Morgunblaðið - 22.09.1999, Side 41

Morgunblaðið - 22.09.1999, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 1999 AT ♦ ’i |H 11 'Hií Við erum búnar að vera saman í saumaklúbb í yfir 50 ár. Allar mjög góðar vinkonur í gegnum súrt og sætt. Við kynntumst í Farfuglum. Upphafið að saumaklúbbnum var að við saumuðum gardínur fyrir glugg- ana í Heiðarbóli við Lögberg. Við eigum yndislegar minningar frá þessum tíma. Pá var líf og fjör í tuskunum. Snúlla, eins og við kölluðum hana, var góður félagi og traustur. Hún var létt í lund og góð- um gáfum gædd, bæði til munns og handa. Hún stóð sig vel í lífsins ólgusjó, eins og kletturinn í hafinu. Margt höfum við gert skemmti- legt saman. Farið í ferðalög, bæði innanlands og utan og í mörg ár höfum við verið með fasta miða í leikhúsunum báðum. Það má segja að við séum komnar á aldur, það fækkar í klúbbnum. Ekki er nema mánuður síðan Fríða kvaddi. Snúlla er sú fjórða sem kveður, yngst okk- ar, bara 70 ára frá í janúar. Þau hjónin, Ragnar og Snúlla, eiga sjö böm, þar er mikið bama- lán. Þau eiga fullt af efnilegum bamabörnum og tvö bamabama- börn. Missir Ragnars er mikill, en hann hefur verið mikill sjúklingur í nokkur ár. Við vinkonumar í saumaklúbbn- um og eiginmenn okkar, sendum stórfjölskyldunni innilegustu samúðarkveðjur og þökkum al- mættinu fyrir að hún þurfti ekki að kveljast lengur. Snúllu verður sárt saknað. F.h. saumaklúbbsins, Andrea Oddsdóttir. Elsku Snúlla frænka, hve alltof fljótt hefur þú kvatt þetta líf. Vonin um að þú myndir ná þér aftur efth- erfið veikindi hefur nú slokknað, en eftir standa dýrmætar og góðar minningar um þig. Þegar einhver jafn nákomin og þú varst okkur fellur frá fer hugur- inn yfir liðna tíma og margar mynd- ir úr bók minninganna streyma fram, myndir sem gott er að fá að skoða einn með sjálfum sér og gleðjast yfir að hafa eitt sinn átt með þér, Ragnari og börnunum. Bjartastar eru minningamar frá bemskunni, en í mörg sumur flutt- uð þið Ragnar ásamt foreldrum okkar, ömmu og afa upp að Hafra- vatni með allan krakkaskarann. Þetta vom yndisleg og áhyggjulaus sumur fyrir okkur bömin en senni- lega öllu erfiðari fyrir ykkur full- orðna fólkið þar sem „Snúllukrakk- arnir“ vom sjö og „Laufeyjarkrakk- arnir“ fimm talsins, að ógleymdum þeim fjölmörgu börnum sem fengu að koma og gista nótt og nótt. Ekki skrítið þótt ókunnugir héldu að þama væri starfrækt bamaheim- ili! A þessum tíma var margt brallað og voruð þið mömmumar ólatar við að hafa ofan af fyrir okkur krökkun- um, þarna vom byggð heiiu þorpin úr kassafjölum og afgangstimbri, „dmllubúin“ starfrækt með tilheyr- andi „drullukökubakstri", farið nið- ur í fjöra eða upp að „Skúlalæk" að vaða, út á bát að veiða að ógleymd- um ferðum upp í fjall. Og þegar rigndi var skipt niður í lið þar sem strákamir vom sendir til að smíða úti í eldiviðarskúr en við stelpumar saumuðum dúkkuföt í gríð og erg úti í garðskúr. Ógleym- anleg er sú mynd af þér, Snúlla mín, þar sem þú situr við stofugluggann á Hafravatni og prjónar peysur af miklu kappi á krakkahópinn þinn fyrir veturinn því öll urðu þau að eiga skólapeysu og þar var ekki kastað tO hendinni frekar en í öðra hjá þér. Þá má ekki gleyma að minnast á dönsku blöðin en þau hafðir þú ávallt við höndina og reyndar vom þetta sumum okkar systkinanna okkar fyrstu kynni af erlendu máli. Það var einhver sérstakur ljómi í kringum þessi blöð með teikni- myndaseríum og fleiru fróðlegu í augum barnsins sem ekki var alveg fært um að skilja þessi framandi orð, en þar komst þú til hjálpar. Frábær þessi frænka sem skildi út- lensku! Svo ótal fleiri myndir koma fram í hugann, en hér látum við staðar numið og þökkum þér af heilum hug samfylgdina og biðjum góðan Guð að taka vel á móti þér á nýjum til- verustigum. Ragnari, bömunum og öllum af- komendum þínum sendum við okk- ar innilegustu samúðarkveðjur og vonum að minningamar um yndis- lega eiginkonu og móður verði þeim styrkur í sorginni. Far þú í friði, elsku frænka og hafðu þökk íyrir allt og allt. Fyrir hönd systkinanna í Fagra- bæ, Jónína Guðjónsdóttir. Það em forréttindi að eiga góða að á lífsleiðinni, ekki síst í uppvext- inum. Nú er Gúna, kona Ragnars móðurbróður okkar, látin eftir erfið veikindi, veikindi sem við vomm alltaf vissar um að hún myndi sigr- ast á. Hún var sterk stoð í öllu okk- ar lífi og eigum við systur henni því mikið að þakka. Húsið heima á Hrísateigi var ekkert venjulegt hús. Þama voru afi og amma, mamma með okkur systurnar, Ragnar og Rósa, systkini mömmu, með sína maka og börn. Já, það vom þrettán böm í húsinu og svo allir vinimir sem alltaf vom velkomnir bæði seint og snemma. Þetta var stór hópur og samheldinn. Sambýlið í húsinu var sérstakt að því leyti að við vomm sem ein stór fjölskylda en ekki þrjár. Mamma og Gúna voru lengst af heimavinnandi en þær höfðu nóg að gera með alla þessa krakka sem sí- fellt héngu í pilsunum þeirra. Aldrei munum við þó eftir því að þær hafi amast við okkur eða skammað, heldur var liðinu stjómað hávaða- laust með ró og mildi. Þær vom samstilltar og góðar vinkonur sem báðar höfðu einstakt lag á bömum. Þær vora mömmumar í húsinu og vom alltaf til taks ef þurfti að hugga eða næra á andlegan eða líkamlegan hátt. Gúna var sterk, ástrík og glað- lynd, en umfram allt yndisleg manneskja. Okkur var hún mikið meira en konan hans Ragnars frænda og mágkona mömmu. Hún var traustur vinur og alltaf var hægt að leita til hennar með stórt og smátt. Hennar ævistarf var mik- ið, uppeldi sjö bama er ekkert smá verkefni, en þegar krakkamir urðu sæmilega sjálfbjarga fór Gúna út í verslunarrekstur. I nokkur ár rak hún bókaverslun og við systumar nutum góðs af því, fengum vinnu hjá henni við skúringar og í skóla- fríum við afgreiðslu. Sérstaklega er jólaösin minnisstæð. Þá var nú gaman, mikið að gera og fólk í ess- inu sínu. A Þorláksmessukvöld var svo fagnað með heitu súkkulaði hjá mömmu og allir sofnuðu þreyttir og sælir. Gúna var fádæma myndarleg húsmóðh' og lét sig ekki muna um að töfra fram veisluborð af minnsta tilefni. Ekki var hún síður lagin við prjónana, á því sviðinu liggja eftir hana ótaldar flíkur, þær síðustu unnar í sumar. Fyrir nokkmm ámm tókum við stelpurnar á Hrísó okkur til og stofnuðum gönguklúbb. Tilgangur- inn var að tryggja að tengslin milli okkar slitnuðu ekki. Reyndar var ekki nokkur hætta á því. Við göng- um saman með reglulegu millibili og fáum okkur svo kaffi á eftir og þá hafa heiðursfélagamir; mamma, Gúna og Imma móðursystir, hitt okkur og allt er eins og í gamla daga, þær eru mömmurnar og við stelpuvitleysingamir. Allt er látið flakka. Þessar samverastundir okk- ar hafa haft óskaplega mikið gildi, það sjáum við best núna þegar mamma og Gúna em báðar dánar, bara með 10 mánaða millibili. Af eldri kynslóðinni eru einungis systkinin Imma og Ragnar eftir. Ragnar sem er svo veikur og sér nú á eftir ástinni sinni og besta vini. Við finnum sárt til með honum og biðjum Guð að styrkja hann. Með þakkir í huga kveðjum við Gúnu og gleðjumst yfir þeirri vissu að nú er hún laus við allar þjáning- ar. Elsku Ragnar, Reynir, Nína, Steini, Gunna, Snorri, Ella og Imba, þakka ykkur fyrir að leyfa okkur að eiga hana með ykkur. Blessuð sé minning hennar. Ágústa, Anna Þóra, Sigrún og Margrét (Mansý). 50 ár em langur tími, en samt virðist hann vera svo undarlega stuttur þegar litið er til baka. Það var árið 1949 sem ég kynntist Guðrúnu Snjólaugu, sem var alltaf kölluð Snúlla. Hún var konan hans Ragnars og meðlimur saumaklúbbs, sem stofnaður hafði verið innan Farfugla, en þar hafði myndast hópúr, sem var byrjaður að gera sér hreiður. Ragnar var félagslyndur, kraft- mikill og drífandi, en Snúlla var mjög ung, dálítið feimnisleg, en glöð á sinn kyrrláta hátt. Svo fór að heimili þeirra varð miðdepillinn í félagslífi okkar hinna. Það stóð alltaf opið og þar var veitt af gest- risni og rausn. Ragnar var glaður og reifur, ákafur bridsspilari og hreif okkur með sér. Snúlla reiddi fram frábærar veitingar, hlý og full af kærleika. Árin liðu og lífið deildi út gleði og sorgum. Hún tók því sem að hönd- um bar æðmlaus og sterk. Þau eignuðust sjö böm, myndarleg og vel gerð, og komu þeim upp með sóma. Snúlla fór að vinna úti eftir að bömin tóku að stálpast, sinnti mannmörgu og gestkvæmu heimili og handavinnan hennar var mikil og falleg. Svo kom að því að Ragnar missti heilsuna. Hún annaðist hann heima meðan því varð við komið, en síðan fékk hann vist á Hrafnistu í Reykja- vík. Fyrir rúmu ári bauð Snúlla okkur í saumaklúbbnum í mat til að segja okkur að hún hefði greinst með krabbamein. Hún gekkst undir erfiða meðferð, sem hefur nánast staðið síðan. Þennan tíma tók hún þátt í öllu því sem við tókum okkur fyrir hendur. Hún var glöðust allra og sú sem alltaf hafði eitthvað milli handanna til að gefa bamabömun- um. Og nú er hún dáin og sætið hennar er átakanlega autt. Ég á brothættan, stoltan svan með hringaðan háls sem hún gaf mér fyrir 50 ámm. Hann hefur staðið af sér flutninga og hnjask og er ennþá hjá mér eins og tákn vináttu sem aldrei brotnaði eða týndist. Ég kveð hana með þakklæti fyrir allt sem hún var mér og votta ástvinum hennar dýpstu samúð. Jódís Jónsdóttir. í dag kveðjum við hjá SVR kær- an samstarfsmann, Guðrúnu Reyn- isdóttur. Hún hóf störf hjá fyrir- tækinu fyrir rúmum tveimur ára- tugum, vorið 1978, og starfaði lengst af við uppgjör fargjaldatekna en annaðist símavörslu fyrirtækis- ins síðustu árin. Guðrún var góður samstarfsmað- ur, ljúf í lund, jákvæð og elskuleg. Hún átti miklu bamaláni að fagna í hamingjuríku hjónabandi með eig- inmanni sínum, Ragnari Þorsteins- syni. Engum leyndist hversu mjög hennar mikla uppeldisstarf með stóran barnahóp mótaði framkomu og lífsviðhorf. Afkomendumir áttu stórt rúm í hjarta hennar og á síð- ustu ámm naut hún þess að sjá fleiri og fleiri bamaböm vaxa upp og þroska hæfileika sína hvert á ÚTFARARSTOFA OSWALDS simi 551 3485 ÞJÓNUSTA ALLAN SÓLARHRINGINN AÐALSTRÆTl iB • 101 RF.VKJAVIK l ÍKKISTUVINNl'STOFA EYVINDAR ÁRNASONAR sínu sviði. Stolt sýndi hún okkur myndir af þeim og leyfði okkur að fylgjast með framgangi þeirra. Hverju því starfi sem Guðrúnu var falið á skrifstofu SVR gegndi hún af jákvæðni og samviskusemi. Erfiðar heimilisaðstæður síðustu árin eftir að heilsa Ragnars tók að þverra öftmðu henni ekki frá fullri starfsþátttöku þar til hún sjálf varð að lúta í lægra haldi á síðasta ári fyrir þeim sjúkdómi sem ekki varð sigraður. Eiginmanni Guðrúnar, Ragnari Þorsteinssyni, og afkomendum þeirra vottum við samúð á kveðju- stund. Við hjá SVR þökkum sam- starf við góðan félaga og dyggan samstarfsmann og biðjum Guð að blessa minningu Guðrúnar Reynis- dóttur og leiða hana á nýjum veg- um. Hafðu þökk fyrir allt. Lilja Ólafsdóttir, forstjóri SVR. Fyrir ekki svo voðalega löngu, að mér finnst, var ég lítil stelpa á Hrísateignum. í næsta húsi bjó Ella vinkona mín með sínum mörgu systkinum og foreldmnum Ragnari og Guðrúnu. I sama húsi bjuggu frænkumar Rósa og Magga með fjölskyldum sínum. Þetta var því sannkallað fjölskylduhús, margt um manninn og mikil samskipti. Oft komu svo afi, amma og Gunna frænka í heimsókn auk margra annarra. Ekki vora veisluföngin af lakara taginu því Guðrún bakaði þær albestu kökur sem ég hef smakkað. Viðurkenni ég hér að ég var stundum dálítið afbrýðisöm út í hana vinkonu mína því fjölskyldu- boð voru ekki eins tíð hjá mér og langaði mig eflaust innst inni að vera hluti af þessari stóm sam- heldnu fjölskyldu. En ég fór ekki varhluta af veisluborðum Guðrúnar því oftar en ekki bauð hún mér líka. I þá tíð þurfti maður sem betur fer ekki að passa línumar og því úðaði ég í mig eins miklu og ég gat. Þeg- ar hér var komið sögu var ég orðin heimagangur á Hrísateigi 8. Sér- staklega fannst mér gaman að vera þar á þeim tíma dags þegar fólk var að koma úr vinnu því þá litu frænkumar inn í kaffi hjá Guðrúnu og spjölluðu mikið. Oftar en ekki bar eitthvað spaugilegt á góma og þá hló Guðrún svo mikið að hún táraðist. Þessi mynd af konum sem gáfu sér tíma til að setjast niður og spjalla saman í amstri dagsins er ein af mínum ljúfari endurminning- um. En ég var ekki alltaf svona kotroskin í samskiptum mínum við Guðrúnu. Þegar ég var að byrja að kynnast Ellu, 8-9 ára, bauð hún Blómabúð in C\c\^3sk< pm v/ I-ossvogskií'UjMgarS Stmi. 554 0500 mér stundum í hádegismat eftir skóla því mamma mín vann úti og enginn var heima til að taka á móti mér. Ég var mjög upp með mér af þessum hádegisboðum og sat efiéff laust stillt og prúð til borðs. Sér- staklega fannst mér mikið tO um Guðrúnu. Hún var há kona, afskap- lega myndarleg en umfram allt virðuleg. Svo virðuleg þótti mér hún að að borðhaldi loknu stóð ég upp og hneigði mig fyrir henni um leið og ég þakkaði fyrir mig. Hún er eflaust eina manneskjan sem hefur orðið þeirrar virðingar aðnjótandi af minni hálfu ef frátalinn er kenn- arinn minn í bamaskóla, en það var jú skylda að hneigja sig fyrir hon- um. Þessi tímalausa æska fékk sinn enda, við Ella fluttum báðar burtu úr hverfinu en vinátta okkar hélst. Ég hitti Guðrúnu sjaldnar en áður en alltaf þegar ég hitti hana spurði hún af áhuga um mína hagi og fylgdist með mér. Alltaf þótti mér jafn gaman að vera í návist hennar því það var svo stutt í hláturinn hjá henni og alltaf þótti mér jafn merki- legt að sjá þessa virðulegu konu hlæja svo tárin streymdu. Hratt flýgur stund, ég er ekki lengur lítil stelpa á Hrísateignum heldur gift kona í Goðheimunum. I haust flutti Ella aftur á Reykjavík- ursvæðið en við höfum búið hvor í sínu landinu eða landshluta í tutt- ugu ár. Ég hafði vonast til að fá aft-*" ur tækifæri til að hitta Guðrúnu yfir kaffibolla stundarkom í dagsins önn eins og í gamla daga. Forlögin höfðu ekki ætlað okkur það. En ég þakka henni fyrir þær góðu minn- ingar sem hún gaf mér af skemmti- legu heimilislífi og hjartahlýrri konu sem ég mun seint gleyma. Megi góður Guð styrkja Ellu, systk- inin öll og ekki síst Ragnar í sorg- inni. Sigríður Anna Guðbrandsdóttir. ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Stapahrauni 5, Hafnarfirði, sími 565 5892 Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Áratðng reynsta. Svenir Einarsson, útfararstjóri Sverrir Otsen, útfararstjóri Útfararstofa íslands Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300 Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/ Þegar andlát ber að höndum Útfararstofan annast meginhluta allra útfara á höfuSborgarsvæSinu. Þar starfa nú 15 manns viS útfararþjónustu og kistuframleiSslu. AlúSleg þjónusta sem byggir á tangri rejrnslu Útfararstofa Kirkjugarðanna ehf. ^jL . VesturhlíS 2-Fossvogi-Sími 551 1266 LEGSTEINAR t Marmari Islensk framleiðsla Granít Vönduð vinna, gott verð Blásrýti Sendum myndalista Gabbró MOSAIK Líparít Hamarshöfði 4, 112 Reykjavík L sími 5871960, fax 5871986 7 1=

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.