Morgunblaðið - 10.10.1999, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 10.10.1999, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 10. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Gamalt sakamál endurvakið Ulf Örnkloo, Þórarinn Eldjárn og Gyrðir Elíasson. Bókaverðir á Bókastefnunni í Gautaborg: Þórdís Þorvaldsdóttir sem starfað hefur í íslenska básnum frá upphafí, Lisbet Ruth og Andrea Jóhannsdóttir. Blær mannlífs og bóka ERLEIMDAR BÆKIIR Spennusaga EINFALDUR SANNLEIKURINN „THE SIMPLE TRUTH“ eftir David Baldacci. Warner Books 1999. 511 síður. EINN af þeim bandarísku lögfræð- ingum sem gerst hafa spennu- sagnahöfundar á undanförnum ár- um, og þeir eru heilmargir, heitir David Baldacci. Hann hefur aðeins sent frá sér fjórar bækur en er nokkuð kunnur vestanhafs einkum eftir að ein þeirra var kvikmynduð. Hún hét Algert vald eða „Absolut Power“ og var með Clint Eastwood í aðalhlutverki og verður að segjast eins og er að hún var með slappari myndum goðsins. Sagan var ein- faldlega ekki nógu spennandi, þrátt fyrir að vera byggð á ágætu póli- tísku samsæri, og rann út í sandinn í lokin. Leitin að sannleikanum Það sama má eiginlega segja um nýjustu sögu David Baldacci. Hún heitir Einfaldur sannleikurinn eða „The Simple Tnith“ og kom fyrir skemmstu út í vasabroti hjá Warn- er Book-útgáfunni og hefur vermt toppsætin á bandarískum metsölu- listum. Samsærið sem hún lýsir er svo sem nógu safaríkt en leitin að sannleikanum er hálfgerð þrauta- ganga fyrir lesandann. Baldacci virðist hafa fengið fína dóma í bandarísku pressunni fyrir bækur sínar og þær eru sannarlega vinsælar. Fyrir utan þær tvær sem þegar hafa verið nefndar hefur hann sent frá sér Algjöra stjórn eða „Total Control" og Sigurvegarann eða „The Winner“. Einfaldur sannleikurinn gerist að nokkru leyti við Hæstarétt Banda- ríkjanna og snýr að gömlu sakamáli innan hersins (við sjáum það á nýju hasarmyndunum að vestan að am- eríski herinn er vinsæll vettvangur hneykslis- og morðmála nú til dags) og ef bókin væri ekki fimmhundruð og ellefu þéttskrifaðar síður hefði Baldacci ugglaust getað gert sög- una sína meira spennandi. Hann vill sannarlega gera vel. Svartur fangi og fyrrverandi her- maður, sem setið hefur í fangelsi í heilan aldarfjórðung, fær einn dag- inn inn í klefa til sín bréf frá hern- um og við lestur þess er eins og hann fái allt í einu minnið aftur og honum verður ljóst að morð hans á lítilli stúlku á herstöðvarsvæðinu fyrir öllum þessum árum, á sér ákveðnar skýringar í meðhöndlun sem hann hlaut innan hersins. Hann hefur samband við sinn gamla lögfræðing og ákveður að leita til Hæstaréttar með mál sitt en vegna þess að þeir sem í raun réttri bera ábyrgð á því hvernig fór, eru í dag komnir í áhrifastöður, bregður lögmanni Hæstaréttarins í brún þegar hann les skjalið, ákveð- ur að sýna það engum en hitta fangann til þess að skilja betur hvað hann er að fara. Hann snýr aldrei aftur úr þeim leiðangri. Dæmigerður samsæristryllir Maður þessi á bróður sem er fyrrverandi lögreglumaður en starfar einnig sem lögfræðingur í dag og hann fer á stúfana til þess að grafast fyrir um hvað kom fyrir bróður hans og inn í þær athuganir flækist mýgrútur persóna m.a. glæsileg starfsstúlka við Hæsta- réttinn, dómarar hans, lögreglu- menn, fanginn og bróðir hans, eig- inkonur, eiginmenn, foreldi'ar, ill- menni og óbermi ýmiss konar. Einfaldur sannleikurinn er dæmigerður bandarískur samsær- istryllir og er nokkuð í ætt skotið við fyrri bók höfundarins, ,Absolut Power“. Baldacci er í mun að skapa andrúmsloft gamalla hefða og valdabaráttu innan Hæstarétt- arins og nýtur við það lagakunn- áttu sinnar. Hann reynir einnig að skapa samúð með manni sem setið hefur í fangelsi í tuttugu og fimm ár en er að líkindum saklaus, lýsa sambandi bræðranna tveggja sem einkenndist af metingi og afbrýði- semi og þar fram eftir götunum. Hver einasta persóna bókarinnar hefur sinn mikla bakgrunn jafnvel þótt sumar hverjar skipti ekki miklu máli og það tekur tíma fyrir Baldacci að rekja það allt saman; sum samtölin í bókinni ætla aldrei neinn enda að taka. Með góðri rit- stýringu hefði sæmilegasta afþrey- ing eflaust getað orðið miklu hvassari. Arnaldur Indriðason MANNLÍFIÐ fær á sig annan blæ þegar kemur að fyrirlestrum, upp- lestrum og pallborðsumræðum. Biblían og trúarbrögð skipa stóran sess á Bókastefnu nú. Sennilega eiga aldamótin sinn þátt í því. Eft- ir efniskynningum að dæma sveifl- ast Jesús eins og pendúll, ýmist andfélagslegur, óþarfur, eða eina von og hjálp mannkyns. Trúarbrögðin í heild eru mikið rædd í pallborðsumræðum. Og þegar „Biblían og Kóraninn" voru rædd var svo þétt setinn 700 manna salur að lítt gerlegt reynd- ist þeim er aftast sátu að fylgjast með. Enski rithöfundurinn og bókmenntakennarinn Karen Am- strong vakti áheyrendur til íhug- unar. Frá 17-24 ára var hún nunna í rómversk-kaþólsku klaustri. Fyrirlestur hennar nefndist: „Bibeln ock Gud“ - „Jag tror inte pá en personlig Gud, men - jag tror det finnst en ytt- erligt outsaglig betydelse með livet...“ segir Karen Amstrong, sem er virtur rithöfundur í heima- landi sínu. Sænsku skáldin Bengt Ander- berg (1920) og Lennart Helsing (1919) voru mættir. Báðir með frægan rithöfundaferil að baki, auk verðlauna og viðurkenninga. Anderberg sagði frá nýjustu bók sinni, „Amarina", og Hellsing, sem er barnabókahöfundur, tók þátt í pallborðsumræðum, er byggðust á rithöfundaferli hans. Hin 72 ára „veraldarrithöfundur kvenna,“ sagði frá ritstörfum sín- um og vissi vel af sér. Því er þess- ara þriggja rithöfunda getið hér að á löngum ferli hafa þeir sannað Skáldskapur þeirra verður að teljast með því besta sem íslenskri tungu gefst nú í sam- tíðinni, skrifar Jenna Jensdóttir um framlag íslensku skáldanna, Þórarins Eldjárns og Gyrðis Elíassonar á Bókastefnunni í Gautaborg. sig í æ ríkari mæli og metnir eftir því. Islensku skáldin Gyrðir Elías- son og Þórarinn Eldjárn áttu þétt- setinn sal áheyrenda í umræðum sem Ulf Örnkloo stýrði. Bæði er það að Örnkloo er góður og áheyri- legur og skáldin tvö frábær efni- viður. Skáldskapur þeirra verður að teljast með því besta sem ís- lenskri tungu gefst nú í samtíðinni. Og í sinni djúphygli bliknar hann hvorki né fölnar þótt hann sé þýddur á önnur tungumál. Við bætist hógværð þeirra og látleysi. Þórarinn lék sér á tveimur tungu- málum. Og þýðandi Gyrðis á sænska tungu var áheyrilegur vel í upplestri. Bæði ljóð og sögur þeirra skálda snertu djúpt áheyr- endur. Það var auðsætt. Auður Magnúsdóttir, ungur sagnfræðingur, flutti erindi um: „Den starka vikingakvinnan?" Því miður - sökum brottfarar síðasta dag ráðstefnunnar, var leitað til nokkurra áheyrenda, sem báru fyrirlestri hennar mjög gott orð. Anna S. Björnsdóttir skáld las upp úr ljóðum sínum í „Speakers Corner“. Ljóð hennar, stundum rómantísk, stundum tregablandin, komust vel til skila í vönduðum upplestri hennar á þremur tungu- málum. „Bækur og bókasöfn“ er yfir- skrift sænsku bókastefnunnar hverju sinni. Máttur bókasafn- varða er umtalsverður þáttur í framþróun allri. Orð eru helstu verðmæti menningarþjóða. Þau geyma arfinn frá kynslóð til kyn- slóða. Heilindi, menntun og færni í starfí þeirra er á bókasöfnum vinna varðar því miklu. Þessi hugsun er vissulega endurvakin á hverri Bókastefnu. í grein Kristínar Bjarnadóttur blaðamanns (í Morgunblaðinu. 22. sept.) segir frá blaðamannafundi í lok Bókastefnunnar þar sem fram- kvæmdastjórinn, Bertel Falck, kynnti drög að næstu Bókastefnu - árið 2000. Án þess að endurtaka orð Kristínar er hér vakin athygli á því að uppistaða stefnunnar byggist á „lestrarherferð“ og áhersla verður lögð á að ná til unga fólksins. Sigrún Eldjárn, rit- höfundur og myndlistarmaður, hefur unnið kynningarspjald vænt- anlegrar Bókastefnu. Vitað er að eitt af þekktustu skáldum okkar verður gestur þar. Areiðanlegt er að Anna Einars- dóttir, í nefndinni, vinnur ötullega að þátttöku Islendinga hverju sinni. J&S bílaleiga ehf ug»ýsir haustsölu á nokkrum bflUm t d. Dodge Ram 1500 '97, 318 bensínvél, ssk., rauður, 4x4. Verð 1.980 þús. Plymouth Voyager '93, grænn, 4x4, ssk., 3,3 vél, ekinn 148 þús. km. Verð 1.180 þús. Ford 150 '97, rauður, 4x4, vél 4,6, 8 cyl., ek. 61 þús. km, 3 dyra. Verð 1.890 þús. Iu.C ..... . . Smiðjuvegi 1, Kópavogí, iJofiJ bilaleiga ehf. sími 564 6000. Banff-fjallakvikmyndahátíðin s Myndir frá Islandi í fremstu röð MIKE Mortimer, forseti Kana- díska alpaklúbbsins, setur 24. fjallakvikmyndahátíðina á Is- landi í Kringlubíói á morgun, mánudag, kl. 20 og verður þá forsýning á kvikmyndahátíðinni. Almenn sýning verður þriðju- daginn 12. október í Kringlubíói kl. 20. Sýnt verður úrval sjö kvik- mynda, þar á meðal helstu verð- launamyndir hátíðarinnar. Myndin sem hlaut fyrstu verð- laun í flokki fjallamynda var tekin á Islandi á síðasta ári og nefnist „Kayak Islanda". Jafn- Td lað u h rei at ú t Þú getur treyst hreinu og öruggu sambandi hjá Simanum þegar þú hringit til útlanda. SÍMINN www.simi.is framt verður sýnd önnur mynd tekin á Islandi sem greinir frá afreksmanni í ísklifri og glímu hans við kletta og ís á Snæfells- nesi. Leiðin sem farin er í mynd- inni hefur verið nefnd „Black Death", sem er fyrst og fremst lýsandi fyrir erfiðleikastig far- arinnar, en einnig til heiðurs samnefndri séríslenskri fram- leiðslu. Kvikmyndahátíðin er kennd við Banff-setrið (Banff Centre) sem er skammt frá kanadísku borginni Calgary. Banff-kvikmyndahátíðin fer fram í tugum landa og í á annað hundrað borgum ár hvert. Fyrir kvikmyndahátíðinni stendur Na- noq, útivistarvöruverslun, sem verður opnuð í Kringlunni 14. október nk. Stefnt er að því að hátíðin verði framvegis árviss atburður í menningar- og fræðslustarfi verslunarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.