Morgunblaðið - 08.09.1999, Side 62
JÉ62 MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
mbl.is býður á
tónleika með
FÓLK í FRÉTTUM
hotíð
Rpykjavik Jnzz Fpstival
The Immigrants, leika í Súlnasal Hótels Sögu kl. 21 í kvöld.
Verður að vera
líf o g sveifla
THE IMMIGRANTS hefja tónleika
sína kl. 21 í Súlnasal í kvöld.
Hljómsveitin er skipuð fimm hljóð-
færaleikurum sem sest hafa að í
Svíþjóð. Það eru Islendingarnir
Halldór Pálsson altósaxófónleik-
ari, Hjörleifur Björnsson bassa-
leikari og Erlendur Svavarsson
trommuleikari, auk Rúmenans Ge-
orge Nistor sem leikur á trompet
og hollenska píanistans Jerry
Stenson.
Það náðist í kappana í gær þar
sem þeir biðu í kulda og trekki eft-
ir leigubíl á Keflavíkurflugvelli og
sagði Erlendur að það væri ofsa-
lega gaman að vera kominn heim
að spila. „Þetta er í fysta sinn síðan
ég flutti til Svíþjóðar 1976 sem mér
hefur verið boðið heim að spila.
Okkur í bandinu finnst öllum að
djassinn hafi Qarlægst hlustendur
sína á seinustu árum. Við stofnuð-
um bandið til að skemmta fólki og
ef það tekst ekki missum við
marks. Það verður að vera líf og
sveifla, eða eins og Duke Ellington
sagði; „It Don’t mean a Thing if it
ain’t got the Swing“.
- Og á að taka lag eftir hann?
„Kannski eitt frá gamla karlin-
um læðist með, en annars leikum
við yngri djass, bæði frumsaminn
og erlendan. Svokallað „postbop” í
anda Cannonball Adderley & The
Jazz Messangers". Það verður mik-
ið líf og fjör og við viljum fá fólk
með okkur.“
Láttu þetta ekki fram hjá þér fara,
skráðu þig á mbl.is
dagana 8. til 15. september.
Morgunblaðið/Ásdís
Kerfill; Hilmar, Andrew, Matthías, Eyþór, Bryndís Halla og Óskar.
Með því er hægt að vinna miða fyrir
tvo á tónleikana með Robbie Williams
í Laugardalshöllinni 17. september
næstkomandi
FJÖLMARGIR AÐRIR VINNINGAR [ BOÐI
★ Nýjasti geisladiskurinn með
Robbie Williams frá Skífunni
★ Robbie Williams bolur frá Skífunni
★ Árituð mynd af Robbie Williams
★ Kvöldmáltíð fyrir tvo á Hard Rock
★ Doritos kornsnakk og Pepsí risakippa
Aðalvinningar verða dregnir út hjá Mono
miðvikudaginn 15. september milli kl. 7 og 10.
Verður heppnin með þér?
Hmbl.is
^ALLTAf= eíTTH\SAT> A/ÝT7
Ryþmískara
en oft áður
í KVÖLD kl. 20.30 hefjast útgáfu-
tónleikar í Kaffileikhúsinu. Þar verð-
ur flutt verkið Kerfíll eftir Hilmar
Jensson gítarleikara, en hann tók
það upp ásamt hljómsveit í janúar sl.
Diskurinn er sá fjórði af fimm sem
Smekkleysa gefur út af nútímadjass-
tónlist undir heitinu „Frjálst er í
fjallasal”.
Nafn verksins hefur fylgt hljóm-
sveitinni síðan í janúar, en hana
skipa auk Hilmars; Andrew D’Ang-
elo og Óskar Guðjónsson saxófón-
leikarar, Eyþór Gunnarsson píanó-
leikari, Bryndís Halla Gylfadóttir
sellóleikari og trymbillinn Matthías
Hemstock.
Fyrri helmingur tónleikanna sam-
anstendur af lögum eftir Hilmar,
Óskar, Matthías og Andrew, en tón-
verkið Kerfill fyllir seinni helming
tónleikanna.
Fyrir ólíklegustu hlustendur
Hilmar segir að í Kerfíi reyni
hann að sameina „þann frjálsa spuna
sem við erum að sýsla við og fönk-
rokki-yþma. Þetta er hálfgerð svíta
hjá mér, u.þ.b 45 mínútna verk.“
- Hvað er kerfíll?
„Eg er eiginlega að bauna á sjálfan
mig í þessu verki, þar sem ég notaði
smákerfi til að semja hluta af því. Þá
er Kerfill eins og fTkill. En svo er kerf-
ill íslensk jurt sem m.a. er gert te úr.“
- Og er það gott?
„Eg hef ekki smakkað það.“
- En er verkið gott? Kannski tor-
melt?
„Nei, það er örugglega ekki tor-
melt, og tónleikarnir verða það ekki í
heildina. Bæði í seinni og fyrri hluta
er mikið af ryþmískum hlutum, og
Kerfill er mun rythmískari en margt
af því sem ég hef verið að fást við
hingað til. Þannig að hinir ólíkleg-
ustu hlustendur munu skemmta
sér.“
- Hvernig kom klassíski sellóleik-
arínn Bryndís Halla inn í sveitina?
„Fyrst og fremst af því að hún er
frábær sellóleikari, en líka af því að
það er ekki til neinn sellóleikari sem
hefur lagt fyrir sig djassinn. Hún
þekkir mikið af nútímaverkum og að
mörgu leyti eru þau ekki ósvipuð því
sem samtímadjassarar erum að
sýsla.“
- En Andrew d’Angelo?
„Andrew starfar í New York í
ýmsum hljómsveitum og sú
þekktasta er líklega Matt Wilson
kvartett sem hefur gefið út nokkuð
af plötum undanfarið, en þeir blanda
saman djassaðri tónlist og gríni. Þeir
eru mjög fyndnir og skemmtilegir,
og seinasta platan þeirra Smile, rauk
beint inn á fyi-sta sæti á mörgum
sölulistum. Við Andrew þekkjumst
frá fornu fari frá Boston og New
York og er hann kominn hingað til
að leika með okkur í Kerfli, auk þess
sem hann á sjálfur verk á fyrri hluta
tónleikanna."