Morgunblaðið - 08.09.1999, Síða 68

Morgunblaðið - 08.09.1999, Síða 68
Heimavörn Sími: 580 7000 Drögum næst 10. sept. MORGUNBLA8IÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMl 5691100, SÍMBRÉF569 USl PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 MIÐVIKUDAGUR 8. SEPTEMBER 1999 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK Landsvirkjun semur ,um orku frá Svartsengi HITAVEITA Suðurnesja og Landsvirkjun undirrita orkusölu- samning á föstudag um sölu á 28 Mw úr nýrri raforkuvirkjun á Svartsengi. Hluti orkunnar er ætl- aður álveri Norðuráls í Hvalfírði. Júlíus Jónsson hitaveitustjóri segir að hitaveitan treysti því að fá virkj- unarleyfi á næstunni, enda liggi fyr- ir yfirlýsing iðnaðarráðherra um að vii’kjunarleyfi verði gefið liggi fyrir samningur við Landsvirkjun um dreifingu orkunnai’. Ný 30 Mw vélasamstæða til raf- orkuframleiðslu verður væntanlega tekin í notkun ásamt nýjum búnaði til framleiðslu á varmaafli í október. Fyrir eru framleidd 16,5 Mw af raf- orku á svæðinu en um leið og nýja samstæðan verður tekin í notkun verður hætt framleiðslu í tveimur 1 Mw vélum. Raforkuframleiðslan á Svartsengi mun því nema um 45 Mw eftir, frá og með október. Bágborin samningsstaða Júlíus segir að hitaveitan sé ekki sátt við það undir hvaða kringum- stæðum hún hafi neyðst tii að semja við Landsvirkjun; í ljósi gef- innar yfirlýsingar ráðherrans um að virkjunarleyfi væri háð samn- ingi við Landsvirkjun hafi samn- ingsstaða hitaveitunnar ekki verið upp á marga fiska. Hann sagði ljóst að ekki yrði ráðist í frekari raf- orkuvinnslu á vegum Hitaveitu Suðurnesja fyrr en búið væri að breyta rekstrarumhverfi í orku- geiranum og þar með samnings- stöðu fyrirtækisins. Júlíus sagði að hitaveitan fengi í sinn hlut fyrir orkusöluna til Norð- uráls 79% af því verði sem Norðurál greiðir til Landsvirkjunai’. Morgunblaðið/Golli Sér til sólar í Reykjavík í gær var annar dagurinn frá 19. ágnst sem engin úrkoma mældist í Reykjavík en síðustu 11 daga hefur rignt á hverjum degi. Þessi unga stúlka, sem heitir Hrafnhildur Birta, rak upp stór augu þegar hún leit út um gluggann og sá hvernig veður var úti. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Ráni afstýrt með öryggisbúnaði GERÐ var tilraun til ráns í sölu- turninum Tvistinum við Lokastíg seint í gærkvöld, þegar maður með plastpoka fyrir andlitinu, vopnaður stórri sveðju, vatt sér inn í sölu- turninn og hafði uppi hótanir. Eig- andi sölutumsins var sjálfur við af- greiðslu og engir viðskiptavimr vora viðstaddir þegar maðurinn lagði til atlögu. Eigandinn studdi hins vegar á neyðarhnapp og stökkti manninum þannig tómhent- um á flótta. Allt tiltækt lið Lög- reglunnar kom fljótlega á vettvang og hóf þegar í stað leit að mannin- um. Hann var ófundinn um mið- nættið, en hann er hávaxinn og grannur. Kröfur um breytingar á kjördæmamörkum Stefnt að skoðana- könnun í Hornafirði BÆJARSTJÓRN sveitarfélagsins Hornafjarðar hefur tekið upp um- ræður um það hvort óska eigi eftir breytingum á kjördæmamörkum þannig að Austur-Skaftafellssýsla færist úr Norðausturkjördæmi í Suðurkjördæmi. Til athugunar er að láta fara fram skoðanakönnun um afstöðu íbúanna eða jafnvel formlega atkvæðagreiðslu um mál- ið. Sveitarfélagið Hornafjörður mun tilheyra Norðausturkjördæmi þegar lög um kjördæmaskipan taka gildi. Það kjördæmi nær úr Öræfasveit í Siglufjörð. Gísli Sverrir Ámason, forseti bæjar- stjórnar Hornafjarðar, segir að það hafi legið fyrir að Austur- Skaftafellssýsla ætti eigi að síður möguleika á að fara fram á breyt- ingu á mörkunum. Til breytinga þyrfti aukinn meirihluta á Alþingi. Þá hafi þingmenn Austurlands- kjördæmis sagt að ef eindregin skilaboð kæmu frá sveitarstjóra- inni yrði að öllum líkindum tekið tillit til þess. Norðurál undirbýr 50% stækkun álversins á Grundartanga -Stefnt að undirritun orku- samnings á föstudag NORÐURÁL stefnir að því að und- irrita samning við Landsvirkjun nk. föstudag um kaup á raforku vegna fyrirhugaðrar 50% stækkunar ál- versins á Grundartanga úr 60 þús- und tonnum í 90 þúsund tonn. Auglýsing um forval vegna stækk- unar álversins birtist í Morgunblað- inu sl. sunnudag. Er þar óskað eftir verktökum til að taka þátt í lokuðu útboði vegna verksins sem felst með- al annars í stækkun kerskála. Bjorn Hogdal, framkvæmdastjóri Norður- áls, segir að ákvörðun um byggingu 2. áfanga álversins hafi ekki enn ver- **ð tekin, en mikil undirbúningsvinna hafi átt sér stað undanfarið. „Hugmyndin er að við klárum að vinna nánast alla nauðsynlega verk- fræðivinnu og undirbúningsvinnu, svo þegar við ákveðum að ráðast í stækkunina verði hægt að hefja hana mjög snögglega. Því biðjum við um íjölda bráðabirgðatilboða frá fjölmörgum innlendum sem erlend- um birgjum og verktökum svo við getum gert endanlega samninga á skömmum tíma þegar þar að kem- ur,“ segir Hogdal. Verkefni upp á 70 milljónir dollara Hogdal reiknar með því að ákvörðun verði tekin í desember og framkvæmdir geti hafist strax, og í auglýsingunni er verktími áætlaður frá desember 1999 til október árið 2000. Hogdal segir að ekki sé þó gert ráð fyrir að 2. áfangi álversins verði tekinn í notkun fyrr en í apríl árið 2001 þegar Landsvirkjun verði tilbúin að útvega orku til stækkun- arinnar. „Fjárfestingarupphæð verkefnis- ins verður um 70 milljónir dollara," segir Hogdal og telur að miili 15 og 20 verktakar og birgjar muni vinna að stækkuninni, en í byggingu fyrsta áfanga álversins tóku enn fleiri fyrir- tæki þátt, að sögn Hogdal. Nokkrar tölur sem sagt geta til um umfang verkefnisins eru að steinsteypa verð- ur 9.000 m2, stál 780 tonn og málm- klæðningar 19.000 m2. Hogdal segist reikna með því að undirritaður verði samningur við Landsvirkjun um kaup á orku frá fyrirtækinu vegna stækkunarinnar. Hann segist ekki geta sagt með fullri vissu hvort samningurinn verði undirritaður þá, þar sem eftir sé að ganga frá nokkrum atriðum varðandi samninginn, en stefnt sé að undiraitun. Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, staðfesti við Morgunblaðið að stefnt væri að því að undirrita samning við Norð- urál. Rætt í bæjarstjórn Gísli Sverrir segir að hugsanleg- ar breytingar á kjördæmamörkun- um séu mikið ræddar á Homafirði og bæjarstjórn hafi ákveðið að taka þær til umræðu. Málið var hafið á bæjarstjórnarfundi síðastliðinn fimmtudag og ákveðið að það yrði fyrsta umræða en síðar þyrfti að ræða það betur og taka afstöðu. Flestir bæjarfulltrúarnir ræddu kosti og galla beggja leiða en tveir lýstu beinlínis þeim skoðunum að rétt væri að sýslan tilheyrði Suður- kjördæmi en ekki Norðausturkjör- dæmi. Austur-Skaftafellssýsla er í Austurlandskjördæmi og öll sam- vinna sveitarfélagsins er austur á bóginn. Hins vegar eiga íbúarnir meiri samskipti vestur á bóginn og eru samgöngur, veðurfar og versl- unarhættir færð sem rök fyrir breytingum. Á bæjarstjórnarfundinum komu upp hugmyndir um að láta fara fram könnun á skoðunum íbúanna eða jafnvel formlega atkvæða- greiðslu um málið. Gísli Sverrir tel- ur líklegt að annaðhvort verði gert á næstunni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.