Morgunblaðið - 24.10.1999, Page 14
14 B SUNNUDAGUR 24. OKTÓBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
Á FEGURSTA STAÐ
JARDRÍ KIS
Snæviþakinn tindur
Ama Dablam fjalls læt-
ur engan ósnortinn. Nú
er rúmt ár liðið frá því
að fimm hafnfirskir fé-
lagar úr Slysavarnafé-
-----------------------
lagi Islands létu draum
sinn rætast. Þeir gengu
á þennan stórbrotna
tind sem þykir einn
fegursti gimsteinninn í
því nisti sem Himalaya-
fjallgarðurinn myndar.
Arni Eðvaldsson segir
hér frá því er leiðang-
ursmenn náðu á tindinn
hinn 20. október 1998.
ÞAÐ var létt yfir leiðang-
ursmönnum er komið var í
aðalbúðir í 4.500 metra
hæð við rætur Ama Da-
blam hinn 12. október 1998. Betri
stað fyrir aðaibúðir var vart hægt
að hugsa sér, því þarna voru slétt-
ar og grasi vaxnar flatir.
Þama voru saman komnir leið-
angrar frá öllum heimshornum, svo
sem breska hernum, Rússlandi,
Kanada, Þýskalandi og víðar. Auk
okkar sjömenninga var leiðangurs-
stjórinn, Nick Kekos, breskur fjall-
göngumaður með mikla reynslu í
háfjallaklifri. Hann var m.a. að-
stoðarleiðangursstjóri þegar Is-
lendingar klifu Everest í maí 1997.
Þröng á þingi
Leiðin á tindinn lá eftir suðvest-
ur hrygg fjallsins en hann skagar
hátt í þrjá km út frá tindinum sjálf-
um. Fyrstu búðir voru á hryggn-
um, í um 5.800 m hæð. Þar var
þröng á þingi og fátt um fína
drætti þegar tjaldstæði voru ann-
ars vegar. Hlaða þurfti upp tjald-
stæði úr grjóti. Tók það drjúga
stund enda við komnir hærra en
nokkur okkar hafði stigið fæti áð-
ur. Að höfðu samráði við Ang Babu
Sherpa, sem var yfirburðarmaður í
öðrum leiðangri, var búnaður
beggja hópanna borinn á jakuxum
upp í efri grunnbúðir í um 5.500 m
hæð. Eftir dags hvíld var hafist
handa ásamt Sherpum hins leið-
angurins við að koma upp efri
grunnbúðum. Því næst var að
koma birgðum og búnaði fyrir í
búðum tvö sem voru í 6.000 m hæð.
Leiðin á tindinn liggur eftir 3 km
löngum hryggnum sem er egg-
hvass og á honum eru brött og erf-
ið klettabelti. Nick leiðangursstjóri
taldi okkur í það góðu formi að við
gætum komist af með aðeins einar
búðir á fjallinu sjálfu, þriðju búðir í
um 6.300 m hæð. Við þetta sparað-
ist mikill tími og erfiði. Sherparnir
ætluðu að koma fyrir þar tjöldum
og við myndum síðan seinna ferja
þær birgðir og búnað sem við höfð-
um komið fyrir í öðrum búðum upp
í þær þriðju.
Langur dagur
Við vöknuðum morguninn eftir
um klukkan 5 og vorum tæpa tvo
tíma að gera okkur ferðbúna. Eftir
Ljósmynd/Árni
Örvar virðir fyrir sér útsýnið af „svölunum" í 6.200 m hæð. Sjá má línur sem fyrri leiðangrar hafa skilið eftir í bergveggnum.
i ' ’tí 1? K JKt Pg|i mm U 'X■» '1
h§Æ /f.V />■) pwl
SfZt y jlffg
mMi m f
**** Dzb
'afit var
t-yf*ta btíði
siáv°mh*
>zzz
ar,eZ* 1 fi;> i
Lóbuché
Dingboch
Pangbocl
[engbochi
klaustrið
lamche Bazar
INDLAND
'mynd/ön
Ljósmynd/Símon
Leiðin á íjallið liggur eftir hryggnum hægra megin við Ama Dablam
tindinn, sem er fyrir miðju. Göngumenn eru f.v. Árni, Örvar, Júlíus,
Valgarður og Pálmi.
að hafa farið um fyrstu búðir hófst
síðan hið eiginlega klifur. Aðstæð-
ur voru með besta móti, sól skein í
heiði og granítið var þurrt og vel
fallið til klifurs í þægilegum hitan-
um. Þótti sumum erfitt að klifra í
hlýjum plastskóm sem líkjast
skíðaskóm. Til að byrja með þurft-
um við að hliðra okkur upp eftir
hryggnum og teygja drjúgt úr
skönkunum án þess þó að erfiðleik-
ar væru teljandi. Þreytan var ekki
eins og maður á að venjast og
verkjaði mig t.d. ekkert í vöðva.
Eftir nokkur skref blés maður hins
vegar eins og hvalur en eftir stutta
hvfld var maður orðinn upplagður
á nýjan leik.
Eftir um klukkustundar klifur
frá fyrstu búðum kom fyrsti þrösk-
cuar
AMA Dablam-tindur er 6.856 metra hár og umlykur Mingbo-
dal. Fjallinu er oft líkt við gimstcin í nisti Himalaya-ljalla og
sagt að ef Everest sé Ijalladrottning þá sé Ama Dablam
prinsessa. Fjallið var lengi talið ókleift og þykir verðugt við-
fangsefni fyrir fjallgöngumenn.
Fyrstu íslendingarnir komust á tindinn þann 20. október í
fyrra. Leiðangursmenn eru allir félagar í björgunarsveitinni
Fiskakletti í Hafnarfírði. Þeir sem fóru á tindinn voru Árni Eð-
valdsson, Júlíus Gunnarsson, Símon Halldórsson, Valgarður
Sæmundsson og Örvar Atli Þorgeirsson. Aðstoðarmenn þeirra
á vettvangi voru Pálmi Másson og Sveinn Þór Þorsteinsson.
r