Morgunblaðið - 22.09.1999, Side 53

Morgunblaðið - 22.09.1999, Side 53
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 1999 53 í DAG Árnað heilla OZ\ÁRA afmæli. í dag, O\J miðvikudaginn 22. september, verður áttræð Arnbjörg Hermannsdóttir, Ólafsbraut 30, Ólafsvík. Eiginmaður hennar var Magnús Kristjánsson. BRIDS Umsjdn Guðmundur Páll Arnarson SUÐUR verður sagnhafí í fímm laufum eftir að vestur hefur hindrað í hjarta. Norður * G74 ¥ D3 ♦ ÁK5 4» KG632 Suður A ÁK65 ¥7 ♦ 642 4» ÁD984 Vestur Norður Austui” Suður - - - llauf 3 hjörtu 5 lauf Allir pass Vestur tekur fyrsta slaginn á hjartaás og spilar svo kóngnum, sem suður trompar og tekur tvisvar tromp. Austur reynist eiga einspil í trompi og hendir tígli í það síðara. Hvernig er best að spila? Spilið kom upp í keppni í Bandaríkjunum fyrir 50 árum. Á þeim tíma var Douglas Steen þekktur spilari, en það er nafn sem fáir kannast við í dag. Hvað sem því líður, þá skrifaði Steen langa ritgerð um spilið að ofan í The Bridge World, þar sem hann sýnir fram á að besta leið- in sé að spila smáum spaða að gosanum. Þannig má tryggja aukaslag á litinn ef vestur á drottninguna, og ennfremur ef spaðinn fellur 3-3, sem þó er ólíklegt. Norður A G74 V D3 4 ÁK5 T KG632 A Vestur Austur Á D1082 V 1086 ^ DG973 10 Suður AÁK65 ¥7 4 642 T ÁD984 Líklegast er að austur sé með lengd í spaða og tígli. Með því að spila smáum spaða strax, verður hægt að þvinga austur til að gefa upp valdið á öðrum litnum. Ekki má taka svo mikið sem einn háspaða fyrst, því þá getur austur slitið samganginn fyrir þvingunina með því að spila enn spaða þegar hann kemst inn á drottn- inguna. KEE ljósmst. Seltjarnarness. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 27. mars sl. í Bú- staðakirkju af sr. Sigurði Grétari Sigurðssyni á Hvammstanga Kristín Hrönn Þorbjörnsdóttir og Gunnar Freyr Sverrisson. Ljósmyndarinn í Mjódd. BRÚÐKAUP. Gefm voru saman 7%ágúst sl. í Áskirkju af sr. Árna Bergi Sigur- björnssyni Sveinbjörg Agústsdóttir og Sveinn Sig- urðsson. Heimili þeirra er í Reykjavík. Svavar er kominn í frí. Með morgunkaffinu Er kaffið nokkuð sterkt? COSPER Þetta er Magnús, yfirmaður minn. LíU t JONAS HALLGRIMSSON Því; sem Island ekki meta kunni, er Island svipt; því skáldið hnje og dó, skáldið, sem því af öllu hjarta unni, sem elskaði þess fjöll og dali og sjó og vakti fornan vætt í hverjum runni. Þegar hann hrærði hörpustrenginn sæta, hlýddum vjer til, en eptirtektarlaust, vesalir menn, er gleymdum þess að gæta, að guð er sá, sem talar skáldsins raust, hvort sem hann vil oss gleðja eða græta. Nú hlustum vjer og hlusta munum löngum, en heyrum ei - því drottinn vizkuhár vill ekki skapa skáldin handa öngum; nú skiljum vjer, hvað missirinn er sár; í allra dísa óvild nú vjer göngum. En þeir, sem fylgdu þjer í lífsins glaumi og þekktu andann, sem þjer drottinn gaf, fylgja þjer enn þá fram í lífsins straumi og fúsir berast út á dauðans haf; því hjer er allt svo dauft og sem í draumi. Gott er þjer, vinur! guðs í dýrð að vakna; þig gladdi löngum himininn að sjá. ______ Víst er oss þungt að sjá á bak og sakna Úr Fjölni samvista þinna; en oss skal huggun ljá; 1847 vjer eigum líka úr lífsins svefni að rakna. STJÖRNUSPA eftlr Franves Drake V. MEYJA Afmælisbarn dagsins: Þú ert mikill lestrarhestur og hafsjór af fróðleik um allt á milli himins ogjarðar. Hrútur _ (21. mars -19. apríl) Þú ert ekki nógu fastur fyrir þessa dagana og þarft því að halda þig í hæfilegri fjarlægð frá því fólki sem reynir að freista þín á einhvern hátt. Naut (20. apríl - 20. maí) Eitthvað eru hlutimh- að vefj- ast fyi-ir þér svo biddu hlut- lausan aðila um að leiðbeina þér svo þú áttir þig betur á því hvert þú vilt stefna. Tvíburar _ (21.maí-20.júni) ort Þér býðst tækifæri til að gera eitthvað sem reynir verulega á þig en gefur þér um leið tækifæri til að víkka út sjón- deildarhringinn. Krabbi (21. júní - 22. júlí) Þú ert svo næmur á líðan annarra að þú verður að gera eitthvað til að verjast því svo að það dragi ekki úr þér allan mátt. Hugsaðu vel um sjálfan þig- Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Það er allt í lagi að hampa sjálfum sér svona af og til ef það er ekki á annarra kostn- að. Viijirðu vinna þig í álit skaltu samt reyna aðrar og betri aðferðir. Meyja -j (23. ágúst - 22. september) iDíL Nú er rétti tíminn til þess að líta yfir farinn veg og finna út hvar má gera breytingar til hins betra og hvernig best er að framkvæma þær. Vo£ XTX (23. sept. - 22. október) 4* & Einhver mun koma þér svo á óvart að þú verður að játa þá staðreynd að aldrei skyldi dæma eftir útlitinu einu sam- an. Sú játning mun reynast þér ljúf. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóvember) Þótt þú sért orðlaus af hneykslun yfir skoðunum annarra þarftu að virða það að þótt mennimir séu margir og misjafnir þá eiga þeir allir sinn rétt. Bogmaður (22. nóv. - 21. desember) Jkv Þú hefur ferðast víða og margt hefur komið við sögu. Gefðu þér nú tíma til að setja reynslu þína niður á blað og miðlaðu henni til annarra. þíns Steingeit (22. des. -19. janúar) Ef leitað verður álits varðandi verknað annarra skaltu gefa þér góðan tíma til skiigreina hvað bjó að baki áð- ur en þú fellir einhverja dóma. Vatnsberi (20. janúar -18. febrúar) Vðn' Þú ert óspar á að hvetja fé- laga þína til dáða sem er vel meint en áhrifaríkast er þó að vera sjálfum sér samkvæmur og sýna þeim gott fordæmi. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Þú hefur þyrlað upp mold- viðri og þarft að leita færis á að útskýra mál þitt og þá þýð- ir ekkert annað en að leggja öll spiiin á borðið. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. ÞÉTTIFRAUÐ ÁRVÍK ÁRMÚLA 1 • SIMI 568 7222 • FAX 568 7295 ÁRVfK ÁRMÚLA1 • SÍMI 568 7222 • FAX 568 7295 Sólarlandafarar ath.! Bermúdabuxur, bolir og bikini Háaleitisbraut 68, sími 553 3305. Reiki-, heilunar- og * sj álfstyxkingarnámskeið Námskeið í Reykjavík: 28.—30. sept. 1. stig kvöldnámskeið 16.-17. okt. 2. stig helgarnámskeið Skráning á námskeið í síma 553 3934 kl. 10-12 virka daga. Guðrún Óladóttir, reikimeistari. CALLERÍ Slwlavörðustíg 5 er 5 ára í dag Viðskiptavinir dagsins fá óvæntan glaðning. í tilefni afmælisins opnar Inga Elín sýningu á postulínslömpum í galleríinu. Verið velkomin!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.