Morgunblaðið - 22.09.1999, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 22.09.1999, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 1999 27 ERLENT Banvænir sveppir FJÖRUTÍU og tveir Úkraínu- menn hafa látist að undanfornu og á sjötta hundrað hafa þurft að leita sér lækninga eftir að hafa lagt sér til munns eitraða sveppi, að því er fram kom hjá úkraínsk- um embættismönnum í gær. Sveppatínsla er afar útbreidd meðal landsmanna á sumar- og haustmánuðum og er það ekki nýlunda að fólk veikist við að borða eitursveppi. A síðasta ári létust 74 af völdum eitursveppa. Hafa heilbrigðisyfírvöld í landinu hvatt fólk til þess að sneiða hjá sveppum sem vaxa í skóglendi sem varð fyrir geislamengun í Tsjémóbýl-slysinu 1986. Uraníum gert upptækt LANDAMÆRAVERÐIR í Ge- orgíu handtóku í gær fjóra menn sem grunaðir eru um að reyna að smygla kjamakleyfum efnum til Tyrklands. Mennimir, sem allir em af georgísku bergi brotnir, vom teknir höndum um 250 km frá Tbilisi, höfuðborg landsins. Höfðu þeir rúmt kíló af efni sem talið er vera úraníum í fómm sín- um. Frá falli Sovétríkjanna hefur smygl á kjamakleyfum efnum aukist afar mikið samfara bágu eftirliti á geymslusvæðum fyrir slík eftii. Straumurínn liggur til Belgíu STRAUMUR flóttamanna sem leita sér pólitísks hælis í Belgíu hefur vaxið mjög að undanfömu og lýsti Antoine Duquesne, inn- anríkisráðherra landsins, því yfir í gær að hið aukna innstreymi flóttamanna kunni að valda því að stjómvöld hefðu ekki lengur vald á aðstæðunum. Fjöldi flótta- manna sem til landsins komu í ágústmánuði einum er meiri en sá fjöldi er kom til landsins á öllu síðasta ári. Flestir flóttamann- anna koma frá Kosovo-héraði og sagði Duquesne að alls væm um 20.000 Kosovo-Albanar í Belgíu. Varaði hann við því að kostnað- urinn væri farinn að sliga ijár- hagsáætlanir ráðuneytisins. Kynlífsvið- horf ung- menna BRESKIR unglingar stunda mest kynlíf allra ungmenna í heimi á meðan að ungmenni í Singapúr fai’a hægast í sakirnar. Kemur þetta fram í alþjóðlegri viðhorfakönnun sem breskur verjuframleiðandi stóð fyrir og náði til ungmenn á aldrinum 16 til 21 ára. I könnuninni kom þó fram að unglingar í Singapúr nytu samvista sinna með fyrsta rekkjunaut mun betur en ung- menni annarra þjóða. Þá bentu niðurstöður til þess að þariendir piltar væra manna sjálfselskastir en 44% aðspurðra sögðust setja eigin vellíðan í efsta sætið. Að- eins 14% franskra kynbræðra þeirra vora sömu skoðunar. Frakkarnir voru mest vonsviknir með fyrstu kynlífsreynsluna og sögðu rannsóknarmenn að niður- stöðurnar væra athyglisverðar, ekki síst í ljósi orðsporsins sem af frönskum elskhugum færi. Nýtt verðstríð í Bretlandi London. Reuters. NÝTT verðstríð er hafið á matvörumarkaðnum í Bretlandi. Stærsta stórmarkaðakeðja landsins, Tesco, boðaði miklar verðlækkanir á mánudag eftir að helsti keppinauturinn, Asda, hafði lofað viðskiptavinum sínum sama vöruverði og tíðkast í Bandaríkjunum. „Þetta verða mestu verðlækkanir sem sést hafa í Bretlandi," sagði talsmaður Tesco. Hann vildi ekki greina frá því hversu mikil verðlækk- unin yrði í prósentum en sagði að fréttir fjölmiðla um að fyrirtækið hefði þegar ákveðið að lækka verðið um 10% í næsta mánuði væru ekki réttar. Daginn áður hafði Asda sagt að á næstu 18 mánuðum yrði vöruverðið lækkað þannig að það yrði svipað og hjá Wal-Mart, bandaríska stór- fyrirtækinu sem keypti bresku stórmarkaða- keðjuna íyrir 6,7 milljarða punda, andvirði 790 milljarða króna, fyrir þremur mánuðum. Asda kvaðst ætla að lækka verð matvöru um allt að 15% og fatnaðar um allt að 20%. Fyrir- tækið sagði að stórmarkaðir þess biðu þegar upp á 10% lægra verð en keppinautarnir og eftir 18 mánuði yrði munurinn allt að 15%. Wal-Mart er stærsta smásölufyrirtæki heims, á nú alls 3.636 verslanir og vegna stærðar sinn- ar getur það krafist lægsta verðs af birgjum sín- um. „Þetta er mikilvægur tími í breskri smá- sölu,“ hafði The Sunday Times eftir Richard Hyman, stjórnarformanni ráðgjafarfyrirtækis- ins Verdict. „Wal-Mart stefnir að því að verða stærsta smásölufyrirtækið í Evrópu og ná þvi marki með lágu vöruverði. Við höfum beðið eftir því að það hefjist handa frá það kom hingað; þetta er stríðsyfirlýsing." Hagnaðurinn eykst þrátt fyrir harða samkeppni Hörð samkeppni hefur verið milli breskra stórmarkaða á árinu og búist er við að hún harðni vegna komu Wal-Mart. Bresk sam- keppnisyfirvöld hafa á sama tíma hafið rann- sókn á því hvort fjórar stærstu stórmarkaða- keðjumar hafi notfært sér yfirburði sína til að tryggja „óeðlilegan" hagnað. Fyrirtækin hafa neitað þessu. Til sölu 51 % hlutur ríkisins í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins hf. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að leita eftir tilboðum í 51% hlut ríkisins í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins hf. (FBA). Fyrirkomulag sölu verður með þeim hætti að áhugasamir hópar skili í lokuðu umslagi tilkynningu til Ríkiskaupa um þátttöku fyrir kl. 14 fimmtudaginn 21. október 1999. Hver hópur þarf að uppfylla ákveðin skilyrði, t.d. um dreifða eignaraðild og að bjóðendur í hverjum hópi séu ekki skyldir eða fjárhagslega tengdir. Þegar seljandi hefur samþykkt tilboðshópana gefst þeim kostur á að skila tilboði til Ríkiskaupa fyrir kl. 14:00 föstudaginn 5. nóvember 1999. Bjóða skal í allan hlut ríkisins sem til sölu er, 51%. Tilboð skulu miðast við staðgreiðslu, sem fram fari hjá Ríkisféhirði eigi síðar en mánudaginn 15. nóvember 1999. Nánari upplýsingar um fyrirkomulag sölunnar verður birt í sölugögnum sem munu liggja frammi hjá Ríkiskaupum frá og með þriðjudeginum 28. september 1999 kl. 14:00. Framkvæmdanefnd um einkavæðingu W RÍKISKAUP
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.