Morgunblaðið - 26.10.1999, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 26.10.1999, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. OKTÓBER 1999 25 ERLENT Opna leið milli Vestur- bakkans og Gaza Erez, Jerúsalem. Reuters. ISRAELAR og Palestínumenn opnuðu í gær örugga leið yfir Israel milli Vesturbakkans og Gaza-svæð- isins, landsvæðanna sem Palestínu- menn vonast til að geta sameinað í eitt ríki þegar fram líða stundir. Ehud Barak, forsætisráðherra Israels, tilkynnti ennfremur að ein- um af helstu óvinum Ísraelsríkis í 30 ár, skæruliðaleiðtoganum Nayef Hawatmeh, yrði leyft að fara til sjálfstjórnarsvæðanna þar sem hann styddi friðarsamninga Israela og Palestínumanna. Vegurinn milli landsvæðanna er 44 km langur og liggur meðfram ísraelskum vegum sem voru þar fyrir. Samið var um nýju leiðina vegna kvartana Palestínumanna á sjálfstjórnarsvæðunum sem segja að Israelar hafi meinað þeim að hitta vini og vandamenn. I augum Palestínumanna er nýi vegurinn mikilvægt tákn um bar- áttu þeirra fyrir sjálfstæðu ríki. Moussa Abu Sa’adeh, starfsmaður palestínsku heimastjórnarinnar, varð fyrstur til að aka veginn. Hon- um var eitt sinn haldið í fangelsi í Israel og eftir að hann var leystur úr haldi var honum meinað að fara þangað í fimm ár. „Eg er mjög ánægður," sagði Abu Sa’adeth. „Þetta er frábær við- burður vegna þess að hann samein- ar þjóð okkar að nýju.“ Óttast að Gaza-búar flykkist til Vesturbakkans Samið var um leiðina fyrir fimm árum og ráðgert var að opna hana 3. október samkvæmt friðarsamningi Israela og Palestínumanna 5. sept- ember en því var frestað vegna deilna um öryggismál og tæknileg úrlausnarefni. Hún liggur milli Er- ez, nyrst á Gaza-svæðinu, og Turk- umiya á suðurhluta Vesturbakkans. Shlomo Dror, talsmaður ísra- elska hersins, sagði að rúmlega 2.000 Palestínumenn hefðu þegar fengið heimild til að aka veginn og aðeins 80 umsóknum hefði verið hafnað af öryggisástæðum. Flestir þeirra sem sóttu um ferðaheimild- ina væru ungir Gaza-búar sem vildu fá tækifæri tO að skemmta sér á Vesturbakkanum þar sem næturlíf- ið er fjörugra. „Margir þein-a sögð- ust vilja fara tO Jeríkó í spilavítið þar - þótt engum Palestínumönn- um sé leyft að fara í það,“ sagði Dror og vísaði til reglna palestínsku heimastjórnarinnar sem heimOaði spilavítið. Hann bætti við að aðeins um 200 Palestínumenn á Vestur- bakkanum vildu fara á Gaza-svæð- ið. Palestínumenn sem fá heimOd tO að ferðast til Vesturbakkans eða Gaza-svæðisins geta dvalið þar í allt að eitt ár og að þeim tíma liðnum þurfa þeir að endumýja hana. Þar sem launin í Israel og á Vestur- bakkanum eru miklu hærri en á Gaza-svæðinu óttast íbúar Vestur- bakkans að margir Gaza-búar flytj- ist þangað til að keppa við þá um at- vinnu þar eða í ísrael. Dror sagði að 120.000 Palestínu- menn störfuðu í Israel og þar af Palestínumaður í Hebron afhendir ísraelskum hermanni skilríki sín áður en hann stígur um borð í rútu til Gaza-svæðisins. helmingurinn ólöglega. Miklu auð- veldara er að laumast inn í Israel frá Vesturbakkanum en frá Gaza- svæðinu þar sem landamæraeftir- litið er strangara. Um milljón Palestínumanna býr á Gaza-svæðinu, sem er 363 ferkm, og tvær mOljónir á Vesturbakkan- um sem er 5.878 ferkm. Hawatmeh tilbúinn að viðurkenna ísraelsríki Hawatmeh býr í Amman og ekki er vitað hvenær hann hyggst fara tfl palestínsku sjálfstjómarsvæðanna. Hann stofnaði Lýðræðisfylkinguna fyrir frelsun Palestínu (DFLP) árið 1969 og var áfltinn einn af hættuleg- ustu óvinum Israelsríkis. Israelar segja hann bera ábyrgð á dauða 24 skólabarna og hermanns sem biðu bana í skotbardaga milli ísraelskra hermanna og þriggja skæruliða DFLP í skóla bæjarins Maalot í norðurhluta Israels árið 1974. Hawatmeh lýsti því yfir í vikunni sem leið að hann styddi þá lausn að stofnað yrði palestínskt ríki ,sem hefði friðsamleg samskipti við Isra- ela. Hann kvaðst vera tflbúinn að viðurkenna Israelsríki um leið og stjórn landsins undirritaði varan- legan friðarsamning við Palestínu- menn. Rússar gera árásir á út- hverfi Grosní Grosní. AP, Reuters. RÚSSNESKAR herþotur gerðu í gær sprengjuárásir á úthverfi Grosní, höfuðborgar Tsjetsjníu, og stjórskotaliðssveitir héldu uppi hörðum árásum á búðir skæruliða í suðurhluta landsins. ITAR-Tass- fréttastofan skýrði frá þvi að rússneski herinn hefði sprengt upp tvær bifreiðar með hópum skæruliða innanborðs og eyðilagt loftvarnabyssu í árásunum í suðurhluta Tsjetsjníu í gær. Rúss- ar viðurkenndu að hafa gert árásir á skotmörk í suður- og vesturhluta landsins um helgina, en yfirvöld í Tsjetsjníu fullyrða að um 40 manns hafi látið lífið í árásum á sunnudag. Flóttaleið lokað Rússneski herinn lokaði á sunnu- dag síðasta veginum sem opinn var til Tsjetsjníu, en tugþúsundir flóttamanna hafa farið um hann á leið til Ingúsetíu undanfamar vik- ur. Að sögn yfirmanna hersins var lokunin gerð í því skyni að auka ör- yggisgæslu við landamæri Tsjetsj- níu, en ýmsir telja hana vera til marks um að Rússar ætli sér að herða sóknina gegn Tsjetsjenum. Eucerin FM til útlanda -auövelt aö murid SIMINN www.simi.is Héraðsforseti Ingúsetíu, Ruslan Aushev, gagnrýndi í gær lokun vegarins. Sagði hann að þrátt fyrir að héraðið ætti fullt í fangi með að taka á móti straumi flóttamanna, væri óverjandi af hernum að loka veginum og hefta þannig ferða- frelsi rússneskra borgara. Sakaði Aushev yfirmenn hersins um að láta eins og þeir færa með völdin í landinu. Talið er að um 170.000 Tsjetsjen- ar hafi flúið til Ingúsetíu eftir að ár- ásir Rússa hófust. Rússneskar her- sveitir hafa nú náð um þriðjungi Tsjetsjníu á sitt vald og sækja að Grosní frá norðri, austri og vestri. Tilboð baðherbergissett! Kr. 25.000,- stgr. Baðkar. 170x70cm. Handlaug á vegg. Stærð 55 x 43 cm Ath. öll hreinlætis- tæki hjá okkur eru framleidd hjá sama aðila sem tryggir sama litatón á salerni, salernissetu, handlaug og —baðkari. Salerni með stut i vegg eða gólf. Hörð seta og festingar fylgja. VERSLUN FYRIR AUA I Atranei: BHverst, síml431 1985. Akureyrl: Höldurht. slmi4613000. EgilssteOir. BHa■ og búvélasalan ht. slm/4712011. Kellavík: Bilasaian Biiavík, sími 421 7800. Veslmannaeylar: Bílaverkstæðid Bragginn, slmi 481 1535. f 3d Civic 1.4 Si 1 90 hestöfl, 16 ventla, samlæsingar, rafdrífnar rúöur og speglar, Lengd: 4,19 m. Hjólhaf: 2,62 m. f 3d Civic 1.4 Si 90 hestöfl, 16 ventla, ABS, tveir loftpuöar, samlæsingar, rafdrífnar rúöur og speglar. Lengd: 4,19 m. Hiólhaf: 2,62 m. f 3d Civic 1.5 LSi - VTEC 115 hestöfí, 16 ventla, ABS, tveir loftpúðar, fjarstýrðar samlæsingar, raf- drifnar rúður og speglar, hiti Ispeglum. Lengd: 4,19 m. Hjólhaf: 2,62 m. ( 3d Civic 1.6 VTi • VTEC 160 hestöfl, 16 ventla, ABS, tveir loftpúöar, 16" álfelgur, rafdrifin sóllúga, leðurstýri, sportinnrétting, fíarstýrðar samlæsingar, rafdrifnar rúöur og speglar, hiti i speglum, 6 hátalarar, samlitaður. Lengd: 4,19 m. Hjóthaf: 2,62 m. Frcé kr. l.c3Q^.OOO Ótrúlegur kraftur, eðallínur, formfegurð og ; glæsilegar innréttingar, allt gerir þetta Civic Z að lúxusbil sem veitir ökumanni og farþegum « Ijúfa ánægjustund í hvert einasta sinn sem í upp í hann er sest. Komdu og skoðaðu á ~ vefnum www.honda.is eða líttu inn og fáðu að prófa. HONDA Vatnagörðum 24 ■ Sími 520 1100 ■ www.honda.is Honda Civlcz =3 dyra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.