Morgunblaðið - 22.09.1999, Blaðsíða 50
MORGUNBLAÐIÐ
' 50 MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 1999
Dýraglens
PU STALST SPÆGIPYLSUNNIAF
ELOHÚSBOfiDINU, VAR PAB EKKI ?
jL-Jl ;
HÚN ÁTTIAB VEWRA í KVÖLB-
MAUNN - EG VONA /10 PÚ HAFIR
11 NOTTfi HENNAR
ífc-----J| j
Ljóska
Smáfólk
MEYMANA6ER.H0U)
C0M6 I ALWAYS
MAVE TO PLAY
RI6HT FIELP?
r^r
BECAU5E YOU RE
SUCH ATERRIBLE
PLAYER!
I SUPPOSE YOU
THINK. YOU'RE
5UCHA6REAT
PITCHER,HUH?
AND I SUPP05E YOU
THINK YOU'RE 5UCH
A 6REAT MANA6ER?
Hæ þjálfari, af hveiju Það er af því að þú ert Ogþúheldurað Ogþútelurþig
verð ég alltaf að spÚa svo lelegur leikmaður. þú sért svo frábær vera svo frábæran
á hægri kanti? leikmaður? framkvæmdastjóra?
Þetta gæti farið
á vesta veg.
BREF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
Væntanleg
árþúsunda-
mót
Frá Guðmundi Rafni Geirdal:
MIKIÐ hefur verið skeggrætt um
komandi árþúsundamót á síðum
blaðsins. Sumir vilja meina að þau
eigi sér stað um komandi áramót,
alla vega sé ástæða til að halda upp
á að talan 1999 breytist í 2000, sem
er óneitanlega allt önnur tala en all-
ar þær tölur þessa öld sem hafa
byrjað á 19 og eitthvað. Hins vegar
eru þeir sem minna á að tímatal
okkar hafi byrjað á tölunni 1 því
ekki hafi verið til talan 0 á þeim
tíma og því séu hin raunverulegu
árþúsundamót um þarnæstu ára-
mót. Hér er í rauninni deila á milli
þeirra sem þykir það flott að talan
2000 verði á öllum dagatölum og
hinum sem vilja láta hina vísinda-
legu vissu ráða.
Mín tillaga er sú að allt árið 2000
sé notað til að lagfæra skekkjur og
ófullkomleika úr fortíðinni af hinu
ýmsasta tagi. Þannig megi halda al-
mennilega upp á komandi áramót,
en með eins konar áramótaloforði
um að hreinsa til í gömlum skrám
til að leysa svokallaðan 2000-vanda
af öllu tagi, ekki aðeins með því að
laga gömul tölvuforrit, heldur
einnig tímatal okkar, því það er
ekki aðeins að talan núll hafi ekki
verið notuð á fyrstu öldunum eftir
Kristsburð, heldur er ekki einu
sinni vitað með vissu hvenær Jesú
fæddist. í hinni íslensku alfræði-
orðabók segir um þetta: „Að líkind-
um fæddist J 8-4 f.Kr.“ (1988, bls.
203 (J er skammstöfun fyrir
Jesúm)). Þetta þýðir að líkur bendi
til að Jesús hafi fæðst fjórum til
átta árum áður en tímatal okkar
hófst. Það þýðir síðan að ef tíma-
talningin væri látin hefjast um það
leyti, þá voru 2000 liðin frá hinum
líklega Kristsburði í kringum árin
1993-1997. Það þýðir að um það
leyti sem góðærið hófst hér á landi
(og ónefndur maður tók þátt í for-
setaframboði) rann upp ný öld, sú
tuttugasta og fyrsta og í ár væru
liðin 2002 til 2006 ár frá hinum tíð-
rædda atburði. Einnig vil ég benda
á að í grein í Times og Newsweek,
um það leyti sem hin líklegu árþús-
undamót áttu sér stað, þar sem
fjallað var um rannsóknir gagnrýn-
inna guðfræðinga á hugsanlegri til-
vist Jesú kom fram að sagnfræð-
ingar væru að verða æ ósáttari við
að skipta veraldarsögunni í fyrir og
eftir Krist þegar hún byggist miklu
mun frekar á tímaskeiðum marg-
víslegra menninga og æviskeiða
konunga og jafnvel enn frekar á
aldursgreiningum fornleifa aftur í
tímann. Því er spurning hvort ekki
mætti íhuga hvort ekki sé kominn
tími til að hefja nýtt tímatal á kom-
andi ári og láta það nú loksins byrja
á núlli.
Þar sem stöðugt er talað um
næstu öld sem nýja öld legg ég til
að tímatalið sé kallað nýöld. Þá
væri hægt að ræða um veraldar-
söguna sem fyrir og eftir nýöld.
Það væri skammstafað f.n. (fyrir
nýöld) og e.n. (eftir nýöld) og
skammstafanimar f.Kr. og e.Kr.
féllu niður. Það gæti orðið til mikils
hagræðis fyrir nútímafólk. Heimur-
inn er að færast æ meir saman með
aukinni tækni og samgöngum. Því
er viturlegt að finna eitt heOdar-
kerfi fyrir mannkynið. Því ekki að
byrja á því að koma á sameiginlegu
tímatali, byrja frá grunni, frá núlli
eins og sagt er. Þetta yrði rætt árið
2000 og allt til enda þess og um ára-
mótin 2000-2001, aldamót vísinda-
sinnaðra manna, yrði breytingun-
um endanlega komið á.
GUÐMUNDUR RAFN GEIRDAL,
skólastjóri.
Oíþróttamannsleg
framkoma
Frá Einari S. Hálfdánarsyni:
Ég finn mig knúinn tU að rita nokk-
ur orð um framkomu sem ég held
að aldrei hafi tíðkast í íþróttum á
Islandi. Leikmaður númer 5 í liði
Víkings sem hafði það hlutverk að
halda í peysuna hjá Marcel,
Hollendingnum í liði Fram, í loka-
leik íslandsmótsins lét ekki við það
sitja, enda peysutogið með sam-
þykki dómara leiksins. Hann lét sér
um munn fara þvílík ummæli sem
lauslega þýdd hljóma „þræll, þú
lyktar illa, niggari, farðu aftur í
frumskóginn? auk ummæla um
móður Marcels og samskipti leik-
manns nr. 5 við hana sem ekki eru
eftir hafandi í dagblaði. Þetta
heyrðu aðrir leikmenn en Marcel.
Þegar Marcel var nóg boðið og
hrækti á leikmanninn var Marcel
rekinn út af, ekki sökudólgurinn.
Tveir leikmenn Víkings slógu sam-
an höndum; þeim hafði tekist ætl-
unarverk sitt.
í öðrum löndum er búið að taka á
framkomu sem þessari og hefur
mjög alvarlegar afleiðingar fyrir
leikmenn. Það er Víkingi til
skammar að reyna að ná fram úr-
slitum í leik með þessum hætti.
Við Luca Kostic vil ég segja: Hér
á íslandi viljum við ekki þola að
íþróttir séu stundaðar á þennan
máta.
EINAR S. HÁLFDÁNARSON,
lögmaður og endurskoðandi.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.