Morgunblaðið - 22.09.1999, Side 24

Morgunblaðið - 22.09.1999, Side 24
24 MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Tólf hæða hótel hrundi PEI Tak-stræti í Taipei, höfuð- borg Taívans, leit út eins og víg- völiur eftir að 12 hæða hótel, Sungshan-hótelið, hafði hrunið þar í jarðskjálftanum. Handan götunnar, gegnt þeim stað þar sem byggingin stóð, stóðu ætt- ingjar fólks sem vitað var að svaf í byggingunni þegar jarðskjálft- inn varð. Þar biðu þeir áhyggju- fullir frétta og margir sáust biðja fyrir ástvinum. Aðeins nokkrar efstu hæðir byggingarinnar voru heilar og lágu í' einu lagi í turni sem slútti 45 gráður yfir götunni, en neðri hluti byggingarinnar lá í miklum haug á jörðinni. Hjálparstarfsmenn sem voru við störf á vettvangi töluðu um að fjöldi manna væri enn fast- ur í rústunum. Rúmlega hundrað manns hafði verið bjargað eða tekist af sjálfsdáðum að skríða undan brakinu skömmu eftir að skjálftinn reið yfir í fyrrinótt. Slökkviliðsmenn reyndu að röta í rústunum og slökkva elda sem kviknað höfðu í nokkrum þeirra herbergja byggingarinnar sem enn voru heil. Þeir voru hvattir áfram af nærstöddum sem reyndu að aðstoða þá eftir megni. „Flýtið ykkur, flýtið ykkur, þeir eru þarna inni,“ hrópaði kona sem virtist vera ómeidd og bætti við: „Eg bjó á niundu hæð, en nú er það fjórða hæð.“ Jarðskjálfti af stærðargráðunni 7,6 á Richter reið yfír Taívan Þúsundir taldar vera enn á lífi í rústunum Sameinuðu þjúðirnar geta ekki aðhafst fyrr en beiðni berst frá Kínastjórn Taipei, Istanbul, Hong Kong. AP, ATP, Reuters AP Maður sem bjargað var úr rústum hótelbyggingarinnar í Taipei er færður í skyndi í sjúkrabíl ÞUSUNDIR Taívanbúa þustu út á götur borga og bæja eftir að jarð- skjálfti reið yfír eyjuna í gærnótt. Skjálftinn varð um stundarfjórðungi fyrir klukkan tvö, rétt fyrir klukkan sex síðdegis að íslenskum tíma. Á annað þúsund manns hafa fundist látnir og tilkynnt hefur verið um meira en fjögur þúsund slasaða, en talið er að þúsundir geti enn verið á lífí í rústunum. Skjálftinn, sem talinn er hafa verið um 7,6 á Richter, er hinn harðasti sem gengið hefur yfír Taívan í áratugi, eða allt frá því að skjálfti af svipaðri stærðargráðu varð árið 1935 og varð meira en þrjú þús- und mönnum að bana. . Um fímmtán hundruð eftirskjálftar Upptök skjálftans eru talin hafa verið um 145 kílómetrum suður af höfuðborginni Tapei í Nantou-héraði á miðri Taívan, 12,5 kílómetrum vestur af Sun Moon-stöðuvatninu þar sem eitt stærsta útivistarsvæði landsins er að finna. Mest tjón hefur orðið í borgum og bæjum í Nantou- héraði, sérstaklega í borginni Puli, sem liggur næst upptökum skjálft- ans. í Taipei, þar sem um 2,7 millj- ónir manna búa, varð hins vegar til- tölulega lítið tjón en þar eyðilagði skjálftinn 12 hæða hótel í austur- hluta borgarinnar. Tilkynnt hefur verið um meira en 1500 eftirskjálfta, allt að 6,8 á Richter. Ástandið í Nantou-héraði er mjög slæmt og vitað er að á einu sjúkra- húsi þar þurfti að raða líkum upp ut- andyra vegna þess að búið var að fylla öll rými innanhúss fljótlega eft- ir að skjálftinn varð. „Líkhúsin eru full,“ sagði embættismaður í Nantou-héraði og fór fram á að sendir yrðu frystiklefar og líkpokar á staðinn. „Við þurfum á allri þeirri hjálp að halda sem við getum fengið. Við þurfum lækna og hjúkrunarfólk og bifreiðar til að flytja særða á sjúkrahús annars staðar." Hann sagði að um hundrað þúsund manns væru heimilislausir af völdum jarð- skjálftans. Aðhlynning hinna særðu hefur verið torvelduð af rafmagns- leysi sem skjálftinn orsakaði. Talið er að milli 5 og 6 milljónir heimila hafi verið án rafmagns fyrst eftir að skjálftinn reið yfír. Nokkur þúsund hermenn hafa slegist í hóp björgunarmanna og þyrl- ur og bifreiðar hersins hafa verið not- aðar við hjálparstarfíð. Góðgerðar- samtök búddatrúarmanna hafa einnig skipulagt neyðarmóttöku matvæla og hjálpargagna handa þeim þúsundum manna sem orðið hafa heimilislausir af völdum skjálftans. Margir þeirra sem misst hafa heimili sín sögðust ætla að sofa úti undir berum himni af ótta við öfluga eftirskjálfta. Kínverjar bjóða fram aðstoð Forseti Taívan, Lee Teng-hui, sendi í gær eftirlifandi fórnarlömb- um skjálftans innilegar samúðar- kveðjur og lofaði aðstoð á vegum rík- isstjórnarinnar. „Eg hvet al- mennning til að sýna stillingu og við munum gera allt til að hjálpa fólki við að koma lífí sínu í eðlilegt horf á ný,“ er haft eftir forsetanum. Fjölmargir þjóðarleiðtogar vott- uðu einnig Taívanbúum samúð og hétu þeim aðstoð. Bill Clinton Bandaríkjaforseti sagðist hafa átt samræður við stjórnvöld í Taívan um hvaða hjálp Bandaríkjamenn gætu veitt við þessar aðstæður. Athygli vakti að Kínverjar hafa boðist til að senda aðstoð til Taívan en sem kunn- ugt er hefur verið mikil spenna í samskiptum Kínverja og Taívanbúa að undanförnu, þar sem hinir fyrr- nefndu hafa gert tilkall til eyjarinnar allt frá árinu 1949. „Við erum reiðu- búnir að senda alla þá aðstoð sem við getum til að glíma við afleiðingar skjálftans," er haft eftir Jiang Zemin í gær. Talsmenn kínverska utanrík- isráðuneytisins tóku skýrt fram að boð Kínverja um aðstoð til handa Taívan hefði ekkert að gera með pólitískan ágreining landanna. Sameinuðu Þjóðirnar geta ekki látið til sín taka í hjálparstarfínu þar sem alþjóðasamfélagið viðurkennir ekki stjórnina í Taipei vegna and- stöðu Kínverja. Hjálparstarfsmenn á vegum Sameinuðu þjóðanna geta því ekki aðhafst fyrr en Kínverjar biðja formlega um aðstoð fyrir hönd Taí- vans. Það yrði einnig til þess að fleiri lönd gætu sent hjálp til landsins, þar sem löggjöf margra ríkja gerir það að skilyrði að formleg beiðni berist svo hægt sé að bregðast við. Rauði krossinn í Kína hefur boðið systur- samtökum sínum í Taívan 100.000 dollara aðstoð í peningum og vistir og hjálpargögn fyrir andvirði um 60.000 dollara. Japanar ætla að senda 100 hjálp- arstarfsmenn til Taívan og hafa heit- ið að láta í té nauðþurftir í samráði við alþjóðlegar hjálparstofnanir. Einnig hafa Rússar lofað aðstoð og Singapúr ætlar að senda 39 manna lið hjálparstarfsmanna á vettvang í Taívan. Þá eru fímmtán manns á vegum tyrknesku hjálparsamtakanna AKUT á leið til Taívan með ýmis- konar tækjabúnað til að auðvelda leit að fólki í rústunum. AKUT kom mjög við sögu þegar unnið var að því að grafa fólk úr rústum eftir jarð- skjálftann í Norðvestur-Tyrklandi, þar sem meira en 15.600 manns lét- ust í nýliðnum mánuði. Óvenjulegur skjálfti Jarðskjálftafræðingar segja að skjálftinn í Taívan hafí um margt verið óvenjulegur þar sem jarð- skjálftar á þessu svæði eigi venju- lega upptök sín á hafi úti og fjarri mannabyggðum. Ragnar Stefánsson, jarðskjálftafræðingur Veðurstofunn- ar, segir í samtali við mbl.is að SKJÁLFTINN í TAÍVAN Öflugur jarðskjálfti skók Taívan í fyrri- nótt. Byggingar þar sem fólk lá í fastasvefni hrundu og vitað er um á annað þúsund Skjálftinn er talinn hafa verið 7,6 á Richter Austur Kina- haf - Nantou Upptök skjálftans lágu í Nantou-héraði á miðri eynni ZHEJIANG KÍN A FUJIANG skjálftinn hafí orðið á þekktu jarð- skjálftasvæði sem liggi milli Japans og Filippseyja. Hann segir að á þessu svæði gangi úthafsbotn Fil- ippseyjahafs undir meginlandið við Kína og þar sem plöturnar mætist myndist oft mikil spenna. Mikið efnahagslegt tjón er talið hafa orðið í skjálftanum og nemur það samkvæmt sumum útreikning- um allt að 3,2 milljörðum banda- ríkjadollara, jafngildi um 2.300 millj- arða íslenskra króna. Hátækniiðnað- ur í Taívan hefur orðið mjög illa úti og hefur jarðskjálftinn meðal annars lamað framleiðslu í Hsinchu-iðngörð- unum sem eru á norðurhluta eyjar- innar. Meðal þeirra fyrirtækja sem hafa orðið fyrir tjóni er United Microelectronics Corp. (UMC), stór- fyrirtæki sem framleiðir örgjörva og tölvubúnað. „Það mun taka okkur að minnsta kosti nokkra daga að koma framleiðslunni í gang á nýjan leik,“ sagði forstjóri UMC í gær. Stærsta fyrirtæki Taívan á þessu sviði, TSMC, gerði minna úr skaðanum af völdum jarðskjálftans og lýsti því yf- ir að ekki væri búist við því að hann hefði mikil áhrif á magn framleiðsl- unnar í þessum mánuði. Haft er eftir fjármálasérfræðing- um í Suður-Kóreu að verð á örgjörv- um muni hækka í kjölfar náttúru- hamfaranna. Bent er á að fyrr á þessu ári hækkaði verð á örgjörvum mikið í kjölfar þess að rafmagn fór af stórum hluta eyjarinnar 29. júlí og stöðvaði framleiðslu á örgjörvum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.