Morgunblaðið - 08.09.1999, Side 56
% 56 MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 1999
I DAG
MORGUNBLAÐIÐ
Ingibjörg Edda
efst í kvennaflokki
j SKÁK
Reykjavík
ÍSLANDSMÓT KVENNA
31.8.-10.9.1999
INGIBJÖRG Edda Birgisdóttir er
efst í kvennaflokki á Skákþingi Is-
lands þegar mótið er hálfnað. Hún á
þvi góða möguleika á að
verja titilinn, en hún er
núverandi íslands-
meistari kvenna. Ingi-
S björg hefur hlotið fimm
vinninga í sex umferð-
um. Hún hefur unnið
fjórar skákir og gert tvö
jafntefii, en hefur ekki
tapað skák.
Auk Ingibjargar taka
þær Harpa Ingólfsdótt-
ir, Aldís Rún Lárus-
dóttir, Anna Björg Þor-
grímsdóttir, Anna Mar-
grét Sigurðardóttir og
Steinunn Kristjánsdótt-
ir þátt í mótinu. Allt eru
þetta ungar og efnileg-
ar skákkonur, þótt þær
hafi misjafnlega langa reynslu af því
að tefla á skákmótum. Þær Anna
—y Björg, fyrrverandi Islandsmeistari,
Aidís Rún og Harpa eru í 2.-4. sæti á
mótinu með fjóra vinninga.
Tefld er tvöföld umferð á mótinu,
alls 10 umferðir.
Mikilvægur sigur
Helga Áss
I eftirfarandi skák kemur upp
drottningarpeðsbyrjun. Þresti verð-
ur á ónákvæmni snemma í skákinni.
Helgi nýtir sér það og nær öruggu
frumkvæði. Eftir mistök Þrastar í
24. leik vinnur Helgi peð og það
A nægir honum til sigurs í 46. leik.
Hvítt: Helgi Áss Grétarsson
Svart: Þröstur Þórhallsson
Drottningarpeðsbyrjun [D03]
l.d4 d5 2.Rf3 Rf6 3.Bg5 Re4 4.Bf4
c6 5.e3 Bg4 6.c3 e6? Hér verður
Þresti á slæm ónákvæmni. Betra var
6...Rd7. 7.Db3 Db6
24.Bd3 Rf6? Nauðsynlegt var
24.. .HÍ4 og mæta síðan 25.Hel með
He8. 25.Hel! Sennilega hefur Þröst-
ur misst af þessum sterka leik.
25.. .Rd5 Ef 25...Hae8 þá 26.Bg6!
He7 27.BÍ5 og vinnur peð eða skipta-
mun, því eftir 27...Hfe8 28.Hhe2
gengur ekki 28...KT7 vegna 29.Bg6+;
25.. .Rxg4 er lítið skárri kostur:
26. Hg2 Rf6 (ef 26...Hf4 þá kemur
27. Bc4) 27.Hxg5 Hae8 28.Bg6 He7
29.Hge5 og hvítur hef-
ur vinningsstöðu.
26. He5 Einfalt og
sterkt! Nú vinnur Helgi
peð og með peði meira
og betri stöðu er hann
ekki í vandræðum með
sigurinn. 26...RÍ4
27. Be4 Hf6 28.Hxg5
Kf7 29.Kd2 a5 30.He5
Ke7 31.g5 Hff8 32.c4
a4 33.Ke3 a3 34.bxa3
Hxa3 35.Bc2 Ha2 36.h6
Rg6 37.He4 gxh6
38.gxh6 Rh8 39.He5
Rf7 40.Heh5 Hh8 41.h7
Hal 42.Hg2 Hel +
43.Kd2 Hfl 44.Hg8
Hf2+ 45.Kc3 Hf3+
46.Kb4 e5 1-0
Bikarkeppnin í skák
Nú liggja fyrir bráðabirgðaúrslit í
Bikarkeppninni í skák. Skákmenn
geta kynnt sér stöðuna á heimasíðu
Taflfélagsins Hellis: www.sim-
netisÆellir. Athugasemdir vegna
stigagjafar þurfa að berast í síðasta
lagi 12. september.
Kvennamót hjá Helli
á sunnudag
Fyrsta kvennamót Taflfélagsins
Hellis í haust verður haldið sunnu-
daginn 12. september og hefst kl. 13.
Tefldar verða 7 umferðir eftir Mon-
rad-kerfí með 10 mínútna umhugs-
unartíma.
Kvennastarfsemi Hellis var fyrst
kynnt á jólapakkamóti félagsins í
fyrra og fyrsta kvennamótið var síð-
an haldið 6. febrúar á þessu ári.
Þessu framtaki hefur verið vel tekið
af skákkonum. Okkar virkustu skák-
konur hafa tekið þátt í mótunum, en
einnig var ánægjulegt að skákkonur
sem höfðu ekki sést árum saman á
skákmótum mættu á þessi mót.
Þátttaka er ókeypis og verðlaun
verða veitt fyrir þrjú efstu sætin á
mótinu. Ekkert aldurstakmark er á
mótinu og vonast er til að sjá sem
flesta þátttakendur, bæði þær stúlk-
ur sem eru virkastar svo og aðrar
sem ekki hafa teflt í nokkurn tíma.
Mótið er haldið í Hellisheimilinu,
Þönglabakka 1 í Mjódd. Sami inn-
gangur og hjá Bridssambandinu og
Keilu í Mjódd.
Ingibjörg Edda
Birgisdóttir
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Hver á myndina?
VELVAKANDA barst bréf frá sænskri konu sem ferð-
aðist um Island í sumar. Sagðist hún hafa fundið átekna
fílmu við vörðu á Kjalvegi á leið til Hveravalla. Lét hún
framkalla filmuna og var þessi mynd þar á meðal. Þeir
sem eiga myndina geta haft samband í síma 569-1318.
Suðurnes
ÞAð telur einhver ár frá
því að sagt var í fréttum
að fluttur hefði verið úr
stað einhver fjöldi hlassa
af skít og honum sturtað
hér um Suðurnesin. Eg
hélt að dreifa hefði átt úr
þessu á ógróið land en
eins og sést frá Reykja-
nesbrautinni eru haugar
þessir enn á stapanum og
talandi um það sem er ut-
an vega við Reykjanes-
brautina og tengist rollum
sem þar eru. Hvenær
skyldi girðingardraslið
upp af Vogaafleggjaran-
um verða fjarlægt?
Suðurnesjabúi.
Framúrskarandi
þjónusta
Ég á Soda Streem-tæki
sem ég þurfti að láta í við-
gerð hjá Sól-Viking. Þeir
voru svo góðir að lána mér
annað tæki á meðan verið
var að gera við mitt. Sl.
laugardag bilaði svo
lánstækið og það var lok-
að í Sól-Viking. Datt mér
þá í hug að hringja í far-
síma sem gefinn var upp í
símaskrá og talaði við
mann frá Sól-Viking og
spurði hann hvort hann
ætti nokkuð leið þarna um
svo ég gæti fengið tækið
mitt. Hann sagðist senda
mér nýtt tæki í hvelli sem
hann gerði og fékk ég það
gefins. Þetta finnst mér
alveg framúrskarandi
þjónusta. Þetta er þjón-
usta sem maður verður
ekki var við lengur. Sól-
Viking á allan heiður skil-
inn fynr þetta.
Inga Ósk Guðmundsd.
Tapað/fundið
Lyklakippa í óskilum
LYKLAKIPPA með
mörgum lyklum á týndist
í Mjódd þriðjudaginn 31.
ágúst. Skilvís fmnandi
hafi samband í síma
564 6484.
Hálsmen
í óskilum
HÁLSMEN er í óskilum í
versluninni Misty. I men-
inu eru tvær myndir.
Upplýsingar í síma
551 3577.
Dýrahald
Barnakerra og burð-
arrúm fást gefíns
BARNAKERRA og burð-
arrúm fást gefins. Einnig
áleggshnífur. Upplýsingar
í síma 553 5901.
Kettlingar
fást gefíns
Kærleiksríkir kettlingar í
öllum regnbogans litum
fást gefíns. Upplýsingar í
síma 552 0834.
Kettlingur í óskilum
KETTLINGUR, brönd-
óttur og loðinn, fannst við
MeDonalds við Faxafen sl.
sunnudagsmorgun. Upp-
lýsingar í síma 567 6269.
Kanínubúr óskast
KANÍNUBÚR óskast.
Upplýsingar í síma
552 7053.
Svört og hvít læða
týndist frá Kattholti
SVÖRT og hvít læða með
svarta hálsól týndist frá
Kattholti. Upplýsingar í
síma 567 2909.
SKAK
limsjón Margeir
Pétnrsson
STADAN kom upp á opnu
móti í Vlissingen í Hollandi
í sumar. Heimamaðurinn
De Wolf var
með hvítt, en
Mikhalevski
(2.516), ísrael,
hafði svart og
átti leik.
20. - Bxd4!
21. Dxd4 -
Hfd8 (Nú
verður hvitur
mát eða tapar
drottning-
unni. Hann
reyndi í gríni
að hóta máti)
22. Bh6 -
Hxd4 og hvít-
ur gafst upp.
Alberto David
frá Lúxemborg sigraði á
mótinu með 6 v. af 7 mögu-
legum, en þekktari skák-
meistarar eins og Mikhail
Gurevich, Belgíu og Van
der Wiel Hollandi, deildu
öðru sætinu.
HÖGNI HREKKVÍSI
Víkverji skrifar...
Nú vinnur Helgi tíma með því að
stugga við svarta biskupnum og
riddaranum. 8.Re5 Bh5 9.g4 Bg6
10.h4 f6 ll.Rxg6 hxg6 12.Í3 Rd6
13. Hh2 Hlutverk þessa leiks er að
koma í veg íyrir að svartur geti losað
sig við peðaveikleikann á g6 með því
að leika g5. Hvítur hefur nú tryggt
sér varanlegt frumkvæði. 13...Rd7
14. Bd3 f5 15.Rd2 Rf7 Svartur leitar
eftir uppskiptum á biskupum, en við
það tapast dýrmætur tími. Önnur
áætlun er 15...0-0-0 16.0-0-0 Be7.
16.0-0-0 Bd6 17.Bxd6 Rxd6 18.e4
Dxb3 19.axb3 dxe4 20.fxe4 fxe4
21.Rxe4 Rxe4 22.Bxe4 g5 23.h5
Við fyrstu sýn virðist sem svartur
hafí létt mjög á stöðunni, en stað-
reyndin er að svartur á erfitt með að
mæta einfaldri áætlun hvíts, þ.e. að
tvöfalda hrókana á e-línunni. 23...0-0
Önnur áætlun er 23...Ke7 og svara
24.Hel með 24...Hh6 en það er
> Þresti ekki að skapi að vera í vöm!
Fyrsta þemamót Hellis
Taflfélagið Hellir heldur nú í
fyrsta sinn þemamót Hellis. Mótið
fer þannig fram að fyrirfram er valin
ákveðin byrjun og skal hún vera
tefld í öllum skákum mótsins. Fyrsta
mótið fer fram mánudaginn 13. sept-
ember og hefst kl. 20.
í iyrsta þemamótinu verður tefld-
ur skoski leikurinn, nánar tiltekið: 1.
e4 e5 2. RÍ3 Rc6 3. d4 exd4 4. Rxd4
Rf6 5. Rxc6 bxc6 6. e5 De7 7. De2.
Sigurvegarinn fær verðlaun, nýja
bók frá Batsford um skoska leikinn.
Einn keppandi verður svo dreginn út
og mun fá sömu bók í verðlaun. Þar
eiga allir jafna möguleika, án tillits
til árangurs á mótinu.
Keppendur á mótinu munu svo
ákveða í samráði við skákstjóra þá
skákbyrjun sem tefld verður á næsta
þemamóti félagsins sem er áætlað 8.
nóvember 1999.
Tefldar verða 7 skákir með 10
mínútna umhugsunartíma.
Þátttökugjald er 300 kr. fyrir fé-
lagsmenn (200 kr. fyrir 15 ára og
yngri) og 500 kr. fyrir aðra (300 kr.
fyrir 15 ára og yngri).
Skákmót á næstunni
12.9. SÍ mátnetsmót
13.9. Hellir. Þemamót kl. 20
17.9. Norðurlandamót framhaldsskóla
18.9. íslandsmót í atskák, undanr.
20.9. Hellir. Fullorðinsmót kl. 20
Daði Örn Jónsson
Hannes Hlífar Stefánsson
NÆSTU vikur og mánuði verða
forráðamenn margra stéttar-
félaga uppteknir við undirbúning
kröfugerðar vegna komandi kjara-
samninga. Mörg félög hafa lausa
samninga frá febrúar eða mars á
næsta ári og því verður fyrri hluti
næsta vetrar notaður til að safna í
sarpinn efniviði til að dúndra á at-
vinnurekendur í kjaraviðræðum.
Eins og verðlagsþróun hefur verið
síðustu vikur og mánuði má ljóst
vera að launþegar muni ekki una
því þegjandi að hækkanir dynji yfir
án þess að þeir reyni að sækja
bætt kjör til að halda kaupmætti
sínum.
Það er því allrar athygli vert að
gefa gaum að skrifum sem fram
koma í nýlegri skýrslu Flugleiða
til hluthafa um afkomu félagsins á
fyrri helmingi ársins. Þar ræðir
Hörður Sigurgestsson stjórnarfor-
maður (eða það les Víkverji dags-
ins að minnsta kosti út úr undir-
skrift pistils höfundarins) um af-
komu félagsins og víkur síðan
nokkrum orðum að horfum næstu
misserin. Hann segir m.a. svo:
„Rekstrarumhverfi innanlands
skiptir einnig afar miklu máli.
Gildir það bæði um almenna efna-
hagsþróun og þau hagstjórnar-
tæki, sem stjórnvöld ráða yfir.
Framundan eru samningar um
kaup og kjör. Fátt skiptir meira
máli fyrir afkomu fyrirtækisins í
næstu framtíð en hvort tekst að ná
samningum á þessum vettvangi án
rekstrartruflana og innan skyn-
semismarka."
Hér talar stjórnarformaður eins
stærsta fyrirtækis á íslandi sem er
jafnframt forstjóri annars stórfyr-
irtækis og áhrifamaður í íslensku
atvinnulífi. Orð hans ber að skoða í
því ljósi og þess vegna vega þau
þungt. Og hvað er hann að segja?
Hann er í raun að setja fram þá af-
stöðu atvinnurekandans að stéttar-
félögin skuli halda sér nokkuð á
mottunni í samningum um kaup og
kjör. Setja ekki fram óréttlátar
kröfur og ekki standa svo stíft á
þeim að til verkfalla þurfi að koma.
Þetta virðist því vera eins konar
viðvörun. Forráðamenn stéttarfé-
laga gætu tekið þessi orð sem
brýningu og hvatningu á tvo vegu.
Annars vegar: Sýnum atvinnurek-
endum í tvo heimana og látum þá
ekki buga okkur eða hræða með
svona málflutningi. Hins vegar:
Setjum fram raunhæfar kröfur
sem við vitum að nást og höldum
friðinn.
Víkverji er ekki beinn aðili að
kjaraviðræðum en honum er spurn
eftir að hafa rekist á þessa fram-
setningu stjórnarformannsins: Er
þetta viðvörun eða er þetta hótun?
XXX
OFT gerist það að hita- eða
vatnsveitur þurfa að skrúfa
fyrir tímabundið vegna viðgerða
eða viðhalds og lítið hægt að amast
við því. Þegar slíkt er framundan
heyrast hefðbundnar auglýsingar
um að vegna viðgerða verði skrúf-
að fyrir heita eða kalda vatnið við
þessar eða hinar göturnar á
ákveðnum tíma.
Slíkar auglýsingar eru algjör-
lega nauðsynlegar þegar svona
nokkuð stendur íyrir dyrum. Það
kemur nefnilega of oft fyrir að
þetta fer framhjá mönnum og þeir
grípa í tómt þegar vatns er þörf
eða að þeim setur hroll þegar síst
skyldi þar sem heitt vatn rennur
ekki lengur um æðar hússins. Þessi
áminning er sett fram eftir ábend-
ingu í Reykjavík þar sem vatns-
leysi á dögunum kom illa við íbúa í
einu hverfi borgarinnar.