Morgunblaðið - 26.10.1999, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 26.10.1999, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT ÞRIÐJUDAGUR 26. OKTÓBER 1999 27 Forseti Túnis end- urkjörinn FORSETI Túnis, Zine al- Abidine Ben AIi, vann sigur í forsetakosningum sem fram fóru í landinu á sunnudag. Þetta er í þriðja sinn sem hann hlýtur kosningu til embættisins. Ben Ali fékk nærri 100% atkvæða um 3,3 milljóna kjósenda, að því er opinberar tölur herma. Tveir aðrir voru í framboði og hlutu báðir innan við hálft prósent atkvæða. Franskur þingmaður sem hafði eftirlit með kosningunum segir að þær hafi virst fara vel fram og að brögð hafi ekki verið í tafli. Brennu- vargur handtekinn í Austurríki LÖGREGLA í Austurríki hefur handtekið mann sem það grunar um að bera ábyrgð á eldsvoða á diskóteki í Vínarborg á föstudag. Atta- tíu manns urðu fyrir bruna- sárum og skaða af völdum reyks og eru sumir alvarlega slasaðir. Dansgólfið á diskó- tekinu var þakið um 30 em lagi af einangrunarplasti í ílögum sem er eldfimt og skapar hættulegan reyk. Maðurinn sem handtekinn hefur verið er 21 árs og er tal- inn hafa valdið eldsvoðanum með því að bera eld að ein- angrunarplastinu. Hann segir sjálfur að hann hafi aðeins ætlað að kveikja í einni flögu en hafi misst hana á gólfið vegna hitans með þeim afleið- ingum að eldurinn varð laus. Georgía vill í NATO FORSETI Georgíu, Eduard Shevardnadze, sagði í viðtali sem birtist í rússnesku blaði í gær að Georgíumenn hygðust sækja um aðild að Atlants- hafsbandalaginu í síðasta lagi árið 2005. „Ég get ekki sagt nákvæmlega til um hvenær vænta megi umsóknar frá okkur en víst er að nái ég endurkjöri í forsetakosning- unum í apríl næstkomandi, mun málinu verða hraðað svo sem frekast er unnt,“ er haft eftir Shevardnadze í viðtal- inu. Hann tók jafnframt fram að Georgía vildi vera vinur og góður granni Rússlands eftir sem áður. Penicillin kraftaverk aldarinnar BRESKIR læknar hafa út- nefnt penicillín, fyrsta fúkka- lyfið, læknisfræðilegt krafta- verk tuttugustu aldai’innar. Samkvæmt nýrri skoðana- könnun, þar sem úrtakið var 500 breskir læknar af ýmsum sérsviðum, valdi yfirgnæfandi meirihluti penicillín sem merkustu læknisfræðilegu nýjung aldarinnar. Meðal annarra lyfja sem komust á blað í könnuninni voru aspirín og geðdeyfðarlyf. Yfirmaður herafla Pakistans ræðir við Fahd konung í Saudi-Arabíu Fyrsta utanlands- ferð Musharrafs Dubai. AP, Reuters. PERVEZ Musharraf, hershöfðingi og leiðtogi Pakistans, kom í gær til Saudi-Arabíu og átti fund með Fahd konungi. Er þetta fyrsta utanlands- ferð Musharrafs síðan herinn tók völdin í Pakistan 12. október, en Saudi-Arabía var meðal fyrstu ríkj- anna til að viðurkenna stjórn hans. Pakistanskir stjórnarerindrekar sögðu að Musharraf og Fahd kon- ungur myndu ræða um slæma efna- hagsstöðu Pakistans eftir að Al- þjóðagjaldeyrissjóðurinn frestaði lánveitingum til landsins, auk þess sem þeir myndu fjalla um stjórnmál í þessum heimshluta. Við komuna til Riyadh, höfuðborgar Saudi-Arabíu, í gær sagði Musharraf að þjóðirnar tvær hefðu ávallt staðið saman, og hét hann því að stjórn sín myndi gera allt sem unnt væri til að efla tengsl landanna enn frekar. Starfsmenn pakistanska sendi- ráðsins í Saudi-Arabíu sögðu að Musharraf hefði að loknum fundin- um með Fahd konungi haldið í píla- grímsferð til vesturstrandar lands- ins, en þar eru tvær helgustu þorgir múslíma, Mekka og Medína. Aform- að er að Musharraf haldi til Samein- uðu arabísku furstadæmanna síð- degis í dag, og ræði þar við forsetann Sheik Zayed bin Sultan al-Nahyan á miðvikudag. Pervez Musharraf, t.v við Fahd konung, t.h., í Riyadh í gær. notaðci bfla Bílaland B&L er ein stærsta bílasala landsins meö notaða bíla af öllum stærðum gerðum. Bílaland er í nýja B&L húsinu við Grjótháls 1 (rétt ofan við Select við Vesturlandsveg) og þú gengur inn frá Fosshálsi. ___ árg. 05/96, 1600, árg. 06/98, 2500, 5g , 4d.. rauðm^^jjjjOj 5g., 3d., blár, ^ BMW532IA, ^ árg. 06/98, 2500, ssk., 4d., svartur, ek. 25 þ.km. Veró 1.550 þús, Land Rower Discovery TDI, árg. 06/98, 2500, > ssk., 5d., gullsans- ÉBL eraður, ek. 27 þ.knaH| Veró 1.690 þús, Fiat Marea Weekend, árg. 06/98, 2000, 5g., 5d., s.grár, ^ ek. 24 þ.kn Mercedes Benz, árg. 05/99, 1400, 5g., 5d., hvítut^l ek. 7 þ.km. Veró 3.150 þús, Hyundai Accent GL Veró 1.650 þús, Sl, árg. 06/96, 1500, - ssk., 5d., grænn, v. Æk. 36 þ.km. —-*lNl-r - Renault Megané Classic, árg. 03/99, 1600, ssk„aÉ 4d., blár, j ek. 11 þ.km. JfBBuk Renault Laguna Wagon, árg. 08/98, 1600, 5g 5d„ v.rauður.fef! Veró 890 þús, Hyundai Atos, árg. 06/98, 1100, ssk„ 5d„ grár, / ek. 35 þ.kmí^ Veró1.590 þús Toyota Corolla XL, árg. 05/97, 1300^ 5g„ 5d„ grár, ek. 30 þ.km. Hyundai Elantra stw, árg. 08/98, 1600, .i j5g„ 5d„ v.raðurf^ lek. 19 þ.knte/ Veró 990 þús, Veró 790 þús, Veró 1.370 þús Hyundai Starex, árg. 07/98, 2,4 , 5g„ 4d. grænn, W ek. 30 þ.km. Veró 1.690 þús. Grjóthálsi 1, sfmi 575 1230 notaóir bílar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.