Morgunblaðið - 22.09.1999, Page 23

Morgunblaðið - 22.09.1999, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 1999 23 ______________VIÐSKIPTI____________ Bjarni Þórðarson, framkvæmdastjóri íslenskrar endur- tryggingar hf., um IBEX, samstarfsaðila FÍB-Trygginga Ummæli stangast á „UMMÆLI Halldórs Sigurðsson- ar hjá FIB-Tryggingum, sem birt- ust í Morgunblaðinu í gær, um að umfang bílatrygginga FÍB-Trygg- inga hefði fyrr náð hámarki samn- ings við IBEX-bifreiðatryggingafé- lagið í London en gert var ráð fyr- ir, stangast á við ummæli í seinustu ársskýrslu IBEX,“ segir Bjarni Þórðarson, tryggingastærðfræð- ingur og framkvæmdastjóri Is- lenskrar endurtryggingar hf., í samtali við Morgunblaðið. I ársskýrslu IBEX fyrir árið 1998 kemur fram að heildarupp- hæð iðgjalda bifreiðatrygginga fé- lagsins á íslandi hefði numið 1,2 milljónum sterlingspunda, sem eru um 142 milljónir króna samkvæmt gengi dagsins í gær. Þar segir einnig að þessi velta hefði verið nokkru minni en upphaflegar áætl- anir hefðu gert ráð fyrir, en jafn- framt væri gert ráð fyrir stöðugum vexti á árinu 1999 og væri svo litið á að á Islandi væru mikil tækifæri að finna fyrir IBEX. Jafnframt segir í ársreikningnum að áfram verði mjög vandlega fylgst með þróun tryggingaviðskipta félagsins á Islandi. Þetta segir Bjai-ni að sé vísbend- ing um að heildarupghæð trygg- ingasamninga sem FÍB-Trygging hafi gert fyrir hönd IBEX-trygg- ingafélagsins sé ekki bráðum full- nýtt, heldur að þvert á móti sé tals- vert í land með að því marki verði náð. Bjarni bendir jafnframt á að heildarupphæð sem bifreiðatrygg- ingasamningar IBEX geti náð, fyr- ir tryggingarfélagið í heild, sé rúm- ir tiu milljarðar króna, en sam- kvæmt ársskýrslu IBEX hafi bíla- tryggingasamningar félagsins stað- ið í rúmum 6,6 milljörðum króna. Þess vegna sé erfitt að ímynda sér að tryggingasamningar IBEX séu að ná þeirri hámarksfjárhæð sem þeim sé leyfilegt að ná. IBEX endurtryggir Loks vildi Bjarni koma þeirri at- hugasemd á framfæri að IBEX- tryggingarfélagið tryggði sig hjá endurtryggjendum með svipuðu fyrirkomulagi og íslensk bifreiða- tryggingarfélög. Hann segir að hlutfall endurtryggingaiðgjalda sé líkt hjá innlendum tryggingarfé- lögum og hjá IBEX hvað bíla- tryggingar varðar, en í ársskýrslu IBEX má sjá að um 4,5% af bók- færðum iðgjöldum félagsins var varið í iðgjöld endurtrygginga. „I ársskýrslu IBEX kemur fram að þeir gera ráð fyrir að bera sjálf- ir tjón allt að 200.000 pundum eða tæpum 24 milljónum króna, en endurtryggjandinn tekur á sig það sem umfram er. Þetta er líklega af svipaðri stærðargráðu og hjá ís- lenskum tryggingarfélögum," segir Bjami. Bjarni segir að hlutfall endur- trygginga í eignatryggingum sé hins vegar töluvert hærra. Hann segir jafnframt að sam- vinna milli tryggingafélaga á tryggingamarkaði Lloyd’s sé afar takmörkuð. Þar séu hópar sem eigi með sér ákveðið samstarf, og séu þeir í ólíkri starfsemi. En annars sé hörð samkeppni milli trygging- arfélaga sem starfa á Lloyd’s tryggingamarkaðnum. Námstefna um árangur kvenna í atvinnulífínu FIMMTUDAGINN 23. september kl. 13 til 16 endurtekur dr. Sherron Bienvenu námstefnu um árangur og velgengni kvenna í atvinnulíf- inu, sem haldin er á vegum Vegs- auka þekkingarklúbbs á Grand Hótel Reykjavík. Skráning gengur vel og stefnir í að verði uppselt, að því er fram kemur í fréttatilkynn- ingu. Þetta er í þriðja sinn sem þessi námstefna er haldin. Dr. Bienvenu hélt þessa námstefnu síðast í byrj- un júní sl. og komust þá færri kon- ur að en vildu. Af þeim sökum og 0,1% hækk- un vísitölu byggingar- kostnaðar HAGSTOFAN hefur reiknað vísi- tölu byggingarkostnaðar eftir verðlagi um miðjan september 1999. Vísitalan er 236,7 stig og hækkaði um 0,1% frá fyrra mán- uði. Hækkun vísitölunnar síðastliðna þrjá mánuði samsvarar 2,1% hækkun á ári. Síðastliðna tólf mán- uði hækkaði byggingaryísitalan um 2,5%. Launavísitalan hækkar Hagstofan hefur einnig reiknað út launavísitölu miðað við meðal- laun í ágúst 1999. Vísitalan er 182,2 stig og hækkar um 0,1% frá fyrra mánuði. vegna fjölda áskorana var ákveðið að endurtaka hana nú. Þetta viðfangsefni er konum hugleikið. Konur láta sífellt meira til sín taka í atvinnulífinu en þurfa að horfast í augu við önnur áskor- unarefni en karlar. Þótt mikið hafi áunnist á síðustu árum þurfa þær þó enn að glíma við að þær eru sett- ar undir aðra mælistiku en karlar. Að sögn Bienvenu tjá konur og karlar sig stundum á mismunandi hátt en jafnframt tjá þau sig líka oft á sama hátt en eru ekki skilin á sama hátt. Sýni karl ákveðni og festu er hann skörungur en sýni kona það sama sjá karlar það sem neikvætt merki um frekju og yfir- gang. Megintilgangur námstefnunnar er að hjálpa konum að yfirstíga þessar hindranir og hámarka ár- angur sinn og velgengni í starfi og einkalífi með bættum samskiptum. Nánari upplýsingar er að finna á slóðinni: http://www.vegsauki.is Skráningarsíminn er 552-8800. Einnig er hægt að skrá sig með tölvupósti. Netfangið er: vegsauki @simnet.is Spennandi litir við allra hæfi! Ráðgjafi frá lancöme sýnir þér töfra litanna í dag. Glæsilegir kaupaukar. HÁALEITIS APÓTEK, Háaleitisbraut 68, sími 581 2101. Nútfma innheimtuaðferðir intrum ( j| justitia I N K A S S O V__________________________ 50 viðbótarsæti Tveir fyrir einn til London 18. og 25. október trákr. 14.390 fyrir manninn Bókaðu á mlðvikudag eða fimmtudag og tryggðu Þér betta ótrúlega tilboð til London Gildir 18. og 25. okt. frá mánudegi til fimmtudags London er tvímælalaust eftirsóttasta heimsborg Evrópu í dag og vinsældir hennar hafa aldrei verið meiri, enda finnur þú hér frægustu leikhúsin, heimsþekkta listamenn í myndlist og tónlist, glæsilega veit- inga- og skemmtistaði og meðan á dvölinni stendur nýtur þú traustrar þjónustu fararstjóra Heimsferða allan tímann. Nú getur þú tryggt þér 2 sæti á verði eins til London og valið um gott úrval hótela frá 2ja til 4ra stjömu, allt eftir því hvað þér hentar. Aðeins 50 viðbótarsæti á þessu einstaka tilboði. Hótel i London Kr. 3.700 2 stjömur Verð á mann á nótt í 2ja manna h Bayswater. Kr. 4.200 3 stjömur Verð á mann á nótt í 2ja manna h Stakis. Kr. 5.300 3'/2-4 stjörr Verð á mann á nótt í 2ja manna h Kensington Gardens. Flugsæti til London Verð kr. 14*390 Flugsæti til London m. flugvallarsköttum. Ferð frá mánudegi til fimmtudags, 18. og 25. október. Flugsœti kr. 21.200. Skattur kr. 3.790 x 2 = 7.580 kr. Samtals kr. 28.780, kr. 14.390 á mann. Flug alla fimmtudaga og mánudaga í október og nóvember. Austurstræti 17, 2. hæð • sími 562 4600 • www.heimsferdir.is i erbergi, i erbergi, \erbergi, Hvenær er laust? 30. sept. 4. okt. - 7. okt. 11. okt. 14. okt. 18. okt. 21. okt. 25. okt. 28. okt. I. nóv. - 4. nóv. - 8. nóv. - II. nóv. - - uppselt laus sæti - 18 sæti - laus sæti -11 sæti - 38 sæti - 21 sæti -58 sæti - 39 sæti laus sæti - uppselt laus sæti laus sæti Flug og hótel í 4 nætur, helgarferð 7. og 14. okt. Verð kr. 29.990 Sértilboð 7. og 14. október, Grand Plaza, 2 stjömur, 4 nætur í 2ja manna herbergi, flug, gisting með morgunverði, skattar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.