Morgunblaðið - 10.10.1999, Blaðsíða 58
58 SUNNUDAGUR 10. OKTÓBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
*>
Þ e k k I n g
í þ í n a þ á g u
NAMSKEIÐ
£
£
Tölvu- oa
verkfrœOlþjónustan
Qrtniitvegl 16
pöntunarsfmf
~r
FÓLK í FRÉTTUM
Bello, Mel Gibson, David Paymer, Debra Kara Un-
ger og Lucy Liu á frumsýningu Payback í Los
Angeles í vetur.
Myndbönd
Bulworth ★★★'/á
Frábær mynd Warrens Beattys um
stjórnmálamann sem tekur upp á
þeirri fjarstæðu að fara að segja
sannleikann - í rappformi. Beatty er
frábær og hinar beinskeyttu rapp-
senur snilldarlegar.
Vatnsberinn (The Waterboy) ★★★
Farsi sem einkennist af fíflagangi og
vitleysu, en kemst ágætlega frá því.
Aðdáendur Sandlers ættu að kætast
og aðrir ættu að geta notið skemmti-
legrar aíþreyingar.
Hjónabandsmiðlarinn
(The Matchmaker) ★★★
Anægjuleg rómantísk mynd sem
flestir ættu að njóta.
Menn með byssur
(Men with Guns) ★★★1/z
Hæg, þung og öflug vegamynd um
undarlega krossferð inn í myrkviði
frumskóga ónefnds lands. Engin sér-
stök skemmtun, en án efa meðal
betri kvikmynda
sem komið hafa
út lengi.
Henry klaufi
(Henry Fool)
★★★★
Mynd Hartleys
er snilldarvel
skrifuð, dásam-
lega leikin og
gædd einstakri
kímnigáfu. Ynd-
isleg mynd um
seigfljótandi
samskipti, tilvist-
arkreppur, list
og brauðstrit.
Hin hárfína lína
(The Thin Red Line) ★★★★
Stríðsmynd eftir leikstjórann Ter-
rence Malick sem er mun meira en
stríðsmynd. Hún fjallar um hlut-
skipti mannsins í hörmungunum
miðjum, lífið og náttúruna. Heillandi
og ristir djúpt.
Elskuð (Loved) -k-k'Æ
Forvitnileg mynd sem veltir upp eðli
andlegs ofbeldis í samskiptum
manna. Robin Wright Penn er heill-
andi og William Hurt hæglátur og
hlýlegur að vanda.
Póstur til þín
(You’ve Got Mail) ★★★
Sérlega ljúf, sjarmerandi og sígild
ástarsaga með geysisterkum leikara-
hópi. Helst til löng og svoldið væmin.
Verðmætari en rúbínn
(Price Above Rubies) ★★★
Ævintýraleg, dulúðug og tímalaus
frásögn, með frábærum leikarhópi.
Hæglát frásagnargleði skilar óvenju-
legri og skemmtilegri mynd.
Svín í borginni
(Babe: Pig in the City) kkkVz
Óvenju vel hepnuð og þrælskemmti-
leg fjölskyldumynd. Frábær per-
sónusköpun, vönduð saga og stór-
kostleg sviðsmynd. Ekki síður fyrir
unglinga og fullorðna en ungra börn.
Nomafár (Witch Way Love) kk'/i
Þokkaleg mynd sem sækir í hefð
franskra gamanmynda frekar en þá
engilsaxnesku, þó að í myndinni sé
nær eingöngu töluð enska. Verður
dálítið framandleg fyrir vikið. Fín-
asta afþreying og ágæt tilbreyting
frá Hollywood gamanmyndunum.
Phoenix kk'/z
Dökk glæpamynd af sígildri gerð.
Leikur í góðu lagi en herslumuninn
vantar.
Belgrur (Belly) ★★★
Alvarleg og góð klíkumynd. Maður
finnur fyrir heilindum og góðu sam-
ræmi í ólíkum þáttum myndarinnar
og hún er bæði töff í útliti og ágæt-
lega leikin.
Fortíðarhvellur
(Blast from the Past) ★★★
Brendon Fraser lætur einkar vel að
leika furðuleg og sérlunduð góð-
menni og er mjög sjarmerandi í hlut-
verki sínu. Þetta er fín gamanmynd,
vel fyrir ofan meðallagið.
Strætóland (Metroland) ★★★
Vel byggð og vandlega unnið drama
með frábærum leikurum. Það er
óhætt að mæla með þessari við þá
kröfuhörðustu.
Mulan ★★★
Þrælskemmtileg fjölskyldumynd
sem sver sig í ætt sína með því að
bjóða upp á allt það sem búast má
við af góðri Disney mynd. Tæknilega
er myndin stórkostleg, þótt mikið
glatist við færslu frá risatjaldinu á
sjónvarpsskerminn.
Viðvarandi miðnætti
(Permanent Midnight) ★★★
Ben Stiller fer á kostum og skapar
trúverðuga ímynd dópista sem nýtur
velgengni um skeið. Svartur húmor
og vandað drama.
Spillandinn (The Corruptor)**1/*
Hæfilegur skammtur af sprenging-
um og hávaðasömum bardagaatrið-
um í bland við sígildar löggufélaga
klisjur. Fín afþreying og sumstaðar
eilítið meira.
Menntun Litla Trés (The Education
ofLittle Tree) kk'/z
Sígild saga með skýrum andstæðum
milli góðs og ills. Leikur til fyrir-
myndar, ekki síst hjá hinum korn-
unga Joseph Ashton sem fer á kost-
um. Ljúf og innileg lítil saga sem
veitir ánægjulega aíþreyingu, þótt
hún skilji lítið eftir sig.
Simon Birch kk'/z
Vönduð dramatík byggð á skáldsögu
hins fræga höfundar John Irving.
Myndin er áferðarfalleg en helst til
væmin. Frábær lyrir aðdáendur
fjölvasaklútamynda.
Patch Adams kk'/z
Robin Williams er hér í mjög kunn-
uglegu hlutverki. Mikið er spilað á
tilfinningasemina en boðskapurinn
er jákvæður og sjálfsagt þarfur.
Gjaldskil (Payback) ★★★
Endurvinnsla hinnar frábæru „Point
Blank“. Hröð, harðsoðin, töff og of-
beldisfull. Eftirminnileg persónu-
sköpun og góður leikur. Ekki fyrir
alla, en að mörgu leyti dúndur
glæpamynd.
Egypski prinsinn
(The Prince of Egypt) ★★★
Vel heppnuð biblíusaga sem sannar
að teiknimyndin er hentugur miðill
fyrir slík ævintýri. Myndin er ekki
síður ætluð fullorðnum en börnum
og jafnvel dálítið óhugnaleg á köfl-
um.
Guðmundur Ásgeirsson/Heiða
Jóhannsdóttir/Ottó Geir Borg