Morgunblaðið - 10.10.1999, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 10. OKTÓBER 1999 43"*
Garðabæjarsókn
Séra Friðrik
J. Hjartar
valinn
SÉRA Friðrik J. Hjartar hefur ver-
ið valinn til prestsembættis í Garða-
bæ. Séra Friðrik starfar nú sem
prestur í Ólafsvík, en hann hefur
gegnt prestsembætti þai- og á Búð-
ardal í um 20 ár.
Að loknum fundi með umsækj-
endum á föstudag kom valnefnd sér
saman um að velja Friðrik, en hann
hafði lengstan starfsaldur umsækj-
enda. Sigurður Sigurðarson vígslu-
biskum sagði nefndina þó sammála
um að allir umsækjenda væru hæfír
til að gegna prestsstörfum.
Aðrir umsækjendur voru guð-
fræðingamir Auður Inga Einars-
dóttir, Stefán Karlsson og Elínborg
Gísladóttir, séra Jón Hagbarður
Knútsson, séra Magnús Bjöm
Bjömsson og séra Þórey Guð-
mundsdóttir.
----------------
Landssíminn reynir
nýja gagnaflutnings-
tengingu
Hluti starfs-
manna vinn-
ur heima
LANDSSÍMI íslands hf. er að
hleypa af stokkunum verkefni sem
kallast Fjölskylduvænir vinnustað-
ir. Verkefnið er tilraun til að sam-
ræma atvinnu og fjölskyldulíf
starfsmanna með sveigjanlegum
vinnutíma og notkun nýrrar gagna-
flutningstengingar, svokallaðrar
ADSL-tengingar, sem Landssíminn
mun setja á almennan markað um
næstu áramót.
Fimmtíu starfsmenn hafa fengið
nýju tenginguna heim til sín. Ætlast
er til þess að þeir vinni 20% af störf-
um sínum heima. „Með þessari öfl-
ugu tengingu er lítill munur á
vinnsluhraðanum í tölvunni heima
hjá starfsmönnunum eða á vinnu-
staðnum. Við ætlum að skoða hvaða
ávinning þetta getur haft fyrir fyr-
irtækið, starfsmanninn og hans fjöl-
skyldu,“ segir Ólafur Stephensen,
forstöðumaður upplýsinga- og
kynningarmáia Landssímans.
Verkefnið er þegar byrjað og
stendur út nóvember. Ólafur segir
að með þessu móti megi safna upp-
lýsingum um tæknilegar hliðar
tengingarinnar áður en að markaðs-
setningu kemur og jafnframt hver
verði félagsleg áhrif notkunar henn-
ar meðal starfsmanna.
------♦-♦-♦-----
íslandspóstur
Bréfberum
fjölgað
ÍSLANDSPÓSTUR hefur ákveðið
að fjölga bréfberum í hlutastarfi og
minnka hverfin sem hverjum og
einum er ætlað að bera út í. Þetta er
gert í því skyni að bregðast við
miklu álagi sem verið hefur á bréf-
berum undanfarið. Áskell Jónsson,
framkvæmdastjóri hjá Islandspósti,
segir að meðal annars verði leitað
eftir skólafólki til hlutastarfa á
álagstímum.
Askell segir að sprenging hafi
orðið í póstmagni í fyrra og það hafi
aukist enn það sem af er þessu ári.
Einkum er mikil aukning í útburði á
auglýsingabæklingum en árituðum
bréfum hafi einnig fjölgað. Hann
segir bréfberastarfið erfitt starf og
fáir séu í 100% starfi og meirihlut-
inn í hlutastarfi. Til að koma enn
frekar til móts við bréfbera er pósti
ekið til þeirra þegar póstmagnið er
hvað mest og fyrirtækið vilji sýna
bréfberum mikla viðleitni til að
draga úr álaginu því þeir séu verð-
mætur starfskraftur.
FRÉTTIR________________
Mazda Premacy frumsýndur
RÆSIR hf. frumsýnir um helgina
nýja Mazda-bifreið, Premacy.
Premacy er fjölnota fjölskyldubíll,
hannaður fyrir fjölbreyttar kröfur
fjölskyldunnar. Opið verður kl.
13-17 á sunnudag.
Boðið er upp á fjölbreytta dag-
skrá. Leikinn verður léttur djass,
veitingar verða í boði og einnig verð-
ur skemmtun fyrir krakkana. Bein
útvarpsútsending verður frá sýning-
unni, Skúlagötu 59, á FM og Létt.
Fasteignaland ehf.
Ármúla 20, 2. hæð. Sími 568 3040. Fax 588 3888.
Guðmundur Þórðarson, hdl.
og lögg. fasteignasali.
Ingimundur Jónsson,
sölustjóri.
Opið í dag, sunnudag,
frá kl. 12-15
Laufvanaur. Hfi. 4ra herb.
110 fm glæsileg íbúð á 3. hæð í ný-
viðgerðu fjölbýli. Áhv. 2,5 m. Verð
10 m.
Baldursaata 3ia herb.
64 fm á 3. hæð í steinhúsi. íbúðinni
verður skilað fullbúinni með gólf-
efnum. Geymsluris er yfir íbúðinni.
Áhv. 5,6 m. Verð 7,9 m.
Fokhelt raðhús í Mosfellsbæ.
Ca 200 fm fokhelt endaraðhús.
Húsið er fullbúið að utan en fokhelt
að innan. Áhv. ca 5 m. Verð 9,5 m.
Brekkusel — raðhús
250 fm á þremur hæðum, auk 23 fm
bílskúrs. Arinn í stofu. Möguleiki á
ibúð á jarðhæð. Verð 16,2 m.
Garðsendi — einbvli
Ca 225 fm með ca 30 fm bílskúr.
Arinn í stofu. Stór og fallegur garður
með fallegri stórri timburverönd.
Möguleiki á 2 íbúðum eða á góðri
vinnuaðstöðu. Verð 18,9 m.
Mánalind — einbvli
Ca 210 fm fokhelt einbýli með inn-
byggðum bílskúr. Húsið afhendist
fullbúið að utan með grófjafnaðri
lóð. Áhv. 7,2 m. Verð 14,5 m.
Barónsti'aur 4ra herb.
106 fm íbúð á 3. hæð í steinhúsi.
Ekkert áhv. Verð 7,5 m. Skipti mög-
uleg á 2ja íbúða húsi með bílskúr
á svipuðum slóðum.
ATVINNUHÚSNÆÐI
Barónstíqur. Verslunarhúsnæði auk geymslu í kjallara. Húsnæöið er
með mjög hagstæðan leigusamning. Áhv. ca 1,7 m. Verð 6,5 m.
Dalvegur Kóp. Ca 360 fm með 3 innkeyrsludyrum. Áhv. ca 19 m tii
25 ára. Verð 29 m.
Krókháls. Ca 700 fm húsnæði auk möguleika á millilofti. Verð 35 m.
Höfðatún. Ca. 330 fm á 2. hæð. Áhv. ca 15 m. í hagstæðu láni.
Verð 18 m.
Seljendur athugið að okkur vantar allar gerðir
af íbúðum og atvinnuhúsnæði á skrá.
m Sími: 533 4300
FASTEIGNASAL'
Miðhús - Reykjavík
Stórglæsileg eign fyrir vandláta. Nýtískuleg hönnun með
notagildi í fyrirrúmi. Vandaðar innréttingar, merbau-parket
og flísar á gólfum. 5 herb. og 2 stofur. Suðursvalir, glæsi-
legt útsýni (Bláfjöll—Snæfellsnes). Mahóni-innrétting í eld-
húsi. Svefnálma sér. Ca 50 fm aukarými. Einstaklega fal-
legur garður með heitum potti, verönd og skjólvegg. Verð
23,5 m. Glæsilegt hús og sérstök hönnun.
Opið hús
í dag
mmmmssm
SML 533 6050
á milli
kl. 13 og 15
Opið hús
Við á Höfða ehf. erum nú með í sölu þetta glæsilega ein-
býlishús í Stórateigl 35 í Mosfbæ. íbúðin er á einni hæð
ásamt tvöföldum bílskúr. Húsið er í barnvænu umhverfi
enda stendur það í enda götunnar og mikið víðlendi í
kring. Áhugasamir eru velkomnir milli kl. 13.00 og 15.00
í dag. Ásett verð eignarinnar er 17,2 millj.
KÍ
Morgunverðarfundur á Hótel Sögu
Miðvikudaginn 13. október 1999, kl. 8:00 - 9:30
SKATTAMAL
ATVINNULIF SINS
/
Tillögur skattahóps Verslunarráðs Islands um breytingar
• Skattaleg meðferð kaupréttarsamninga
• íþyngjandi eignarskattar
• Einstaklingsrekstur færður í hlutafélag
• Sérreglur um eignarhaldsfélög
• Starfsmenn íslenskra íyrirtækja erlendis
• Stimpilgjöld o.fl.
FRAMSOGUMENN:
Guðjón Rúnarsson, formaður skattahópsins gerir grein fyrir skýrslu hópsins
Ámi Tómasson, löggiltur endurskoðandi
Gunnlaugur Sigmundsson, framkvæmdastjóri
FUNDARSTJÓRI:
Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins
m
SAMTÖK
ATVINNULÍFSINS
Fundargjald (morgunverður innifalinn) kr. 1.500,-
Fundurinn er öllum opinn en æskilegt er
að tilkynna þátttöku fyrirfram í síma 510 7100 eða
bréfasíma 568 6564 eða með tölvupósti mottaka@chamber.is.
VERSLUNARRÁÐ ÍSLANDS
4