Morgunblaðið - 10.10.1999, Blaðsíða 40
40 SUNNUDAGUR 10. OKTÓBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
RAKEL SOLBORG
ÁRNADÓTTIR
+ Rakel Sólborg
Árnadóttir
fæddist á ísafirði
27. ágúst 1936. Hún
lést á Sjúkrahúsi
Reykjavíkur 29.
september siðastlið-
inn og fór útför
hennar fram frá
Fríkirkjunni í Hafn-
arfirði 7. október.
Það mun hafa verið í
febrúar 1954 að leiðir
okkar Rakelar lágu
saman. Þá varð ég fyr-
ir þeirri reynslu að
þurfa að fara á Vífilsstaði. Eg lenti
þar á átta manna stofu með yndis-
legum konum, sem allar voru mér
frábærlega góðar. Ein í hópnum
var Rakel sem var þeirra yngst,
aðeins sautján ára gömul en ég
nýorðin fimmtán, svo yið urðum
strax góðar vinkonur. Ég kom frá
Flatey á Breiðafirði en hún átti
heima í Hafnarfirði hjá foreldrum
sínum. Þangað bauð hún mér oft í
heimsókn þegar frá leið og við
máttum hafa bæjar-
leyfi.
Þegar leið á vorið
kom í ljós að hún átti
kærasta sem var í
Menntaskólanum í
Reykjavík. Það var
hann Bragi hennar.
17. júní fengum við
bæjarleyfi. Þá varð
Bragi stúdent með
hvítan koll og við
gengum með honum
um bæinn rígmontnar,
en reglurnar voru þær
að við urðum að vera
komnar heim um
kvöldmat, þrátt fyrir þjóðhátíðar-
dansleik og skemmtilegheit, því
hlýddum við.
Þetta sumar var ákaflega sólríkt
og viðburðaríkt. Þá varð sól-
myrkvi, sem sagt myrkur um miðj-
an dag. Við sigldum á vatninu og
gengum um hraunið. Sóluðum okk-
ur í leguskálanum með lök yfir
okkur samkvæmt læknisráði.
Lærðum að dansa tjútt sem
fjörugar gangastúlkur kenndu
okkur. Lífið var nú samt ekki bara
leikur.
Ég var á Vífilsstöðum í þrettán
mánuði og náði mér alveg, en sama
var ekki að segja um Rakel mína.
Hún þurfti að fara þangað aftur.
En leiðir skildi, ég fluttist til
Stykkishólms 1957 og hef verið þar
síðan en Rakel búið viða. Þó viss-
um við alltaf hvor af annarri. A jól-
um 1956 fékk ég fallega mynd af
þeim Rakel og Braga með frum-
burð sinn. Þegar Bragi var við
framhaldsnám í Svíþjóð, en hann
er læknir, fylgdi Rakel honum
þangað. Þá heyrði ég frá þeim af
og til. Svo líða árin.
Mikið gladdi það okkur hjónin
þegar Rakel og Bragi leituðu okkur
uppi á „dönskum dögum“ í Stykkis-
hólmi fyrir nokkrum árum. Þá vora
þau mætt á tjaldstæðið á sínum
húsbíl. Það urðu fagnaðarfundir.
Þetta endurtóku þau svo 1997. Þá
fóram við í „grandferð“ með Eyja-
ferðum og skemmtum okkur vel.
Og enn var ætlunin að mæta nú í
sumar en það fór á annan veg.
Elsku Rakel mín, ég þakka þér
fyrir glaðværð þína og góðar stund-
ir.
Elsku Bragi, við Einar vottum
þér og ástvinum þínum okkar
dýpstu samúð.
Pálína Guðný Þorvarðardóttir.
SIGRUN
SIGURÐARDÓTTIR
+ Sigrún Sigurð-
ardóttir fæddist
í Reykjavík 2. aprfl
1923. Hún lést á
Landakoti 30. ágúst
síðastiiðinn og fór
útför hennar fram
frá Laugarnes-
kirkju 7. september.
Hann er orðinn stór
hópurinn sem hefur
tengst okkur í Hlíð á
einn eða annan hátt,
sumir koma og fara en
aðrir staldra lengur
við. Þegar við nú
kveðjum Sigrúnu Sigurðardóttur
eða Sillu eins og við kölluðum hana
alltaf er kannski rétt að rifja það
upp að nú munu vera liðin 60 ár frá
því að hún kom fyrst að Hlíð eða
v/ T-ossvoQskirkjwgaKð
Síwii 554 0500
sumarið 1939. Hvemig
það bar að verður ekki
rakið hér, enda aðrir
færari um það en ég,
en þetta sumar mun
hafa verið einstakt
fyrir mikla veðurblíðu
og öllum þeim sem það
upplifðu afar eftir-
minnilegt og því í raun
táknrænt fyrir allt það
sem á eftir kom.
Tryggð hennar við
staðinn og vinátta
hennar og trygglyndi í
garð okkar Hlíðarfólks
var sem eilíft sumar
og einstök blíða í öllum okkar sam-
skiptum og fjölskyldu hennar.
Ég og yngri sonur Guðmundar
og Sillu vorum á svipuðum aldri og
allt frá því við fyrst munum eftir
okkur og til þessa dags miklir fé-
lagar og vinir. Ekki síst þess vegna
varð það hlutverk Sillu að gera ým-
Persónuleg,
alhliða útfararþjónusta.
Áralöng reynsla.
Sverrir Olsen,
útfararstjóri
Sverrir Einarsson,
útfararstjóri
Útfararstofa íslands
Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300
Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/
OSWALDS
sími 551 3485
ÞJÓNUSTA ALLAN
SÓLARHRINGINN
AÐAI-STRÆTI 4B • 101 RI VKJAVÍK
Davið Ingér ÚLifur
Útfimmij. Ihnsjón Útfimirstj.
L í K KISTUVIN N l JSTO FA
EYVINDAR ÁRNASONAR
islegt fyrir mig sem ljúft er að
minnast. Fyrir sveitastrák að aust-
an var það framandi heimur að
koma til höfuðborgarinnar, alls
staðar ys og þys. Þá var gott að
eiga góða að og gott að koma á Hr-
ingbrautina, leikfélagamir eins og
þeir gerast bestir og ekki spillti ná-
lægðin við höfnina, sem var heill
ævintýraheimur út af fyrir sig.
Seinna var það mér ómetanlegt
að eiga nánast annað heimili í
Hvassaleitinu í fjóra vetur og höfð-
ingsskapur Guðmundar og Sillu
nokkuð sem seint verður fullþakk-
að.
Það er margs að minnast en þó
held ég að síðasta samverastundin
verði mér seinna meir minnisstæð-
ust. Erfiðir mánuðir vora að baki
sem einir og sér hefðu getað lamað
lífsþróttinn og flestum og trúlega
best henni sjálfri ljóst að kveðju-
stundin nálgaðist. A þessari stundu
sýndi hún best styrk sinn, bjartsýn
með brennandi áhuga á málefnum
líðandi stundar, enda afburða vel
greind og fljót að átta sig og vak-
andi yfir velferð annarra.
Innilegar samúðarkveðjur héðan
frá Hlíð og þakkir fyi-ir samfylgd-
ina.
Tryggvi Steinarsson.
ALDARMINNING
JULIUS
ODDSSON
+ Afi okkar, Júlíus
Oddsson, fæddist í
Hafnarvík í Hrísey 11.
október árið 1899 og
lést langt um aldur
fram, nýorðinn 47 ára.
Hann var elstur af
átta börnum foreldra
sinna, Odds Sigurðs-
sonar skipstjóra og
útvegsbónda í Hrísey
og Sigrúnar Jörands-
dóttur.
Foreldrar Sigrúnar
voru hákarla-Jörund-
ur Jónsson skipstjóri
og útvegsbóndi í
Syðstabæ í Hrísey og seinni kona
hans Margrét Guðmundsdóttir.
Foreldrar Odds voru Sigurður
Stefánsson og Guðlaug Ólafsdóttir
á Steindyrum á Látraströnd.
Júlíus stundaði nám við Gagn-
fræðaskólann á Akureyri 1915-17
en þegar skólahald lagðist niður
þar frostaveturinn mikla 1918 fór
hann til Reykjavíkur og lauk prófi
frá Verslunarskóla íslands 1921.
Næstu tvö árin vann Júlíus í versl-
un Carls Höpfners á Akureyri en
veiktist síðan af berklum og lá á
Vífilsstaðaspítala um skeið. Eftir
að hann hafði náð bata stofnaði
hann verslun í Hrísey 1926 og rak
hana til æviloka. Jafnframt versl-
un sinni rak hann lengst af útgerð
frá Hrísey. Hann sat lengi í
hreppsnefnd Hríseyjar, var hrepp-
stjóri frá 1939 og sýslunefndar-
maður Hríseyinga frá 1942 til
dauðadags. Hann var formaður
Utgerðarmannafélags Hríseyjar
og hafði ýmis umboð á hendi, þar á
meðal Sölusambands íslenskra
fiskframleiðenda, og var auk þess
póst- og símstjóri Hríseyinga um
árabil.
Árið 1930 kvæntist Júlíus
frænku sinni Sigríði Jörandsdótt-
ur sem fæddist að Botni í Þor-
geirsfirði 4. febrúar 1911. Hún lést
fyrir 10 áram, 15. maí 1989. Jör-
undur faðir hennar var sonur há-
karla-Jörundar og vora þau hjón
því systkinaböm. Móðir Sigríðar
var María Sigurðardóttir.
Vorið 1946 veiktist Júlíus af
nýrnaveiki og lést af hennar völd-
um í Landspítalanum í Reykjavík
23. október sama ár. Útför hans
var gerð í Hrísey 5. nóvember. I
fréttum Morgunblaðsins og ís-
lendings á Akureyri greinir frá því
að skipið Andey hafi flutt fjöl-
t
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi,
PÉTUR HRAUNFJÖRÐ,
verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu
þriðjudaginn 12. október kl. 15.00.
Fyrir hönd barna, tengdabarna og systra,
Björg Hraunfjörð Pétursdóttir.
LEGSTEINAR t Marmari
Islensk framleiðsla Granít
Vönduð vinna, gott verð Blágrýti
Sendum myndalista Gabbró
MOSAIK Líparít
Hamarshöfði 4, 112 Reykjavík 1
sími 5871960, fax 5871986
Opið hús
Þjórsárgata 9, 101 Rvík,
Kiedri sérhæð
Til sýnis og sölu nýleg, glæsileg neöri sérhæð, 104,3
fm ásamt 21 fm bílskúr, í „Litla Skerj'afirði". Húsið og
skúrinn er byggður 1983. 3 svefnherb. Parket og flísar
á gólfum. Falleg ræktuð lóð. Stór sólverönd.
Eign í algjörum sérflokki.
Áhv. 1,5 millj. byggsjóður og 3 millj. húsbréf, alls 4,5
millj.
Benedikt tekur vel á móti gestum í dag, sunnudag, milli
kl. 15 og 18.
Brynjólfúr Jónsson fasteignasala,
sími 511 1555, gsm 898 9791.
menni frá Akureyri til
að vera við jarðarför-
ina og var þar á meðal
fjöldi Oddfellow-félaga
sem stóðu heiðursvörð
um kistuna og báru
hana úr kirkju. „Hér
um bil hvert manns-
barn í eynni fyigdi Júl-
íusi sál. til grafar, og
stóð nokkuð af lík-
fylgdinni úti fyrir
kirkjunni með því að
kirkjan var fullsetin,"
eins og segir í frétt Is-
lendings.
I minningargrein
um Júlíus segir Brynleifur Tobías-
son: „Júlíus sál. var áhugasamur
framkvæmdamaður, er vildi greiða
hverju því máli, er hann hafði tekið
að sér, veg með vitsmunum og
góðvilja. Hann var glaður og gam-
ansamur, og varð honum því mjög
vel til vina. Ahugi hans á þjóðmál-
um var drjúgur, þó að hann hefði
sig ekki mikið í frammi. Var fylgi
hans betra en sumra tíu annarra.
Hann sóttist ekki eftir virðingum,
en virðing og traust annarra komu
til hans.“
Júlíus og Sigríður eignuðust
fjórar dætur en þrjár komust á
legg. Elst þeirra var Jörgína
Ragna kaupkona, f. 1933, d. 1976.
Hún var gift Ólafi Björnssyni
kaupmanni, d. 1980, og áttu þau
tvö börn, Júlíus og Ölmu. - Önnur
dóttir Júlíusar og Sigríðar er Heba
Helena, f. 1937, skrifstofustjóri í
Reykjavík. Hún var gift Þorkeli
Valdimarssyni hagfræðingi og eiga
þau tvö börn, Valdimar og Sigríði
Elínu. Sambýlismaður Hebu er
Gísli Theódórsson fyrrverandi
framkvæmdastjóri. - Þriðja dóttir
Júlíusar og Sigríðar er Sigrún, f.
1944, dósent í félagsráðgjöf við
Háskóla Islands. Hún var áður gift
Vésteini Lúðvíkssyni rithöfundi og
eiga þau einn son, Orra. Seinni
maður Sigrúnar er Þorsteinn Vil-
hjálmsson prófessor, og er sonur
þeirra Viðar, en Þorsteinn á þrjú
börn frá fyrra hjónabandi, Vil-
hjálm, Björn og Þórdísi Katrínu. -
Barnabarnabörn Júlíusar og Sig-
ríðar eru orðin tíu.
Hjónaband Júlíusar og Sigríðar
var sérstakt. Bréfin sem til eru frá
banalegu hans í Reykjavík og með-
an hún stýrði málum í Hrísey sýna
ekki aðeins ást og vináttu heldur
jafnræði sem líklega var ekki
venja á þeim tíma. Eftir að Júlíus
dó tók Sigríður við mörgum af
verkefnum hans. Hún rak m.a.
verslunina áfram ein og sinnti
póst- og símstjóraskyldum um
tíma, en 1949 fluttist Sigríður með
dæturnar þrjár ásamt tengdamóð-
ur sinni frá Hrísey til Reykjavíkur.
Hún rak lengi verslunina Ósk,
fyrst á Barónsstíg en síðan á
Laugavegi. Hún hélt alla tíð
tryggð við frændgarðinn, bæði þá
sem búsettir voru hér sunnan
heiða og eins í Hrísey.
Blessuð sé minning þeirra
hjóna.
Barnabörnin.
Hattar, húfur, alpahúfur,
2 STÆRÐIR.
Mörkinni 6, s. 588 5518.