Morgunblaðið - 24.10.1999, Side 15

Morgunblaðið - 24.10.1999, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. OKTÓBER 1999 B 15 Ljósmynd/Örvar Grái turn er ógnvekjandi 300 metra löng klifurleið. Farið er upp slétta bergstálið fyrir miðju, því mikið grjðthrun er þar sem bergið er sprungnara. Ljósmynd/Árni Guli turn var tæknilega erfiðasti kaflinn á leiðinni. uldurinn, um 80 m há klettaspíra, ámóta og turnspíran í Hraun- dranganum í Öxnadal. Við náðum góðum tökum á berginu á og gripið í klettaspírunni vai- þétt og gott. Víðast tókst okkur að tylla niður fæti á klettabrík til að hvílast og safna kröftum milli átaka. Efst var síðan góð sylla þar sem við notuð- um tækifærið til að nærast og virða fyrir okkur sprungu sem beið okk- ar. Óárennilegnr Guli turn Norðanmegin á hryggnum voru aðstæður með allt öðrum hætti, ís, snjór og fímbulkuldi, enda naut sólar ekki við. Eftir áframhaldandi hliðrun upp eftir hryggnum norð- anmegin var gott að komast aftur sólarmegin. Þá tók ekkert betra við því þar þurftum við að hanga í biðröð á eftir franska leiðangrinum til að komast upp tæknilega erfíð- asta kaflann, sem nefnist „Guli turn“. Turninn var ekki árennileg- ur og því síður var traustvekjandi að sjá Frakkana eiga í hinu mesta basli. Eftir talsverða bið var röðin komið að okkur. Þetta var stuttur kafli með afar smáum handfestum og litlum sem engum fótfestum. Þegar yfir kaflann var komið var hægt að sveifla sér yfir að nær lóð- réttri sprungu sem endaði í stutt- um stiga sem komið hafði verið fyr- ir einhvern tíma í fyrndinni. Hann endaði á syllu þar sem loksins hægt var að slappa og ná skjálftan- um úr kálfunum. Lokakaflinn bauð upp á alls kon- ar brölt og áður en varði vorum við staddir óstyrkum fótum í öðrum búðum og flestir komnir með höf- uðverk. Klukkan hefur verið um tvö, þannig að það hefur tekið okk- ur sjö klukkustundir að komast þennan kafla sem þó er aðeins um 200 m lóðrétt hækkun frá fyrstu búðum. Það var því ekki seinna vænna að snúa við, því til stóð að fara alla leið niður í aðalbúðir fyrir myrkur sem skellur á um sexleytið. Höfðu allir skilað sér í grunnbúðir rétt um áttaleytið, þreyttir eftir að hafa verið samfleytt í um 13 klukkustundir á ferðinni. Aftur á fjallið Eftir dagshvíld var lagt upp á ný. Veðrið hafði leikið við okkur og vart hægt að búast við að það héld- ist svona gott til lengdar. Það var því ekki laust við að kvíða setti að mönnum þegar snjóa tók í efri grunnbúðum er þangað var komið. Það snjóaði talsvert um nóttina og var alhvít jörð þegar við vöknuðum um fjögurleytið. Það var því Ijóst að leiðin í aðrar búðir yrði mun erf- iðari en í fyrra skiptið. Við mættum leiðöngi-um sem voru að yfirgefa fjallið vegna breyttra aðstæðna og sögðust ætla að reyna aftur eftir tvo til þrjá daga. Við héldum samt ótrauðir áfram, erfiðu kaflanir voru það brattir að snjó festi hvort eð er ekki. Það sá ekki til sólar, bergið var blautt og ekki jafn gott til klif- urs og áður. Menn voru orðnir nokkuð þrek- aðir þegar komið vai- í aðrar búðir um hádegisbil og höfuðverkur fai'- inn að láta á sér kræla. Örvar hafði ekkert sofið um nóttina vegna veik- inda og tvísýnt um hvort hann Ljósmynd/Örvar Gengið eftir hryggnum. Aðrar búðir eru uppi á klettadrangnuni. Ljósmynd/Ámi Giengið í hlað í þriðju búðum sem voru í 6.500 metra hæð. Örvar fram- ar og Simon kemur yfir brúnina. Ljósmynd/Árni Tindinum náð. F.v. í fremri röð: Sherpinn Dojee, Árni Eðvaldsson, Sherpinn Ang Babu, Símon Halldórsson. Aftari röð f.v.: Valgarður Sæ- mundsson, Júlíus Gunnarsson og Örvar Atli Þorgeirsson. kæmi með en hann harkaði þetta af sér. Grái turninn ógnvekjandi í öðrum búðum urðum við að bæta á okkur byrðunum sem við fluttum í fyrri ferðinni. Þungir vor- um við fyrir en nú keyrði um þver- bak. Eftir smáhvfld var haldið áfram. Snjór og ís tóku smám sam- an yfirhöndina enda hæðin orðin meira en 6.000 metrar. Við þurft- um að fara yfir egghvassan söð- ullaga jökul áður en einn meginfar- artálminn birtist, svokallaður „Grái turn“. Þar hittum við fyrir fjóra ævintýramenn á niðurleið, gjör- samlega úrvinda af þreytu. Þeir höfðu verið á svipuðu róli og við en höfðu ekki farið alveg niður í grunnbúðir til að hvflast og hafði það tekið sinn toll. Þeir höfðu kom- ist á tindinn um morguninn í engu skyggni og voru á niðurleið. Að- spurðir um leiðina í þriðju búðir tjáðu þeir okkur að erfiðasti kafl- inn væri enn eftir. „Grái tum“ er um 300 m hár snarbrattur kletta- og ísveggur, hættulegur þó aðallega vegna grjóthruns. Leiðin lá í fyrstu upp til vinstri og síðan til hægi'i þannig að fáir gátu verið að í einu vegna hættu á grjóthruni. Fyrir ofan tók ísinn við og urðum við að spenna á okkur mannbrodda hangandi í bröttum klettaveggnum. Fyrst kom um 100 m ískafli sem endaði á örmjóum svölum. Utsýnið var óvið- jafnanlegt en einhvern veginn var maður ekki í ástandi til að dást að því og lái manni hver sem vill. Tók nú við annar ískafli svipaður þeim fyrri. Línufarganið orðið yfirgengi- legt en erfiðasti kaflinn var að baki. Talsvert var enn í land og við tók egghvass sveppahryggurinn ásamt nokkurum klettahöftum áð- ur en loks fór að grilla í þriðju búð- ir. Hrikalegur næturstaður Það var um fimmleytið sem við komum loksins í þriðju búðir í um 6.300 metra hæð, orðnir ansi þreyttir. Búðirnar voru á hrikaleg- um skriðjökli sem féll til beggja handa fram af hryggnum og 40 metra hátt lóðrétt ísstál Dablam falljökulsins beint fyrir ofan. Við höfðum verið á ferðinni í um tólf klukkustundir samfleytt og borið þungar byrðar. Það var því kær- kominn tesopinn hjá Babu sem hafði dvalist í búðunum um nóttina. Hann ætlaði að fylgja okkur síð- asta spölinn á tindinn. Nick hafði komið um tveimur klukkustundum á undan og aðstoð- aði hann okkur við að blása upp loftdýnunar, enda allur vindur úr okkur. Það vai- farið að hvessa og orðið ansi kalt enda fór frostið nið- ur í um -10°C í aðalbúðum á næt- urnar. Þær voru um 2.000 metrum neðar þannig að yfir 30 stiga frost hefur verið í þriðju búðum um nóttina. Drifið vai' í að elda, þrátt fyrir að matarlystin væri mjög lítil. Það sem þótti herramannsmatur 800 m neðar var orðið algjörlega óætt. Þó tókst Júlíusi á einhvern óskiljan- legan hátt að koma niður chflikássu. Það var farið snemma í háttinn en fæstum kom dúr á auga þessa nótt. Símon veiktist nokkuð hastarlega og var með uppgang alla nóttina en sýndi af sér mikla hörku. Aðrir voru með höfuðverk. Við vorum greinilega ekki búnir að laga okkur að þessari hæð. Lagt á brattann Babu ræsti okkur um klukkan fjögur morguninn eftir. Við klædd- um okkur í allan þann fatnað sem 66°N hafði saumað á okkur. Það var þröngt í litla tjaldinu og erfitt að athafna sig. Að reima skóna var stórmál en erfiðast var þó klifur- beltið. Mér tókst ómögulega að herða það almennilega um mittið en sinnti því ekki frekar. Klukkan var langt gengin í sex þegar lagt var af stað. Það var kalt, vindinn hafði lægt og það var stjörnubjart sem var góðs viti. Ég hafði beðið kyrr nokkra stund og var orðinn dofinn á tánum. Þótt ég reyndi að hreyfa tærnar hitnuðu ' þær ekki. Það lagaðist þó um leið og við lögðum af stað, þó fann ég alltaf til doða. Seinna átti eftir að koma í ljós að mig hafði kalið. Tæmar bólgnuðu og ég missti flestar táneglurnar í kjölfarið. Klifrið reyndist brattara en við reiknuðum með, 50-60°halli. Til samanburðar eru bröttustu húsþök með um 45° halla og maður stendur vart í fæturnar í meira en 20° bratta. Inni á milli voru enn bratt- ari kaflar. Maður tók tíu skref og kastaði mæðinni á milli. ísinn var hrönglkenndur og lélegur. Sólin var að koma upp hinum megin við tindinn svo engan yl var frá henni að hafa og ekki tókst að ganga sér til hita, til þess var ekki þrek. Sím- oni var orðið mjög kalt á höndum. Þótt allt gengi hægt var enginn vafi á því að við kæmumst upp. Héðan af var ekki annað hægt. Ávöxtur erfiðisins Hægt og bítandi nálguðumst við takmarkið og skyndilega stóðum við á einum fegursta stað á jarð- ríki, tindi Ama Dablam. Það urðu engin erfið síðustu skref eins og svo oft, allt í einu bara endaði fjallshlíðin og hátindurinn tók við. Klukkan var níu að morgni. Babu og Nick biðu okkar á tindinum og fögnuðurinn var mikill því lang- þráðu markmiði var náð. Utsýnið var frábært, sólin brosti sínu feg- ursta ásamt Babu sem lék við hvern fingur af öðrum á Símoni til að koma einhverju lífi í þá. Eftir að hafa tekið myndir af leiðangurs- mönnum með fána Landssímans, 66°N og Flugfélagsins Atlanta, sem voru helstu styrktaraðilar leið- angursins, var stóra stundin runn- in upp: Að draga íslenska fánann að húni á einhverju fegursta fjalli veraldar. Niðurferðin hættulegust Okkur var ekki til setunnar boð- ið, við áttum eftir að síga alla leið- ina niður. Það var varla spölur sem hægt var að ganga, svo bratt var þetta. Það var orðið ansi heitt þeg- ar við höfðum sigið alla leið niður í þriðju búðir. Mjög var af Símoni dregið enda veikindin tekið úr hon- um talsverðan mátt. Þrátt fyrir það var ákveðið að freista þess að fara alla leið í aðalbúðir fyrir myrkur. Ferðin niður gekk vel. Þegar við gátum loks sleppt línunni í fyrstu búðum var ég búinn að slíta vett- lingunum upp til agna. Ég gekk niður í efri grunnbúðirnar og urðu fagnaðarfundir þegar ég hitti Sherpana þar. Mér var boðið í te sem hressti mig talsvert. Fimm kflómetrana sem eftir voru í aðal- búðirnar gekk ég í svartamyrkri. Þungklifjaðir félagarnir tíndust einn af öðrum í aðalbúðirnar um áttaleytið um kvöldið. Það urðu fagnaðarfundir með okkur og grunnbúðastjórunum, þeim Svenna og Pálma. Þennan dag höfðum við klifið úr 6.300 m hæð, upp í 6.856 m og aftur niður um tæpa 2.500 m með þung- ar byrðar. Okkur fannst við því geta verið nokkuð sáttir við árang- urinn þegar við fórum í háttinn þetta kvöld. Höfundur er bygginjrameistari og byggingastjári bjá Islenskum aðal- verktökum - Ármannsfelli.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.