Morgunblaðið - 10.10.1999, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 10.10.1999, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. OKTÓBER 1999 55 FÓLK í FRÉTTUM Sandlistamaðurinn Greipar Ægis Ræð ekki hvernig’ stytturnar líta út Morgunblaðið/Árni Sæberg Listamaðurinn Ægir Geirdal við nokkur verka sinna. LISTAMAÐURINN Ægir Geirdal notar listamannsnafnið Greipar Ægis og var hann með opið hús í vinnustofu sinni í Hafnarstræti 3 á fimmtudags- kvöldið. Þar sýndi hann sand- listaverk sem hann hefur verið að vinna að undanfarin átta ár. „Ég geri styttur úr sandi, með aðferðum sem ekki hafa áður þekkst í heiminum," seg- ir Ægir. „Ég fann aðferðina upp fyrir átta árum, þá 45 ára gamall, og hafði þar til þá ekki komið nálægt neinu sem heitir myndlist. Ég uppgötvaði þá aðferð til að vinna verk úr þurrum sandi.“ Leynileg uppskrift Ægir segist vinna verldn úr þurr- um sandi í fyrstu og síðan dýfir hann verkunum ofan í sérstaka upp- lausn sem hann hefur þróað og heldur út af fyrir sig. „Með þessum hætti halda stytturnar sínu náttúru- lega útliti og áferð.“ Gestir forvitnast um gerð verkanna. A sýningunni voru á annað hund- rað verk en Ægir á um 600 styttur sem hann hefur unnið undanfarin átta ár. Stytturnar eru mismun- andi að stærð og lögun, allt frá því að vera peð að stærð upp í tæpan metra. „Engar þeirra eru eins,“ segir Ægir. „Ég ræð því ekki sjálf- ur hvernig þær líta út. Ég kalla mig Greipar Ægis, ég legg til hendurnar. Ég þarf aldrei að bíða eftir innblæstri og ég veit alltaf fyrirfram að verkið verður fallegt.“ Verkin hafa margar hliðar, að sögn Ægis, og ef þeim er snúið má segja að ný verk komi í ljós. Bauðst að vera með í keppni Sandurinn sem Ægir vinn- ur úr kemur ofan af hálend- inu og verkin eru því alís- lensk en hafa vakið athygli erlendis. „Bob nokkur Bell sem sér um heimsmeistarakeppni í gerð sandlistaverka hafði samband við mig eftir að hafa skoðað heima- síðu mína [islandia.is/arthands] og bauð mér að vera með í keppninni," segir Ægir. „Ég sagði honum að það sem ég væri að gera væri af allt öðrum toga en sandlistaverkin sem búin eru til úr strandsandi. Þá bauð hann mér að hafa með mér ís- lenskan sand til að vinna úr. Það var mikill heiður fyrir mig að fá þetta boð því aðeins fáum útvöld- um býðst þátttaka." Ægh’ ákvað að slá til og mæta í keppnina en fékk því miður enga til að styrkja sig til fararinnar og þar með var þetta úr sögunni. Leyndarmál forsetahjónanna Hróður Ægis hefur þó farið út fyrir landsteinana því fyrir tveimur árum ákvað hann að bjóða forseta- fi*ú Bandaríkjanna, frú Hillary Chnton, styttu að gjöf. „Þegar ég geri styttur kemur það fyrir að þær eru tileinkaðar einhverjum. Það kemur yfir mig þegar ég er að búa þær til. Sonur minn var í Bandaríkj- unum í eitt ár þar sem honum var mjög vel tekið þannig að þar liggur kannski ástæðan fyrir þessari til- einkun." Styttan sem Ægir bauð Hillary að gjöf heitir Secrets eða Leyndar- mál og þáðu forsetahjónin hana með þökkum. Engin fonnleg sýning er í gangi á vinnustofu Ægis um þessar mundir en öllum er velkomið að koma við. Til stendur að halda sýningu á næstu vikum og lofar Ægir sér- stakri sýningu á hinum einstöku sandlistaverkum sínum. MYNPBÖNP Ofrumlegir Handrits- höfundar Stóri snúningurinn (Big Twist) _____ (■amaninynd ★★ Framleiðandi: Paige Simpson og Ja- son Clark. Leikstjóri: Gary Rosen. Handritshöfundur: Gary Rosen. Kvik- myndataka: Ralf Bode. Tónlist: Ant- hony Marinelli. Aðalhlutverk: Steph- en Rea, Illana Douglas, John Ritter, Tom Arnold, Robert Patrick, Dave Foley. (95 mín.) Bandarikin. Mynd- form, 1999. Myndin er bönnuð börn- um innan 12 ára. BRIAN (Stephen Rea „Crying Game“) er handrithöfundur sem hefur unnið mikið fyrir sjónvarp, en á ákveðnum tíma- punkti fór hann yf- ir um. Samt reynir umboðsmaðurinn hans (Tom Amold) að fá hann aftur í bransann og til þess að hjálpa hon- um kallar hann á nokkra vini Brians úr heimi handritanna til aðstoðar. Þessir kumpánar hafa lítið vit á handritsgerð en þurfa ekki að hugsa sig tvisvar um að svíkja vini sína. Hugmyndin að þessari mynd er prýðileg og margir frábærir gaman- leikarar koma nálægt henni en margar samtalssenumar era þving- aðar og ófyndar og missir myndin oftar en ekki marks. Þó em nokkur skemmtileg atriði í henni eins og þegar tveir handrithöfundanna (Richard Kind og Dusty Kay) eru í strætó að semja mynd um fjöl- skyldu sem hefur fjarskynjunar- hæfileika, þegar Lisa Kudrow (í óauglýstu hlutverki) byrjai’ að gera lítið úr þeim. Það sýnir vel fram á hæfileika Kudrow að hún í þessu litla hlutverki nær að búa til eina bestu persónu myndarinnar og skapa eitt fyndasta atriðið. Ryan O’Neal er einnig í litlu hlutverki og stendur hann sig einnig mjög vel. Ottó Geir Borg www.mbl.is BYLTINGIN HEFST 14. OKT SASHA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.