Morgunblaðið - 22.09.1999, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 1999 31
LISTIR
Alþjóðlegur
blær og
glæpasögur
Gautaborg.Morgunblaðið
SÍÐDEGIS á sunnudag lauk Bóka-
stefnunni í Gautaborg, en hún
reyndist þegar upp var staðið slá öll
sín f'yrri met í aðsókn, með yfir 110
þúsund heimsóknum (ekki gestum
þvl margir koma oftar en einu sinni)
frá fimmtudegi til sunnudags. A
sýningunni mátti raunar skynja öllu
alþjóðlegra yfirbragð en áður, með
bókaútgefendum og rithöfundum
frá 17 löndum, m.a. frá Kóreu, Kína
og Zimbabwe, sem gerðu stefnuna
blæbrigðaríka. Það að sýningar-
svæðið hefur vaxið upp í nær 10
þúsund fm, svo og fyrirmyndar
skipulagning gerði að verkum að
nokkuð auðvelt var að snúa sér við
og komast leiðar sinnar um svæðið.
Fjögur höfuðþemu voru ríkjandi
á skipulögðum fundum stefnunnar:
Biblían, glæpasögur, þýskar bók-
menntir og geðheilsuherferð.
Mest umtalaða og jafnframt um-
deilda bókin, var án efa Biblían og
yfir 20 pallborðsumræður voru
helgaðar bókinni og trúnni frá ýms-
um sjónarhólum. Ný sænsk biblíu-
þýðing er væntanleg á markaðinn í
nóvember næstkomandi.
Spennusagnahöfundar nutu at-
hygli að vanda, og laugardagurinn
var tileinkaður þeim. Hin 75 ára
Margaret Yorke, sótti stefnuna
heim og þótti með sitt gráa hár,
skarpt augnaráð og milt brosið,
minna á persónu eftir Agötu
Christí, Mrs Marple.
Auk York bar hæst hinar nýju
norrænu glæpasagnadottningar,
einkum hina norsku Karin Fossum
(f. 1954) og sænska höfundinn Lisa
Marklund (f. 1964). Karin Fossum
hlaut viðurkenningu hjá Skandina-
viska Kriminalselskapet fyrir bók-
ina „Se dig inte til bake!“ frá árinu
1996, en síðasta bók hennar er
„Djevlen holder lyset“.
Lisa Marklund varð landsþekkt
eftir að hún tók á móti Poloni-verð-
laununum fyrir bóldna „Sprangar-
en“ fyrir tæpu ári. Álit dómnefndar
var „frumleg glæpasaga ... þar sem
skapheit blaðakona stendur annars
vegar í spennuþrungnum eltinga-
leik við morðingja og hins vegar í
framkvæmdastjóravandamálum
jafnhliða því að sækja bömin á leik-
skóla.“ Marklund var falið að deila
út Poloni-verðlaununum á Bók-
tefnunni í ár og sigurvegarinn
reyndist Aino Trosell. Aino, sem er
50 að aldri, hefur unnið bæði sem
félagsráðgjafi og logsuðukona, en á
einnig rithöfundarferil að baki. Hún
hefur áður hlotið bókmenntaverð-
laun Ivar Lo-Johanssons.
Bókmenntaverðlaun Hennings
Mankells voru veitt í fyrsta sinn í
ár, tileinkuð afrískum höfundi sem
að þessu sinni var Yvonne Vera frá
Zimbabwe. Skáldsögu hennar Und-
er the Tounge (1996) mætti ef til vill
kalla listræna glæpasögu, þar sem
sifjaspjöll eru eitt leiðandi þema
bókarinnar.
íslenskir höfundar
á bókastefnu
Þegar boðið er upp á 10-20
áhugaverða fyrirlestra og umræðu-
fundi samtímis, reynir á valfrelsið.
Allnokkrir tugir völdu að hlýða á ís-
lensku skáldin á föstudaginn var,
Þórarin Eldjám og Gyrði Elíasson,
undir góðri leiðsögn Ulfs Ömkloo.
Þýðandi Gyrðis, John Swedenmark
kom einnig fram og flutti túlkanir
sínar á þeim ljóðum sem höfund-
urinn las á íslensku. Árið 1993 gaf
Bonniers út þýðingu Swedenmarks
á Svefnhjólinu, sem hlaut sænska
titilinn „Sömnhojden", með „and-
legum styrk úr myrkfælnisjóði", en
ljóðaþýðingamar em enn í leit að
útgefenda. Þórarinn sem notaði
tækifærið til að þakka Svíum að
hann gat setið við skriftir í Stokk-
hólmi á velgengnisárum sænska
kerfisins, lék sér að því annars veg-
ar að flytja á sænsku eigin túlkanir
á textum sínum og hins vegar að
lesa úr danskri þýðingu með sænsk-
um framburði, kafla úr sögulegri
skáldsögu sinni, Brotahöfuð, sem
hér nefnist „Blátomet" og sem til-
nefnd var til Norrænu bókmennta-
verðlaunanna og keppti til úrslita
um Aristeion-verðlaunin.
Fyrirlestur Auðar Magnúsdóttur
sagnfræðings um konur víkinga-
tímabilsins fór fram á sunnudegi
samkvæmt áætlun og reyndist hinn
áheyrilegasti. Hún benti meðal ann-
ars á að samkvæmt lögum þeirra
tíma gátu aðeins ekkjur verið efnis-
lega sjálfstæðar. Vissulega nutu
eiginkonur höfðingjanna virðingar
en hinar munu þó fleiri sem fáar eða
engar heimildir em til um. Auður
dró þá ályktun að þótt goðsögnin
um styrk og sjálfstæði kvenna al-
mennt á því tímabili reyndist skáld-
skapur þá mætti vel sækja styrk í
slíka goðsögn og það gerðu til að
mynda stofnendur íslenska kvenna-
blaðsins Melkorka, sem hóf göngu
sína mánuði áður en Island varð
sjálfstætt 1944.
Tímaritið Forskning & Fram-
steg, júlí-ágúst 1999 er tileinkað ár-
inu „1000 í nýju ljósi“ og þar má
finna grein eftir Auði um hina
„sterku konu“. í sama hefti má
meðal annars finna umfjöllun um
doktorsritgerð eftir sagnfræðing-
inn Henrik Janson, undir hinni ögr-
andi yfirskrift „hedendomen ár
ett luftslott byggt av eftervarl-
den“. Janson er sagður halda því
fram að hið heiðna hof í Uppsala
hafi aldrei verið til og að heiðnin
sé sköpuð af kristindóminum!
Þýdd verk íslenskra höfunda
mátti finna víðsvegar á sýning-
unni, þótt þeir kynntu sig ekki í
eigin persónu að sinni. Meðal sjö
nýrra bóka í haustútgáfu Gauta-
borgarforlagsins Anamma
Böcker AB er þýðing á Elskan
mín, ég dey, eftir Kristínu Ómar-
sdóttur. Þýðingin er eftir Ann-
Sofie Axelsson og kápuhönnun
eftir Jóhan Mentzer, afar fallega
unnin, enda fær hún að prýða for-
síðuna á kynningarbæklingi for-
lagsins. Sænskur titill er „Álskling
jag dör“. Anamma hefur bætt við
sig kiljuútgáfu og þar má sjá „Z -
en karlekshistoria“ eftir Vigdísi
Grímsdóttur meðal nýrra titla.
Lestrarherferð árið 2000
Á blaðamannafundi í lok stefn-
unnar kynnti framkvæmdastjórinn
Bertil Falck tvö fyrirhuguð þemu
að ári, annars vegar norrænar bók-
menntir og hins vegar „lestrarher-
ferð“ sem mun hefjast á sjálfri
stefnunni með Bengt Westerberg
og Elisabet Reslegárd í farar-
broddi. Elísabet hefur meðal ann-
ars unnið fyrir hönd þeirra sem
eiga við „dyslexi" að stríða. Bertil
Falck lagði áherslu á að í sínum
huga væri takmarkið að ná betur til
yngra fólksins.En svo er ég ekki að-
eins ræðismaður Bókastefnunnar,
því ér er líka ræðismaður Islend-
inga,“ minnti framkvæmdastjórinn
á, þegar hann tók stoltur fram inn-
rammað kynningarplakat fyrir
stefnu næsta árs: Mynd eftir ís-
lensku listakonuna Sigrúnu Eld-
jám. Myndin nefnist Að lesa upp-
hátt og er þetta í þriðja sinn sem
mynd eftir íslending prýðir vegg-
spjald stefnunnar.
Glæný línuýsa
Ath.: Eigum aðeins 2 tonn
FYRSTIR KOMA FYRSTIR FÁ
OF*"1**'
8
Fiskbúðin Vör
Höfðabakka 1 v/Gullinbrú, sími 587 5070.
- heimili góðu tilboðanna -
a'*‘«Zz