Morgunblaðið - 22.09.1999, Page 12
12 MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 1999
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Foreldrar kvarta undan skemmtanahaldi á Eiðistorgi
Lögreglan kannar
bjórsölu KR-sports
Mánaðarlaun æðstu embættismanna ríkisins Föst laun Yfirvinna Laun alls
Forsætisráðherra 584.000 584.000
Aðrir ráðherrar 531.000 531.000
Ráðuneytisstjóri forsætisráðun. 380.933 154.900 535.833
Aðrir ráðuneytisstjórar 368.051 133.214 501.265
Ríkislögreglustjóri 331.963 142.508 474.471
Framkvæmdastjóri Umferðaráðs 252.097 86.744 338.841
Skógræktarstjóri 289.287 74.352 363.639
Skólameistari Bændask. á Hvanneyri 299.412 61.960 361.372
Sýslumenn: meðaltal
Akureyri, Hafnarfj., Kefiavík, Kópav., Selfoss 309.891 101.614 411.505
Akranes, Blöpduós, Borgarnes, Eskifj., Húsavík, Hvolsvöllur, Isafj., Keflavíkurflugv., Sauðárkrókur, Seyðisfj., Stykkishólmur, Vestm.eyjar 289.287 64.283 353.570
Bolungarvík.Búðardalur, Hólmavík, Höfn, Neskaupst., Olafsfj., Patreksfj., Siglufj., Vík 270.052 49.568 319.620
Æðstu embættismenn ríkisins
Mánaðarlaunin
komin yfir hálfa
milljón krona
LÖGREGLUNNI í Reykjavík og
bæjaryfírvöldum á Seltjai-nai-nesi
hafa borist kvartanir vegna
skemmtunarinnar, sem haldin var á
Eiðistorgi á laugardaginn, er Knatt-
spyrnufélag Reykjavíkur varð Is-
landsmeistari. Kvartað var yfir há-
vaða og því að áfengi hefði verið selt
til ungmenna undir aldri.
„KR-ingar voru búnir að bíða í
þrjátíu og eitt ár eftir titlinum og
það varð bara spennufall í Vestur-
bænum,“ sagði Guðjón Ingólfsson,
veitingastjóri Rauða ljónsins. „Mið-
að við þann mikla fjölda sem kom
saman á torginu fóru hátíðarhöldin
mjög vel fram, en þegar mest vai'
voru um 3.000 manns hér að
skemmta sér.“
Þjónar engum hagsmunum að
selja ungmennum áfengi
Sigurgeii' Sigurðsson, bæjarstjóri
á Seltjarnarnesi, sagði að bæjaryfir-
völd hefðu fengið þó nokkrar kvart-
anir vegna hávaða og einnig vegna
þess að veitingastaðurinn Rauða
ljónið, sem er í eigu KR-sports hf.,
hefði selt áfengi á Eiðistorgi, en
hann hefði ekki haft leyfi til þess.
2000-vandinn
Verklok-
um víða
seinkað
SAMKVÆMT nýrri stöðuskýrslu
2000-nefndarinnar, sem var á dag-
skrá ríkisstjórnarinnar í gær, hefur
áætlunum og verklokum í því skyni
að koma í veg fyrir truflanir vegna
2000-vandans, víða seinkað hjá þeim
fyrirtækjum og stofnunum sem
nefndin hefur haft spurnir af. Lag-
færingum og prófunum kerfa mikil-
vægustu innviðarstofnana á þó að
vera lokið í síðasta lagi um næstu
mánaðamót sem telst viðunandi ef
þær áætlanir standast. Að mati
2000-nefndarinnar eru góðar líkur á
að endurskoðaðar áætlanir standist
ef áfram verður unnið með svipuðum
afköstum og unnið hefur verið með
fram að þessu.
Að sögn Hauks Ingibergssonar,
skrifstofustjóra fjármálaráðuneytis-
ins og formanns 2000-nefndarinnar,
má hins vegar ekkert úrskeiðis fara
héðan af í aðgerðum til varnar 2000-
vandanum og segir hann að það glitti
í tímahrak í þeim efnum.
Að mati 2000-nefndarinnar gefa
skoðanir og þekking almennings á
2000-vandanum samt ekki tilefni til
sérstakra aðgerða þar sem nefndin
telur ekkert benda til þess að hér-
lendis verði almenn hræðsluviðbrögð
svo sem fjárúttektir í stórum stíl eða
hamstur á matvælum og eldsneyti.
-------------------
Samtök sveitarfélaga
á Vesturlandi
Framkvæmda-
stjóri hættir
| GUÐJÓN Ingvi Stefánsson, fram-
i kvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga
í Vesturlandskjördæmi, lætur af
störfum hjá samtökunum á næst-
unni. Björg Ágústsdóttir, formaður
I stjórnar samtakanna, segir að Guð-
l jón Ingvi hafi starfað hjá samtökun-
i um í 27 ár og ekkert óeðlilegt sé að
I hann láti af störfum eftir langt og
gott starf fyrir samtökin. Staða
framkvæmdastjóra verður auglýst
og ný stjórn samtakanna mun ráða
nýjan framkvæmdastjóra í nóvem-
ber nk.
Þá sagðist hann hafa heyrt af því að
ungmennum undir aldri hefði verið
seldur bjór, en ekkert væri staðfest
í þeim efnum.
„Ef það reynist satt að bömum
hafi verið selt áfengi er það algjör-
lega óviðunandi og verður tekið til
athugunar þegar gengið verður frá
framhaldsleyfi til Rauða ljónsins,"
sagði Sigurgeir.
Að sögn lögreglunnar hefur tals-
vert verið hringt í hana og kvartað
yfir samkvæminu á Eiðistorgi og
sagði hún að málið yrði kannað.
Guðjón sagði að áfengi hefði ekki
verið selt til ungmenna undir aldri.
„Starfsfólk okkar fékk skýr fyrir-
mæli um að selja ekki áfengi til ung-
menna undir aldri,“ sagði Guðjón
Ingólfsson. „Vín var tekið af þeim
ungmennum sem komu með það á
staðinn og klukkan tíu voru þeir
sem ekki höfðu aldur sendir út af
torginu og klukkan hálftólf var eng-
inn yngri en 18 ára á staðnum.
Helgi Björn Kristinsson, fram-
kvæmdastjóri KR-sports hf., sagði
þetta vera ansi harða gagnrýni.
Hann sagði það ekki þjóna neinum
hagsmunum fyrir fyrirtækið að
Björgunar-
aðgerðir æfð-
ar á varð-
skipinu Ægi
VARÐSKIPSMENN á Ægi æfðu
björgunaraðgerðir nýverið í
Faxaflöa suður af Snæfellsnesi.
Æft var með danska varðskipinu
Triton, en hér eru haldnar æf-
ingar reglulega með dönskum
varðskipum samkvæmt sam-
komulagi Landhelgisgæslunnar
og dönsku flotastjórnarinnar.
Æfing þessi hófst á því að eld-
ur átti að hafa komið upp í vélar-
rúmi Ægis og áttu fimm menn að
hafa slasast. Björgunargengi
Tritons kom um borð og hóf
björgunaraðgerðir, auk þess
komu tveir læknar um borð með
þyrlu. Því næst fóru varðskips-
menn af Ægi um borð í Triton
þar sem eldur átti að hafa komið
upp í mannabústöðum. Fimm
manns átti að vera saknað og
leituðu reykkafarar þeirra.
I öðrum hluta æfingarinnar
tóku skipin hvert annað í tog og
endaði æfingin svo á því að
brúðu var hent í sjó og látinn
velkjast þar um tíma og leituðu
þyrlur skipanna hennar svo með
hitamyndavélum.
selja ungmennum áfengi, heldur
væri miklu meiri skaði fólginn í því
heldur en nokkuð annað.
KR-sport hf. fundar
um málið
Að sögn Helga Björns var ýmis-
legt gert til að passa upp á að böm
væru ekki á staðnum um kvöldið
m.a. hefði verið samið við sjoppuna
á Eiðistorgi um að loka fyrr og 20
manns hefðu verið í gæslu á staðn-
um.
Guðjón sagði að forráðamenn
Rauða ljónsins hefðu fundað með
bæjarstjóra Seltjarnamesbæjar áð-
ur en skemmtunin fór fram og gert
honum grein fyrir því að líklega
yrði mikill mannfjöldi á staðnum
eftir leikinn við Keflavík.
Að sögn Guðjóns var reynt að
skipuleggja skemmtanahaldið eftir
bestu getu og var ákveðið að selja
bjór á torginu, sem síðar hefði kom-
ið ljós að hefði ekki verið leyfilegt.
Helgi Bjöm sagði að stjóm KR-
sports hf. myndi funda á morgun og
þar yrði farið yfir það sem misfarist
hefði á laugardaginn og dreginn af
því lærdómur.
ENGAR tmflanir hafa verið í GSM-
kerfi Landssímans frá því á laugar-
daginn, en menn frá Ericsson,
framleiðanda kerfisins, komu til
landsins í fyrradag til að laga hug-
búnaðarvilluna, sem kom upp á
föstudaginn, að sögn Olafs Þ.
Stephensen, forstöðumanns upplýs-
inga- og kynningarmála Landssím-
ans.
Ólafur sagði að villan, sem komið
hefði upp á föstudaginn, hefði aldrei
komið upp áður og því hefði farið
nokkur vinna í að greina það ferli
sem fór af stað er villan gerði vart
við sig. Hann sagði að menn frá
Landssímanum hefðu farið til Dan-
merkur um helgina til að hjálpa við-
gerðarmönnum Ericsson að greina
villuna. Islendingamir komu ásamt
mönnunum frá Ericsson til landsins
í gærkvöld.
Ný villa
„Þetta er ekki alveg svo einfalt að
það sé bara ræstur út maður með
skrúfjárn," sagði Ólafur, aðspurður
SAMKVÆMT úrskurði kjaranefnd-
ar um laun embættismanna sem
heyra undir dóms- og landbúnaðar-
ráðuneytið hefur orðið 10-15%
hækkun á launum þeirra á þessu ári,
en kjaranefnd úrskurðaði um laun
þeirra í síðustu viku. Um er að ræða
50-60 manns, sem gegna embættum
á vegum ráðuneytanna og eru þeim
greidd grunnlaun og föst yfirvinna,
sem er mishá eftir embættum.
í starfsreglum kjaranefndar segir
m.a. að við ákvörðun launakjara
skuli kjaranefnd gæta innbyrðis
samræmis í stai'fskjörum hjá þeim
sem hún fjallar um, að þau séu á
hverjum tíma í samræmi við laun í
þjóðfélaginu hjá þeim sem sambæri-
legir geta talist með tilliti til starfa
og ábyrgðar og að samræmi sé milli
þeirra og þeirra launa hjá ríkinu sem
greidd eru á grundvelli kjarasamn-
inga eða Kjarardóms, sbr.10. gr.
Iaga um Kjaradóm og kjaranefnd.
Sýslumenn með mishá laun
eftír umdæmisstærð
Grannmánaðarlaun framkvæmda-
stjóra Umferðarráðs, sem heyrir
undir dómsmálaráðuneytið, eru því
nú 252 þúsund krónur auk 86.744
króna fyrir yfirvinnu, sem greiðist
mánaðai-lega fyrir alla yfirvinnu sem
starfinu fylgir. Þá hefm- ríkislög-
reglustjóri tæpar 332 þúsund krónur
á mánuði auk 142 þúsund króna
greiðslu fyrir yftrvinnu, sýslumenn
hvers vegna viðgerðarmennimir
hefðu ekki komið fyrr.
„Nú verður fylgst sérstaklega vel
með GSM-símstöðinni, þannig að ef
hún fer að haga sér eitthvað óeðli-
lega aftur komum við til með að
grípa strax inn í.“
Alvarlegar bilanir
Bergsveinn Alfonsson, aðstoðar-
framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar,
sagði að bilanir í GSM-kerfinu gætu
haft alvarlega afleiðingar, en sagð-
ist ekki vita til þess að bilunin um
helgina hefði haft áhrif.
„Við þurfum að ná til viðbragðs-
aðila úti um allt land eftir ýmsum
leiðum. Það að hringja í gegnum
GSM-kerfið er ein leiðin af mörg-
um, en auk þess notumst við við
boðtæki, venjulegan síma og NMT-
síma [farsíma].“
Ólafur sagði að Landssíminn
hefði alla tíð brýnt fyrir fólki, sér-
staklega í öryggisgeiranum, að
leggja aldrei traust sitt á eina boð-
leið.
frá rúmum 270 þúsund krónum upp í
rúmar 309 þúsund krónur, eftir um-
dæmum, auk yfirvinnugreiðslu frá
tæpum 50 þúsund krónum upp í rúm-
ar 102 þúsund krónur, en auk fastrar
yfirvinnu skal greiða þeim sýslu-
mönnum, sem fara með innheimtu
tekna fyrir ríkissjóð í sínu stjórn-
sýsluumdæmi, fyrir yfirvinnu með
hliðsjón af innheimtuárangri þeirra.
Skólameistari Bændaskólans á
Hvanneyri, sem heyrir undir land-
búnaðarráðuneytið, hefur nú í
grannmánaðarlaun rúmar 299 þús-
und krónur auk tæpra 62 þúsund
króna greiðslu íyrir yfirvinnu og
skógræktarstjóri rúmar 298 þúsund
krónur auk rúmra 74 þúsund króna
fyrir yfirvinnu.
Laun annarra embættismanna
innan stjórnsýslunar, sem Kjara-
dómur ákveður, hafa ennfremut’
hækkað á þessu ári en forsætisráð-
herra hefur nú 584 þúsund krónur á
mánuði og aðrir ráðherrar 531 þús-
und krónur á mánuði. Kjaranefnd
úrskurðaði af því tilefni um Iaun
ráðuneytisstjóra og hefur ráðuneyt-
isstjóri forsætisráðuneytisisins hæst
mánaðarlaun ráðuneytisstjóra, eða
rúmar 380 þúsund krónur, auk
tæpra 155 þúsund króna fyrir yfir-
vinnu. Mánaðarlaun annarra ráðu-
neytisstjóra eru rúmar 368 þúsund
krónur auk rúmra 133 þúsund króna
sem greiddar era fyrir alla yfirvinnu
sem fylgir starfmu.
Hjúkrunarfræðingar
kæra launaúrskurði
5 kærur þegar
borist sam-
starfsnefnd
UM 5 kærar hafa borist til sam-
starfsnefndar Ríkisspítalanna og Fé-
lags íslenskra hjúkrunarfræðinga,
þar sem hjúkranarfræðingar kæra
niðurstöður framgangsnefndar um
röðun þeirra í launaflokka, sam-
kvæmt framgangskerfi sem komið
var á í kjölfar síðustu kjarasamninga.
Að sögn Herdísar Sveinsdóttur,
formanns Félags íslenskra hjúkrun-
arfræðinga, liggur ekki fyrir hvort
kærurnar verði teknar fyrir af sam-
starfsnefndinni eða hvort þeim verði
vísað aftur til framgangsnefndar.
Hún telur að meðferð þessara fyrstu
kæra verði prófmál en segir að félag-
ið viti ekki við hverju það eigi að bú-
ast varðandi framhald málsins, hvort
fleiri kærur berist eða ekki.
Stofnað var til framgangsnefndar í
kjölfar síðustu kjarasamninga þar
sem hjúkrunarfræðingar fá starfs-
reynslu sína metna í ýmist A-, B- eða
C-flokk. Hjúkrunarfræðingai’ geta
kært úrskurð framgangsnefndar til
samstarfsnefndar stéttarfélags
hjúkrunarfræðinga og þeirrar heil-
briðgisstofnunar sem viðkomandi
starfar hjá.
Samkvæmt samkomulagi Landhelgisgæslunnar og dönsku flotastjórn-
arinnar eru haldnar æfingar reglulega hér með dönskum varðskipum.
GSM-kerfí Landssímans
Viðgerðarmenn
skoða kerfíð