Morgunblaðið - 22.09.1999, Side 30
30 MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Perlur fyrir svín
Ona Kamu, Samuli Kosminen og Kristján Eldjám koma fram
á Kaffileikhúsinu í kvöld.
Gítar, slagverk
og söngnr í Kaffi-
leikhúsinu
LEIKLIST
IIEY fTjarnarbíði
TÖFRATÍVOLÍ
Leikgerð: Hópurinn, byggð á leik-
riti Bernhards Goss. Leikstjóri:
Gunnar Sigurðsson. Tónlistarstjóm
og ljós: Skúli Gautason. Leikmynd
og búningar: Aino Freyja Jarvelá
og Brynhildur Björnsdóttir. Förð-
un: Aðalbjörg Hrafnsdóttir. Hljóð-
færaleikur: Níels Ragnarsson.
Leikarar: Aino Freyja Jarvelá,
Brynhildur Björnsdóttir, Gunnar
Sigurðsson, Níels Ragnarsson,
Skúli Gautason og Stefán Sturla
Sigurjónsson. Sunnudagur 19. sept-
ember.
Fjöllistahópurinn Hey segir
flókna sögu um Töfratívolíið sem
birtist á hundrað ára fresti og hin
harmrænu örlög Kidda kúreka
sem hengdur var fyrir þjófnað á
perlufesti fröken Melónu. Hver
þáttur sögunnar endar á að ein af
perlunum átta finnst og einhverj-
um barnungum áhorfanda er falið
að geyma hana svo hinn hræðilegi
þrjótur prófessor Vaxmann end-
urheimti hana ekki.
Það er líf og fjör á þessari sýn-
ingu í leikgerð leikrits Bernhards
Goss um Töfratívolíið. Tjarnarbíó
er lítið leikhús og áhorfendur
sitja því nálægt sviði og leikurum.
Þess vegna hentar húsnæðið mjög
vel undir sýningar þar sem ætlast
er til að áhorfendur leggi sitt af
mörkum. Börnin á frumsýning-
unni tóku líka þátt í sýningunni af
lífi og sál undir styrkri stjórn Ste-
fáns Sturlu Sigurjónssonar, sem
náði vel til barnanna, og Aino
Freyju Járvelá, sem íék Teddu
með barnslegu sakleysi. Halldór
Sigurðsson lék fjölmörg lítil hlut-
verk en var full aðsópslítill og
kraftlaus. Brynhildur Björnsdótt-
ir var afar sérstök í hlutverki
Brúnhildar en texti Lufsu litlu
skilaði sér illa, bæði vegna fram-
sagnar og staðsetningar leikkon-
unnar að tjaldabaki.
Annar aðalkostur sýningarinn-
ar var framlag Skúla Gautasonar.
Hlutverkið hentaði honum mjög
vel; þarna gat hann sungið fyrir
börnin, hrætt úr þeim líftóruna og
slegið þess á milli á léttari
strengi. Hann var mjög sannfær-
andi í útliti og fasi, enda virtist
útlit hans hannað eftir teikning-
um finnsku skáldkonunnar og
myndlistarmannsins Tove Jans-
son af galdrakarlinum í Múmín-
álfabókunum. Auk þessa voru dul-
argervi prófessors Vaxmanns
einstaklega skemmtilega útfærð
og Skúli meinfyndinn í þeim
gervum.
Það þarf varla að taka fram að
aðal hvers vel heppnaðs
barnaleikrits er hæfileg blanda af
skelfingu blandinni spennu og
hreinni og klárri skemmtun. Skúli
tókst allur á loft í túlkun sinni á
illmenninu sem varð svo óvinsælt
meðal hinna lágvöxnustu í
áhorfendahópnum að illgirnisleg
hlátrasköll kváðu við er hann varð
fyrir einhverjum skakkaföllum og
í eitt skiptið er söguhetjurnar
voru að velta fyrir sér hvernig
þær ættu að bregðast við
vélráðum hans kvað við stutt og
laggott heillaráð frá einum
sakleysingjanum: „Drepið hann!“
En það var einmitt i látunum í
kringum perlurnar sem upp kom
einn hængur á því að láta
áhorfendur taka þátt í leiknum.
Suma áhorfendur, sérstaklega þá
yngstu og uppburðarminnstu,
langar alls ekkert til þess. Flest
börnin slást um að fá að fela
perlur en þegar þau eru beðin að
rétta einhverjum öðrum þær ætti
að taka fram að viðtakandinn
verði að vilja takast það á hendur
að fela perluna fyrir hinum
hræðilega prófessor Vaxmann.
Þetta ætti að koma í veg fyrir að
mjög ung börn séu sett í
aðstæður sem þau ráða ekki við,
sem óneitanlega varð vart við á
frumsýningu, og um leið spara
foreldrum kostnað við sálfræði-
meðferð síðar meir.
En það er ekki hundrað í
hættunni ef það versta sem komið
getur fyrir er að börnunum verði
breytt í lítil vaxsvín. Flestum
meðal hinna ungu áhorfenda
fannst gaman að hættunni og
fengu útrás í baráttunni gegn
illmenninu í fullvissu um að hið
góða sigraði að lokum. Skemmti-
legt lagaval og launfyndinn texti
bættu upp flókinn söguþráð og á
stundum kraftlítinn leik.
Sveinn Haraldsson
DÚETTINN Helvík heldur tón-
leika í Kaffileikhúsinu, miðviku-
dagskvöldið 22. september, kl. 21.
Dúettinn skipa þeir Kristján Eld-
járn gítarleikari og Samuli Kosm-
inen slagverksleikari, en þeir hafa
starfað saman um nokkurra ára
skeið. Þó eru þetta fyrstu opinberu
tónleikar þeirra á Islandi.
Tónlist þeirra félaga er frum-
samin spunatónlist sem byggi á
samleik gítara og slagverkshljóð-
færa. Sérstakur gestur þeirra á
tónleikunum er finnska söng- og
leikkonan Ona Kamu, sem mun
taka þátt í flutningi nokkurra
verka. Þau Samuli og Ona starfa
bæði við tónlist í heimalandi sínu
auk þess sem Ona hefur töluvert
leikið í kvikmyndum, þ.á m. Juha,
nýjustu myndi Aki Kaurismákis.
Kynning á
þýzku menn-
ingarsetri
Forstöðumaður
þýzka menningar-
setursins Stiftung
Kúnstlerdorf
Schöppingen, Josep
Spiegel, kynnir
stofnunina í kvöld,
miðvikudagskvöld
kl. 20 í Gunnarshúsi,
en á mánudag-
skvöldið fór fram
slík kynning á Akur-
eyri.
„Setrið er í bæn-
um Schöppingen
skammt frá hol-
lensku landamær-
unum,“ segir Josef
Spiegel. „Við veitum
árlega 24 sex mánaða styrki þ.e.
12 styrki til myndlistarmanna og
12 styrki til rithöfunda. Vinnust-
ofur og íbúðir listamanna eru til
húsa í tveimur gömlum nýendur-
gerðum og gríðarstórum sand-
steinshúsum. Þar eru 8 íbúðir
fyrir rithöfunda og sex vinnust-
ofur fyrir myndlistarmenn. Þar
er einnig gallerí, lítið leikhús,
upplestrarsalur og fundarher-
bergi auk annarra herbergja.
Við erum í tengslum við kunn og
virt gallerí t.a.m. Gallery Van
der Koelen í Mannheim. Einnig
erum við í tengslum við ýmis út-
gáfufyrirtæki svo sem Rowhlt í
Hamborg.
Við gerum fleira en að veita
styrki, stöndum til dæmis fyrir
margvíslegu samstarfi við ýmsar
stofnanir og má þar nefna Há-
skólann í Múnster.
Ég heimsótti Island fyrir
nokkrum árum og heillaðist af
menningunni. Heimsóknin hafði
afgerandi áhrif á mig. Fegurð
landsins er stórkostleg. Ég hafði
kynnst íslenskum
bókmenntum sem
vöktu forvitni mína.
Þær eru mjög sér-
stakar og í þeim ríkir
einstakt andrúms-
loft. Ég upplifði þær
sem sérstaklega fal-
legar og haglega
fléttaðar sögur sem
endurspegluðu ein-
stakt samfélag og
þjóðlíf. Hér ríkir öfl-
ugt bókmenntalíf og
gróska í myndlist.
Ég legg ísland
ekki að jöfnu við
nokkurt annað land.
Mér finnst vera mik-
ill kostur að þurfa ekki að aka
langt út fyrir borgarmörkin til
að komast út í óspillta náttúru.
ísland er spennandi staður fyrir
listamenn.
Það er mikilvægt að efla
menningartengsl Islands og
Þýskalands. í því skyni höfum
við hjá Kúnstlerdorf Schöpping-
en sett á fót sérstakan þriggja
mánaða dvalarstyrk ætlaðan ís-
lenskum rithöfundum og lista-
mönnum. Með þessu framlagi
viljum við hvetja íslenska og
þýska aðila til að leggja sitt af
mörkum til að styrkja menning-
artengsl þjóðanna. Það er
ánægjulegt að sjá hversu já-
kvæður og hjálpsamur sendi-
herra íslands í Bonn, Ingimund-
ur Sigfússon, hefur verið þegar
við höfum leitað til hans. Þó að
við bjóðum nú þennan sérstaka
þriggja mánaða styrk ætlaðan
íslenskum rithöfundum og lista-
mönnum stendur þeim jafnframt
til boða að sækja um sex mánaða
styrkina sem við bjóðum upp á.“
Josep
Spiegel
Hófstillt
túlkun
TOIVLIST
Víðistaðakirkja
LJÓÐATÓNLEIKAR
Björg Halldórsdóttir og Daníel Þor-
steinsson fluttu trúarlega ljóða-
söngva. Sunnudagurinn 19. septem-
ber, 1999.
BJÖRG Halldórsdóttir sópran-
söngkona og Daníel Þorsteinsson
píanóleikari opnuðu kristnitökuhá-
tíðina á Islandi með tónleikum í
safnaðarheimili Akureyrarkirkju í
maí sl. og fluttu sömu dagskrá í
Víðistaðakirkju sl. sunnudag. Efn-
isski-áin samanstóð af trúarlegum
söngverkum er spönnuðu tímann
frá frá Handel til Arons Coplands.
Það eru alltaf tíðindi, er ungt lista-
fólk heldur sína fyrstu sjálfstæðu
tónleika, „debuterar", eins og það
er kallað. Björg hefur fengið í
vöggugjöf fallega og mikla rödd,
hefur þegar aflað sér góðrar kunn-
áttu og þótt efnisskráin hafi ekki
gefið henni tækifæri til að sýna
hvers hún er megnug, í meðferð
stórra verkefna, mátti vel heyra, að
hér er á ferðinni eftirtektarverð og
efnileg söngkona.
Fyrstu tvö viðfangsefnin eru eft-
ír Handel, Dank sei dir og Angels,
ever bright, úr óratoríunni
Theodora, þar sem fjallað er um
píslardauða, nefndrar Theodoru,
samin 1750, við texta eftir Morell.
Ef fyrra lagið er úr þessari órator-
íu, hlýtur textinn að vera þýddur.
Það var strax ljóst, að Björg hefur
mikla rödd og nokkuð jafna í hljóm-
an, þótt tónninn sé nokkuð hvass á
efra sviðinu. Litanían og sérstak-
lega Ave Maria, eftir Schubert, var
mjög vel sungin og sama má segja
um 0 Salutaris Hostia eftir Rossini,
úr Litlu hátíðarmessunni, sem
Rossini samdi 1863. Sá átakslausi
söngmáti, sem einkenndi tónleik-
ana í heild átti síst við í tveimur lög-
um úr Biblíuljóðunum, eftir Dvor-
ák. Það gætti nokkrar uppljómunar
í Agnus Dei, eftir Bizet, sem auð-
vitað er aðferð til túlkunar en er oft
án innblásturs og trúarhita, þannig
að fallega mótaður söngurinn var
án allra átaka.
Eftir hlé söng Björg Frið á jörðu,
eftir Arna Thorsteinsson og tvö
smálög eftir Kaldalóns, Klukkna-
hljóð og Maríubæn, er Björk söng
afar fallega. Þessi mjúkláta afstaða
til framsetningar, gerði þrjú
kirkjulög eftir Jón Leifs, fallega
hljómandi en það vantaði í þau
skerpuna og sérkennileikann, jafn-
vel í Vertu Guð faðir, faðir pinn,
sem var ágætlega sungið. í Allt
eins og blómstrið eina og Upp, upp
mín sál, vantaði fomeskju Jóns
Leifs, þótt þau væru fallega sungin.
í þremur lögum úr Hermit
Songs, eftir Barber var túlkunin
kraftmeiri en í fyrri viðfangsefnun-
um og Gömlu amerísku söngvarnir,
eftir Copland, voru mjög vel fluttir
og mátti heyra, að Björg Þórhalls-
dóttir á ýmisleg fleira til en að
syngja með flosmjúkum áreynslu-
lausum tóni. Hún hefur hljómmikla
og fallega rödd, syngur tandur-
hreint og væri spennandi að heyra
hana taka á í túlkun stórra við-
fangsefna.
Efnisskráin að þessu sinni, var
sérkennilega einlit og sum við-
fangsefnin lög, sem mikið hafa ver-
ið flutt við jarðarfarir og messur,
falleg hversdagstónlist, sem þarf að
flytja af glæsibrag, svo að þau geri
sig á tónleikum. Það val flytjenda
að stilla allri túlkun í hóf, gerði
margt, í annars fallegri framsetn-
ingu, einum og dauft, sem eftirsjá
er að, þegar um svo glæsilega rödd
er að ræða, sem Björg hefur fengið
í vöggugjöf. Þá var leikur Daníels í
heild daufur og ti! baka haldandi,
þótt ýmist væri fallega gert hjá
honum, eins og reyndar hjá söng-
konunni.
Jón Asgeirsson
Rýntí
norræna
goðafræði
í Snorra-
stofu
TERRY Gunnell, þjóðfræðingur,
heldur fyririestur á vegum Snorra-
stofu í Reykholti fimmtudaginn 23.
september kl. 21 til minningar um
Snorra Sturluson, en hann var
drepinn í Reykholti 23. september
árið 1241. Fyrirlesturinn ber heitið
„Enn rýnt í gullnar töflurnar“.
Viðfangsefni Gunnells er sú
mikla umræða sem átt hefur sér
stað meðal fræðimanna síðustu árin
um norræna goðafræði, en birst
hafa nokkrar áhugaverðar rann-
sóknir þar sem tekið er á þessu við-
fangsefni frá ýmsum hliðum. Gunn-
ell mun leitast við að gefa
hlustendum hugmynd um hvaða
straumar eru ríkjandi meðal fræði-
manna nú þúsund árum eftir að ís-
lendingar lögðu af hinn foma sið
með formlegum hætti.
♦ ♦ ♦---
Diddú og
Bergþór á
Akranesi
TÓNLEIKAR verða á sal Fjöl-
brautaskóla Vesturlands á Akra-
nesi kl. 20.30 fimmtudaginn 23.
september næstkomandi. Þar
munu söngvararnir Bergþór Páls-
son og Sigrún Hjálmtýsdóttir,
Diddú, flytja söngdagskrá byggða
á lögum Sigfúsar Haldórssonar auk
laga úr vinsælum söngleikjum.
Undirieikari er Jónas Ingimundar-
son.
Forsala aðgöngumiða á tónleik-
ana er hafin í Bókaskemmunni á
Akranesi og í Framköllunarþjón-
ustunni í Borgarnesi. Miðaverð er
1.500 kr.