Morgunblaðið - 22.09.1999, Síða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
Hlutur ríkisins í FBA seldur í einu lagi til hóps fjárfesta í opnu útboði
Hlutur hvers hlut-
hafa að hámarki 6%
Morgunblaðið/Ásdís
Fyrirkomulag á sölu hlutabréfa ríkisins í FBA kynnt, f.v. Jón Sveinsson, Finnur Ingólfsson,
Ami Mathiesen og Hreinn Loftsson.
LIÐLEGA helmings hlutur ríkisins
í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins
hf. verður seldur í einu lagi til
dreifðs hóps fjárfesta þar sem hver
aðili má ekki kaupa meira en 6%
hlutafjár í bankanum. Tilgangurinn
er að tryggja að hámarksverð fáist
fyrir eignina og verður söluverðið
að minnsta kosti tæpir tíu milljarð-
ar kr. Útboðið fer fram í byrjun
nóvember. Gengi hlutabréfa FBA
hækkaði um 5% eftir að fyrirkomu-
lag útboðsins var kynnt.
Finnur Ingólfsson iðnaðarráð-
herra og Arni Mathiesen sjávarút-
vegsráðherra fara sameiginlega
með eignarhlut ríldsins í Fjárfest-
ingarbanka atvinnulífsins hf. (FBA)
og kynntu þeir samkomulag ríkis-
stjómarflokkanna um fyrirkomulag
einkavæðingar bankans á blaða-
mannafundi í gær. Ríkið seldi 49%
hlutafjár í bankanum á síðasta ári
og býður nú út þau 51% sem eftir
eru. Fram kom að markmið útboðs-
ins er nú að hámarka söluverðið, að
selja dreifðum hópi hlutinn í heilu
lagi og að öllum gefist kostur á að
bjóða í hlutinn.
Til að tryggja að hámarksverð fá-
ist er talið nauðsynlegt að hópur
fjárfesta standi sameiginlega að til-
boði í alla eignina. „Hámarksverð
fyrir eignarhlut ríkisins í bankanum
verður aðeins tryggt með því að
selja allan hlutinn í einu lagi,“ sagði
Finnur Ingólfsson. Skýrði hann það
með því að vísa til þess að hópur
fjárfesta ætti nú þegar stóran hlut í
bankanum og þyrfti ekki að bæta
miklu við til að geta ráðið honum al-
veg. Þá kynni sá hluti eignar ríkis-
ins sem eftir er að verða lítils virði.
Lágmarksgengi er 2,8 og skulu
tilboð miðast við staðgreiðslu. Nafn-
verð 51% hlutar ríkisins er 3.460
milljónir kr. og verða hlutabréfin
því ekki seld fyrir lægri upphæð en
9,7 milljarða kr.
Reglur um skyldleika
Settar eru reglur um skyldleika
og hámark hvers aðila innan fjár-
festahópanna til að tryggja dreifða
eignaraðild. Hámark hvers aðila eða
skyldra aðila má ekki fara yfir 6%
nafnverðs hlutabréfa í FBA og skal
lágmarkshlutur hvers aðila innan
hópsins vera 6 milljónir að kaup-
verði. Það þýðir að í hverjum hópi
tilboðsgjafa geta að lágmarki verið
níu aðilar og að hámarki tæplega
600. Eftir að tilboði hefur verið tek-
ið verður eign ríkisins skipt í sam-
ræmi við tilboðið og einstakir hlutir
framseldir til hvers aðila fyrir sig
innan hópsins. Lagði Finnur Ing-
ólfsson áherslu á að hlutabréfin
yrðu ekki afhent félagi tilboðsgjaf-
anna heldur þeim sjálfum.
Reglur um skylda aðila og fjár-
hagslega tengda gilda meðal annars
um hjón og sambýlisfólk, skyld-
menni í beinan legg, systkini, systk-
inaböm og systkini fóður eða móð-
ur. Þær gilda m.a. um samstæðu fé-
Iaga, móðurfélög og dótturfélög og
ef einstakur aðili á meira en 35%
eignarhlut í fyrirtæki. Tekið er
fram að bönkum í meirihlutaeigu
ríkisins er óheimilt að mynda hóp
með öðram innlendum bönkum eða
sparisjóðum. Einnig er sérstaklega
tekið fram að sparisjóðir teljast
ekki skyldir aðilar í þessari skil-
greiningu. Þá kom fram á blaða-
mannafundinum að núverandi eig-
endur að bankanum gætu tekið þátt
í kaupunum.
Fyrirfram verður gengið úr
skugga um það hvort hópamir upp-
fylli skilyrði um skyldleika eða
tengsl aðila og um hámark eignar-
hluts hvers og þeim gefinn kostur á
að leiðrétta og bæta úr hugsanleg-
um ágalla. Er það gert til þess að
tryggja að ekkert tilboð verði úr-
skurðað ógilt af þessum sökum eftir
að búið er að opna þau.
Markmiðið að fá sem hæst verð
Ráðherramir lögðu áherslu á að
samstaða væri meðal ríkisstjómar-
flokkanna um þessa niðurstöðu.
Ámi Mathiesen sjávarútvegsráð-
herra sagðist vera ánægður með
niðurstöðuna. Markmiðið væri
skýrt, að fá sem hæst verð fyrir
hlut ríkisins í FBA og á sem
opnastan hátt til þess að tryggja að
sem flestir ættu kost á að taka þátt
í útboðinu. Lýsti hann þeirri von
sinni að vel tækist til við sölu bank-
ans enda væri þetta mesta einka-
væðing ríkisfyrirtækis til þessa.
Þegar ráðherrarnir vora spurðir
hvort mögulegt væri að tryggja
dreifða eignaraðild að FBA á eftir-
markaði vakti sjávarútvegsráð-
herra athygli á því að í lögum væru
ákvæði sem heimiluðu afskipti af
því. Iðnaðar- og viðskiptaráðherra
lagði á það áherslu að slíkt væri
ekki til umræðu í tengslum við
þetta tiltekna mál.
A blaðamannafundinum var vísað
til ummæla forsætisráðherra um
sölu FBA í lokuðu útboði að loknu
forvali. Iðnaðarráðherra sagði að
fundist hefði betri leið til að ná
sömu markmiðum. Hreinn Lofts-
son, formaður einkavæðingamefnd-
ar ríkisstjórnarinnar, sagði að fram-
kvæmd útboðsins væri að vissu leyti
viðbrögð við þeirri þróun sem orðið
hefði í viðskiptum með bréf í bank-
anum á eftirmarkaði að undanfömu
en framkvæmdin væri einnig í fullu
samræmi við útboðslýsingu sem
gefin var út við sölu hlutabréfanna á
síðasta ári. Ráðherrarnir vonuðust
til að áhugi yrði á bréfunum. Hreinn
Loftsson sagði að það væri ótvíræð-
ur kostur fyrir fjárfesta að vita í
hvaða hópi þeir yrðu ef tilboði
þeirra yrði tekið. Annars hefðu þeir
verið í ákveðinni óvissu um félags-
skapinn.
Útboð
í nóvember
Útboðið verður kynnt á næstu
vikum og frestur til að skila inn
þátttökutilkynningum rennur út 21.
október. Tilboðseyðublöð verða af-
hent eftir 1. nóvember og tilboðum
skal skila föstudaginn 5. nóvember.
Þeir sem standa að hæsta tilboðinu
eiga að greiða kaupverðið 15. nóv-
ember.
Gengi hlutabréfa í FB A var 2,85 á
Verðbréfaþingi íslands í gærmorg-
un. Gengið hækkaði lítilsháttar í
gærmorgun og stóð í 2,87 þegar lok-
að var fyrir viðskipti vegna blaða-
mannafundar ráðherranna. Gengið
hækkaði enn eftir að opnað var fyrir
viðsldptin síðdegis í gær og loka-
gengi dagsins var 2,99. Hafði verð-
gildi bréfanna því hækkað um tæp
5% frá deginum áður.
Orca skoðar málið út
frá hagsmunum þess
Eyjólfur Sveinsson, stjómarfor-
maður Orca SA, sagði að hluthafar
sem mynda Orca hefðu enga
ákvörðun tekið um hvort þeir
myndu taka þátt í útboðinu, en þeir
myndu skoða málið út frá hagsmun-
um Orca. Hann sagði að sér virtist
sem að ríldsstjórnin hefði leitast við
að gæta jafnræðis við söluna og
ákvörðunin væri í ágætu samræmi
við markmið ríkisstjómarinnar sem
kynnt vom þegar ákveðið var að
selja bankann.
Sigurður Einarsson, forstjóri
Kaupþings, sagði að Kaupþing hefði
áður lýst því yfir að FBA væri
áhugaverður fjárfestingakostur og
því útilokaði hann ekki að Kaupþing
tæki þátt í útboðinu. Um það væri
hins vegar of snemmt að segja
nokkuð á þessu stigi.
Atvinnuleysi 1,7% í ágúst
Kröfum um-
sækjanda í
HÍ vísað frá
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur
vísaði í gær frá dómi kröfu sálfræð-
ings, sem sótt hafði um stöðu lekt-
ors við Háskóla íslands, um að fellt
yrði úr gildi álit dómnefndar um
sérstaka tímabundna lektorsstöðu í
sálfræði við félagsvísindadeild há-
skólans. Dómnefndin taldi umsækj-
anda ekki hafa staðfest hæfni sína
til þess að gegna umræddri stöðu á
sviði tilraunasálfræði með meginá-
herslu á skynjun og hugfræði.
Stefndi umsækjandinn því dóm-
nefndinni, háskólanum og íslenska
ríkinu og krafðist þess að viður-
kennt jrði með dómi að hann hefði
verið hæfur til að gegna stöðunni
auk þess sem hann krafðist miska-
bóta.
Héraðsdómur hafnaði hins vegar
dómkröfum umsækjandans þar sem
dómstólar ættu ekki úrlausnarvald
um sakarefni, sem heyrir sam-
kvæmt lögum eða venju undir
stjómvöld að leysa úr, eins og fram
kemur í 1. mgr. 24. gr. laga um
meðferð einkamála nr. 91/1991 en
samkvæmt lagaákvæðinu verður
máli vísað frá dómi eigi sakarefnið
ekki undir dómstóla.
Stefnandi var ennfremur dæmd-
ur til að greiða dómnefndinni 450
þúsund krónur í málskostnað og ís-
lenska ríkinu 100 þúsund krónur í
málskostnað.
SKRÁÐUM atvinnuleysisdögum í
ágúst fækkaði um tæplega 3.300 frá
mánuðinum á undan og um tæplega
15 þúsund frá ágústmánuði 1998.
Jafngilda atvinnuleysisdagar í ágúst
því að 2.412 manns, eða 1,7% af áætl-
uðum mannafla (143.164 manns í
ágúst) hafi að meðaltali verið á at-
vinnuleysisskrá, eins og fram kemur
í yfirliti Vinnumálastofnunar yfir at-
vinnuástand á Islandi.
Atvinnulausir karlar vom að með-
altali 802 og atvinnulausar konur
1.610 en þessar tölur jafngilda 1%
atvinnuleysi meðal karla en 2,6%
meðal kvenna. Síðastliðna 12 mánuði
vora um 2.888 manns að meðaltali
atvinnulausir eða 2,1% en árið 1998
vora um 3.788 manns að meðaltali
atvinnulausir eða um 2,8%.
Atvinnuástand skánar
víðast hvar
Atvinnuástand hefur batnað víð-
ast hvar á landinu nema á Vestfjörð-
um þar sem atvinnuleysi hefur auk-
ist lítillega og á Suðurlandi þar sem
lítil breyting hefur orðið. Átvinnu-
leysið minnkar hlutfallslega mest á
Norðurlandi vestra og á Suðurnesj-
um en atvinnulausum fækkar mest
að meðaltali á höfuðborgarsvæðinu
en litlar breytingar era annars stað-
ar.
Atvinnuleysi er nú hlutfallslega
mest á höfuðborgarsvæðinu og
minnst á Vesturlandi. Það er nú tals-
vert minna en í ágúst í fyrra á öllum
atvinnusvæðum nema á Austurlandi
og Vestfjörðum þar sem það er lítið
eitt meira.
Atvinnuleysi kvenna minnkar um
6,1% og atvinnuleysi karla um 5,3%
milli mánaða. Þannig fækkar at-
vinnulausum konum að meðaltali um
108 á öllu landinu og atvinnulausum
körlum um 41.
Vinnumálastofnun spáir því að at-
vinnuástand muni batna enn frekar í
september, eins og venja er til. At-
vinnuleysi geti orðið á bilinu 1,3% til
1,6%.