Morgunblaðið - 10.10.1999, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.10.1999, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 230. TBL. 87. ÁRG. SUNNUDAGUR10. OKTÓBER1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Leggur fram friðar- áætlun í þremur liðum Dili, Brisbane. AFP, Reuter. PETER COSGROVE, yfírmaður alþjóðlega friðargæsluliðsins á A-Tímor, lagði í gær fram áætlun í þremur liðum um hvernig koma megi á friði á eyjunni. Að sögn Cosgroves verður vígasveitum hliðhollum Indónesíu- stjórn boðið að taka þátt í framkvæmd áætlunarinnar. Hillary Clinton heimilt að taka við auknum framlögum í kosningasjóð Ekki komin til að lýsa yfír framboði Nærfata- þjófur nappaður The Daily Telegraph. BÍRÆFNUM breskum nærfata- þjófi, sem hafði stolið undirfötum sem samtals myndu kosta nær sex miiijónir ísl. kr., var nýlega gert að ieita aðstoðar geðlæknis, eftir að hann var dæmdur í ann- að sinn fyrir vafasama iðju sína. Hinn 38 ára gamli Nadarajah Jeyakumar var fyrst staðinn að verki á siðasta ári, er nokkrar konur, sem höfðu ítrekað orðið fyrir því að undirfötum þeirra væri stolið, egndu gildru fyrir þjófínn. Hengdu þær bijóstahöld og nærbuxur á þvottasnúru í garði einnar þeirra og lágu í leyni og fylgdust með er nærfata- þjófurinn lét til skarar skríða. Létu þær svo gamian lögregiu- hund þefa þijótinn uppi og kró- uðu hann af í lokuðum garði. Breska lögreglan fann í kjöl- farið marga sekki fuiia af nær- buxum á heimili Jeyakumars í norðvesturhluta Lundúna og hlaut hann skilorðsbundinn fang- elsisdóm fyrir þjófnað. Hann lét sér þó ekki segjast, því nokkrum dögum síðar var hann gómaður við nærfataþjófnað á ný. Lög- reglumenn fundu þá ellefu nýja sekki fulla af undirfötum á heim- ili Jeyakumars, sem neitaði því að hann hefði gerst brotlegur við lög, og fullyrti að gamlar kærust- ur hefðu skilið nærfötin eftir. --------------- Segjast hafa fellt 100 rússneska hermenn Grosní. AFP. AÐ MINNSTA kosti 100 rússnesk- ir hermenn hafa fallið í átökum við tjetsjneska uppreisnarmenn ná- lægt borginni Chervilionnaya- Uzlovaya á laugardag, að því er yf- irvöld í Tjetsjníu herma. „Tjet- sjneskar hersveith-, undir stjóm el- Khattab ofursta, hafa náð aftur tveimur þriðju borgarinnar á sitt vald úr höndum Rússa,“ sögðu embættismenn úr starfsliði forseta Tjetsjníu í gær. Þeir fullyrtu að einungis þrír Tjetsjníumenn hefðu særst í átökunum, þar af einn al- varlega. Borgin Chervilionnaya- Uzlovaya stendur um 50 km norð- austur af höfuðborginni Grosní. HILLARY Clinton er ekki hér á landi til að lýsa yfir framboði til öld- ungadeildar Bandaríkjaþings að sögn Eileen Parise, talsmanns hennar. Starfsmenn Clinton sögðu á fostudag að hún hefði skilað inn skjölum til bandarísku kjörstjórnar- innar, sem gera henni kleift að herða róðurinn í söfnun kosninga- framlaga, en jafngilda þó ekki form- legu framboði. í fyrradag var hermt að hún hygðist lýsa yfir framboði á Þingvöllum. „Hillary Clinton er ekki hingað komin til að lýsa yfir framboði í New York,“ sagði Parise í samtali við Morgunblaðið í gær. „Hún er hingað komin vegna ráðstefnunnar um konur og lýðræði." Clinton má nú taka við tvö þús- und dollara (140 þúsunda króna) framlögum í stað þúsund dollara (70 þúsunda króna). Hún hefur undan- farið verið að kanna hvort grund- völlur sé fyrir því að sækjast eftir sæti öldungadeildarþingmannsins Daniels Patricks Moynihans, sem hyggst setjast í helgan stein, í kosn- ingunum í nóvember á næsta ári. Til þess hefur verið tekið að ekki eru margir blaðamenn frá Banda- ríkjunum með forsetafrúnni í för hér á landi og samkvæmt heimild- um Morgunblaðsins reynir starfslið hennar að sjá til þess að ekki fari of mikið fyrir henni í Evrópuferðinni, sem lýkur hér á íslandi á morgun, tO að koma í veg fyrir að hún verði gagnrýnd fyrir að nota almannafé tO að koma sér í fjölmiðla og styrkja stöðu sína gagnvart kjósendum í New York. Repúblikanar gagn- rýndu HOlary Clinton á föstudag fyrir að skila inn „tOkynningu um framboð" á meðan hún væri á ferða- lagi um Evrópu. Samkvæmt áætluninni verður að- Oum gert að leggja niður vopn í áföngum og á sama tíma verður full- trúum þeirra hópa sem leggja niður vopn boðið að hafa áhrif á pólitíska framtíð A-Tímor. „Þriðja stoð áætl- unarinnar felur í sér tOraunir tO að sætta þá hópa sem hér hafa de0t,“ sagði Cosgrove við fréttamenn í höf- uðborginni DOi í gær. Hann bætti við að vígasveitum stæði tO boða að taka fullan þátt í friðaráætluninni en viðræður yrðu hafnar jafnvel þótt þær höfnuðu þátttöku. „Eg vOjum að allir hópar eigi aðOd að viðræðunum en ég hef ekki efni á að halda að mér höndum fari svo að einn hópur kjósi fremur að láta vopnin tala en setjast að samningaborði." Cosgrove hefur þegar beðið her Indónesíu um að- stoð við að koma á fundi með for- ingjum vígasveitanna en sagði að enn hefði ekki borist svar við þeirri beiðni. Ástralar ráðgera að halda fund með þeim ríkjum sem sent hafa frið- argæsluliða tU A-Tímors til að fara yfir stöðu mála á eyjunni. Talið er að fundur af þessu tagi muni geta aukið enn á gremju stjómvalda í Jakarta, sem hafa reiðst vegna þess að Astralar gegna forystuhlutverki í friðargæsluliðinu. Indónesum hefur ekki verið boðið að sitja fundinn. Indónesar hafa sakað Astrala um að gera of mikið úr ástandinu á A- Tímor og á föstudag var haft eftir utanríkisráðherra Indónesíu að samband landanna hefði aldrei verið stirðara. Fleiri lík finnast HERMENN úr Mexíkóher og hjálparstarfsmenn á vegum Rauða krossins hjáipast að við að grafa lík úr aurskriðu í Teziutlan-héraði í Puebla-íylki í Mexíkó. Skortur á matvælum og hreinu vatni er þegar farinn að gera vart við sig á þeim svæðum sem verst hafa orðið úti í flóðunum undanfarna daga. Nú er tala þeirra sem fundist hafa látnir komin upp í 293 og búast hjálparstarfsmenn við að fínna fleiri næstu daga. Jeltsín á spítala Moskvu. AP, AFP. BORÍS Jeltsín Rússlandsfor- seti var á laugardagsmorgun lagður inn á spítala. Talsmaður Jeltsíns sagði forsetann vera með inflúensu og háan hita. Jeltsín, sem er 68 ára gam- all, gekkst undir umfangsmik- inn hjartauppskurð í nóvem- ber 1996, og hefur síðan marg- sinnis veikst alvarlega, meðal annars af lungnabólgu og flensu. Síðast var hann lagður inn á spítala í febrúar á þessu ári með magasár. Stjórnarandstæðingar hafa ítrekað krafist þess að forset- inn segi af sér vegna heilsu- brests en hann hefur sjálfur lýst því yfir að hann sé nægi- lega hraustur til að sitja út kjörtímabilið, en því lýkur á næsta ári.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.