Morgunblaðið - 08.09.1999, Side 59
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 1999 59 ^
Tveir kunnir Rafelson-leikarar, Scatman Crothers og Nicholson í The
King OfMarvin Gardens, óvenjulegri og athyglisverðri dæmisögu sem
fór fyrir ofan garð og neðan hjá almenningi.
FÓLK í FRÉTTUM
Gamandramað Stay Hungry var athyglisverð fyrir margar sakir. M.a.
er hún fyrsta alvörumynd þeirra Sally Field (sem hér er ásamt ung-
unmbroddborgara, Jeff Bridges) og Arnolds Schwarzenegger.
Nýr
endir á
Hannibal
BOB
RAFELSON
Jack Nicholson og Bob Rafelson gerðu eina af myndum áttunda áratug-
arins, Five Easy Pieces. Síðan hefur gengi þessara vina og samstarfs-
manna, sem hér eru staddir við töku myndarinnar, verið fjarska ólíkt.
UM þessar mundir virðist sem fer-
ill Bobs Rafelsons sem kvik-
myndaleikstjóri, sé á enda runn-
inn. Eftir tvö skelfileg mistök,
Blood and Wine, (‘98) og Afan
Trouble, (‘92, þar sem vinur hans,
Jack Nicholson, gat ekki einu
sinni hjálpað uppá sakirnar, lítur
svo út sem hann verði að fara aft-
ur á sinn byrjunarreit í sjónvarp-
inu. Rafelson er New York búi,
fæddur ‘33, af kunnum tónlistar-
mannaættum. Þótti eirðarlaust
ungmenni og flæktist víða til sjós
og lands við hin ólíkustu störf áð-
ur en hann reyndi fyrir sér sem
handritahöfundur hjá sjónvarp-
inu, Það átti greinilega betur við
hann en sjórinn, ródeóið og
trommurnar, svo nokkuð sé nefnt
af fyrri störfum Rafelsons sem
vakti athygli með nokkrum góð-
um handritum mynda, í bálki sem
kenndur er við Play Of the Week,
og þótti vandað sjónvarpsefni.
Þetta var á tímum uppgangs
bítlatónlistarinnar og Rafelson
datt í lukkupottinn er honum hug-
kvæmdist að búa til The Monkees.
Ekki aðeins hljómsveitina heldur
ótrúlegar vinsældir, gera ofur-
stjörnur úr þessum meðaljónum
sem voru vinsælasta efni á sjón-
varpsstöðvunum. Hugmyndin var
greinilega fengin að láni frá
Bítlamyndinni A Hard Days Night
og tónlistina sömdu góðir músik-
antar einsog Neil Diamond. Hver
man ekki Last Train to Clarks-
ville og Pm a Beiiever? Þættirnir
voru á toppnum ‘66-68, og leið
Qórmenninganna lá beint á tjaldið
- undir handleiðslu Rafelsons, sem
fékk vin sinn og félaga, Jack
Nicholson (þa nánast óþekktan B-
myndaleikara og handritshöfund),
til að hjálpa sér við skriftir Mon-
keesmyndarinnar Head. (‘68).
Hún olli ekki titringi þegar hún
var frumsýnd, heldur kolféll og
markaði upphafið á hruni hljóm-
sveitarinnar. Er engu að síður
komin á stall með sígildum „cult’“
myndum fyrir löngu.
Samstarf þeirra Nicholsons hélt
hinsvegar áfram að blómstra. Um
þessar mundir var Rafelson einn
aðaleigandi BBS Productions,
framsækins framleiðslufyrirtækis,
sem Ijármagnaði m.a. Easy Rider,
(‘69). Sá hann til þess að Nichol-
son vinur hans fékk matarmikið
hlutverk í myndinni, sem varð til
þess að vekja fyrst alvarlega at-
hygli á einum fremsta leikara
FIVE EASY PIECES, (‘70)
★★★★.
Frægasta mynd leikstjórans og
fyrsta aðalhlutverk Jacks Nicholson
í alvörumynd. Hann fer stórkost-
lega með hlutverk manns sem alinn
er upp á menntaheimili en hefur
snúið baki við miðstéttinni og væn-
legum ferli sem píanóleikari. Eftir
að hafa starfað sem farandverka-
maður á borpöllum og víðar um ára-
bil snýr hann aftur heim til Nýja-
Englands. Hefm- ekki fundið það
sem hann er að leita að. Rafelson
heldur óaðfmnanlega á þessu
sigilda umfjöllunarefni og nýtur
góðs af magnaðri frammistöðu
Nicholsons sem túlkar vel skaphita
leitandi, óánægðs manns sem á
erfitt með bæði að finna sjálfan sig
okkar tíma. Rafelson gerði það
ekki endasleppt, hvað Nicholson
snerti, því hann útvegaði honum
aðalhlutverkið í næstu mynd
sinni, Five Easy Pieces, (‘70), þar
sem leikarinn fékk heldur betur
að sýna að hann er bæði fær skap-
gerðarleikari og á einkar létt með
að bera uppi myndir. Áfram héldu
þeir samstarfinu með The King
OfMarvin Gardens, (‘72), annarri
hágæðamynd, BBS framleiddi og
allt var í sómanum. Enn eitt stór-
virkið, Stay Hungry, (án Nichol-
sons), kom frá hinum snjalla
handritshöfundi/Ieikstjóra 1976,
en tvær síðastnefndu myndirnar
gengu ekki hætishót og Rafelson
hélt að sér höndum til 1981. Þá
og sitt rétta umhverfi. Karen Black,
Billy „Green“ Bush, Susan Anspach
og Irene Dailey, bæta einnig mynd-
ina með sterkum leik. Nokkur atriði
eru eftirminnilega vel gerð á allan
hátt. Ekki síst það sem kenna má
við kjúklingasalatið og telst sígilt.
Annars er myndin sigur og nánast
toppurinn á ferli allra þeirra sem að
henni standa, utan Nicholsons.
THE KING OF MARVIN
GARDENS (‘72)
irtrk'A
Unnendur góðrar leiklistar mega
ekki láta þessa fara framhjá sér,
þótt döpur sé í aðra röndina. Jack
birtist á tjaldinu umtöluð kvik-
myndagerð hans af skáldsögu
James M. Cains, The Postman
Always Rings Twice. Nokkuð
djörf, og þau Nicholson og Jessica
Lang voru skemmtilega kynsoltin
innanum matarafgangana á eld-
húsborðinu. Annars hafði hún
litlu við að bæta ágæta kvik-
myndagerð bókarinnar frá ‘46.
Nú liðu sex ár, þá kom Black
Widow, þessi fíni glæpatryllir
með tveimur hörkuleikkonum,
Theresu Russell og Debru Win-
ger, fram á sjónarsviðið. Einkum
var Russell kraftmikil sem morð-
kvendi sem drap maka sína sér til
ánægju og efnahagslegs ábata.
Þessar tvær myndir sýndu að Raf-
Nicholson leikur annað aðalhlut-
verkið, útvarpsmanninn David.
Hann heldur tU Atlantic City tU að
koma bróður sínum Jason (Bruce
Dern) tU hjálpar úr vondum málum.
Rafelson tekst að draga upp einkar
hryssingslega mynd af borginni og
gerir þar betur en Malle í Atlantic
City. Frumleg, gráglettin og afai-
fáséð mynd þar sem þessir senu-
þjófar eru í sínu magnaðasta formi.
Gamanið og alvaran blandast þó
ekki þannig saman að öUum líki og
þessi vel gerða og forvitnUega mynd
naut engan veginn þeirrar aðsóknar
sem hún átti skilið. Með Ellen Bur-
styn og Scatman Crothers.
Sígild myndbönd
elson, sem fram til þess hafði
stýrt eigin, innihaldsríku og
dramatísku verkum, var einnig
fær um að gera viðunandi og vel
lukkaðar afþreyingarmyndir.
20th Century Fox hafði rekið
hann skömmu áður fyrir ófull-
nægjandi vinnubrögð við gerð
spennumyndarinnar Brubaker,
(‘79), og fengið Stuart Rosenberg
til að búa til vinsæla skemmtun úr
efninu.
Næsta mynd Ieikstjórans var hin
metnaðarfulla Mountains Ofthe
Moon, (‘90), sem segir af raunum
landkönnuða í leit að upptökum
Nflar á ofanverðri síðustu öld. Mik-
ilfengleg mynd með ábúðarmiklum
Patrick Bergin í hlutverki könnuð-
arins fræga, Sir Richard Burton.
Myndin vakti athygli og fékk
fína dóma, en gekk ekki í
augu almennings. Það gerði
ekki heldur, Man Trouble,
(‘92, alvond erkivitleysa um
öryggisvörðiun Jack Nichol-
son. Hæfileikum þeirra Harry
Dean Stanton, Beverly
D’Angelo og Ellen Barkin, er
einnig gjörsamlega sóað í
mynd sem áhorfendur forðuð-
ust einsog heitan eldinn. 1996
reyndu þeir aftur í samein-
ingu, Nicholson og Rafelson,
Utkoman varð glæpatryllirinn
Blood and Wine. Skömminni skárri
en engu að síður hraksmánarlegur
afrakstur þessara fornfrægu fé-
laga. I fyrra lauk Rafelson við sjón-
varpsmyndina Poodle Springs,
byggð á sögu eftir Raymond
Chandler, með James Caan í hlut-
verki spæjarans Philips Marlowe.
Fátt er vitað um útkomuna.
Á sínum uppgangstíma var Raf-
elson sérstæður listamaður með
sinn eigin, auðþekkta stfl. Lét vel
að fjalla um mannleg samskipti í
þröngu rými - bæði sem höfundur
og leikstjóri. Hafði einstakt lag á
Ieikurum sínum og að því er virð-
ist samstarfsfólki öllu. Hópvinna
var þá frekar einkenni starfs-
bræðra hans í Evrópu og gerði
Rafelson sérstæðari á sínu sviði í
Vesturheimi. Hann tók atriðin
gjarnan í réttri röð og lagði
áherslu á að leikararnir og annað
kvikmyndagerðarfólk lifði sig inní
atburðarásina. Þannig urðu bestu
verkin hans til. meitluð með hönd-
um ákveðins og trausts leikstjóra
og þéttri og fagmannlegri vinnu
leikara og tæknimanna sem greini-
lega náðu saman sem heild.
STAY HUNGRY, (‘76)
-kirk'h
Jeff Bridges fer á kostum í enn einni
jaðannyndinni sem enginn sá. Hikið
ekki við að njóta hennar ef svo ólík-
lega vill til að hún reki á fjörur ykk-
ar. Ungur efnamaður í Alabama
(Bridges) kaupir heilsuræktarstöð
til að loka fasteignaviðskiptum. Þau
eiga eftir að draga óvæntan dilk á
eftir sér eftir að tveir starfsmenn
stöðvarinnar (Sally Field og Amold
Schwarzenegger), koma inní líf
hans, ásamt eigandanum (R.G. Arm-
strong). Óvenjuleg, vel skrifuð
blanda gamansemi og dramatískra
uppgjöra þar sem þau Field og
Schwarzenegger (í einu sínu fyrsta
hlutverki), hressa uppá gang mála.
Sæbjörn Valdimarsson
RITHÖFUNDURINN Thomas
Harris hefur fundið nýjan endi á
Hannibal til þess að auðvelda kvik-
myndun sögunnar sem er fram-
hald af Lömbin þagna. Framleið-
andinn Dino De Laurentiis og
breski leikstjórinn Ridley Scott
höfðu komist að þeirri niðurstöðu
að endir skáldsögunnar hentaði
ekki kvikmynd. Handritshöfund-
urinn David Mamet er nú að fara
yfir lausn Harris. Anthony Hopk-
ins hefur, að því er fregnir. herma,
samþykkt að fara aftur með hlut-
verk Hannibal Lecter, en Jodie
Foster hefur enn ekki tekið
ákvörðun um hvort hún leikur CI-
arice Sterling að nýju.
251. biö-
gesturinn
heiðraður
HERMANN Fannar Valgarðsson
datt í lukkupottinn þegar hann var
númer 251 í röðinni að kaupa miða
á heimildarmyndina Kynlíf: Saga
Annabel Chong síðastliðinn föstu-
dag. Hér sést Isleifur B. Þórhalls-
son, kynningarstjóri Sambíóanna,
afhenda honum 10 þúsund króna
úttekt í versluninni Rómeó og Júl-
íu. Ástæðan fyrir því að áðurnefnd
tala þykir merkileg er sú að um-
rædd Annabel Chong setti heims-
met þegar hún naut kynlífs með
251 karlmanni í röð og fjallar heim-
ildarmyndin um þau áhrif sem at-
burðurinn hafði á líf hennar.
Breiðskífa
frá Holly
Johnson
HOLLY Johnson, sem gerði garð-
inn frægan með Frankie Goes To
Hollywood á níunda áratugnum, er
að gefa út sína fyrstu breiðskífu
síðan hann greindist með alnæmi
árið 1991. „Ég fann fyrir upp-
sveiflu hvað heilsu og útlit varðar
og langaði einfaldlega til að syngja
aftur,“ segir Johnson sem er 39
ára. „En í raun er ég að taka upp
þráðinn þar sem ég hætti þegar al-
næmi hristi svo harkalega upp í lífi
mínu.“ Frankie Goes To
Hollywood öðlaðist vinsældir um
heim allan eftir að lag sveitarinnar
„Relax“ var bannað á BBC-út-
varpsstöðinni árið 1984. Á tíunda
áratugnum hætti Johnson í tónlist-
inni til að skrifa sjálfsævisögu sína
og mála.
T
*