
það eitt helsta meistaraverk kín-
verskrar byggingarlistar.
í suðurhluta Tiantan er hvít
marmaraverönd, Himnaaltarið, þar
sem keisarinn baðst fyrir við vetrar-
sólstöður. Þar er einnig bergmáls-
veggurinn, sem frægur er fyrir
hljómburð sinn. Sagt er að ef staðið
sé við annan enda veggjarins, heyr-
ist allt í hinum endanum, þ.e. þegar
ekki er mannmargt en svo er nánast
aldrei og vai’ ekki þegar við vorum
þar, því Tiantan er ekki einvörð-
ungu heimsótt af ferðamönnum
heldur og mjög vinsæll staður meðal
Kínverja.
Af öðru markverðu, sem við sáum
í Tiantan-garðinum var 60-ára hliðið
og 70-ára dyrnar, sem byggðar voru
til þægindaauka fyrir hinn veik-
burða Qianlong, sem var einn af fá-
um keisurum í Kína, sem náði því að
verða 70 ára gamall.
Bygging Tiantan hófst árið 1420.
Það hefir ekki farið varhluta af reiði
himnanna, því það hefur eyðilagst
nokkrum sinnum, m.a. af eldingu.
Síðasta endurbygging fór fram árið
1890. Tiantan-garðurinn, með sinn
mikla fjölda kýprusviðartrjáa -
tákni langlífís samkvæmt kínverskri
speki - hefur verið opinn almenningi
frá árinu 1949 og lýstu Sameinuðu
þjóðirnar því yfir árið 1998, að hann
væri hluti af arfleifð heims.
Óperan í Peking
Að loknum sameiginlegum kvöld-
verði á Yuyang-hótelinu fórum við í
Chang’an-óperuhúsið, í Peking. Þar
fylgdumst við um stund með einni
uppfærslu Peking-óperunnar.
Rekja má uppruna Peking-óper-
unnar til Tang-keisaratímabilsins
(618-907). Áður fyrr var óperan
flutt á götum Peking, en það skýrir
e.t.v. hversu óformlegur atburður
Frábært leikár í fersku leikhúsi - IÐNÓ 1999-2000
3.symng
Handhafi: Sigurður Kart Pálsson
Frankie og Johnny
Stjömur á motgunhimni
Sjeikspir eins og hann leggur sig
Leikir
Kýldu á IÐNÓ-kortið
og þú drífur þig i leikhús
Aðeins 7500 kr. ef greitt
er með VISA kreditkorti
Hríngdu i 5303030
I 'h FRÍÐINDA i'
KLÚBBUIUNN
sýningin á Chang’an var. Fólk gekk
inn og út og var ekki sérlega spari-
búið. Peking-óperan var í mörgum
tilvikum eina tækifæri alþýðunnai- á
að fræðast um fólk og atburði utan
síns daglega lífs í Peking. Óperan
gegndi því hlutverki fréttamiðils og
varðveitti sögusagnir, sem gengu
manna á milli.
Það eru 4 mismunandi flokkar að-
alhlutverka í óperunni, sheng, karl-
hlutverk, dan, kvenhlutverk, jing,
málaðs andlits-hlutverk og chou
trúðshlutverk. Hver flokkur skiptist
síðan í undirflokk. Dan, kvenhlut-
verkið er það mikilvægasta og eru
ástæðurnai’ tvær. Konan er yfirleitt
miðdepill athyglinnar í sögum, sem
óperan byggir á og jafnframt er
hefð fyrir að kona gegni aðalhlut-
verki í kínverskum sorgarleikum.
Dan hlutverkin voru áður fyn’ oftast
leikin af karlmönnum, með hvítmál-
uð andlit. Á sl. 40 árum hefir slíkt
verið bannað, þar sem það hefir ver-
ið stimplað öfuguggaháttur.
Leikbúningar Peking-óperunnar
eru eftirlíkingar af hirðklæðnaði
Han, Tang, Song og sérstaklega
Ming-keisaraættarinnar
(1368-1644).
Við skildum auðvitað ekki orð af
því sem var sungið - en í Kína segist
fólk yfirleitt fai’a til að hlusta á óp-
eru - sjaldnar er sagt að farið sé til
að sjá óperu. Við urðum að láta okk-
ur nægja að sjá hana, en greina
mátti manngerðir á litum leikbún-
inga. Rauði liturinn er þannig tákn
góðrar og tryggrar persónu, blár,
litur hugrekkis, gulur, litur hroka og
hvíti liturinn táknar vöntun á sjálf-
saga, svik og kænsku.
Þrátt fvrir mikla hrifningu og
áhuga okkar, urðum við því miður
að hverfa allt of fljótt af óperusýn-
ingunni, því langt ferðalag heim til
Islands var framundan.
Heimferð
Á leiðinni út á Shodu-flugvöll
fengum við að vita fyrir hvað kín-
verski fáninn stæði. Á kínverska
fánanum eru 5 gular stjörnur á
rauðum grunni. Rauði liturinn í
þjóðfána Kína er tákn byltingarinn-
ar, sem markar upphaf stofnunar
Alþýðulýðveldisins IGna, 1. október
1949. Guli liturinn er hins vegar lit-
ur sólarinnar, dögunar, nýs upphafs.
Draga verður kínverska fánann að
húni á nákvæmlega 2 mínútum og 7
sekúndum, sem er sá tími sem það
tekur sólina að rísa upp yfir sjón-
deildarhring. Stærsta stjarnan á
fánanum er tákn kínverskrar al-
þýðu, en hinar 4 tákn fjögurra
minnihlutahópa í Kína. Þjóðfáni
Kína er og tákn stjórnar kommún-
istaflokksins og einingar alþýðu
manna. Þarna höfðum við það.
Flugið frá Peking til Kaupmanna-
hafnar tók 9 tíma. Við urðum að
færa tímann aftur um 6 tíma og síð-
an aftur um aðra 2 er við lentum í
Keflavík að kvöldi 26. apríl. Við vor-
um komin heim. Frábærri ferð til
Kína var lokið.
Röng grein birtist í þriðjudags-
blaðinu 17. ágúst sem síðari grein
um Kínaför Lögfræðingafélags Is-
lands og er beðist velvirðingar á
mistökunum.
Höfundur er lögfræðingur.
Hefur þú áhuga? Komdu við i dag!
Hæsta ávöxtun innlendra veröbrefasjóða
Sjóður 6 er sá verðbréfasjóður sem skilað hefur hæstu
ávöxtun frá upphafi (stofnaður árið 1991).
Ávöxtun sjóðsins fylgir ávöxtun hlutabréfa á Verðbréfa-
þingi Islands.
Sjóður 6 er fyrir þá sem eiga sparifé fyrir, eru tilbúnir að
taka nokkra áhættu með hluta þess og horfa til lengri
tíma í von um háa ávöxtun.
Ávöxtun í fortíð er ekki vísbending um ávöxtun í framtíð