Morgunblaðið - 08.09.1999, Side 60
J> 60 MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
Forvitnilegar bækur
‘A MASTERPIECE’
SunJay Tímcs
ADAM THORPE
ÍmTnTr'Va';
Saga af
sögu í
hring
Ulverton, skáldsaga eftir Adam
Thorpe. Minerva gefur út í kilju, 382
síður. Keypt í Máli og menningu.
SKÁLDSAGAN er upp runnin í
Bretlandi og enn eni margir fram-
úrskarandi rithöfundar starfandi
þar í landi. Á meðal þeirra sem hvað
mest hafa verið lofaðir á undanföm-
um árum er Adam Thorpe, sem
einnig er þekkt ljóðskáld og leik-
húsmaður.
Adam Thorpe er á fimmtugsaldri,
alinn upp í Beirút, Kalkútta, Ka-
-v merún og á Englandi. Hann hefur
fengist við sitthvað um dagana,
stofnaði leikfélag þegar hann lauk
námi í Oxford, Equinox, ferðaðist
um sveitir og þorp og flutti leikrit
Thorpes með leikbrúðum og lát-
bragðsleik, en hann lagði síðar sér-
staka stund á látbragðsleik. Hann
byrjaði á að gefa út tvær ljóðabæk-
ur og þess sér að nokkru stað í Ul-
verton hve hann er upptekinn af
tungumálinu eins og skálda er sið-
ur. Þannig em sumir kaflar bókar-
innar skrifaðir af innblásinni orð-
fimi og Thorpe bregður fyrir sig
ýmsum stflbrigðum og orðfæri, ým-
ist til að draga upp mynd af tíma og
tíðaranda, eða til að skila spennu og
i sálrænni dýpt.
Ulverton er snilldarflétta, safn
smásagna sem em um leið kaflar í
skáldsögu, ólíkir og ósamstæðir en
þó þræddir upp á sama þráð. Sagan
hefst í raun þar sem henni lýkur;
1650 snýr hermaður aftur úr borg-
arastyrjöldinni í Bretlandi og kemst
að því að kona hans hélt hann dauð-
an og hefur gifst aftur. Konan og
eiginmaðurinn nýi myrða hermann-
inn, en bókinni lýkur þar sem bein
hans finnast þegar verið er að taka
gmnn að fjölbýlishúsi í Ulverton og
einn þorpsbúa, rithöfundurinn
Adam Thorpe, ákveður að skrifa
sögu beinanna, sem er í raun saga
staðarins.
—y Mislangt er á milli kaflanna, bók-
in hefst 1650, eins og getið er, en
síðan koma kaflar 1689, 1712, 1743,
1775,1803,1859,1887,1914,1953 og
loks 1988; tólf kaflar sagðir af tólf
ólíkum röddum karla og kvenna á
ólíkum aldri. Kaflinn Stitches sem
gerist 1887 er snælda bókarinnar
þar sem allir þræðir renna saman í
einn, en greinast svo aftur fram að
lokunum að sagan myndar hring
eins og áður er getið.
í viðtali við Thorpe sem birtist í
Morgunblaðinu fyrir átta ámm seg-
ir hann einmitt frá tilurð bókarinn-
k ar: „Hver er þessi þjóðararfur?
Hann er ekki bara stórar hallir,
heldur líka hið ósnertanlega og
dulúðlega í landslaginu," segir hann
og hefur tekist ætlun sín að skila
þeim arfi í sögu sína, enda luku
breskir gagnrýnendur á bókina
miklu lofsorði og kölluðu meistara-
verk, hvorki meira né minna.
^ Árni Matthíasson
FÓLK í FRÉTTUM
DMITRI NABOKOV LAGÐI SONGINN A HILLUNA
Dmitri Nabokov segist hrifnari af nýrri mynd Adrians Lynes um Lolitu, en eldri útgáfu Stanleys Kubricks.
Hér er Dominique Swain í hlutverki Lolitu í mynd Lynes.
Heiðra skaltu föður þinn
Rithöfundurinn Vladimir Nabokov fær góða
einkunn hjá syninum Dmitri.
ÖLD eftir fæðingu sína er rithöf-
undurinn Vladimir Nabokov enn
áhrifavaldur í heimi bókmennt-
anna. En þrátt fyrir að áhrifa hans
gæti enn í bókmenntum og kvik-
myndum hefur hann líklega hvergi
meiri áhrif en á líf sonar síns,
Dmitris Nabokovs.
Sumum þykir það eflaust skrýtið
að hætta við vænlegan feril sem
óperusöngvari til að tryggja að
nafni föðurins sé haldið á lofti en
það gerði Dmitri sem segir að sú
ákvörðun hafí verið sú eina rétta
fyrir hann. „Ég held að með því að
halda nafni föður míns lifandi sé
ég að gera meira fyrir heiminn og
mannkynið heldur en með því að
vera söngvari,“ segir Dmitri sem
hefur haft mikið að gera í tilefni
aldarafmælis föður síns.
Ekki bara Lolita
„Eftir því sem ég get best séð er
algengast að þegar rithöfundur
deyr falla verk hans smám saman í
gleymsku og annaðhvort gleymast
þau endanlega eða þau lenda aftur
í hringiðunni og rithöfundurinn
kemst í hóp klassískra rithöfunda.
Og það síðamefnda er það sem
hefur gerst með föður minn og það
gleður mig óendanlega mikið,“
segir Dmitri sem nú er 65 ára að
aldri.
Lolita er án vafa þekktasta verk
Nabokovs en eins og Dmitri bendir
á að er stöðugt stærri hópur fólks
að uppgötva allar hinar bækurnar
sem Nabokov skrifaði. „Lolita er
dásamleg bók, en hún er bara ein
af mörgum frábærum sögum sem
faðir minn skrifaði," segir Dmitri
sem segist vera orðinn hundleiður
á fólki sem spyr hann hvernig það
sé að vera sonur mannsins sem var
yfír sig hrifínn af smástelpum, en í
bókinni er ástarþráhyggju hins
miðaldra Humberts til hinnar tólf
ára Lolitu lýst í þaula. „Núna er
Lolita kennd í háskólum víða um
heim sem fyrirmynd um hvernig
góð skáldsaga er rituð,“ bætir
Dmitri við og bendir á þær ótal-
mörgu vísanir sem í skáldsögunni
leynast sem hafa Iöngum yljað
mörgum bókmenntaelskum lesend-
um.
Hrifínn af nýju myndinni
Dmitri segist vera mun hrifnari
af nýjustu kvikmynd Adians Lynes
um Lolitu heldur en mynd Stan-
leys Kubricks frá árinu 1962,
vegna þess að nýja kvikmyndin sé
mun trúrri sögunni en kvikmynd
Kubricks. í kvikmynd Lynes er
mikilvæg sena sem Kubrick sleppti
alveg; sena sem sýnir þegar Hum-
bert er barn að aldri og verður
ástfanginn af stúlku á sínum aldri
á franskri strönd.
„Að sumu leyti er hrifning Hum-
berts af Lolitu þráin eftir því að
endurskapa æskuna, æsku sem er
löngu horfin og kemur aldrei til
baka. Þegar hann sér Lolitu árum
síðar þegar hún er gift mjög ein-
földum ungum manni gerir hann
sér grein fyrir að hann hefur
ávallt elskað hana og muni aldrei
hætta því. Og sú staðreynd, er í
mínum huga að minnsta kosti
sönnun þess að Humbert er ekki
barnaníðingur.
Flúði tvisvar
Vladimir Nabokov var alinn upp
í ríkidæmi í Sánkti Pétursborg en
íjölskyldan flúði Rússland þegar
bolsévikar náðu völdum árið 1917.
Fimm árum síðar myrtu rússnesk-
ir fasistar föður Nabokovs í Berlín.
Árið 1940 bjó Nabokov í París og
þá þurfti hann að flýja aftur land, í
þetta skipti út af nasistum. Hann
flúði til Bandaríkjanna með konu
sína af gyðingaættum, Veru, og
Dmitri sem þá var sex ára. Vla-
dimir Nabokov var prófessor í
rússneskum bókmenntum við
Comell-háskóla um margra ára
skeið en árið 1961 sneri hann aftur
til Evrópu og fluttist til Montreux í
Frakklandi og bjó þar til dauða-
dags árið 1977.
„Fólk spyr mig af hverju faðir
minn hafí flust til Evrópu og mér
fínnst það mjög hjartnæmt því
hann kom hingað vegna mín. Ég
bjó þá í Mflanó á Italíu sem er mun
styttra að fara til frá Montreux en
frá Bandaríkjunum.
Á heimili Dmitris era munir sem
bera lífí hans vitni. Það eru módel
af kappakstursbflum, auglýsinga-
veggmyndir um óperutónleika,
bækur föður hans og risastór
mynd af rithöfundinum er á einum
veggnum. Dmitri hefur aldrei gift
sig en hann telur að hann myndi
hafa orðið góður faðir eins og
hans eigin faðir. „Pabbi var frá-
bær faðir. Hann var ekki einn af
þessum mönnum sem skipta sér lít-
ið af uppeldinu og hann Iét fjöl-
skylduna alltaf ganga fyrir. Hann
kenndi mér alls kyns íþróttir,
kenndi mér að lesa og skrifa og ég
held að ég sé eitt af fáum börnum
sem fékk gamaldags málfræði-
kennslu í heimahúsi. Brennandi
áhugi hans á Iífinu litaði heimilis-
lífið og hann deildi öllu með okk-
ur.“ I tengslum við aldarafmæli
fæðingar Nabokovs hefur Dmitri
ferðast um allan heim og hann hef-
ur einnig tekið upp sönginn á ný.
„Ég byijaði að syngja aftur lög við
texta eftir föður minn og stundum
syng ég þegar sýningar eru opnað-
ar á verkum hans.“
Dmitri segir að í dag sé faðir
hans kominn í félagsskap sinna
uppáhaldsrithöfunda, Joyces og
Pushins. „Nú eru þeir á góðri leið
með að komast til mesta rithöfund-
ar allra tíma, Williams Shakespe-
ares,“ segir Dmitri sem segir að
hann sé þess fullviss að orðspor
föður síns hefði aldrei dáið út hvort
sem hann hefði lagt því lið eður ei.
„En ég vildi leggja mitt af mörkum
og vona að það hafi tekist.“
Astríður
finna sér
farveg
Draumasaga. Dream Story. Höfund-
ur Arthur Schnitzler. Penguin Books
árið 1999. Gefin fyrst út sem
„Traumnovelle" árið 1926. 99 síður
og greinargóður inngangur að auki.
Kostaði 700 krónur í London.
ÞAÐ felst í bældum ástríðum að þær
geta brotist út. Það felst í freistingum
að manni hættir til að falla fyrir þeim.
Það felst í forboðnum ástum að þær
vekja forvitni. I þessum sporum
stendur Fridolin og við bætist að
kona hans, Albertine, hefur játað að
láta sig dreyma og þá ekki um hann;
ekki alltaf. Að þessu samanlögðu er
Fridolin í uppnámi, veikur á svelli
langananna og við það að láta allt efL
ir sér; láti það bara eftir honum.
Draumasaga Ai-thurs Schnitzlers
hefur verið snillingnum Stanley Ku-
brick umhugsunarefni síðan í byrjun
áttunda áratugarins og varð loks úr
því kvikmynd í aldarlok. Þetta er
stutt skáldsaga og þarf ekki langan
lestur til að fmna út hvað heillaði svo
mjög þennan aldna leikstjóra sem
eyddi sínum síðustu kröftum í mynd-
ina. Sagan rennur. I henni er seiðandi
og dulúðlegur undirtónn sem helst
alla söguna. Maður lætur hrífast með
hinum reikula Fridolin þai’ sem hann
fetar þrönga stigu ósvalaðra og losta-
fullra kennda og lýkur göngunni í
sama öngstrætinu. En hver er höf-
undurinn, Arthm1 Schnitzler? Hann
er fæddur árið 1862 í Vín og það að
hann var af gyðingaættum hafði óhjá-
kvæmilega áhrif á feril hans sem rit>
höfundur, þótt honum tækist hæfi-
leika sinna vegna að halda velli.
Schnitzler kaus að blanda sér lítið í
pólitísk átök en líkti líðan gyðinga við
manneskju, sem stæði ef til vill ekki á
sama, þrátt fyrir deyfingu, ef hún
fylgdist með þegar húðin væri rispuð
með óhreinum hnífi, jafnvel skorin
þangað til að blóðið færi að streyma.
Schnitzler var virtur verðlaunarit-
höfundur. Engu síðm-, uppruna síns
vegna, var hann gagnrýndur harka-
lega sem „ungverskur uppskafning-
ur“ eða „spilltur utangarðsmaður og
var hið rómaða leikrit hans „Reigen"
bannað sem siðlaust í 25 ár. Það varð
síðar að kvikmyndinni „La Ronde“ og
í meðforum David Hare að hinu um-
talaða leikriti Bláa herberginu sem
státaði af snilldarleik Nicole Kidman,
hinni sömu og fer með stórt hlutverk í
mynd Kubricks „Eyes Wide Shut“.
Fridolin, aðalpersóna Draumasögu,
lfldst um margt skapara sínum. Hann
er læknir að mennt og gengst upp í
draumórum sínum sem einhvern veg-
inn verða aldrei að veruleika. Sjálfur
var Schnitzler læknissonur og hefur
lfldega átt sína kynóra en gerði ekki
alvöru úr þeim, að eigin sögn, eftir að
faðir hans hafði sýnt honum myndir
og lesið honum pistilinn um þá kyn-
sjúkdóma sem fylgdu gáleysislegu líf-
erni. Hann lýsir því þegar ung
„Venusargyðja" liggur nakin í sama
herbergi en hann er fullklæddur við
gluggann: „Hún hafði áreiðanlega bú-
ist við meiri skemmtun frá 16 ára við-
skiptavini sínum sem lagði hart að
henni að finna sér heiðvirðara og
metnaðarfyllra lífsviöurværi."
Pétur Blöndal