Morgunblaðið - 10.10.1999, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 10.10.1999, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. OKTÓBER 1999 11 Skipulag SH samsteypunnar SH hf. Eignarhaldsfélag SH Þjónusta ehf. 5^— ^Colduvater Breytt stj órnskipulag okkar, ÍS. Þeir hafa átt við mikið rekstrartap að stríða og staðið í erfiðum fjárfestingum og því var þetta ágætis leikur hjá þeim. Það er alveg ljóst að sameinað félag mun veita okkur mikla samkeppni, sem við verðum að standa okkur í. Eg held að samlegðin af samein- ingu SH og ÍS hefði orðið meiri. Það slitnaði upp úr viðræðum um sameiningu SH og IS í desember í fyrra og menn sáu ekki ástæðu til að taka þráðinn upp að nýju. Eg hef ekki trú á því að það verði að- eins eitt öflugt sölufyrirtæki í frystum fiski á Islandi. Eg tel að framleiðendur eigi að hafa valkost og að samkeppni sé okkur holl. Ég held hins vegar að hin stífa blokk- armyndun sem var í kringum SH og ÍS hafi háð starfsemi beggja fé- laganna.“ Utiloka aldrei samvinnu Kemur einhver samvinna til greina milli SH og SÍF eftir þessa sameiningu, til dæmis í rekstri fiskréttaverksmiðja í Bandaríkjun- um? „Ég held að menn eigi aldrei að útiloka samvinnu við keppinauta eða einhverja aðra. Það er alveg ljóst að bæði þessi félög eru að vinna að endurskipulagningu rekstrar síns. Félögin ætla sér að hagnast og vinna að góðum hlutum til framtíðar. Ég er nokkurn veg- inn viss um, að komi í ljós að þarna sé um beggja hag að ræða verði samvinna af einhverju tagi skoð- uð.“ Nú hafa þessi tvö félög farið aðra leið en SH í stefnumörkun og skipulagningu rekstrarins. Eru þau á rangri leið að þínu mati? „Ég ætla ekki að dæma um þeirra stefnu. Báðar þessar leiðir eru vel þekktar í rekstri samsettra fyrirtækja. Annars vegar er öflugt móðurfélag, sem er með alla strengi í sínum höndum og hins vegar að valddreifa, færa ábyrgð- ina út til dótturfélaganna sem eru í beinu sambandi við framleiðend- urna, og reka þau sem hagnaðar- einingar. Gengi hlutabréfa ekki áhyggjuefni Verð á hlutabréfum í SH hefur lækkað lítillega síðustu mánuði. Er það áhyggjuefni fyrir þig sem stjórnarformann og stóran hlut- hafa? „Gengi hlutabréfa í SH var í kringum 4,5 í kringum aðalfund okkar í vor. Það fór síðan upp í 5 og hefur síðan lækkað í 4,4 til 4,5 aftur. Þetta veldur mér ekki áhyggjum í dag. En verði markað- urinn sama sinnis að ári verður það vissulega áhyggjuefni. Þá held ég að við höfum ekki náð að endur- skipuleggja þetta fyrirtæki á þann hátt, sem við viljum gera, og ekki náð þeim árangri sem við ætlum okkur. Það er mjög eðlilegt að hlutabrefámarkaðurinn vilji sjá einhvern árangur af endurskipu- lagningunni. Þeir sem skilgreina það, sem við erum að gera, eiga kannski meiri möguleika á því að meta hvort þetta sé hátt eða lágt verð. Við teljum okkur þegar í stað sjá árangur af þessum breyting- um, en það er alveg ljóst að við berum umtalsverðan kostnað af endurskipulagningunni út allt þetta ár.“ Verður mikil hagræðing af þess- um breytingum? „Ég hefði ekki unnið að þessum breytingum nema vegna þess að ég trúi því að SH verði nútímalegt, öflugt og framsækið markaðsfyrir- tæki. Sérhæft útflutningsfyrirtæki í frystum fiski og rækju með ein- falt og skilvirkt stjórnskipulag, beint samband framleiðenda og markaðsfyrirtækja að stærstum hluta og góða og markvissa þjón- ustu á Islandi og skili eigendum sínum viðunandi arði. Sá sparnað- ur, sem verður í rekstrinum hér heima, kemur ekki fram sem kostnaður hjá framleiðendum og dótturfyrirtækjum erlendis nema að mjög litlu leyti. Rekstrarkostn- aður hér heima hefur verið mjög hár. Árið 1997 kostaði reksturinn um 740 milljónir króna og starfs- mannafjöldi var 105. A næsta ári er kostnaður áætlaður 350 milljón- ir og starfsmannafjöldi um 40. Það er óbilandi trú mín að það sé ein samfelld keðja frá því kvóta er úthlutað og þar til fiskurinn er kominn á disk neytandans. Þegar útgerðar- og framleiðslufyrirtæki fær úthlutað kvóta eiga stjórnend- ur þess að geta sezt niður með markaðsfyrirtækinu og gert rammasamning um það, hvemig veiða eigi og vinna þennan fisk. Þess vegna getur markaðsfyrir- tækið unnið að því á markvissan hátt að selja fiskinn langt fram í tímann. Ekki þannig að fiskurinn sé unninn upp á von og óvon um það að hann seljist á þeim tíma, sem óskað er eftir. Ég er viss um það, að sé farið að með þessum hætti næst hámarksvirðisauki úr framleiðslunni. Stærstu eigendur og framleið- endur, sem tengjast SH, standa mjög þétt að baki félaginu í gegn- um þessar breytingar. Þeir era með miklar væntingar um, að breytingarnar muni skila félaginu og þeim sem að því standa auknum arði og tekjum. Aðdragandinn að þessum breyt- ingum er miklu lengri en menn halda. Það var farið að tala um breytingar af þessu tagi áður en félaginu var breytt í hlutafélag. Að hluta til var þetta ágreiningsefni, um hvert skyldi stefna og hvernig skyldi vinna, annars vegar með dótturfyrirtækjunum og hins veg- ar með framleiðendum. Þetta er ekkert sem kom upp í vor. Þessar breytingar hafa átt sér langan að- draganda. Skilar sér í betri afkomu Með nýju skipulagi munum við sjá dótturfyrirtækin vaxa hratt með sölu og vinnslu afurða frá öðr- um framleiðendum en íslenskum. Islenzki framleiðandinn og íslenzki fiskurinn verða að sjálfsögðu áfram homsteinn félagsins. Það eru hins vegar markaðssvæði sem taka við fiskitegundum og afurða- flokkum sem við höfum ekki verið að bjóða upp á. Með þessum breyt- ingum aukum við einnig svigrúm framleiðenda og færum viðskiptin yfir í það nútímalega rekstraram- hverfi, sem hæfir alþjóðlegum við- skiptum með sjávarafurðir. Ég er sannfærður um að við erum á réttri leið og þessar breytingar eigi eftir að skila sér í betri af- komu SH og þeirra framleiðenda sem félagið selur fyrir,“ segir Ró- bert Guðfinnsson. STJÓRNSKIPULAG SH-sam- steypunnar er frremur einfalt. SH-eignarhaldsfélag er fá- mennt félag (4-5 stm.) sem hef- ur það hlutverk að stuðla að uppbyggingu og samræmingu heildarinnar, aðstoða dótturfé- lög og hafa eftirlit með rekstri þeirra. Forstjóri SH er jafn- framt stjórnarformaður í dótt- urfélögunum. Dótturfélögin þ.e. markaðs- fyrirtækin og SH-Þjónusta ehf. era sjálfstæð fyrirtæki undir eigin framkvæmdastjórn. Hjá hreinum markaðsfyrir- tækjum SH samsteypunnar vinna um 8-14 manns víða um heim. Undantekning eru fram- leiðslu- og markaðsfyrirtækin, Coldwater UK og - USA. Alls starfa 1350 manns hjá sam- steypunni. Á árinu 1998 nam verðmæti vöru sem SH annað- ist sölu á yfir 40 milljörðum króna. Beint samband Framleiðandinn hefur beint samband við hvert markaðsfyr- irtæki um markaðs- og við- skiptaleg málefni. Með þessu TIL AÐ lýsa því hvernig „kaupin gerast á eyrinni“ eftir breytingarnar á starfsemi SH má líta á eftirfarandi saman- tekt: f upphafi er gerður svo- kallaður rammasamningur milli markaðsfyrirtækja og framleiðandans. Aðeins er um einn samning að ræða fyrir hönd allra markaðsfyrirtækja. I rammasamningi er kveðið á um þær leikreglur sem al- mennt gilda um samskipti þess- ara aðila og er hann gerður til langs tíma. Ekki er kveðið á um magn eða viðskiptaskilmála í rammasamningi. Svo oft sem þurfa þykir, til dæmis um áramót eða við upp- haf fiskveiðiárs, gerir framleið- andi sölusamning við hvert markaðsfyrirtæki fyrir sig um þau viðskipti sem þeir ætla sér að eiga á tímabilinu. Þar er kveðið nánar á um afurðir, magn og áætlaðan afhending- artima í framleiðslu- og af- hendingaráætlun. Einnig er kveðið á um atriði eins og greiðsluskilmála og verð eða verðmyndun, en þeir þættir hljóta þó að vera til endurskoð- unar eftir því sem á tímabilið líður. Framleiðsluáætlanir eru endurskoðaðar svo oft sem þurfa þykir. Lokastigið er svo gerð pönt- unarstaðfestingar sem mark- aðsfyrirtæki og framleiðandi móti færist framleiðandinn nær því sem er að gerast á markaðn- um, boðlínur verða styttri og viðbragðsflýtir meiri. Þetta kemur sér vel t.d. í sambandi við vöruþróun og þjónustustig. SH-Þjónusta ehf. annast síðan þá þjónustu sem beðið er um af markaðs-fyrirtækjunum og/eða íramleiðendum. Þar er um að ræða umbúðasölu, flutningsmiðl- un, gæðamál og þjónustu við landvinnslu, þjónustu við sjó- frystiskip og aðfangadeild. Sambandi framleiðanda við markaðsfyrirtæki má lýsa á eft- irfarandi hátt: Framleiðandi og markaðsfyr- irtæki gera með sér samning um kaup og sölu afurða milli- liðalaust. Þeir semja um af- hendingu, verð og aðra skilmála og greiðir markaðsfyrirtækið framleiðanda beint. SH-Þjón- usta veitir umbeðna þjónustu og greiðii- markaðsfyrirtækið yfírleitt fyrir hana. Undantekn- ing er sala umbúða og stök til- felli. SH hf. eignarhaldsfélag fær ekki beinar tekjur af við- skiptum þessara aðila. ná samkomulagi um. Er þá kominn á bindandi samningur um afhendingu ákveðinnar vöru á ákveðnu verði og tíma með þeim skilmálum sem samið hefur verið um. Hagkvæmir flutningar SH hefur samið um flutninga fyrir öll sameiginleg innkaup markaðsfyrirtækjanna og eiga þannig að nást hagkvæmari flutningar fyrir alla aðila, jafnt framleiðendur sem SH. Með þessu móti er hagkvæmast að afhendingarskilmálar vöru miðist við afhendingu við verk- smiðju, en aðrir skilmálar, s.s. FAS eða FOB, koma til greina. SH-Þjónusta býður upp á fulla þjónustu við gerð útflutnings- skjala og flutningsmiðlunar og þarf framleiðandi þess vegna ekki að gera annað en skrifa vörureikning vegna viðkom- andi sendingar. Reiknað er með að við undir- skrift rammasamnings verði kveðið á um að gildandi um- sýslusamningar falli niður. Hin nýju og beinu samskipti er unnt að taka upp þegar á haustmánuðum 1999 en vegna uppbyggingar á tölvukerfi og aðlögunar SH að nýju kostnað- arumhverfí miðast viðskipta- skilmálar nýs kerfis við ára- mótin 1999/2000. Þannig gerast kaupin á eyrinni Þjónusta í fimm megin- þáttum SH-ÞJÓNUSTA er þjónustu- fyrirtæki markaðsfyrirtækja SH og framleiðenda á Is- landi. Það sér um þá þjón- ustu sem þörf er fyrir í tengslum við kaup frá þeim framleiðendum sem gerðir hafa verið sölusamningar við. Ef undan er skilin sala um- búða, greiða markaðsfyrir- tækin fyrir þjónustuna og er hún þá innifalin í því verði sem samið er um. Kostnaði við þjónustuna verður haldið í lágmarki enda mun spurn eftir henni ráða ferðinni. Lögð verður áhersla á gæði þjónustunnar gagnvart kaup- endum hennar. I upphafi munu um 40 manns starfa hjá fyrirtækinu. • Umbúðadeild mun starfa á sama hátt og áður. Hlutverk hennar er að útvega framleið- endum umbúðir og aðrar rekstrarvörar á hagstæðu verði með sameiginlegum inn- kaupum. • Flutningsmiðlun útvegar sértilboð í flutning, pantar flutning og fylgist með fram- kvæmd hans. Hún útvegar vátryggingu, gerir farmbréfs- fyrirmæli, sér um uppruna- vottorð, heilbrigðisvottorð og EUR-1 skírteini. Deildin sér um gerð útflutningsskýrslu og tollafgreiðslu, safnar sam- an og sendir öll skjöl til mót- takanda. Þá annast hún úr- vinnslu flutningakrafna og býður upp á almenna flutn- ingaráðgjöf. • Sjófrystideild starfar eins og áður í þjónustu útgerða og markaðsfyrirtækja. Hún heldur utan um framleiðslu skipanna, miðlar upplýsingum um framleiðslu og gæðamál, gefur út viðmiðunarverð og aðstoðar um flest þau mál er upp kunna að koma. Deildin leiðbeinir um pökkunarreglur og aðstoðar með vinnslu um borð. Hún sér um gæðamál frystiskipa, þ.m.t. gæðakerfi, handbækur og myndbönd og framkvæmir skoðanir. • Gæðadeild landvinnslu sér um viðhald og dreifingu gæðahandbóka, úttektir á virkni gæðakerfa, húsnæði og hreinlæti. Hún annast þýð- ingu pökkunarreglna og sér um útgáfu þeirra, sér um gerð birgðaspjalda og kassamiða. Gæðakröfur verða unnar beint á milli markaðs- fyrirtækja og framleiðenda, en gæðadeild aðstoðar við lausn kröfumála. Þá býður deildin upp á úttektir á vör- um, aðstoð við vöruþróun og lausn sérstakra mála, s.s. beinavandamála í blokkum. • Aðfangadeild er skipuð n.k. þjónustufulltrúum fyrir markaðsfyrirtæki og þá fram- leiðendur sem svo kjósa. Hún annast innkaup fyrir hönd markaðsfyrirtækja gagnvart einstökum skilgreindum framleiðendum eða vöruflokk- um. Hún heldur utan um ver- tíðarbundna framleiðslu, t.d loðnu og loðnuhrogn, á svip- aðan hátt og verið hefur. Þá skipuleggur hún fundi og að- stoðar við heimsóknir kaup- enda til landsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.