Morgunblaðið - 22.09.1999, Síða 42

Morgunblaðið - 22.09.1999, Síða 42
"j42 MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Ragna.r Guð- mundsson (Stef- án Ragnar) fæddist á Vallanesi á Fljóts- dalshéraði 16. júlí 1920. Hann lést í Sjúkrahúsi Reykja- víkur, Landakoti, 10. september sl. Foreldrar hans voru hjónin Aðal- björg Stefánsdóttir, Péturssonar prests á Hjaltastað, f. 1886, d. 1981, og Guðmundur Þor- björnsson múrara- meistari, f. 1878, d. 1955. Eftir- lifandi systkini hans eru: Guð- ríður Stella, f. 1913, Þorvarður, f. 1917, og Þorbjörn, f. 1922, en látin eru: Magnús, f 1912, d. 1990, og Ingibjörg, f. 1916, d. 1968. Ragnar ólst upp á Seyðisfirði, nánar tiltekið Vestdalseyri. Hann stundaði nám við Bænda- skólann á Hólum og braut- skráðist þaðan 1941. Hann starfaði um tíma við bifreiða- akstur á Austurlandi, en fluttist síðan til Reykjavíkur og vann þar sem leigubílstjóri um skeið. Þá réðst hann til Lyfjaverslunar ríkisins og vann þar, lengst af Ragnar kæri, þá er okkar síðustu samverustund í þessu lífi lokið. Síð- ustu dagana sem ég sat við rúmið þitt rifjuðust ýmsar minningar upp og margt sem mig langar að þakka þér fyrir. Þú varst alltaf svo hæg- látur og yfírvegaður en skopskynið var á réttum stað. Eg held að þú 'hafir haft lúmskt gaman af þegar heil hersing kom í halarófu með þrammi og söng niður Slippugilið að heimsækja mig, þegar þú varst að kynna mig fyrir Þórsmörk í fyrsta skipti, en ég fór öll í flækju. Það er þér að þakka sá áhugi sem ég fékk á æskuslóðum ykkar pabba þegar þú sýndir mér mynd- bandsupptöku eftir þig af Vestdals- eyrinni og bentir mér á tóftirnar sem einu sinni vora heimili ykkar og lýstir lífinu þar. Eg hafði komið þarna sem barn en leit allt öðrum augum í kringum mig sem fullorð- in, og svo í sumar þegar ég fór með mömmu og pabba bætti hann um betur og sagði frá smiðjunni hans 'a^afa, brunninum sem vatnið var sótt í, fossinum og ánni sem þvotturinn var þveginn í o.fl. Kannski verður maður bara svona væminn með aldrinum, en ég fylltist stolti yfir því að tengjast þessu fallega um- hverfi, og Seyðisfjörður á ákveðinn sess í mínu hjarta og yfirfæri ég það á börnin mín eftir bestu getu. Þær voru ekki dónalegar ýsurnar sem þú bankaðir upp á með og spurðir hvort ekki vantaði i soðið. Þú gerðir nefnilega það sem allir ættu að gera, hættir að vinna vel frískur og fórst að gera það sem þig langaði til. Keyptir bát og skrappst á sjóinn, eyddir miklum tíma í sum- „arbústaðnum þínum við gróður- ^setningu og allskyns ræktun og ég tala nú ekki um bókbandið, en þær eru ekki ófáar bækurnar og tíma- ritin sem fóru í gegnum hendurnar þínar og enduðu sem stofustáss. Veikindin, sem komu svo skyndi- lega og tóku þig svo snöggt, gáfu okkur ekki mikinn tíma, en sá tími er dýrmætur. Sonur minn 11 ára er svo hamingjusamur og stoltur yfir þeirri gleði sem þú sýndir yfir síð- ustu heimsókn hans til þín á spítal- ann. Elsku Ragnar, síðustu stundirn- ffar sem við Rristjana sátum hvort sínum megin við rúmið þitt og spjölluðum um daginn og veginn fannst okkur þú fylgjast með þó ekki gætir þú lagt orð í belg. Okkur fannst erfitt hvað þetta tók allt stuttan tíma en jafnframt þakklátar að barátta þín varð ekki lengri. Ég og fjölskylda mín þökkum ér samfylgdina, það voru forrétt- sem birgðastjóri, uns hann lét af störfum strax og aldur leyfði. Ragnar tók mik- inn þátt í starfi Far- fuglahreyfingarinn- ar. Var hann í stjórn Farfugla- deildar Reykjavíkur og síðan Bandalags íslenskra farfugla óslitið frá árinu 1952 til 1986, þar af sem formaður í níu ár. Skipulagði hann og var fararstjóri í ljölmörgum ferðum Farfugla. Þá var hann fyrsti ritstjóri og ábyrgðarmaður Farfuglsins, tímarits BÍF, og sá um útgáfuna fyrstu fimm árin, en átti síðan sæti í ritstjórn, sem þá tók við, og var ábyrgðarmaður ritsins í alls 26 ár. Ragnar átti um skeið trillu og reri til fískjar þegar hugurinn girntist. Þá kom hann sér upp sumarbústað ásamt öðr- um og vann þar m.a. að skóg- rækt og annarri ræktun. Loks sneri hann sér að bókbandi og naut þess síðustu árin. Utför Ragnars verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. indi að eiga þig fyrir frænda. Hvfl í friði, þín frænka, Aðalbjörg Þorvarðardóttir. Ragnar föðurbróðir minn var spennandi frá fyrstu tíð. Hann var farfugl, ávallt eitthvað að „bar- dúsa“ og allt gat hann. Hann hafði einkar skemmtilegt skopskyn, oft blandið hæfilegu háði og stríðinn gat hann verið með afbrigðum. En alltaf var stríðnin góðlátleg og hjartað á réttum stað. Ragnar átti auðvelt með að ná til unga fólksins, það kom af sjálfu sér. Það var eftir- sótt að sitja nálægt Ragnari í jóla- boðunum. Og Ragnar átti Wfllys-jeppa. Á Willys-jeppanum komst hann allra sinna ferða hvert á land sem var. Aðdáun var rík þegar Ragnar renndi úr hlaði í einhverja ævin- týraferðina. Mér er sérstaklega minnisstæð ferð sem ég fékk að fara með honum og föður mínum á Arnarvatnsheiði sumarið 1969. Við lentum í ýmsum hremmingum, miklu vatnsveðri, beljandi Norð- lingaíljóti, illfærum Þorvaldshálsi, leku tjaldi og aukanótt í Álftakrók, en ekkert var að óttast ýför með Ragnari. í skálanum í Álftakrók dró Ragnar upp pela fullan af brjóstbirtu, sem hann rétti föður mínum, eftir volkið um daginn. Meðan Ragnar brá sér frá skipti faðir minn á fulla pelanum og öðr- um tómum, sem hann fann í skálan- um. Þegar Ragnar kom aftur og sá tóman pelann leit hann á föður minn og sagði: „Hraustlega gert!“ Fleiri voru þau orð ekki. Ekki spillti að veiðin í ferðinni gekk vel og fékk ég þar mína eldskírn í „al- vöru“ silungsveiði. Ragnar bjó í nágrenni við okkur í Þingholtunum, m.a. um tíma í Far- fuglaheimilinu þar sem hann var forsvarsmaður. Þegar ég fermdist var fermingarveislan einmitt haldin í Farfuglaheimilinu. Það var mér því sérstakt ánægjuefni að Ragnar hafði tök á að vera í fermingar- veislu Kristínar Hrundar, dóttur okkar, síðastliðið vor. Það stóð þó tæpt því Ragnar var að sjálfsögðu á leið austur í sveitir til að taka til hendinni í Næfurholti þar sem hann dvaldi iðulega og lagði heimil- isfólkinu lið. Á menntaskólaárum mínum fékk ég sumarvinnu hjá Ragnari á lager Lyfjaverslunar ríkisins. Þar var Ragnar verkstjóri og allt í öllu. Naut hann greinflega mikillar virð- ingar samstarfsfólks síns jafnt fyrir afbragðs störf sem hina léttu lund og þægilegu nærveru. Og alltaf voru næg umræðuefni kringum Ragnar. Á þessum árum fylgdist Ragnar vel með knattspyrnuiðkun minni og fann ég að hann var stolt- ur af frænda sínum þegar vel gekk. Þótti mér vænt um það. Leiðir okkar Ragnars lágu sjaldnar saman hin síðari ár, en Ragnar var samt sem áður sterkur hluti af tilverunni. Og yfirleitt hitt- umst við^ á jólum hjá foreldrum mínum. Árin liðu en Ragnai- var samur við sig. Ég lærði margt af Ragnari og hef iðulega hugsað til hans gegnum tíðina. Nægjusemi og virðing fyrir einföldu hlutunum eru meðal eiginleika sem ég hef sér- staklega metið í fari Ragnars. Hann var sjálfum sér nógur um stórt og smátt, bara ef hann hafði nóg að gera. Ég átti þess kost í haust að heim- sækja ásamt foreldrum mínum uppeldisslóðir föður míns og systk- ina hans á Vestdalseyrinni við Seyðisfjörð. Þar spratt fortíðin ljós- lifandi fram og lífsskilyrði sem mót- uðu ungu kynslóð þess tíma, ótrú- lega frábrugðin uppeldisskilyrðum dagsins í dag. Eiginleikar Ragnars sem mótuðust í þessu umhverfi ein- kenndu síðar allt hans far. Raunar var það ekki síst Ragnar sem lagði grunninn að heimsókninni á Vest- dalseyrina í haust, en því miður gat hann ekki slegist með í förina eins og til stóð. Þegar Ragnar vai- lagður inn á spítala í sumar til rannsókna leit ég strax í heimsókn til hans. Ragnar lá þá ennþá í eigin klæðnaði í rúminu, í gráu síðbuxunum og brúnu vinnu- skyrtunni sem mér finnst hafa fylgt honum alla tíð. Þarna var maðurinn í algerri mótsögn við umhverfið. Þegar ég spurði Ragnar um líðan hans svaraði hann á þessa leið: „Mér líður nú heldur letilega. Betra þætti mér að hafa eitthvað fyrir stafni.“ Það er erfitt að lýsa Ragn- ari betur en með þessum orðum hans sjálfs. Ég mun sakna Ragnars frænda. Guðmundur Þorbjörnsson. Ragnar Guðmundsson, fyrrum birgðastjóri Lyfjaverslunar ríkis- ins, er látinn. Leiðir okkar lágu fyrst saman er hann hóf störf á ár- inu 1950 og störfuðum við þar sam- an allar götur þar til ég lét af störf- um á miðju ári 1986 og reyndist hann hinn traustasti samstarfsmað- ur í hvívetna, samviskusamur og harðduglegur. Ragnar hafð fjölbreyttan bak- grunn, m.a. í búfræði, auk þess sem hann hafði starfað sem vélstjóri til sjós og sem leigubflstjóri áður en hann tók til starfa hjá stofnuninni. í húsakynnum Lyfjaverslunar- innar í Borgartúni 6 var sæmileg aðstaða sem starfsmönnum var heimilt að nýta í frítíma sínum og nýttu menn sér það talsvert. Ragn- ar hafði mörg áhugamál, var óvenju lagtækur og ákaflega iðjusamur. Nýttist það fyrirtækinu einkar vel hve miklu af frítíma sínum hann varði á vinnustaðnum því hann var nánast alltaf tfl taks, þegar eitthvað kom uppá, en iðulega kom fyrir, að lyfjasendingar þyrfti að afgreiða með hraði utan hefðbundins vinnu- tíma og oftar en ekki bjargaði Ragnar málum, þótt í frítíma hans væri. Sjálfur naut ég oft liðsinnis Ragnars við að halda gangandi gömlum jeppa, því þegar ég var stopp kunni hann alltaf einhver ráð sem dugðu. Sú kunnátta hefur ef- laust nýst honum og fleirum vel, en hann var lengi einn af frammá- mönnum Farfugla og stundaði auk þess mikið jeppaferðalög í óbyggð- um. Það er ekki ofsagt, að Ragnar hafi verið einstaklega vel liðinn og farsæll maður. Hann eignaðist ekki konu og börn, en mín börn minnast þess, hve bamgóður hann var og hann gaf sér tíma til að ræða við þau, þegar þau komu með í Borgar- tún 6. Að leiðarlokum vil ég þakka Ragnari vináttu og traust samstarf í áratugi og óska honum velfarnað- ar á nýjum leiðum. Ég sendi systk- inum hans og öðram vandamönnum mínar innilegustu samúðarkveðjur. Erling Edwald. Fjölskylduna í Hellulandi 10 langar tfl að kveðja Ragnar frænda með nokkram minningabrotum. Frá því að Ragnar leiddi mig upp að altarinu fyrir tæpum 38 árum hefur hann verið aufúsugestm- á heimili okkar Þórðar. Það var alltaf gaman að hitta Ragnar og jafnvel eftir að árin færðust yfir var hann uppfullur áhuga á einhverju verð- ugu viðfangsefni, sem smitaði út frá sér. Þeir Þórður náðu sérstaklega vel saman í áhuga sínum á gömlum bókum og þeim fróðleik sem þær geyma. Fyrsta áhugamálið sem ég man að tæki hug Ragnars allan voru ferðir um landið, einkum óbyggðir þess, í hópi Farfugla, en í þeim samtökum gegndi hann trúnaðar- störfum. í nokkrum ferðum slóst frænka á unglingsáram í hópinn og var mjög stolt af frænda sínum sem allir treýstu og trúðu að gæti leyst hvern vanda, enda reyndist það alltaf rétt. Á tímabili lagði Ragnar mikla stund á ljósmyndun, einkum af landslagi, og náði þar, eins og á öðrum sviðum, frábærum árangri og voru ófáar ánægjustundirnar sem við áttum þegar hann sýndi okkur myndir sínar. Trjárækt var enn eitt áhugamál Ragnars og má sjá því stað í sumarbústaðalandi þeirra Kristjáns nálægt Hafra- vatni, þar sem þeir hlúðu að fræj- um þar til þau urðu vöxtuleg tré. Um tíma, eftir að Ragnar hætti störfum, reri hann tfl fiskjar á Faxaflóa og þá hringdi dyrabjallan oft og hann stóð fyrir utan með glænýja ýsu í soðið. Ragnar naut þess að ganga til rjúpna og lagði oft með sér í matinn á gamlárskvöld, systir hans, mamma mín, sá um að reyta þær. Þegar við hjónin bjuggum erlendis um tíma bárast boð frá Ragnari þar sem hann spurði hvort við vfldum rjúpur í jólamatinn. Það stóð ekki á jákvæðu svari og mamma ætlaði að fara að reyta rjúpurnar, en þá sagði Ragnar stopp. Hún frænka hans átti ekki að komast svona auðveld- lega frá rjúpunum. Mér brá þegar ég opnaði kassann og sá fiðrið, en ekki dugði annað en taka áskoran- inni og hefjast handa. Að loknum miklum atgangi var eldhúsið nærri alfiðrað, en þetta borgaði sig og úr varð dýrðleg jólamáltíð. Á síðari ár- um kom Ragnar með rjúpurnar sín- ar til mín fiðraðar og við reyttum þær saman í eldhúsinu í Hellulandi. Nú var verklagið annað undir alúð- legri stjórn Ragnars og varla féll fjöður á gólf. Rjúpurnar í kassan- um eru dæmi um kímna og góðlát- lega stríðni Ragnars, sem var sjald- an langt undan og vakti hlátur fremur en ergelsi. Þegar hann var yngri lífgaði þessi eiginleiki upp á matartímana á Grandarstígnum þegar við vorum börn og unglingar og hann var í fæði hjá mömmu. Einnig eru ógleymanleg jólaboðin þar sem móðurbræður okkai- með Ragnar í fararbroddi skemmtu okkur börnunum. Við minnumst Ragnars með þakklæti og söknuði og verður okk- ur einkum hugsað til hans á gamlárskvöld, þegar sæti hans við borðið verður autt og við fáum ekki að heyra um áhugamál hans ný og gömul. Sólrún Jensdóttir. Hér er kvaddur unnandi ís- lenskrar náttúru og góður liðsmað- ur í Farfuglahreyfingunni á íslandi. Ragnar var enginn málskrafs- maður, en maður framkvæmda og gilti þá einu um hvaða svið í fram- faramálum hreyfingarinnar var að ræða. Hann lét tilleiðast að sinna formannsstörfum um 10 ára skeið þótt setur á fundum ættu ekki við hans skapgerð. Vert væri að rekja alla þætti þeirra framkvæmda í fé- lagsstarfinu þar sem Ragnar kom við sögu, en þess er enginn kostur í stuttri minningargrein. Þess ber þó að geta að jafnan var hann í for- RAGNAR GUÐMUNDSSON ystusveit á hverju sviði meðan hans naut við. Tfl marks um fjölhæfni hans má minnast þess að hann rit- stýrði lengst af og annaðist útgáfu eina málgagns hreyfingarinnar, Farfuglsins, frá upphafi 1957 til 1982. Ragnar var maður fremur kyiT- látur í allri umgengni og lét aldrei mikið á sér bera en vann störf sín í kyrrþey. Auðfundið var þó hvar hann lagðist á sveif. Fyrr á áram var Ragnar oft far- arstjóri í ferðum Farfugla og þá helst um hálendið. Nokkrar ferðir fórum við saman fáir félagar, gjam- an um fáfarnar slóðir. Þar naut sín vel þekking hans á landinu, ferða- gleði á hverju sem gekk og græsku- laust gaman á líðandi stund. Vinir hans og samferðamenn í Farfuglum þakka samfylgd góðs fé- laga og hins besta drengs. Hér skal þökkuð órofa tryggð og vinátta sem aldrei bar skugga á í um hálfa öld. Aðstandendum er vottuð samúð. Haraldur Þórðarson. Mig langar að minnast góðs vinar nokkram orðum. Okkar fyrstu kynni vora í ferðalögum með far- fuglum, líklega 1951, og seinna í starfi fyrir þá hreyfingu. En Ragn- ar var þar stjórnarmaður til fjölda ára, formaður í 9 ár, og ábyrgðar- maður og ritstjóri blaðs farfugla, Farfuglsins í 26 ár. Þá var hann far- arstjóri í helgar- og sumarleyfís- ferðum fyrir farfugla. Þessar ferðir, sérstaklega lengri ferðimar, kröfð- ust mikfllar vinnu og góðs undir- búnings, sem að sjálfsögðu lenti mest á fararstjóranum. Rifja hér upp eins slíka eftir minni. Rigning- arsumarið mikla, hér sunnanlands, 1955 var ákveðin hálfs mánaðar sumarleyfisferð í Öræfin. Farið var með m/s Skjaldbreið tfl Hornafjarð- ar. Ragnar var kunnugur héraðs- lækninum og leitaði til hans með upplýsingar um tjaldstæði. Bauð hann okkur að hafa þar bækistöð og tjaldstæði á túnbletti við húsið, sem var vel þegið. Fyrsti dagurinn skyldi fai'a í gönguferð á Hoffells- jökul. Fengum jeppa tfl að flytja okkur inn að Hoffelli. Komum þar við og talaðist svo til að við myndum koma þar við er við kæmum til baka um kvöldið. Vegalengd inn að jökli er ekki löng og gekk vel. Héldum við ótrauð inn á jökulinn, þótt hann sýndist úfinn. Eftir að hafa klifrað upp og niður hverja ísölduna af annarri langtímum saman sýndist okkui' ekki árennilegt að fara þessa leið til baka og betra myndi að fara alla leið yfir jökulsporðinn og ganga niður með ánni og vaða þar yfir. Þetta var reynt en áin var miklu dýpri en svo að þetta væri hægt. Þá var að prfla sömu leið til baka. Heim að Hoffelli komum við klukkan að verða eitt. Þótt áliðið væri var þar fólk á fótum og okkur bomar veit- ingar, sem vora vel þegnar. Næsti áfangi var Reynivellir í Suðursveit því þaðan væntum við flutnings yfir Jökulsá. Er við höfð- um skilið við bfl þann er flutti okkur þangað frá Höfn, leituðum við okk- ur tjaldstaðar skammt frá bænum. Þar sem sífellt rigndi leituðum við að háum bala til að tjalda á. Það sýndi sig að vera rétt ákvörðun því að þegar við litum út úr tjaldinu um morguninn var allt á floti alls staðar nema okkar ágæti tjaldstaður. Við hittum Þorstein bónda og báðum hann að ferja okkur yfir Jök- ulsá. Hann tók því vel en taldi full- hvasst til að ferja þann daginn. Enda búið að ákveða smölun fjár og rúning um daginn. Við létum það ekki standa fyrir kaupum og buðum að taka þátt í smalamennsku og rúningi um daginn, sem var vel þeg- ið. Þetta var ánægjulegur dagur. Það hafði stytt upp eftir alla rign- inguna og gaman að smala í því stórbrotna landslagi sem er á milli jökuls og byggðar. Næsti áfangi var Hnappavellir. Þorsteinn ferjaði okkur daginn eftir yfir Jökulsá en Kvískerjabræður, að mig minnir, þaðan og út að Hnappavöllum. Þar bjó þá skólabróðir Ragnars frá Hólaskóla. Veitti hann okkur hina bestu fyrirgreiðslu og lánaði okkur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.