Morgunblaðið - 22.09.1999, Síða 14

Morgunblaðið - 22.09.1999, Síða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FORSETI ÍSLANDS Á AUSTURLANDI Ólafur Ragnar hitti hóp grunnskólabarna á Reyðarfirði. Morgunblaðið/Hallfríður Bjama Skólabörnin lögðu áherslu á byggðamálin Morgunblaðið/Arnaldur Halldórsson Forsetinn spjallar við börn á Leikskólanum Dalbæ á Eskifirði. Morgunblaðið/Helgi Garðarsson I Melbæ, húsi eldri borgara á Eskifirði, var lagið tekið fyrir forsetann. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti íslands, hóf fímm daga heimsókn sína til Austur- lands með því að heimsækja Reyðarfjörð og Eskifjörð. I ræðu á Eskifírði vék forset- inn að erfiðum deilum um atvinnumál og virkjun á Austurlandi. Hann hvatti til um- burðarlyndis og sáttar í þessum málum. OPINBERRI heimsókn Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Is- lands, til Norður-Múlasýslu og Fjarðabyggðar hófst á mánudags- kvöld. Par tók sýslumaðurinn á Seyðisfirði, Lárus Bjamason, á móti forseta íslands og fylgdarliði á Egilsstaðaflugvelli. Að morgni þriðjudags ók sýslumaðurinn á Seyðisfirði forseta og fylgdarliði að vatnaskilum á Fagradal en þar eru sýslumörk. Sýslumaðurínn á Eski- firði, Inger Linda Jónsdóttir, tók þar á móti þeim ásamt bæjarstjórn Fjarðabyggðar. Poka var á Fa- gradal og mátti litlu muna að flutn- ingabíll æki á bflalest forsetans sem stöðvað hafði í vegkantinum. Ekið var til Reyðarfjarðar og stóðu leikskólabörn vörð, með ís- lenska fánann í hendi, við tjömina við innkeyrslu bæjarins og buðu forseta og gesti velkomna. Nemend- ur og starfsfólk Reyðarfjarðarskóla voru heimsótt og tók skólastjórinn, Þóroddur Helgason, á móti gestum. Nemendur sýndu stuttan leikþátt og sungu nokkur lög. Asta Hulda Guðmundsdóttir, fulltrúi nemenda í skólanum, ávarpaði forsetann og lagði áherslu á baráttuna gegn vímuefnunum. Hún lagði einnig áherslu á að byggð í fjórðungnum yrði efld með öflugum atvinnufyrir- tækjum. Fyrirtækin Skinney og KK matvæli vora skoðuð og eldri borg- arar buðu í morgunkaffi í safnaðar- heimili kirkjunnar en þar flutti Kristinn Einarsson, formaður fé- lags eldri borgara, stutt ávarp og rakti sögu staðarins. Þá tók Jó- hannes Pálsson á móti forseta og fylgdarliði í fyrirtækinu Hönnun og ráðgjöf. Skoðaði nýjan leikskóla Eftir að hafa snætt hádegisverð með bæjarstjóm Fjarðabyggðar á Fosshóteli á Reyðarfirði var ferð- inni heitið til Eski- fjarðar. Þar var leik- skólinn Dalbær heim- sóttur en leikskólinn státar af nýjum og glæsilegum húsakynn- um í fallegu og frið- sælu umhverfi í botni fjarðarins. Böm Dal- bæjar veifuðu fánum og sungu Gamla Nóa fyrir forsetann. Þrátt fyrir að Gamli Nói kunni orðið ýmislegt í dag, sem hann ekki kunni hér áður fyrr, var hann sunginn upp á gamla móðinn. Þá var farið í heim- sókn í rækju- og loðnu- vinnslu Hraðfrystihúss Eskifjarðar þar sem Aðalsteinn Jónsson forstjóri og Kristinn Aðalsteinsson tóku á móti gestum. Rækju- vinnsla var í fullum gangi í fyrirtækinu og fengu gestir leiðsögn í gegnum vinnsluferlið. Fullkominn búnaður er í fyrirtækinu og fengu gestir að sjá rækjuna frá því hún kom úr suðu og þar til hún fór lausfryst í neytendapakkningar. Síðan var skoðuð nótavinnsla fyrirtækisins. Að þeirri heimsókn lokinni var ferð- inni heitið á Sjóminjasafn Austur- lands sem staðsett er í Gömlu Búð. Geir Hólm safnvörður leiddi gesti í gegnum safnið sem hefur ekki ein- ungis að geyma gamla muni tengda sjó og sjávarútvegi, heldur muni frá brjóstsykursgerð og tannlækning- um svo eitthvað sé nefnt. Drakkið var kaffi í Hulduhlíð, dvalarheimili aldraðra á Eskifirði. Þar heilsaði forsetinn upp á vistmenn og deildi með þeim þeirri reynslu að hafa alist upp í sjávarþorpi. Hilmar Bjamason veitti síðan leiðsögn um Helgustaðahrepp og sagði frá helstu markverðustu at- burðum hreppsins. Þá var Harðfisk- verkunin Sporður skoðuð en þar er framleiddur bitafiskur og fengu gestir að sjá hvemig hann er verk- aður og smakka á framleiðslunni. Ölver Guðnason, formaður félags eldri borgara, bauð gesti velkomna í Melbæ, sem er hús eldri borgara en þjónaði áður yngri kynslóðinni þar sem þar var leikskóli áður en Dal- bær var tekinn í notkun. Forseti og fylgdarlið snæddu síðan kvöldverð með bæjarfulltrúum á Fosshóteli á Reyðarfirði. Deginum lauk með samkomu í Félagsheimilinu Valhöll á Eskifirði, með íbúum Reyðar- fjarðar og Eskifjarðar. Þar spiluðu ungir tónlistamemendur fyrir gesti og kirkjukórar beggja staðanna sungu nokkur lög. Sjö ungmennum veitt hvatningarverðlaun Brýnt að varðveita umburðarlyndið SJÖ ungmenni frá Reyðarfirði og Eskifirði tóku í gærkvöld við við- urkenningu úr hendi forseta Is- lands, Ólafs Ragnars Grímsson- ar, á samkomu sem haldin var í félagsheimilinu Valhöll á Eski- firði í tilefni af opinberri heim- sókn forsetans. Viðurkenningin, sem fyrst var veitt haustið 1996, ber heitið „Hvatning forseta Is- lands til ungra íslendinga". Hana hlutu að þessu sinni: Berglind Ósk Guðgeirsdóttir 16 ára, frá Reyðarfirði, sem sýnt hefur mikla hæfileika í söng- og tónlistarnámi. Halldór Vilhjálmsson 16 ára, Eskifirði, en hann hefur sýnt góða hæfileika í félagsmálum og hefur unnið gott starf sem for- maður unglingadeildar Slysa- varnafélagsins. Inga Mekkin Guðmundsdóttir 11 ára, Reyðarfirði. Hún hefur sýnt framúrskarandi árangur bæði í bók- og tónlistarnámi. Páll Jóhannesson 10 ára, Reyð- arfirði, sem sýnt hefur mikinn dugnað í námi, tónlist og íþrótt- um og þykir góður leiðtogi sins hóps. Sindri Snær Einarsson 11 ára, Eskifirði, sem sýnt hefiir mikinn styrk og bjartsýni þrátt fyrir veikindi sín og reglulegar heim- sóknir á sjúkrahús. Tinna Arnadóttir 15 ára, Eski- firði, en hún stundar söngnám og er framúrskarandi fiðluleikari. Þorsteinn Ásbjörn 17 ára, Eskifirði, er góður alhliða íþróttamaður. Hann leggur stund á sund, frjálsar íþróttir og leikur knattspyrnu með K.V.A. FORSETI íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, drap í ræðu sem hann hélt í Valhöll á Eskifirði í gærkvöld á þá umræðu sem nú er ofarlega á baugi um náttúruvemd annars veg- ar og atvinnu- og byggðamál á Austfjörðum hins vegar. Hvatti hann Islendinga til að taka þátt í umræðunni „með opnum huga og umburðarlyndi" og leyfa „öllum röddum að hljóma" til að komast „þannig saman á leiðarenda". I ræðu sinni fagnaði forseti traustum stoðum „atvinnuhátta, menntunar og mannlífs alls“ á Aust- fjörðum. Kvað hann daginn hafa fært sér „bjartsýni á framtíð byggð- arinnar" á Austurlandi. „Umræðan sem að undanfömu hefur verið frek á athyglina má ekki verða til þess að við gleymum hve fjölþættar framfarimar era, að engin hrað- braut liggur að sigurmarki, að sam- spil atvinnu, menntunar, tækni, vel- ferðar, náttúrugæða og lífshátta er kjörefni í máttarstólpa, undirstöð- una sem á nýrri öld mun færa byggðum hér á Austurlandi blóm- lega framtíð og tryggja trausta bú- setu í fjórðungnum öllum.“ Erfitt val fyrir höndum Forsetinn minnti á að valið milli „varðveislu náttúragæða - lands- lags, gróðurs, dýralífs - og umsvifa og framkvæmda í þágu atvinnulífs og vinnumarkaðar“ væri þrautar- glíma sem háð væri hvarvetna í heiminum. En á ráðstefnum í Ríó og í Kyoto hefði verið reynt að setja leikreglur „sem tryggt gætu börn- um okkar og afkomendum öllum sömu gæði náttúrannar og við höf- um notið“. Forsetinn áréttaði að um flókið mál væri að ræða og „afar erfitt val“. Allir helstu oddvitar fylkinga hafi mikið til síns máls, enda skerist „í slíkum deilum skörpustu átaka- línur nútíðar og nýrrar aldar“. Af þessum sökum brýndi forseti alla til að „gæta hófs og gefa sér góðan tíma, gleyma aldrei að lýðræðið er nú einu sinni sú stjómskipan þar sem allir hafa jafnan rétt til mál- frelsis og þátttöku í ákvörðunum".

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.