Morgunblaðið - 10.10.1999, Blaðsíða 30
30 SUNNUDAGUR 10. OKTÓBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið/Ásdís
Ólafur Garðarsson, lögmaður og umboðsmaður knattspyrnumanna: „Þegar ég fékk mér þessi réttindi hélt ég að mest yrði að gera við að fara á leiki
hér heima og fylgjast með ungu strákunum. Það er auðvitað hluti þess sem ég geri en aðallega er þetta markaðsstarfsemi.“
AÐ SELJA ÍSLENSKA
KNA TTSPYRNUMENN
VIÐSKIPn iOVINNUUF
Á SUNNUDEGI
►Ólafur Garðarsson, lögmaður og umboðsmaður knattspyrnu-
manna, fæddist 13. nóvember 1959. Hann varð stúdent frá
Verzlunarskóla íslands 1979, varð lögfræðingur frá Háskóla ís-
iands 1984, héraðsdómslögmaður í janúar 1986 og hæstarrétt-
arlögmaður í nóvember 1992. Ólafur starfaði fyrst sem fulltrúi
hjá Gísla Baldri Garðarssyni hrl. í eitt og hálft ár en stofnaði
síðan stofu með Jóhanni Pétri Sveinssyni heitnum. Þegar Jó-
hann Pétur lést, langt fyrir aldur fram, kom Jóhannes Albert
Sævarsson hdl. til samstarfs við Ólaf og reka þeir nú lögmanns-
stofu. Ólafúr hlaut réttindi til að starfa sem alþjóðlegur um-
boðsmaður knattspyrnumanna haustið 1997. Eiginkona Ólafs er
Laufey Johannessen og eiga þau saman eitt barn, Jóhannes,
sem er fæddur 2. desember 1998. Ólafur á tvö börn með fyrri
konu sinni, Garðar Stein, 16 ára, og Rebekku, 14 ára.
eftir Skapta Hallgrímsson.
IÐSKIPTAHLIÐ
íþrótta, ekki síst knatt-
spymu, verður stöðugt
meira áberandi, leik-
menn eru seldir milli
liða fyrir sífellt hærri upphæðir og
launaskrið knattspyrnumanna virð-
ist meira en gengur og gerist.
Skynjar þú, sem umboðsmaður,
með beinum hætti hve knattspyrnan
snýst orðið mikið um viðskipti?
„Ekki hér á Islandi, en ég hef feng-
ið að heyra - oftar en einu sinni og
oftar en tvisvar - t.d. þegar ég sendi
erlendu félagi myndband af Rúnari
Kristinssyni, sem er 29 ára, að hann
sé vissulega mjög góður en þar sem
hann sé orðinn þetta gamall sé útilok-
að að liðið geti selt hann aftur síðar
og því hafl það ekki áhuga! Menn
segja hreint út: þú verður að átta þig
á að fótbolti er ekki bara fótbolti leng-
ur; hann er bisness! Það er því ekki
bara getan sem skiptir máli og stað-
reyndin er sú að fáir framkvæmda-
stjórar félaga úti í heimi - ef einhver
- vakna á morgnana og hugsa sem
svo; það er best að skella sér til ís-
lands að finna einhverja góða og
ódýra leikmenn. Eg er því stanslaust
að kynna forráðamönnum erlendra
félaga íslenska leikmenn. Læt þá hafa
myndbandsspólur og reyni að fá þá til
að koma til landsins og horfa á við-
komandi menn. Þegar ég fékk mér
þessi réttindi hélf ég að mest yrði að
gera við að fara á leiki hér heima og
fylgjast með ungu strákunum. Það er
auðvitað hluti þess sem ég geri en að-
allega er þetta markaðsstarfsemi."
Að þessu leyti hefur knattspymu-
heimurinn breyst mikið á tiltöiulega
skömmum tíma, ekki satt?
„Jú, og það er hægt að nefna eitt
dæmi. Atli Eðvaldsson varð næst-
markahæstur í efstu deild í Þýska-
landi á sínum tíma, gerði fimm mörk
í síðasta leiknum [vorið 1983] og var
með lausan samning eftir keppnis-
tímabilið. Ef hann væri í þessari
stöðu í dag hugsa ég að greiðsla til
hans, bara fyrir að skrifa undir
samning við lið, yrði á bilinu 70 til 90
milljónir króna og að hann gæti
fengið annað eins í árslaun. Atli hef-
ur vafalaust fengið góð laun á sínum
tíma en laun knattspyrnumanna hafa
hækkað mikið síðustu ár.“
Ertu í samstarfí við erienda um-
boðsmenn?
„Já, ég vinn með norskum um-
boðsmönnum, dönskum, enskum,
hollenskum, austurríkum, þýskum
og fleirum. Eg hef mikið reynt að
komast inn á Italíu og Spán en það
er erfitt margra hluta vegna. Ein
stærsta hindrunin er að umboðs-
menn þar tala nánast ekkert nema
móðurmálið. En það mjakast og
maður frá Bologna verður á lands-
leiknum í Frakklandi [sem fram fór í
gærkvöldi]. Af hverju ættum við
ekki að eiga atvinnumenn á Italíu og
Spáni? Þar eru þónokkrir Danir og
Svíar og án þess að ég sé að gera lít-
ið úr þeim eru margir þeirra engar
sérstakar stjörnur."
Gætu spilað á Italíu og Spáni
„Ég tel okkur eiga leikmenn í
landsliðinu, sem allir spila að vísu er-
lendis, sem gætu hæglega spilað á
Italíu og Spáni. Ég nefni sem dæmi
Rúnar Kristinsson, sem að mínu
mati gæti spilað í hvaða deild sem er
í heiminum því hann bætir sig alltaf
eftir því sem mótstaðan er meiri. Við
sjáum það í hverjum landsleiknum á
fætur öðrum. En það getur verið
erfitt að sannfæra menn; ég hef látið
fleiri en eitt enskt úrvalsdeildarlið
fylgjast með Rúnari og fékk meðal
annars að heyra að hann tæklaði
ekki nóg og væri ekki nógu góður
varnarlega. Staðreyndin er hins veg-
ar sú að Rúnar skilar mjög góðri
varnarvinnu þó hann sé kannski ekki
sífellt tæklandi andstæðingana upp í
efri vör!
Ég sendi ensku úrvalsdeildarliði
einu sinni spólu með Rúnari, en for-
ráðamenn þess skoðuðu hann ekki
nánar þó þeir segðu hann ágætan
leikmann. Framkvæmdastjóri þess
fór svo til Noregs að skoða fram-
herja, sá Rúnar spila og hringdi í
mig eftir þá ferð og kvaðst betur
hafa farið að mínum ráðum og at-
hugað strax með Rúnar. Hann hefði
verið yfirburðamaður á vellinum.
Rúnar geldur fyrir það nú að vera
orðinn 29 ára en hann er reyndar svo
léttur að hann á eftir að vera stór-
góður í fjögur til fimm ár í viðbót. Og
það er ekki loku fyrir það skotið að
eitthvað gerast í hans málum!“
Ertu með marga leikmenn á þín-
um snærum?
„Ég reyni að vera með tvo til þrjá
í hverri stöðu, fyrir utan yngri leik-
menn, og ég reyni að takmarka þann
fjölda sem ég er með. Margir vilja
auðvitað komast út en ef ég trúi ekki
á leikmanninn get ég ekki hjálpað
honum að komast út. Ég styðst auð-
vitað líka við skoðanir annarra, en ef
mér finnst ieikmaður ekki nógu góð-
ur er mjög erfitt fyrir mig að reyna
að selja hann. Þá tek ég hann helst
ekki að mér.“
Hefurðu selt marga knattspyrnu-
menn úr landi?
„Nei. Ég er að vinna í mörgum
málum en það hefur ekki verið mikið
um sölur. Ég er ánægður ef ég næ
að selja tvo til þrjá á ári. Mín fyrsta
sala var Jóhann B. Guðmundsson til
Watford og hann skipar alltaf ákveð-
inn sess hjá mér, enda úrvalsdreng-
ur. Síðasta salan var Grétar Hjartar-
son til Lilleström í Noregi. Þar fer
einnig vandaður strákur sem á mikla
framtfð fyrir sér.“
Umboðsmenn eru gífurlega marg-
ir erlendis. Sérðu fyrir þér að við-
skipti með íslenska knattspyrnu-
menn verði svo blómleg að umboðs-
menn verði í fullu starfí við það hér-
lendis?
„Ég leyfi mér að efast um það.
Það er auðvitað mikil samkeppni í
þessu; einn annar Islendingur er
með FIFA-réttindi og ég er líka í
samkeppni við marga útlendinga.
Hér eru margir norskir, enskir og
skoskir umboðsmenn á markaðnum,
enskir og skoskir. Ég er í samstarfi
við marga þeirra, aðrir eiga samstarf
við einhverja aðra íslendinga eða
koma bara sjálfir. Ég sit því ekki
einn að markaðnum en hef kannski
það forskot að vera Islendingur;
menn þurfa ekki að tala annað
tungumál og auðvelt er að spyrjast
fyrir um mig. í starfi mínu sem lög-
maður hef ég reynt að starfa af heil-
indum og samviskumsemi og vona að
það nýtist mér í þessu starfi."
Er verðið of lágf ?
Pegar íslenskir leikmenn fóru
fyrst til erlendra félagsliða var
stundum gantast með að greitt væri
fyrir með tíu boltum. Talsvert fé er
greitt fyrir suma í dag, en margir
virðast á því að það sé enn alltoflítið.
Ertu sammála því?
„Ég hef heyrt þessa skoðun en ég
held að þangað til við höfum ein-
hvern til að ryðja brautina - ein-
hvern sem gerir það reglulega gott
til dæmis í ensku úrvalsdeildinni - sé
erfitt að hækka verðið mikið. Það
breytti miklu fyrir Finna eftir að
Jari Litmanen gerði það gott í
Hollandi; nú eru hátt í 30 Finnar at-
vinnumenn í Hollandi en enginn ís-
lendingur þó þeir eigi ekki að vera
mikið betri en við í fótbolta.
Ef Eiður Smári - sem hefur auð-
vitað alla burði til þess, ef hann verð-
ur ekki þjakaður af fyrri meiðslum -
Arnar Gunnlaugsson eða Jóhann B.
Guðmundsson, fara að gera rósir í
efstu deild í Englandi breytast þess-
ar forsendur algjörlega. Ég hef
heimsótt mikið af liðum í Englandi,
Skotlandi, Austurríki, Þýskalandi og
Noregi og er að draga menn hingað
heim. Hingað kom mjög mikið af
mönnum í sumar til að skoða leik-
menn og ég segi stundum í gríni að
sá eini sem er að græða á minni
starfsemi til þessa séu Flugleiðir; oft
voru fjórir eða fimm menn hér að
horfa á leik og fljúga auðvitað allir
með Flugleiðum. Menn frá neðri
deildarliðum í Englandi hafa komið
og skoðað leikmenn og það gæti skil-
að sér þó það gerist ef til vill ekki
endilega strax. Ég var með norskan
umboðsmann á bikarúrslitaleik KR
og Akraness um daginn; hann hafði
ekki séð leik hér áður en var upp-
numinn. Hélt að hvorki knattspyrn-
an né umgjörðin væru á þessu stigi.
Ég sagði honum reyndar að þessi
leikur hefði verið heldur dapur og
hann átti bágt með að trúa því. Hann
sá þarna marga leikmenn sem hon-
um fannst góðir.“
Mjög viðráðanlegir
Pví hefur verið haldið fram að ís-
lenskir leikmenn séu almennt mjög
vel Iiðnir. Þeh• leggi sig alltaf fram,
eins og aðrir Skandinavar, sem sé
meira en mörgum fínnist um ýmsa
aðra.
„Þetta er auðvitað eitt af því sem
ég held alltaf fram. Það er auðvelt
fyrir mig að segja framkvæmda-
stjóra á Englandi að íslenskur leik-
maður muni örugglega ekki kvarta
undan veðrinu, að hann tali tungu-
málið og að hann verði ekki til vand-
ræða. Það er almenn skoðun í knatt-
spyrnuheiminum að leikmenn frá
Skandinavíu séu mjög viðráðanlegir.
Hægt er að finna meira af leiftrandi
hæfileikamönnum sunnar í álíúnni,
en þeim fylgja yfirleitt fleíri vanda-
mál. Forráðamenn liða erlendis hafa
sagt mér að þeir forðist leikmenn frá
ákveðnum löndum."
Nokkrir leikmenn sem ekki hafa
verið nálægt landsliðinu hafa farið
frá Islandi út og gerst atvinnumenn
hin síðari ár. Er þetta vegna tilkomu
umboðsmanna hér heima? Reynirðu
jafnvel frekar að koma umbjóðend-
um þínum til liða í neðri deildum, að
minnsta kosti til að byrja með?
„Ef við horfum kalt á stöðuna erum
við ekki með marga leikmenn hér
heima sem gætu farið beint inn í úr-
valsdeildina í Englandi. En við erum
hins vegar með marga sem gætu end-
að þar. Það er hæpið að bestu menn á
Islandsmótinu - ég get talið upp
Bjama Þorsteinsson, Sigurð Örn
Jónsson og Marel Baldvinsson til að
nefna einhverja - stökkvi beint inn í
16 manna hóp úrvalsdeildarliðs. Þar
eru 35-45 leikmenn á samningi og ég
held því að viturlegra sé, í mörgum
tilfellum, að fara í liðs í 1. deild. Á
hverjum einasta leik, hvort sem um
er að ræða aðallið eða varalið slíks fé-
lags, eru tugir þjálfara og fram-
kvæmdastjóra að horfa á og standi
menn sig vel í þeim útstillingarglugga
komast þeir áft-am. Og ég held að það
verði algengara í framtíðinni en hing-
að til, að Islendingar fari til neðri-
deildar liða, til dæmis í Englandi, því
hér eru margir ágætir knattspyrnu-
menn þó þeir séu ekki í landsliðinu.
Það verður líka algengt að félög
reyni að fá til sín unga leikmenn, því
þau vilja sjálf móta þá sem knatt-
spyrnumenn. Ég skil mæta vel að
það er erfitt fyrir íslenska foreldra
að senda 16 ára strák til útlanda; það
er erfitt þegar unglingar fara af
heimilinu, hvað þá til útlanda. Og
eins eru menn hræddir um að kröf-
urnar til náms séu minni. Ég er tals-
maður náms en hef sagt á móti að
gott sé að gefa strákunum tækifæri.
Þeir eru í skóla, bekkjarkerfið er ef
til vill ekki nákvæmlega það sama og
námsefnið ekki heldur, en í mínum
huga skiptir ekki höfuðmáli hvort
menn verða stúdentar tvítugir eða
tuttugu og tveggja ára. Það kemur í
ljós á næstu tveimur til þremur ár-
um hvort samið verði við þá_ aftur;
hvort þeir séu nógu góðir. Ég hef
nefnt við foreldra að ef þeir ættu
dóttur sem væri sérlega efnileg í
ballett og San Francisco-ballettinn