Morgunblaðið - 22.09.1999, Qupperneq 52
52 MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 1999
I DAG
MORGUNBLAÐIÐ
Matur og matgerð
Hestar o g
honey-nut
Kristín Gestsdóttir hefur aldrei verið
meðmælt því að börnum væri gefíð
sykrað morgurkom, en hvað hestum
viðkemur veit hún ekki hvað segja skal.
UM DAGINN vorum við hjónin
á ferð í Landbrotinu og komum
þar að sem bræður tveir voru að
jáma skjóttan hest en faðir
þeirra hélt í tauminn. Öðru
hverju laumaði faðirinn hendinni
ofan í vasa sinn og dró upp eitt-
hvað sem hann gaf hestinum úr
lófa sínum. „Hvað ertu með
þama?“ spurðum við, svarið var:
„Honey-nut cheerios, hann verð-
ur svo rólegur þegar hann fær
það.“ Þetta var nú hestur en ekki
bam, bömin verða ekki róleg af
að borða mikinn sykur og hunang
er líka sykur. Ég þekki böm sem
borða stundum honey-nut cheer-
ios sem sælgæti eins og hestur-
inn en geta ekki hugsað sér að
borða það í morgunmat með
mjólk út á. Mér datt í hug að
prófa að setja honey-nut cheerios
í múffukökur og rúgbrauð og
varð útkoman mjög góð, svo góð
að ég er ekld í vafa um að hann
Glanni sem verið var að jáma
hefði kunnað vel að meta.
IIHMWIBMBMMB—HMM—I
Honey-nut múffur
(muffins)
____________2e99_____________
___________2 dl sykur________
_________50 g smjörlíki_____
_________2 V; dl hveiti_____
2 tslc. lyftiduft
______1 tsk. brúnkökukryddd__
___________1 dl mjólk_______
2 dl honey-nut cheerios
nokkrir honey-nut hringir
til skreytingar
1. Hrærið egg og sykur þar til
það er ljóst og létt.
2. Bræðið smjörlíkið, kælið að
mestu en setjið síðan út í.
3. Blandið saman hveiti, lyfti-
dufti og brúnkökukiyddi og setj-
ið ásamt mjólkinni út í. Hrærið
lauslega saman.
4. Setjið honey-nut cheerios út
í og blandið varlega saman við
með gaffli.
5. Setjið 3 tsk. af deigi í hvert
múffuform og setjið einn hring á
miðju hverrar múffu.
6. Hitið bakaraofn í 200°C,
blástursofn í 190°C, setjið í
heitan ofninn og bakið í 15 mín-
útur.
Rúgbrauð
með honey-nut
300 g heilhveití
250 g rúgmjöl
150 g hveiti
2 V2 tsk. salt
3 tsk. motarsódi
__________1 V2 dl síróp_______
__________6 dl súrmjólk_______
dós með loki
1. Setjið heilhveiti, rúgmjöl,
hveiti, salt og matarsóda í skál
og blandið saman.
2. Setjið síróp og súrmjólk út í
og hnoðið deig. Gott er að nota
hrærivél. Deigið á að vera frekar
lint.
3. Setjið honey-nut eheerios út
í og hnoðið áfram svo að það
jafnist vel um deigið.
4. Notið góða dós með loki.
Hér var notuð Macintosh-dós, 20
cm í þvermál og 8 cm á hæð.
Þrýstið deiginu vel ofan í dósina,
bleytið hendurnar, þá gengur
það betur. 21/2-3 cm borð þarf að
vera ofan á brauðinu.
5. Hitið bakaraofn í 110°C,
blástursofn í 100°C, setjið dósina
í ofninn og bakið brauðið í 12
klst.
6. Brauðið fyllir út í dósina,
þegar það er fullbakað.
Athugið: Þetta brauð er best
bara með smjöri, en að sjálf-
sögðu má borða ost eða annað
álegg með því.
(Svaf yfir m
56
Svaf yfir mig... Skiptir ekki máli - Enginn yfirmaður!
-1-
í
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Hundarnir
í Sflakvísl
DÝRAVINUR hafði sam-
band við Velvakanda og
vildi láta það koma fram
að henni fyndist skömm
að því að ein manneskja
skuli hafa það mikil völd
að geta sagt til um það
hvort hundarnir í Sílakvísl
skuli lifa eða deyja. Hún
sagði þetta vera yndislega
hunda og að dýr ættu að
fá að lifa eins og mann-
fólkið ef þeir gerðu engum
mein.
Um Keisarann aftur
EG hafði samband fyrir
stuttu við Velvakanda um
Keisarann v/Helmmtorg.
A sunnudag fór ég þarna
framhjá og þar lá kona í
götunni og önnur kona
stóð yfir henni og lét öllum
illum látum. Þegar vegfar-
endur reyndu að huga að
konunni sem þarna lá
brást hin konan hin versta
við. Því næst heyrðist hátt
sírenuvæl og lögregla og
sjúkralið var þarna mætt.
Hversu lengi á þetta að
ganga svona? Þetta er ekki
í fyrsta skipti sem ég verð
vitni að svona löguðu þeg-
ar ég geng þama framhjá.
Fólk ráfar út og inn á
Keisarann og margt af því
er mjög illa á sig komið og
áreitir vegfarendur, betlar
af þeim og lætur ófriðlega.
Eg vil aftur skora á borg-
arstjóra og aðra í borgar-
stjóm að beita sér fyrir því
að þessum hræðilega stað
verði lokað. Þarna hef ég
líka séð böm standa og
horfa á þetta, það finnst
mér hræðilegt og öryggi
okkar borgaranna er ógn-
að meðan þessi staður er
opinn.
Sigrún.
Tapað/fundið
Áklæði tapaðist
STÓR strangi af áklæði,
grátt og grænt að lit, datt
af kerru einhvers staðar á
leiðinni frá Túnunum í
Garðabæ í áttina að Árbæ.
Strangans er sárt saknað
og er finnandi vinsamlega
hringi í síma Árbæjar-
brekku. 895 7096, 8923310,
565 7096.
Gleraugu töpuðust
GLERAUGU töpuðust í
miðbæ Reykjavíkur eða á
leiðinni í Garðabæ aðfara-
nótt sunnudagsins 12.
september. Finnandi vin-
samlega hringi í sima
565 8756.
Fjalar er týndur
KISINN á myndinni heitir
Fjalar og hann slapp úr bíl
í vesturbænum sl. fimmtu-
dag. Hann á heima í
Garðabæ þannig að hann
er líklega villtur í vestur-
bænum. Hafi einhver orðið
ferða hans var er hann vin-
samlega beðinn að hringja
í síma 565 9293 eða
861 9293.
Köttur
í óskilum
FRESSKÖTTUR 5-6 ára,
svart og brúnbröndóttur,
]jós undir höku, með hvítar
lappir og doppu yst á rófu-
nni, hefur verið í garðinum
á Miklubraut 72 í 6-7
daga. Kötturinn er búinn
að týna merkisspjaldi en
er með dökkt hálsband er
um hálsinn. Hann virðist
ekki rata heim. Uppl. í
síma 5612229.
Kanína fannst
HVIT kanína með brún
eyru, brúnt nef og brúnar
loppur fannst í Kópavogi
sl. þriðjudag. Uppl í síma
897 0443, 567 0443 e. kl. 17
og í vinnusíma 580 5148
Páfagaukur
í óskilum
BLÁR páfagaukur er í
óskilum í Stapaseli í Selja-
hverfi. Eigandi getur haft
samband í síma 698 0267.
SKAK
Umsjón Margcir
Pétnrsson
STAÐAN kom upp í úrslita-
skákinni í landsliðsflokki á
Skákþingi íslands um helg-
ina. Helgi Áss Grétarsson
(2.495) var með hvítt og átti
leik, en Hann-
es Hlífar Stef-
ánsson (2.560).
Hvíta staðan
virðist í fljótu
bragði von-
laus, en Helgi
Áss fann
óvænta leið til
að bjarga tafl-
inu:
69. b4!!
axb3+ (Svart-
ur drepur í
framhjá-
hlaupi) 70.
Kb2 _ Kxe4 og
samið jafhtefli.
Þótt ótrúlegt megi virðast
getur svartur ekki knúið
fram vinning í stöðunni með
manni og peði meira gegn
berum kóngi hvíts.
Þeir Helgi Áss og Hannes
Hlífar deildu efsta sætinu á
mótinu með 9'/2 vinningi af
11 mögulegum. Þeir verða
því að tefla einvígi um Is-
landsmeistaratitilinn.
Hvítur leikur og heldur jafntefii.
HÖGNI HREKKVÍSI
z, l/en/u/ega. erhaeuv úti ciLíarrnetur^ -en,
mótorhjó/'o Aans er inn '/ á- i/er/cs/xáinu-
Víkveiji skrifar...
NEI, ertu búinn að fá töskuna?
Þannig spurðu ferðafélagar
Víkverja hver eftir annan þegar
hann kom í matinn í öðrum jakka
en hann hafði verið í dagana þrjá á
undan og að öðru leyti sómasam-
lega til fara. Ferðataskan hafði
sem sé orðið viðskila við hann og
komst ekki í hendur eiganda fyrr
en síðdegis á miðvikudegi eftir
flugferð sem hófst á sunnudags-
morgni.
Slíkt gerist og það þrátt fyrir
það að sá sem tekur við töskunni í
Leifsstöð fullvissi farþegann um að
allt gangi nú upp þrátt fyrir langa
leið og tvær flugvélaskiptingar.
Taskan muni rata sömu leið og far-
þeginn enda merkingin rétt. SAS-
flugfélagið er svo öruggt með sig
að þeir leyfa sér að slengja fram
eftirfarandi texta á töskumiðum
sem þeir bjóða farþegum: „Far-
angur er eins og gæludýr. Hann
fylgir þér hvert fótmál.“ Heyr á
endemi! í þessari sömu ferð bað
Víkveiji um gangsæti á leið frá
Kaupmannahöfn til Frankfurt. St-
arfsmaður SAS í Kaupmannahöfn
sagði það lítið mál og gramsaði í
lyklaborðinu. Annað kom á daginn.
Vikverji fékk alls ekkert sætis-
númer á brottfararspjaldið og varð
að bíða þar til næstum allir voru
komnir um borð. Fékk þá glugga-
sæti í þriggja sæta röð. Énn var af-
greiðslumaður flugfélagsins stikk-
frí; þetta var ekkert mál en hann
gerði bara ekki það sem hann sagði
að væri ekkert mál.
Aftur bað Víkverji um gangsæti
og lagði mikla áherslu á það þar
sem framundan var nærri ellefu
klukkustunda flugferð. Já, já, sagði
afgreiðslukona Lufthansa á flug-
vellinum í Frankfurt og fékk Vík-
verja sæti 44E. Þegar út í vél kom
reyndist það miðjusæti í þriggja
sæta röð. Lítið spennandi. Víkverji
spurði nærstaddan flugþjón hvort
hægt væri að breyta einhverju en
hann sagði svo ekki vera þar sem
vélin væri full. Sorrí, sagði hann,
yppti öxlum og var stikkfrí. Enn
hafði starfsmaður flugfélags ekki
staðið við sitt, var sjálfur víðsfjarri,
ábyrgðarlaus og getur þess vegna
haldið áfram að gera sömu vitleys-
una.
Víkveiji gerði tvenn mistök. í
fyrra sinnið að líta ekki á brottfar-
arspjaldið sem SAS-maðurinn í
Kaupmannahöfn fékk honum. Þá
hefði hann séð strax að sætisnúmer
vantaði og getað rekið það ofan í
hann. í síðara skiptið hefði hann
átt að spyija Lufthansa-konuna
hvort sæti 44E væri örugglega
gangsæti. Þá hefði kannski komið í
ljós að hún hefði ýtt á E en ekki D
á lyklaborðinu og hægt að laga
mistökin. Niðurstaðan: Skoðið,
fylgist með og spyrjið til að gengið
sé úr skugga um að óskir séu upp-
fylltar. Það er ekki dónalegt að
spyrja ítrekað og vera vakandi fyr-
h- því að þessi störf séu rétt unnin.
Öll sögðu þau að það væri ekkert
mál. Víkverji gæti ekki sagt orð ef
honum hefði verið sagt að ekki
væri hægt að koma til móts við
óskir hans.
Varðandi töskuna síðkomnu þá
hafði Víkverji vaðið fyrir neðan sig
að nokkru leyti. Hafði í handfar-
angri sínum skyrtu, nærföt, sokka,
tannbursta, raksköfu, aðra mynda-
vél sína og tvær filmur. Hann var
því ekki alveg handalaus á áfanga-
stað og meðan beðið var töskunnar
góðu (gæludýrsins!) keypti hann
skyrtur og nærföt. Og var kannski
kominn tími til.