Morgunblaðið - 10.10.1999, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 10. OKTÓBER 1999 29
um að leita einfaldari aðferða til að
vinna verkin. Afgreiðsluhættir nú-
tímans eru breyttir og við erum að ná
árangri hér, skriffmnska hefur
minnkað mikið hjá Tryggingastofn-
un. Við beitum nýjum vinnubrögðum,
til dæmis í Hjálpartækjamiðstöðinni.
Þar er nú beitt útboðum, seljendur
slíkra tækja keppa og keypt er af
þeim sem best býður í verði, gæðum
og þjónustu. Aður var bara keypt eft-
ir hendinni en nú sitja allir við sama
borð. Ég þarf þess vegna ekki lengur
að tala við sendinefndir frá framleið-
endum og seljendum slíkra tækja,
skýrar reglur gilda sem við og þeir
verða að fara eftir.
Breytingar eru háðar fjárframlög-
um og við höfum ekki fengið allt í
gegn sem við höfum farið fram á, til
dæmis ekki nýtt húsnæði. Hér eru
mikil bílastæðavandræði vegna þess
hve margir leita hingað. En ýmislegt
hefur samt áunnist auk endurbót-
anna á húsnæðinu sem ég er mjög
þakklátur ríkisvaldinu fyrir. Við höf-
um meðal annars verið að enduimýja
og bæta tölvukerfið sem mun gera
vinnuferlið einfaldara.
Læknasvið stofnunarinnar hefur
lagt áherslu á rannsóknir sem komið
geta að gagni við stefnumörkun hjá
okkur, a.m.k. 14 slík verkefni eru nú
í gangi hjá læknasviðinu og uppi í
Háskóla. Annað sem ég tel mikil-
vægt eru samráðsnefndir þar sem
sitja fulltrúar okkar og hagsmuna-
samtaka. í einni þeirra eru auk okk-
ar fulltrúar Öryrkjabandalagsins og
Þroskahjálpar, í annarri fulltrúar
Félags eldri borgara og Landssam-
taka aldraðra. Þessir aðilar geta þar
komið á framfæri viðhorfum og
ábendingum, þeir geta sagt okkur
hvernig við getum gert betur og
nálgast sjónai-mið þeirra um betri
þjónustu, sömuleiðis eru rædd út-
gáfumál og fleira þess háttar. Þessi
tilhögun hefur reynst ákaflega vel.
Ég ætla að nefna hér líka lyfjaeft-
irlitskerfí sem við erum búin að koma
upp og apótekin eru smám saman að
koma inn í það. Þá geta þau sent okk-
ur lyfseðlana með rafrænum hætti og
við greiðum þá okkar hluta sam-
stundis, einnig rafrænt.“
- Upplýsingarnai• um lyfjanotkun
eru mjög viðkværnar og persónuleg-
ar. Er þeirra vel gætt?
„Við erum í góðu samstarfi við
Tölvunefnd um þau mál og lútum
fyrirmælum hennar. Beitt er dulkóð-
unum á alla vegu til að koma í veg
fyrir misnotkun. En það hefur í
sjálfu sér alltaf verið einhver hætta á
misnotkun þótt kerfið sé nú orðið
mjög vel varið.“
Læknar og væntingar
- Hvað með kynningu á starfí
stofnunarinnar, reglum og öðru slíku
sem oft virðast afskaplega fíóknar og
minna á frumskóg?
„Við erum með heimasíðu sem við
ætlum að gera aðgengilegri en nú.
Árið 1997 gáfum við út Læknahand-
bók sem fer á Netið á næstu vikum
og gefum einnig út ritið Staðtölur
með ýmsum upplýsingum. Stað-
reyndin er að læknar eru ekki allir
vel að sér um almannatryggingar
þótt þeir séu annars ákaflega vel að
sér á sínu sviði. Stundum gefa þeir
fólki væntingar en síðan segja lög og
reglur eitthvað allt annað.“
- Tryggingaráð skar áður úr í
ágreiningsmálum en nú er það svo-
nefnd Úrskurðarnefnd almanna-
trygginga sem það hlutverk hefur og
fjallar um kærur. Úrskurðir og hóta-
greiðslur byggjast á upplýsingum
frá einstaklingum, fyrirtækjum og
öðrum stofnunum eins og lífeyris-
sjóðum. Hversu vel er þessum upp-
lýsingum treystandi og er upplýs-
ingaflæðið milli stofnana ílagi?
„Það er rétt að í skýrslu Ríkisend-
urskoðunar um Tryggingastofnun er
rætt um að tekjuyfirlýsingar séu
ekki alltaf réttar og mikið er um
slíkt. Um 90% af athugasemdum
endurskoðunardeildar lúta að slíkum
yfirlýsingum sem fólk gefur þegar
það hættir að vinna vegna aldurs eða
eitthvað sérstakt kemur upp á.
Sleppt er greiðslum frá lífeyris-
sjóðum, sumir gera þetta óvart en
aðrir í von um að okkur sjáist yfir
þetta. Ég ritaði á sínum tíma öllum
lífeyrissjóðunum bréf þar sem ég
bað þá um að gefa okkur upplýsing-
ar um þessi mál, breytingar á tekj-
um lífeyrisþega, vegna þess að okkar
greiðslur eru tekjutengdar. Allir
SAL-sjóðirnir hafa gert það en
ákveðnir sjóðir hafa ekki viljað gefa
upplýsingar um þessar tekjur. Þeir
virðast halda að með því geti þeir
verið að gera eitthvað gott fyrir sitt
fólk.
Það er alrangt af því að við höfum
beinan aðgang að skjölum skattyfir-
valda og sjáum því fyrr eða síðar ef
eitthvað hefur misfarist. Þá þurfum
við að elta fólk uppi, rukka aldrað
fólk og það þykir okkur andstyggi-
legt að þurfa að standa í en við verð-
um að fara að lögum.
Einhverjir halda kannski að ég og
mitt fólk sé af einhverri illgirni að
reyta fé af gömlu fólki en þannig er
það ekki. Þetta gerist með vélrænum
hætti í tölvukerfinu, hafí fólk fengið
meira en það átti rétt á er það dregið
frá næst. Þetta þurfum við að gera
vegna þess að upplýsingastreymið
frá sjóðunum var ekki nógu gott. En
við erum að reyna að bæta úr þessu.
Atvinnuleysistryggingasjóður var
áður hér innandyra og notaði sama
tölvukerfi og við. Hjá arftakanum,
Atvinnumálastofnun, hafa menn nú
byggt upp sitt eigið tölvukerfi og ég
trúi því að við munum innan tíðar fá
aðgang að því. Þá þurfum við ekki að
vera að innheimta ofgreiðslur eftir á,
þetta er mjög seinleg leið og kostar
mikla vinnu. Tölvunefnd hefur áður
veitt okkur leyfi til að nálgast þessar
upplýsingar og ég reikna með að svo
verði áfram. En um þetta gilda þó
strangar reglur og ég álít að við sé-
um mjög á varðbergi hér gagnvart
allri notkun á þessum upplýsingum,
höfum persónuvernd mjög í huga.
Viðkvæmastar eru svonefndar sam-
keyrslur gagna.
Tekjutengingarnar valda því að
menn eru oft óöruggir gagnvart
kerfinu. Ég geri mér grein fyrir því
að við afnemum ekki tekjutengingar
þótt við getum dregið úr þeim en
niðurstaða þeirra getur stundum
orðið ótrúleg og afar ósanngjörn.“
Atvinnuleysi dulbúið
sem örorka?
A Norðurlöndum mun oft vera
reynt að draga út atvinnuleysi á
pappírnum með því að færa fólk yfir
á örorkubætur af atvinnuleysisbót-
um. Sérstaklega á þetta við um þá
sem hafa lengi verið án vinnu eða
eru vinnufælnir. Karl er spurður
hvort sömu tilhneiginga hafi gætt
hér.
„Ég held að þetta tíðkist nú ekki
hér á landi en þess ber að gæta að
atvinnuleysi er mjög lítið hér. A hin-
um Norðurlöndunum hafa menn
miklu meiri reynslu af langvarandi
atvinnuleysi og beita þar ýmsum
ráðum.
En margt er að varast í þessum
efnum. A sínum tíma var víða í Evr-
ópu reynt að fá fólk sem var komið
yfir sextugt út í atvinnuleysi í því
skyni að koma ungu fólki inn á
vinnumarkaðinn. Ég las nýlega í
blaðagrein að reyndin hafi oft orðið
sú að störfin dóu og enginn kom í
staðinn fyrir þá sem var ýtt út. Hlut-
fall þeirra sem eru á aldrinum 60-64
ára og eru enn á vinnumarkaðnum
hefur hrapað svo í mörgum Evrópu-
ríkjum á síðari áratugum að það er
með ólíkindum, það vai- komið í
12,8% í Austurríki fyrir fjórum ár-
um.
Islenskt samfélag hefur frekar
talið að fólk eigi að vinna meðan það
getur og fyrirtækin eru líka á marg-
an hátt vinveitt þeim sem eiga við
einhverja fötlun að stríða. En fyrir-
tækin virðast vera reiðubúin að ráða
fatlaða að minnsta kosti þegar vel
árar og ég tel að hlutfallslega sé mun
meira um að þeir hafi vinnu hér á
landi en gerist á hinum Norðurlönd-
unum þótt auðvitað mætti ástandið
vera enn betra hjá okkur. Þegar
harðnar á dalnum er hins vegar ljóst
að fatlaðir eru oft fyrsta fólkið sem
fer út. Það kom í Ijós í efnahags-
kreppunni fyrir nokkrum árum.“
Karl segir að öryrkjar hafi í alltof
miklum mæli verið fyrst og fremst
eins konar kennitala án persónu í
starfi Tryggingastofnunar gegnum
árin. Með nýjum lögum sé stefnt að
því að breyting verði þar á.
„I seinni tíð höfum við reynt að
fylgjast betur með þvi hvað verður
um fólk sem kemst á örorkuskrá hjá
okkur. Við viljum gjarnan freista
þess að fylgja því eftir hvernig því
farnast og notum meðal annars til
þess ný ákvæði laganna um starfs-
hæfingu. Nýlega gerðum við starfs-
samning við endurhæfingarstofnun,
Starfsþjálfun fatlaðra, en árangur-
inn af starfi hennar er mjög góður.
Fólk sem hefur átt í erfiðleikum og
hefur verið úrskurðað öryrkjar hefur
komist á ný út í atvinnulífið.
Það er til kenning sem segir að
það taki ákveðinn tíma að koma
manneskju í kör ef hún sé úrskurðuð
öryrki en hægt er að fara aðra leið,
til dæmis aðstoða hana við að fá létt-
ari vinnu, þannig að umskiptin verði
ekki svona alger.“
Endurhæfing og samráð
- Skortir samhæfíngu og heildar-
sýn í málefnum endurhæfíngar hér á
landi?
„Við höfum bent á þetta. Það er til
allmikið af úrræðum en það virðist
sem ákveðna festu og skipulag vanti
í þau mál. En nú hefur verið komið á
fót sérstöku matsteymi lækna, fé-
lagsráðgjafa og fleiri sem metur
hvort möguleiki er á starfshæfingu
eða endurhæfingu hjá einstaklingi
sem sækir um örorku hjá okkur.
Við teljum að meira samband
þurfi að vera á milli okkar og endur-
hæfingarstöðvanna og erum að vinna
að fleiri þjónustusamningum við
þær. Einhverjir eru þá vísir til að
segja að við tímum ekki að greiða
bæturnar en það er ekki ástæðan
heldur trúum við því að hverjum
manni líði betur ef hann þarf ekki að
búa við einangrun öryrkjans. Best er
að fólk geti komist aftur út í venju-
legt líf og verið meðal fólks. Að baki
er því mannúðleg hugsun.
Éitt sinn sagði við mig læknir að
hann hefði verið að ræða við mann
sem átti í erfiðleikum. Læknirinn
sagðist vera með dýran penna í
hendinni og ef hann notaði áhaldið til
að rita nafnið sitt á ákveðið skjal til
að úrskurða manninn öryrkja myndi
það kosta 50 eða 60 milljónir króna.
Maðurinn sagðist alls ekki vilja
verða öryrki, hann vildi fá að vinna.
Það gekk upp og maðurinn fékk
vinnu.
Þetta skiptir miklu máli. Trygg-
ingastofnun vill hjálpa fólki við að
umgangast kerfið af fullkominni
reisn, þannig að það sé ekki aðeins í
hlutverki viðtakandans heldur fái
sjálft að taka ákvarðanir um framtíð
sína.“
- Nýlega hafa komið upp mál þar
sem ímynd Tryggingastofnunar virð-
ist heldur köld og fráhrindandi. Ég
nefni mál aldraða mannsins sem,
veiktist í Taílandi og var í fyrstu
meinað um bætur hér, einnig mál
stúlku sem fékk lækningu í London
við bakmeini en Úrskurðarnefnd
neitaði að greiða kostnaðinn. Hvað
viltu segja um þessi mál?
„Við erum á leið inn í mjög alþjóð-
legt samfélag á næstu öld og ég hef
sjálfur talað fyrir því að við eigum
ekki að koma í veg fyrir að aldraðir
sleppi við átthagafjötra í þessum
efnum. En lögin voru hins vegar
þannig í þessu tiltekna máli að við
urðum að þybbast við. Manninum í
Taílandi hafði áður verið gerð grein
fyrir þessum ákvæðum en síðan slas-
aðist hann og veiktist en var ekki
tryggður, það vissi hann fyrir. Við
hefðum getað keyrt þetta mál áfram
og hefðum sjálfsagt unnið það en
tókum þá ákvörðun að gera það ekki.
Ef þetta hefði komið fyrir mann-
inn í aðildarlandi Evrópska efna-
hagssvæðisins hefði allt verið í lagi
en ekki hefði hann verið til dæmis í
Bandaríkjunum. Öll ríki setja ákveð-
in takmörk við því hve lengi borgar-
arnir eru tryggðir, það er kjarni
málsins í þessu öllu. Þetta eru ís-
lensk lög sem þarna eru á ferðinni en
ekki afstaða Tryggingastofnunar.
Sérfræðingar úrskurða
Mál stúlkunnar fór fyrir utanfara-
nefnd, sem reyndar heitir Siglinga-
nefnd og í henni sitja helstu sérfræð-
ingar landsins í læknisfræði. Þeir
meta umsóknir út frá því hvort hægt
er að gera aðgerðina hér innanlands.
Sé það hægt er ekki veitt leyfi til að
greiða fyrir aðgerðina erlendis og
nefndin komst að þeirri niðurstöðu
að stúlkan hefði getað fengið hjálp
hér heima. Þess ber reyndar einnig
að geta að ekki var sótt fyrirfram um
að Tryggingastofnun greiddi kostn-
aðinn í London.
Yfírlæknir Tryggingastofnunar
situr að vísu í nefndinni ásamt öðrum
en að öðru leyti hefur stofnunin ekki
afskipti af storfi nefndarinnar. Málin
fór fyrir Úrskurðarnefndina nýju
sem annast meðferð kærumála, hún
er algerlega óháð Tryggingastofnun.
Úrskurðarnefndin var sammála Sigl-
inganefnd. Hver niðurstaða dómstóla
verður veit svo enginn enn þá.
En svona mál eru að sjálfsögðu
alltaf mjög viðkvæm og erfitt fyrir
mig að tjá mig um þau þar sem um
álit sérfræðinga er að ræða. Ég get
aðeins sagt að það er til dæmis mjög
sárt fyrir mig og samstarfsmenn
mína að þurfa að segja foreldrum að
sérfræðingar okkar hafi komist að
þeirri niðurstöðu að aðgerð erlendis
muni ekki stoða. En stundum er það
niðurstaðan."
Karl segir aðspurður að bætur al-
mannatrygginga séu vissulega lágar
og erfið baráttan hjá þeim sem ekki
hafi annað sér til framfæris. Sama
megi hins vegar segja um lágmarks-
laun. Aðstoð ýmissa stofnana eins og
Hjálparstarfs kirkjunnnar komi að
góðu gagni í slíkum tilfellum en at-
huganir slíkra stofnana sýni vel að
umtalsverður hópur fólks hafi þörf
fyrir meira en almannatrygginga-
kerfið veiti.
Hann minnir á að sveitarfélögin
hafi auk þess ákveðnar skyldur gagn-
vart fólki þegar eitthvað sérstakt
bjáti á en Tryggingastofnun geti ein-
vörðungu starfað eftir þeim lögum og
reglum um meðferð opinberra fjár-
muna sem henni séu sett. Reynt sé
að gera það eins vel og réttlátlega og
hægt sé en alltaf verði að kanna vel
hverjar raunverulegar tekjur fólks
séu, að ekki sé verið að blekkja.
„Við viljum að allir njóti sinna lög-
mætu réttinda en peningalegar við-
miðanir bótanna eru hins vegar
ákveðnar við Austurvöll, ekki hér,“
segir Karl Steinar Guðnason.
. _ skoöa atvinnuauglysingar
ttur tölva fer sívaxandi og er n ^ Jigamikið hlutverk Þe,rrf ®
rr sæjsssíí. ,vnrtæk,a
+ni\/nná
rlegt nám
stundir
nenn tölvufræði
idows 12 stundir
vinnsla
>rd 24 stundir
flureiknir
cel 18 stundir
ærugerð
>wer Point 12 stundir
jlvufjarskipti
ternet 14 stundir
iarnám
! bréf
Imenn tölvufræði og
/indows-umhverfi
öflureiknir Excel
litvinnsla Word
agnagrunnur Access
laerugerð Povver Point
3ökfærsla
erslunarreikningur
/lA^blntaoníka
Framhaldsnám
40 stundir
Undirstaða
Windows. Word og Excel
grunnur
Ritvinnsla. framhald
10 stunoir
Töflureiknir, framhald
jarskipti
igerð 20 stundir
Sérhæft tölvuná
10-15 stundir
Almenn tölvufr
Windows-umh
Ritvinnsla Wo
Töflureiknir E
Gagnagrunnu
Glærugerð Po
Umbrot i Quar
Internet grunn
internet vefsiðdgerö
Forritun
50 stund r
Visual BasiC
C++
Java
Töivuskóli
shsíII Reykjavíkur
Borgartúni 28. sími 561 6699
www.tolvuskoli.is
♦ I\i 11 e L I i u~‘ fnltmcbnli ic