Morgunblaðið - 22.09.1999, Page 18
18 MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 1999
AKUREYRI
MORGUNBLAÐIÐ
Utlit fyrir að læknar fáist
til Dalvíkur og Hríseyjar
Starfsmenn byggingarfélagsins Kötlu hófu í vikunni að reisa stoðir og
sperrur í viðbyggingu við húsnæði Hita- og vatnsveitu Akureyrar á
Rangárvöllum.
Umfangsmiklar framkvæmdir á
svæði HVA á Rangárvöllum
Nýbyggingar og
endurbætur á
eldra húsnæði
ÍBÚAR í Dalvíkurbyggð og Hrísey
höfðu af því miklar áhyggjur að
missa báða heilsugæslulækna sína
úr héraðinu og ekki að ástæðulausu.
Að sögn Jónasar Oskarssonar, for-
manns stjórnar Heilsugæslustöðv-
arinnar á Dalvík, er allt útlit fyrir
að læknamál héraðsins leysist far-
sællega.
Heilsugæslustöðin á Dalvík er
tveggja lækna stofnun, sem einnig
sinnir Hríseyingum. Bragi Sigurðs-
son, sem var heilsugæslulæknir við
Heilsugæslustöðina á Dalvík, hefur
verið ráðinn til starfa á Heilsu-
gæslustöðina á Akureyri og þá hafði
nafni hans Stefánsson hugsað sér að
flytja burtu úr sveitarfélaginu um
næstu mánaðamót en þá rennur
ráðningarsamningur hans við stofn-
unina út.
„Við teljum okkur hafa náð sam-
komulagi við Braga Stefánsson um
að hann verði hjá okkur áfram og
Tónlistarfélag
Akureyrar
Þýskur kvart-
ett flytur
kammerverk
FYRSTU tónleikar vetrarins á
vegum Tónlistarfélags Akur-
eyrar verða haldnir fimmtu-
dagskvöldið 23. september
næstkomandi kl. 20.30 í Safn-
aðarheimili Akureyrarkirkju.
A tónleikunum kemur fram
Cuvilliés-kvartettinn frá
Miinchen og flytur kammer-
verk eftir meistarana Haydn,
Mozart og Beethoven. Kvar-
tett þessi er arftaki Sinnhoffer-
kvartettsins sem Islendingum
er að góðu kunnur eftir að hafa
haldið 17 tónleika hér á landi.
Árið 1995 andaðist Ingo Sinn-
hoffer og tók þá Florian Sonn-
leitner að sér listræna stjóm
hópsins og hefur leikið með
honum síðan. Nafn sitt dregur
kvartettinn af Cuvillies-leik-
húsinu þar sem Sinnhoffer-
kvartettinn lék ótal sinnum
meðan Ingo Sinnhoffer starf-
aði með honum.
þá hafa borist þrjár umsóknir um
hina læknisstöðuna og verður farið
yfir þær umsóknir á fundi stjórnar
á morgun, [í dag, miðvikudag],"
sagði Jónas.
Skorað á Braga
að vera áfram
A fund bæjarráðs nýlega mættu
þrír einstaklingar úr Dalvíkurbyggð
og lögðu fram undirskriftalista með
nöfnum 750 íbúa sveitarfélagsins,
þar sem skorað var á bæjaryfirvöld
að beita sér fyrir því að Bragi Stef-
ánsson læknir endurskoðaði þá
ákvörðun að flytjast á brott úr
byggðinni. Þá fékk Jónas í hendur í
fyrrakvöld undirskriftalista frá
Hrísey, sem meginþorri íbúa skrif-
aði undir, þar sem skorað var á
stjóm Heilsugæslustöðvarinnar að
beita sér fyrir því að Bragi Stefáns-
son yrði áfram á staðnum.
Bæjarráð og stjórn Heilsugæslu-
ÁTAK gegn umferðarhraða í
íbúðarhverfum hófst nú í haust,
eins og fram kom í Morgun-
blaðinu í gær. Liður í því er að
koma fyrir hriðahindrunum og
var byrjað á slíkum fram-
kvæmdum á Suðurbrekkunni.
Með fréttinni í gær átti að birt-
stöðvarinnar skipuðu á dögunum
samstarfsnefnd um málefni Heilsu-
gæslustöðvarinnar og átti nefndin
tvo fundi með Braga Stefánssyni. Á
fundi bæjarráðs og heilsugæslu-
stöðvarinnar kom m.a. fram að
mjög brýnt væri að til kæmi meiri
stuðningur frá bæjarfélaginu, t.d.
varðandi húsnæðismál, flutninga og
annað sem stuðlað gæti að því að fá
góða sérfræðinga í heimilislækning-
um. Bæjarráð lýsti sig fúst til sam-
starfs um ráð til úrbóta í húsnæðis-
málum ef það kynni að hjálpa til við
ráðningu nýs læknis. Einnig urðu
umræður um tækjakaup og vöntun
á hjúkrunarfræðingum.
Staða Braga Sigurðssonar hafði
verið auglýst áður en án árangurs
en nú bárust sem fyrr segir þrjár
umsóknir um stöðuna. „Utlitið er
því mjög gott og þetta er mál sem
mun leysast farsællega,“ sagði
Jónas.
ast mynd, þar sem Kristján Þor-
valdsson hjá Garðverki var að
raða steinum í hraðahindrun á
gatnamótum Hrafnagilsstrætis
og Þórunnarstrætis. Vegna mis-
taka við vinnslu blaðsins vant-
aði myndina og birtist hún því
hér.
MIKLAR byggingaframkvæmdir
standa nú yfir á svæði Hita- og
vatnsveitu Akureyrar, HVA, á Rang-
árvöllum. Þar er verið að reisa við-
byggingu við húsnæði HVA og þá er
stefnt að því bjóða út um helgina
byggingu skrifstofuhúsnæðis, sem
verður áföst núverandi skrifstofu-
húsnæði. Einnig verður ráðist í um-
fangsmiklar breytingar á núverandi
skrifstofuhúsnæði og á næsta ári er
stefnt að því að hefja byggingu véla-
geymslu á lóðinni vestan við húsnæði
HVA.
I vikunni var byrjað að reisa vegg-
stoðir og speiTur í um 925 fermetra
viðbyggingu norðan við núverandi
húsnæði HVA, sem hýsa mun lager
og verkstæði HVA og Rafveitu
Akureyrar. Stoðir og sperrur eru úr
límtré með tilbúnum einingum á
milli, bæði á veggjum og þaki.
Að sögn Kristjáns Baldurssonar
verkefnisstjóra er mjög fljótlegt að
reisa slík hús og eru útveggir og þak
tilbúin að utan og innan þegar ein-
ingum hefur verið komið fyrir. Hér
er um íslenska framleiðslu að ræða
og kemur hún frá Límtré á Flúðum.
Kristján sagði verkið nokkurn veg-
inn á áætlun, framkvæmdir hófust í
síðasta mánuði en verklok eru áætl-
uð í lok næsta mánaðar. Kostnaður
við bygginguna er um 40 milljónir
króna en verkið vinnur byggingarfé-
lagið Katla í Dalvíkurbyggð.
Heildarkostnaður um 200
milljónir króna
Skrifstofuhúsnæðið, sem boðið
verður út í næsta áfanga, verður
hringlaga hús á þremur hæðum,
samtals um 620 fermetrar. Þar verða
skrifstofur bæði Hita- og vatnsveitu
og Rafveitu í framtíðinni, en eins og
komið hefur fram hefur Akoplastos
keypt húsnæði Rafveitunnar við
Þórsstíg. Þá standa til breytingar á
núverandi húsnæði veitunnar, m.a. á
starfsmannaaðstöðu og mötuneyti.
Loks er stefnt að því að byggja 1.200
fermetra vélageymslu vestan við
húsnæði HYA á næsta ári og tengist
sú bygging fyrirhuguðum flutningi
fleiri stofnana að Rangárvöllum, m.a.
gatnagerðardeildar og umhverfis-
deildar. Það er Arkitekta- og verk-
fræðiskrifstofa Hauks ehf. sem er
hönnuður framkvæmdanna. Heildar-
kostnaður við allar þessar fram-
kvæmdir er um 200 milljónir króna,
að sögn Kristjáns.
Morgunblaðið/Kristján
Hraðahindrunum
komið fyrir
Blaðbera
vantar í eftirtalin hverfi:
Giljahverfi
Borgarsíða — Bakkasíða
Blaðburður verður að hefjast um leið og blaðið kemur
í bæinn.
Góður göngutúr sem borgar sig.
. Morgunblaðið
I Kaupvangsstræti 1, Akureyri, sími 461 1600
Morgunblaðið leggur áherslu á að færa lesendum sínum vandaðar og áreiðanlegar fréttir og
upplýsingar. Morgunblaðið er eina dagblaðið á Islandi sém er í upplagseftirliti og eru seld að
meðaltali rúmlega 54.000 eintök á dag. Höfuðstöðvar Morgunblaðsins eru i Kringlunni 1 í Reykjavík
þar sem eru yfir 300 starfsmenn. Á Akureyri er starfrækt skrifstofa í Kaupvangsstræti 1.
Morgunblaðið kom fyrst út 2. nóvember 1913.
Árvakur hf. er útgefandi Morgunblaðsins.
Bæjarstjóri um orð ráðamanna um fjármál sveitarfélaga
Alhæfíngar og mikil ein-
földun á staðreyndum
KRISTJAN Þór Júlíusson, bæjar-
stjóri á Akureyri, lagði á fundi bæj-
arstjórnar í gær fram bókun þar sem
fram kemur að bæjarstjórn Akur-
eyrar telji ummæli ráðamanna þjóð-
arinnar á síðustu vikum um fjármál
sveitarfélaga vera alhæfingar og
mikla einföldun á staðreyndum um
fjármál sveitarsjóða landsins.
„Ljóst er að sú gagnrýni sem höfð
hefur verið uppi á sveitarfélögin fyr-
ir skuldasöfnun er ómakleg og virð-
ist sem málflytjendur vilji ekki
horfast í augu við höfuðástæður
þessarar þróunar. Þær liggja m.a. í
byggðaþróun síðari ára og enn frem-
ur þeirri staðreynd að löggjafarvald-
ið hefur ekki gegnt þeirri frum-
skyldu sinni að tryggja sveitarfélög-
unum eðlilega tekjustofna í sam-
ræmi við þær skyldur og kvaðir sem
lög og reglugerðir kveða á um,“ seg-
ir í bókun bæjarstjóra, sem sam-
þykkt var á fundinum.
Einnig segir að lögbundin verk-
efni og skyldur sveitarfélaga ásamt
fjármögnun þeirra verkefna sé með
þeim hætti að ríkisvaldið, Alþingi og
framkvæmdavald leggi sveitarfélög-
um landsins til verkefni og skyldur
og setji þeim jafnframt efnahagsleg-
an ramma með lögum og reglugerð-
um. Það sé skylda sveitarstjórna að
ráðstafa fjármunum sveitarfélag-
anna með skynsamlegum hætti en
jafnframt sé það skylda löggjafar-
valdsins að sjá til þess að tekjustofn-
ar sveitarfélaga séu á hverjum tíma í
samræmi við þau verkefni sem þeim
er lögskylt að sinna.
Látíð verði af orðahnippingum
„Bæjarstjórn Akureyrar hvetur til
þess að forsvarsmenn ríkis og sveit-
arfélaga láti af orðahnippingum sem
engu skila en einbeiti sér fremur að
því af alvöru að leita leiða til þess að
greiða úr vaxandi skuldasöfnun,"
segir í bókuninni.
Jakob Björnsson, bæjarfulltrúi
Framsóknarflokks, kvaðst taka
heilshugar undir bókun bæjarstjóra
og sagði slæmt að fulltrúar ríkis og
sveitarfélaga væru að agnúast um
þessi mál.
Ásgeir Magnússon, formaður bæj-
arráðs, sagði óþolandi að forsvars-
menn þjóðarinnar skyldu leyfa sér
að koma fram með og alhæfa um
stöðu sveitarfélaga og framkvæmdir
á landsbyggðinni. Trúlegt væri að í
einhverjum tilvikum væru sveitarfé-
lög að framkvæma fyrir meira fé en
aflað er á árinu, en í flestum tilfellum
væru framkvæmdirnar tengdar
álögum ríkisvaldsins, t.d. varðandi
einsetningu grunnskóla. Hann sagði
ijölda verkefna hafa verið varpað yf-
ir á sveitarfélögin á liðnum árum án
þess að tekjustofnar hefðu fylgt.
Aðalfundur
Skákfélags
Akureyrar
AÐALFUNDUR Skákfélags
Akureyrar verður haldinn í
íþróttahöllinni á Akureyri,
gengið inn um norðvesturdyr,
næstkomandi fimmtudag, 23.
september, kl. 20. Auk venju-
legra aðalfundarstarfa verður
rætt um húsnæðismál félagsins
og fram fer umræða um skák-
þing Norðlenzinga.