Morgunblaðið - 22.09.1999, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 22.09.1999, Qupperneq 28
28 MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Dýrin heima, dýrið innra Rugguhestur Valgerðar Guðlaugsdóttur í Galleri@hlemmur.is. Hluti af músahúsi Þóru Þórisdóttur í sýningasalnum nýja. MYNDLIST BI ii n d u ð l æ k n i og mj'ndbiind V a I g e r ð ii r (í u ð I a u g s - diítlir i»g Þóra Þórsdóttir Gallerí@hlemmur.is, Þverholti 5 Til 26. september. Opið alla daga nema mánudaga frá kl. 14-18. Að- gangur ókeypis. ÞAÐ er ekki á hverjum degi sem fullbúið gallerí lítur dagsins ljós. Þá er ekki átt við listmunasölu, versl- un eða kaffihús, sem hafa sýningar sem aukabúgrein án þess að þurfa að hugsa frekar út í meiningamar sem þurfa að liggja að baki slíkum rekstri. Að vísu hefur fáeinum aðil- um tekist að blanda saman listsýn- ingum við verslunar- og þjónustur- ekstur án þess að missa sjónar af sérstakri merkingu aukabúgrein- arinnar, en að Mokka og verslun Sævars Karls undanskildum er ár- angurinn af samkrullinu ótrúlega rýr. Og auðvitað vantar okkur gallerí; vönduð; metnaðarfull og helst fag- leg, sem velja sér sýnendur af kost- gæfni og styðja við bakið á sínum mönnum með ráðum og dáð. Það er ef til vill til marks um hve ást okkar á listum er mikið í nösunum á okkur að einungis skuli vera til eitt fag- legt gallerí í öllu landinu sem rækt- ar sína listamenn og berst fyrir þá, jafnt innan lands sem utan. Ef vel ætti að vera þyrfti að vera tugur af fyrirtækjum á borð við Ingólfs- stræti 8 og þau víðar en í Reykja- vík. Ef satt skal segja mætti að ós- ekju skera fjölda listamanna niður um helming og búa til úr þeim hluta listáhugamenn til að styðja við bak- ið á þeim sem verulegt erindi eiga í sjálfan slaginn. Hvernig færi fyrir íþróttunum ef allir væru að keppa og enginn væri eftir til að verma áhorfendabekkina? En þetta er einmitt orðinn helsti vandi íslenskrar listar. A sýningar- opnunum verður ekki þverfótað fyrir starfsfélögum þess sem er að sýna. I sumum tilvikum er það lík- ast því að fá kölska í heimsókn. Hugsum okkur hvemig það virkaði ef, segjum KEA Nettó væri að færa út kvíarnar og einu viðskiptavinim- ir á opnunardegi verslunarinnar væm Jóhannes í Bónus, Oskar Magnússon og aðrir matvörakaup- menn; helstu keppinautar norð- lenskra matvörukaupmanna? Slíkt þætti fáránlegt og bókstaflega nið- urdrepandi, enda vart við því að búast að þeir Oskar og Jóhannes keyptu svo mikið sem kjúklinga- læri hjá mótheijum sínum úr Eyja- firðinum. I þessari aðkrepptu stöðu er jafnfallegt gallerí og Gallerí- @hlemmur.is sannarlega fundið fé. Staðsetning þess í Þverholti við of- anverðan Hlemm á öragglega eftir að lyfta upp þessu torgi, sem marg- ir telja það nöturlegasta á öllu land- inu. I staðinn fyrir að kastljósið standi pinnfast á keisuram Trygg- ingastofnunar með búksorgir sínar í skotum og afkimum gæti það beinst eilítið ofar í brekkuna þar sem sólar gætir meir en á neðan- verðum Laugaveginum. En víkjum nánar að því sem fyrir augu ber í Gallerí@hlemmur.is. Þar sýna þær Valgerður Guðlaugs- dóttir og Þóra Þórisdóttir, tvær ungar konur sem ekki hefur mikið borið á hingað til. Það sem gerir sýningu þeirra svo einstaklega vel heppnaða sem samsýningu era tengslin sem þær skapa með skermum sínum og myndböndum. En vélbúnaðurinn er ekki allt sem skapar tengsl heldur einnig innhaldið, hugbúnaðurinn, sem þær stöllumar stilla saman með frábærlega persónulegum og at- hyglisverðum hætti. Meðan Þóra beinir sjónum að dýralífinu í menn- ingunni - það mætti að ósekju tala um áhrif menningar á mýs - snýr Valgerður sér að sínu innra dýri í tengslum við ísmeygilegar tákn- myndir sálkönnunarinnar. Báðar útbúa þær skipan sína með mikilli kostgæfni þannig að telja verður aðdáunarvert. Þóra notar dúkkuhús á mörgum hæðum til að búa músum sínum tilbreyt- ingarríkt og margslungið fjölbýlis- hús. Þar halda þær til í dágóðu yfir- læti og færa sig milli hæða líkt og hetjur úr viktoríönskum ævintýr- um. Og auðvitað hæfa húsgögn og innanstokksmunir stærð þeirra fullkomlega. Þannig sofa mýsnar hennar Þóra í rúmum undir sæng. Eina frávikið frá ævintýrinu er að þær era hvorki íklæddar náttserkj- um né með nátthúfur, en líkt og klifurmýsnar í Hálsaskógi era þessir líflegu íbúar dúkkuhússins fullkomnir persónugervingar borg- aralegs nútímasamfélags. Þeir stilla sér meir að segja upp fyrir ljósmyndatöku eins og sést á af- bragðsgóðu litljósriti á veggnum. I salnum við hliðina trónir risast- ór, hvítmálaður ragguhestur Val- gerðar með burtreiðalensu eftir endilöngum veggnum. Þessi tákn- mynd bemskunnar, sem franski málarinn Gauguin hélt fram að menn yrðu að nálgast með því að halda aftur fyrir hrossin á Parþen- onhofinu, er um leið táknminni um hræðslu fimm ára bams sem óttast vönun vegna kynhneigðar sinnar eins og kemur fram í hinni þekktu sálkönnun Fjeud í lok fyrsta tugar aldarinnar. I myndbandinu hossar Valgerður sér á hestinum eins og væri hún horfin aftur til upphafs hvatalífs síns. Lýsinguna á sínum dýrslega innri manni kórónar hún með myndinni af sér og kanínuhvít- ingjanum sem hún hefur makað út í rauðum varalit með taumlausu kossaflensi sínu. Þannig má rekja endalaust þá margræðu þræði sem birtast í verkum þeirra Valgerðar og Þóra. Um leið og þeim er óskað til ham- ingju með sýninguna og galleríið era lesendur eindregið hvattir til að koma við í Þverholti 5, við Hlemm, áður en þessi stórgóða sýning er öll. Halldór Björn Runólfsson Nýjar bækur Meistari Jim eftir Joseph Conrad er komin út. Nú er liðin öld síðan Meistari Jim, ein þekktasta skáldsaga Jos- eph Conrads, kom út. Eins og flest- ar sögur þessa pólskættaða höf- undar er hún í senn spennandi ævintýra- og sjóferðarsaga og mögnuð lýsing á fólki sem lendir í aðstæðum þar sem til hins ýtr- asta reynir á sið- ferðisþrek þess og andlegan styrk. Meistari Jim er hann kallaður, maðurinn sem af skömm yfir því að hafa bragðist á hættustund er á flótta undan eig- in orðspori. Að endingu yfirgefur hann heim hvíta mannsins og dreg- ur sig í hlé á hitabeltiseyju í suður- höfum. Þar verður hann herra hinna innfæddu, friðflytjandi og réttlátur stjómandi. En þegar ráð- ist er inn í paradísina verður hann að nýju að taka afdrifaríka ákvörð- un - hver verður hún? Joseph Conrad (1857-1924) hét upphaflega Jozef Teodor Konrad Korzeniowski og fæddist í rúss- neskum hluta Póllands, sonur land- eigenda sem sendir vora í útlegð af rússneskum stjómvöldum þar sem þeir létust meðan hann var enn bam að aldri. Sautján ára að aldri fór hann á sjó og næstu fimmtán árin sigldi hann um öll heimsins höf. Hann varð breskur ríkisborg- ari og hóf að skrifa sögur á ensku sem flestar byggja á reynslu hans af sjómennsku og nýlenduásælni Evrópulanda. Aður hefur kom- ið út eftir hann bókin Innstu myrkur í ís- lenskri þýðingu Sverris Hólmar- ssonar. Þýðandi er Atli Magnússon. Bókin var gef- in út í Heimsbók- menntaklúbbi Máls og menningar í sumar. Bókin er 345 bls., prentuð í Prentsmið- junni Odda h Kápumynd er eftir Róbert Guillemette.Verð 2.980 kr. UGLAN - íslenski kiljuklúbbur- inn hefur gefið út Ár hérans eftir Arto Paasilinna. Blaðamaðurinn Kaarlo Vatanen hefur fengið sig fullsaddan af starfi sínu, eiginkonunni og borgarlífinu. Dag einn finnur hann slasaðan héra í skógi og tekur varnarlaust dýrið upp á arma sína. Þeir halda saman út í náttúruna þar sem frels- ið bíður þeirra, ferðast um viðáttur Finnlands og lenda í ótrúlegum ævintýrum. Ar hérans kom fyrst út í Finnl- andi árið 1975 og hefur síðan notið ómældra vinsælda. Hún hefur ver- ið þýdd á fjölmörg tungumál og einnig verið kvikmynduð. Guðrún Sigurðardóttir þýddi. Bókin era prentuð í Danmörku ogkostar999 kr. Joseph Conrad Atli Maspiússon. Heimsóknartími MYNDLIST Klckspraulu Ijós- mjndir Þorvaldur Þ o r s t e i n s s o n GALLERÍ SÆVARS KARLS, BANKASTRÆTI Til 24. september. Opið á verslunartíma. ENGINN ætti að láta sýningu Þorvaldar Þorsteinssonar, í Galleríi Sævars Karls, framhjá sér fara. Með einstaklega hreinlegum og yf- irlætislausum hætti heftar Þor- valdur bleksprautuprent sín á veggi gallerísins. Þessar hvítu og hörandbleiku myndir hanga í augn- hæð, og mæna spuralt á áhorfand- ann, eilítið eins og sjúklingar á sótt- arsæng á sjúkrahúsi. En betur að gáð era þetta blekkingar af þeim toga sem einkenna svo margar til- raunir Þorvaldar með ljósmyndir og skæri. Betur að gáð kemst áhorfandinn að því að ljósmyndirnar eru teknar í annarri stöðu en á koddanum. Karlar þeir og konur sem sitja fyrir hjá Þorvaldi hafa upphaflega verið í níutíu gráðum frá þeirri útafhall- andi legu sem þær era komnar í þegar Heimsóknartíminn gerist. Leikbrella leikhússmannsins breytir því þó ekki að myndir Þor- valdar era í meira lagi áleitnar. Þegar horft er á mann úr öllum átt- um fer ekki hjá því að maður Morgunblaðið/Golli Frá sýningu Þorvaldar Þor- steinsson í Gallerí Sævars Karls. hrökkvi við og spyrji hvað valdi slíkum áhrifum. Blekspraututæknin dregur ón- eitanlega úr fjarlægð ljósmyndar- innar. Myndirnar öðlast nærvera sem stafar af þeirra óvenjumiklu skerpu sem fellur á húð viðkomandi fyrirsætu. Hver blettur og arða magnast upp og minnir á nákvæma úttekt raunsæismálara sem vill komast eins nálægt fyrirmynd sinni og mögulegt er. Um leið borar allt þetta augnaráð sig inn í huga áhorfandans og krefur hann um viðbrögð. „Þarna stendur þú full- klædd/ur og starir á mig varnar- lausan, rúmliggjandi og klæð- lausa/n undir sænginni - sem er engin sæng, heldur tilbúningur með skæram skraddarans - og mælir með ísköldu augnaráði hverja óreglu á hörundi mínu, hálsi og höfði. Skammastu þín ekki?“ Það virðast engin takmörk fyrir samfélagslegum pælingum Þor- valdar og listræn meðferð hans á yrkisefninu kemur ætíð á óvart. Blekspraututækninni beitti hann áður með hrífandi árangri í syrpu sinni af frægum sjónvarpsandlitum með málverk í bakgranni. Þá voru verkin á striga eins og málverkin í bakgranninum. Nú er það hvítur pappírinn sem hentar, nakinn og nærgöngull eins og tilbúinn og spurall spítalamaturinn á honum. Heimsóknartími Þorvaldar í Gal- leríi Sævars Karls sannar að hug- myndir hans era ekki einungis bundnar myndefninu, heldur ná þær einnig til efniviðarins og fram- setningar hans. Engu er, með öðr- um orðum, gleymt í hita leiksins. Lesendur mega heldur ekki gleyma þessari ágætu sýningu, sem lýkur eftir fáeina daga. Halldór Björn Runólfsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.