Morgunblaðið - 22.09.1999, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 22.09.1999, Qupperneq 38
38 MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Gag’nrýni á leiðaraskrif Morgunblaðsins hinn 12. september 1999 í GREIN sem birt- ist eftir mig í Mbl. hinn 29. ágúst sl. undir fyr- irsögninni „A að tak- marka eignarhald á bönkum á íslandi?" benti ég á að unnt sé að tryggja dreifða eignaraðild að bönkum og vék auk þess að vissum atriðum sem eru forsenda þess að vel takist til ef sú leið yrði farin. í greininni nefndi ég einnig dæmi um lönd þar sem takmarkanir á eignar- haldi eru í lögum og hvar almennt ekki og benti m.a. á að takmarkanir af þessu tagi væru á hröðu undanhaldi víða í heiminum. Sunnudaginn 12. september sl., birtist í Morgunblaðinu forystu- grein undir fyrirsögninni „Eignar; hald á bönkum.“ Þar segir m.a.: „I umræðum undanfarinna vikna um eignarhald á bönkum hefur því hvað eftir annað verið haldið fram, að ekki væri unnt að setja og fram- fylgja ákveðnum reglum, sem tryggðu dreifða eignaraðild að bönkum. Sumir hafa jafnframt sagt, að þótt hægt væri að setja slíkar reglur vegna upphaílegrar sölu væri ekki hægt að tryggja að henni yrði íylgt eftir við endursölu. Yfirlít, sem birtist hér í Morgun- blaðinu í gær um fyrirkomulag þessara mála í Evrópusamban- dslöndunum, Bandaríkjunum, Kan- ada, Japan og Sviss, sýnir að þessar staðhæfingar eru rangar.“ I for- ystugreininni eru svo tilgreind dæmi byggð á tilvitnuðu yfirliti og síðan segir: „Af þessu má sjá, að það heyrir til algerra undantekn- inga, að engar takmarkanir séu á eignarhaldi á bönkum." Eg tel ástæðu til þess að gagn- rýna óvönduð vinnubrögð Morgun- blaðsins fyrir það að setja fram full- yrðingar af þessu tagi og með þessum hætti í forystugrein bein- línis í þeim tilgangi að styðja þá skoðun blaðsins að tryggja beri dreifða eignaraðild að íslenskum fjármálastofnunum. Eg er ekki að gagnrýna skoðun blaðsins heldur aðferðina við að rökstyðja hana. Byggi ég gagmýni mína á eftirfar- andi: Forystugreinin er byggð á sam- antekt Morgunblaðsins eða þýð- ingu og túlkun á bandarískri skýrslu frá árinu 1997. Samantekt- in birtist í Mbl. laugardaginn 11. september sl. undir fyrirsögninni „Skilyrðum háðar í 14 löndum af 19.“ Tilvitnuð skýrsla er : Barth, Nolle, and Rice, „Commercial Banking Strueture, Regulation and Performance: An Intemational Comparison", Office of the Comp- troller of the Currency, E&PA Working Paper 97-6, March 1997. í skýrslunni er yfirlitstafla um fjár- Fegurðin kemur innan fró Laugavegi 4, sími 551 4473 festingu annarra fyr- irtækja en fjármála- fyrirtækja í bönkum í nokkrum löndum. Þessa töflu hefur blaðamaðurinn stuðst við í samantekt sinni. Það sem blaðamann- inum láðist að geta um er að upplýsingamar sem taflan byggir á eru frá árinu 1995. Síðan þá hafa verið gerðar breytingar á lögum í nokkrum þeim löndum sem skýrslan Þórður fjallar um. Sem dæmi Ólafsson má nefna lagabreyt- ingar í Japan, Finnl- andi og Svíþjóð. Annað gagnrýni- vert í vinnubrögðum blaðamannsins, sem í besta falli stafar af vanþekkingu á viðfangs- efninu, er að flokka sem takmar- kanir á fjárfestingu þá reglu, sem hefur verið lögfest í nánast öllum ríkjum EES, að fjárfestum ber að tilkynna (oftast fyrirfram) ef þeir hyggjast eignast virkan eignarhlut í lánastofnun. Samkvæmt annarri bankatilskipun Evrópusamban- dsins er virkur eignarhlutur skil- greindur sem bein eða óbein hlut- deild sem nemur 10% eða meira af eigin fé eða atkvæðisrétti eða önn- ur hlutdeild sem gerir kleift að hafa veruleg áhrif á stjórnun viðkom- andi stofnunar. Einsjtök ríki geta ákveðið lægri mörk. írland, Belgía og Holland hafa t.d. sett mörkin 5%. Þessi regla er svokallað „Fit and proper" ákvæði og hefur verið lögfest á Islandi, sbr. tilvitnaða grein mína í Mbl. frá 29. ágúst.sl. A grundvelli þessarar reglu er stjóm- völdum heimilt og skylt að hafna eignaraðild að lánastofnunum ef hluthafarnir eru ekki taldir hæfir til þess að fara með hlut sinn. Þessi regla á hins vegar ekkert skylt við almennar takmarkanir á eignar- haldi í bönkum. I þriðja lagi mis- skilur blaðamaðurinn það sem sagt er um takmarkanir í Japan eins og þær voru árið 1995 en skv. skýrsl- unni var heildarfjárfesting í banka takmörkuð við eigið fé hlutaðeig- andi fyrirtækis en ekki bankans. Lögum í Japan hefur hins vegar verið breytt síðan þá og nú gilda þar sambærilegar takmarkanir og gilda í Bandaríkjunum. Fullyrðing- ar um takmarkanir í Danmörku eiga ekki við rök að styðjast enda byggðar á misskilningi. I Luxem- burg eru engar lagalegar takmar- kanir. Hluthafar þar geta verið tveir en stjórnvöld þar hafa hins vegar þá almennu stefnu að hafa þá fleiri og beita áhrifum sínum í þá veru. Miðað við umrædda skýrslu þar sem fjallað er um áðurgreindar takmarkanir á eignarhaldi á bönk- um í 19 ríkjum og að teknu tilliti til lagabreytinga síðan árið 1995, þ.m.t. í Japan, hefði fyrirsögn greinarinnar í Mbl. frekar átt að hljóða þannig: „Skilyrðum háðar í 5 löndum af 19.“ Hvað varðar takm- arkanir í þessum efnum á Spáni þá er eignarhald takmarkað við 20% við stofnun nýs banka og gildir ein- ungis fyrstu fimm árin. Eftir það eru ekki aðrar takmarkanir en þær sem leiðir af tilskipunum Evrópu- sambandsins. A Italíu geta atvinnu- fyrirtæki önnur en fjármálastofn- anir ekki átt meira en 15% í banka. Fjármálastofnanir og einstaklingar geta hins vegar átt meirihluta í öðr- um fjármálastofnunum þar í landi. Morgunblaðið hefur áður fjallað um takmarkanir á eignarhaldi á bönkum í Noregi. Þær eru vissu- lega fyrir hendi skv. gildandi lög- um. Unnið hefur verið að heildar- endurskoðun á lögum um fjármálastofnanir í Noregi undan- farin ár. Aðlögun að tilskipunum Evrópusambandsins hefur verið gerð með með setningu reglugerða og/eða breytingum á reglum þar sem því hefur verið komið við. Sam- kvæmt mínum heimildum má gera ráð fyrir breytingum á eignar- haldsákvæðum norskra laga um fjármálastofnanir til samræmis við það sem gildir í flestum löndum EES. Af framangreindu má ljóst vera að fullyrðing leiðarahöfundar um að það heyri til algerra undantekn- inga, að engar takmarkanir séu á eignarhaldi í bönkum eru rangar. I framhaldi af þessari röngu stað- hæfingu er síðan vitnað til þess að Sviss sé eina dæmið þar sem engar slíkar takmarkanir séu. Svisslend- ingar, segir í leiðaranum, „hafa ver- ið staðnir að því að vilja græða á hverju sem er, jafnvel níðingsskap þýzkra nazista gagnvart gyðingum, hafa lagt undir sig eignir gyðinga í meira en hálfa öld og hafa nú verið neyddir til að borga þeim bætur“. Ég sé ekki beinlínis samhengið þarna á milli en á Morgunblaðinu er helst að skilja að ef ekki verða settar takmarkanir á eignarhaldi í íslenskum bönkum þá kunni þeir að verða notaðir til álíka voðaverka. Við skulum vona að svo verði ekki hvernig svo sem eignarhaldinu verður háttað í framtíðinni. Ég tel að Morgunblaðið hafi ekki stuðlað að málefnalegri og faglegri umræðu um eignarhald á bönkum eða öðrum fjármálastofnunum á íslandi með umræddum leiðai'a. Höfundur er lögfræðingur og starf- arhjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum í Washington, DC. Aths. ritstj.: Ásakanir Þórðar Ólafssonar á hendur Morgunblaðinu um „óvönd- uð vinnubrögð" eru illskiljanlegar eins og sjá má af eftirfarandi: Eignarhald Fullyrðing leiðara- höfundar, segir Þórður Ólafsson, um að það heyri til algerra undan- tekninga, að engar takmarkanir séu á eign- arhaldi í bönkum eru rangar. Skýrt er tekið fram í umfjöllun Morgunblaðsins laugardaginn 11. september, að skýrsla bandaríska bankaeftirlitsins, sem byggt var á er frá árinu 1997.1 úttekt blaðsins segir: „... sem gerð var árið 1997 ...“ í þessu sambandi skiptir engu, þótt skýrslan sé byggð á gögnum frá því í árslok 1995 og að frá þeim tíma hafi lagabreytingar verið gerðar í nokkrum löndum. Mikilvægi þessara upplýsinga í ljósi umræðna hér er einfaldlega, að í fjölmörgum löndum hafa verið settar ákveðnar reglur um eignar- hald á bönkum, af mismunandi ástæðum og með ýmsum hætti en í umræðunum um þessi mál í ágúst- mánuði var því hvað eftir annað haldið fram, að slíkt væri ekki framkvæmanlegt. Sú staðhæfing hefur verið hrakin með tilvísun til hinnar bandarísku skýrslu. Þórður Ólafsson, fyi-rverandi forstöðumaður bankaeftirlits Seð- labankans, segir í gi'ein sinni: „Annað gagnrýnisvert í vinnu- brögðum blaðamannsins, sem í bezta falli stafar af vanþekkingu á viðfangsefninu, er að flokka sem takmarkanir á fjárfestingu þá reglu, sem hefur verið lögfest í nán- ast öllum ríkjum EES að fjárfest- um beri að tilkynna (oftast fyrir- fram) ef þeir hyggjast eignast virkan eignarhlut í lánastofnun." Það er hægt að halda því fram, að þetta geti verið túlkunaratriði en fráleitt að telja þessa túlkun „gagn- rýnisverð vinnubrögð blaðamanns- ins“ eða „vanþekkingu". Þórður Ólafsson segir: „I þriðja lagi misskilur blaðamaðurinn það sem sagt er um takmarkanir í Jap- an eins og þær voru árið 1995 en skv. skýrslunni var heildarfjárfest- ing í banka takmörkuð við eigið fé hlutaðeigandi fyrirtækis en ekki bankans." Hvað misskilur blaða- maður? I umfjöllun Morgunblaðs- ins hinn 11. september segir orð- rétt: „Fjárfestingar annarra en fjármálafyrirtækja í viðskipta- bönkum í Japan eru takmarkaðar við hlutafé viðkomandi féþags eða nettóeignir þess.“ Þórður Ólafsson hlýtur að hafa misskilið eitthvað í umfjöllun Morgunblaðsins! Þórður Ólafsson segir: „I Lux- emburg eru engar lagalegar takm- arkanir." I umfjöllun Morgunblaðs- ins segir: „Lög banna ekki eignarhald fyrirtækja, annarra en fjármálafyrirtækja, á viðskipta- bönkum en þeirri stefnu er fylgt að slík fyrirtæki eigi ekki ráðandi hlut.“ Þórður Ólafsson segir: „Hvað varðar takmarkanir í þessum efn- um á Spáni þá er eignarhald takm- arkað við 20% við stofnun nýs banka og gijdir einungis fyrstu fimm árin.“ I umfjöllun Morgun- blaðsins segir: „... eignarhlutur má ekki fara yfir 20% fyrstu fimm starfsár bankans." Þórður Ólafsson segir: „A Italíu geta atvinnufyrirtæki önnur en fjármálastofnanir ekki átt meira en 15% í banka.“ I umíjöllun Morgun- blaðsins segir um Italíu: „Eignar- hlutur má ekld fara yfir 15% þrátt fyrir tilskipun ESB.“ í lok greinar sinnar segir Þórður Ólafsson: ,Af framangreindu má ljóst vera, að fullyrðing leiðarahöf- undar um að það heyri til algerra undantekninga að engar takmar- kanir séu á eignarhaldi í bönkum eru rangar." Um túlkunaraðferðir fyrrverandi forstöðumanns banka- eftirlits Seðlabankans má vissulega segja í ljósi þessara orða, að þær séu „óvandaðar" og beri vott um „gagnrýnisverð vinnubrögð". Ofan- greindar tilvitnanir í grein Þórðar Ölafssonar sjálfs sýna, að þessi staðhæfing Morgunblaðsins stenzt. Kjami málsins, hvað sem líður orðaskaki um einstök atriði og túlk- un á þeim er þessi: I umræðum hér í kjölfar kaupa Orca-hópsins á hlutabréfum í FBA var því haldið fram, að þótt það gæti verið æski- legt að tryggja dreifða eignaraðild að bönkum væri það óframkvæm- anlegt. Morgunblaðið hefur sýnt fram á með tilvísun til gagna, sem ekki verða dregin í efa, að slíkar reglur gilda í fjölmörgum löndum og þeim er fylgt eftir. Það sama er því hægt að gera hér. Opið bréf til Sigrúnar Magnúsdóttur EG VIL gjarnan gera orð Sigrúnar Magn- úsdóttur í Mbl. fimmtudaginn 2. sept. síðastliðinn að um- ræðuefni í bréfi þessu. Þar segir hún að hún skilji ekki að nemendur í Korpu- skóla hafi orðið svo margir sem raun beri vitni, miðað við þau mótmæli sem hefðu verið. I fyrsta lagi vil ég gjarnan vita hvaða aðra kosti foreldrar í Víkur- og Staðar- hverfi hefðu aðra en þá að senda börn sín í Korpu- skóla. Margir foreldrar reyndu að fá leyfi fyrir börn sín til að halda áfram í t.d. Engjaskóla en var hafnað! I öðru lagi held ég að Sigrún Magnúsdóttir hafi ekki skilið út á hvað mótmælin gengu. Því það sem við foreldrar í Víkurhverfi, sem stóðum í þessum mótmælum, vildum var að fá endanlegan hverfisskóla þar sem þau börn sem þar byggju gætu byggt upp sín vinasambönd með börnum sem yrðu með þeim í gegnum þeirra skólagöngu. Þar sem einn- ig væri skólalóð sem myndi nýtast Lilja Guðbjörnsdóttir þeim sem leiksvæði eftir skóla. Nú er svo komið að Korpuskóli hefur starf sitt með 140 börnum, sem nú þeg- ar er um það bil helmingi fleiri en búist var við. Þetta kemur fræðsluyfir- völdum og þá sér- staklega Sigrúnu Magnúsdóttur á óvart. Þó að ekki hafi þurft annað en að skoða bæði Víkur- og Staðarhverfi til að sjá hversu mörg hús væru í byggingu og að það væru miklar líkur á því að í þessi hús flyttu fólk með börn. (A Skólamál Kannski halda borgar- yfirvöld, segir Lilja Guðbjörnsdóttir, að í 5.000 manna hverfi þurfí ekki skóla. þetta var einnig bent á fundi þeim sem haldinn var í Engjaskóla í mars síðastliðnum.) Skólalóðin nýtist ekki börnunum eftir skóla nema foreldrar keyri börn sín á lóðina nestuð og með GSM-síma. Okkur foreldrum í Víkurhverfi þykir það nokkuð skondið að mál- um sé orðið svona háttað með fjölda þessara barna, því ein af rökum Sigrúnar Magnúsdóttur fyrir því að Víkurskóli gæti ekki risið strax var sú að börn í Víkur- hverfi væru ekki nógu mörg til að hægt væri að hefja skólastarf ein- ungis fyrir þau. I lokin er hér svo svolítil hug- leiðing. Borgin hefur ákveðið að næsta hverfi sem rísa eigi í borginni sé Þúsaldarhverfið í Grafarholtinu. Þar er búið að gefa öllum götum nafn og hvernig byggð eigi að rísa - en viti menn, þar er ekki enn búið að gera ráð fyrir skóla. Það á nefnilega að athuga hver íbúa- samsetningin á að vera! Kannski halda borgaryfirvöld að í 5000 manna hverfi þurfi ekki skóla, því við skulum ekki gleyma að þetta hverfi, eins og Víkur- og Staðarhverfi, stendur við golfvöll. Og kannski flytja þangað allir barnlausu golfararnir sem borg- aryfirvöld bjuggust við að myndu flytjast í Staðar- og Víkurhverfi. Höfundur er matvælaiðnfræðingur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.