Morgunblaðið - 24.10.1999, Side 18

Morgunblaðið - 24.10.1999, Side 18
18 B SUNNUDAGUR 24. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ JÓN kveðst hafa byrjað að rækta birkihríslur um 1940 en áhugann hafi hann líklega fengið með móðurmjólkinni. „Þetta gekk þokkalega. Ég var talinn vera með ágætt birki,“ segir Jón og er lítillátur þegar hann rifjar upp liðna tíma. Upphaflega var ræktunin einungis áhugamál hans en síðar aðalstarf. „Ég var vörubílstjóri lengi vel og hafði þetta í hjáverkum í mörg ár, en svo óx þetta smátt og smátt og það endaði með því að ég hætti í akstrinum og sneri mér eingöngu að þessu.“ Óg hann segist fyrst og fremst hafa 'naft áhuga á að rækta birki. „Ég var líka með aspir og furu og greni en fyrst og fremst lagði ég áherslu á birkið. Mér þótti líka vænst um það því birkið var það íslenskasta af því öllu. Birkið átti sinn þátt í því að þjóðin gat lifað í landinu á hennar dimmustu dög- um því það var sótt svo margt í birkið, til dæmis eldiviður og byggingarefni." Og Jón neitar því ekki að hafa verið talinn rækta betra birki en aðrir, þegar talið berst að því á nýjan leik. „Já, mér tókst það, og ég lagði mig dálítið fram um það. Eg sá fljótlega að stundum var ekkert sameiginlegt nema nafnið; trén voru mjög breytileg og ég lagði mig fram um að fá þau sem falleg- ust. Með því að ala upp undan fal- legum trjám; nota fræ af falleg- ustu plöntunum sem ég var með, tókst mér smám saman að fá sí- fellt fallegri tré.“ Aldrei fullkomlega ánægður En hvernig skyldu birkihríslur Jóns í Skuld hafa verið frábrugðn- ar öðrum? Því svarar Jón þannig: „Þær voru beinni, þróttmeiri, laufmeiri og laufstæni; það var einhvern veginn annar blær á þeim. Birkið hjá mér þótti fallegri á allan hátt.“ Þegar Jón er spurður hvort langur tími hafi liðið þar til hann var orðinn mjög ánægður með ár- angurinn segir hann: „Mjög ánægður! Ég hef kannski aldrei orðið fullkomlega ánægður með árangurinn, en þó alveg þokka- lega.“ Og birkihríslurnar frá Skuld fóru víða: „Já, ég var með uppeldisstöð hérna við heimili mitt og seldi plöntur. Þær fóru vítt og breitt um landið. Ég seldi öllum sem hafa vildu og meðan birgðir entust. Trén mín fengu fljótlega gott orð á sig og fólk sóttist eftir að fá þau.“ Tré ættuð frá honum er því örugglega að finna mjög víða. „Ef birkihrísla er beinvaxin, þróttmikil og lauffalleg getur vel verið að hún sé ættuð frá Skuld,“ segir hann ákveðinn. Jón er 97 ára og segist aðspurð- ur eiginlega nýhættur störfum í gróðrarstöðinni, sem er til húsa við Lynghvamm í Hafnarfirði. „Stöðin er enn starfandi og nú er það dóttir mín, Guðrún Þóra, sem rekur hana og Gunnar [Hilmars- son], sonur hennar, sem er lærður garðyrkjumaður, starfar þar einnig. Ég hafði mikinn áhuga á þessu en hins vegar enga þekk- ingu. Ég lærði aldrei neitt í þess- um fræðum." En hvers vegna hafði Jón svo mikinn áhuga á ræktuninni sem raun ber vitni? „Ég hef líklega drukkið hann í mig með móðurmjólkinni," segir Morgunblaðið/Sverrir Jón Magnússon, sem gjarnan er kenndur við gróðrarstöðina Skuld í Hafnarfírði, varð þekktur fyrir margt löngu fyrir að hafa ræktað fallegt birki. Skapti Hallgrímsson spjallaði við Jón, sem nú er orðinn 97 ára. hann. „Mamma var mikið fyrir alla ræktun og fyrir að halda lífi í ýmsu. Og ég byrjaði snemma; inn- an við fermingu fór ég að hirða birkihríslur, smáanga, hérna uppi í Vatnshlíð og flutti heim í garð- holu sem ég var með heimundir bæ. Þannig byrjaði þetta - og varð smátt og smátt meira.“ Jón fæddist 20. september 1902 og er því nýorðinn 97 ára. „Ég fæddist í gömlum bæ sem hét Guðrúnarkot og það stóð hérumbil á sama stað og heimili mitt er núna. Svo byggði faðir minn timb- urhús 1906 til hliðar við gamla bæ- inn og hlaut það nafnið Skuld því það var byggt fyrir lánsfé og í skuld. Og ég hef kunnað vel við nafnið, er oft nefndur Jón í Skuld af öllum kunnugum og kann vel við það. Mér finnst engin minnkun að því.“ Jón segir fáa hafa verið að brasa við birkiræktunina þegar hann hóf það starf. „Það hafa lík- lega verið tveir eða þrír aðrir. Það var hann Þorleifur í Garðshorni og Skógræktarfélag Reykjavíkur var byrjað.“ Hann segir ómögulegt að vita hversu mörgum birkihríslum hann hafi plantað um ævina; segir þær örugglega skipta þúsundum, bæði á svæðinu heima hjá sér og eins uppi í Ási þar sem hann keypti land. „Ég ræktaði líka þar vegna þess að ég hafði ekki orðið nóg land hér heima.“ Stofnaði ÁBH Jón í Skuld starfaði lengi sem bílstjóri og hugaði að trjáræktinni í hjáverkum, eins og áður kom fram. „Ég var einn af eigendum ÁBH, Áætlunarbíla Hafnarfjarð- ar. Við vorum sex sem stofnuðum og áttum það félag og unnum að því í mörg ár. Ég vann í fimmtán til tuttugu ár sem bílstjóri, en hætti svo í akstrinum og sneri mér alfarið að þessu.“ Jón segir að áhugi fólks á trjám hafi vaknað í lok þriðja áratugar aldarinnar. „Um það leyti fór að vakna áhugi hjá almenningi á að fegra í kringum sig; að fegra lóðir sínar með trjám og blómum. Fram að þeim tíma var ákaflega dauft yfir öllum svoleiðis framkvæmd- um. Fólk hafði lítinn áhuga og kannski lítil tækifæri til þess.“ Hann segir mjög lítið hafa verið um tré í görðum á þeim tíma, „en það var danskur kaupmaður sem hét Hansen hér í Vesturbænum í Hafnarfirði sem flutti inn tré. Það voru fyrstu trén sem voru hér í bænum og ég man að við gerðum okkur ferð til að skoða þessi tré. Þetta hefur sennilega verið reyni- viður, fluttur frá Danmörku. Þeg- ar fólk sá þessi tré vaxa upp kviknaði áhugi hjá ýmsum að fegra í kringum sig.“ En skyldi Jón í Skuld ánægður með hvemig til hefur tekist? „Já, ég er það, en auðvitað mætti gera meira. Áhugi er alltaf heldur að aukast á ræktun og því að fegra í kringum sig. Fyrst var jafnvel hlegið að því þegar maður var að basla við þetta. Segja má að Júlíus Víborg hafi verið brautryðjandi í trjárækt hér í bænum; hann hafði mikinn áhuga og við erfið skilyrði útbjó hann fal- legan trjágarð við hús sitt í brekkunni, milli Strandgötu og Suðurgötu; við Illubrekku sem kölluð var. Hann fékk trén, sem hann byrjaði með, frá Guðbjörgu í Múlakoti. Það var reyniviður. Svo fundust litlir angar af trjám hérna suður í hrauni, í hraunsprungum, og Jón Bergsteinsson, bóndi á Hvaleyri, flutti þetta oft á vorin hingað inn í bæ fyrir ýmsa; við sá- um hann oft með hríslur á öxlinni. Þetta óx upp og hafði sáð sér í hraunsprungum, var þar í friði vegna þess að féð náði ekki í það og fyrir það gat það þróast þarna upp.“ Fór illa í mig að heyra um stríðið 1914 Afi Jóns í Skuld, Sigurður Sig- urðsson, varð líka mjög gamall og á heimili Jóns er til úrklippa úr Morgunblaðinu 16. apríl 1937, þar sem birt er viðtal við Sigurð. Hann var þá reyndar nýlátinn; elsti maður í Reykjavík, sem hefði orðið 96 ára á sumri komanda, eins og segir í blaðinu. Jón segist muna vel eftir afa sínum. „Hann var bóndi í Tungu í Grafningnum og lengi ferjumaður yfir Sogið.“ Sigurður afi Jóns er spurður í um- ræddu viðtali: Það erþá ekki að heyra, aðþjer hlakkið til vorsins? Og Sigurður svarar: „Nei - og aftur nei. Jeg hefi eiginlega aldrei hlakkað til neins - og svo er nú af manni mesti barnaskapurinn, þeg- ar maður er orðinn þetta gamall!“ Og enn er hann spurðm-: En hvað fínst yður að þjer mun- ið best úryðar löngu æfí? Og þá svarar Sigurður: „Ekki nokkurn skapaðan hrærandi hlut. Hvað ætti jeg svo sem að muna, þegar jeg man ekkert! Æfi mín hefur öll verið æfintýrasnauð.“ Jón er því spurður, að síðustu, eins og afi hans forðum: hvað hann muni best frá langri ævi? Hann er hugsi, segist varla vita hvað hann eigi að nefna. „Ég man auðvitað ýmislegt, en ekki er gott að segja hvað hæst ber,“ segir Jón en bætir svo við: „Ég man reynd- ar eftir því ennþá að fullorðinn maður hér í bænum sem hét Fil- ipus bar út Isafold og ég var niðri á götu þegar hann mætti þar ein- hverjum manni og þeir fara að tala saman og hann segir: það er ljótt að frétta af stríðinu! Og ég man ennþá hvað það greip mig eitthvað illa og hrottalega að heyra minnst á stríð, því það var að skella á. Ég man ennþá hvar þeir voru þegar þeir mættust; niðri á Strandgötu. Þetta var 1914, í ágúst.“ Fékk áhuga á ræktun með móðurmjólkinni

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.