Morgunblaðið - 26.10.1999, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 26.10.1999, Blaðsíða 46
46 ÞRIÐJUDAGUR 26. OKTÓBER 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ VILHELMINA CH. BIERING + Vilhelmína Ch. Biering fæddist í Reykjavík 13. júní 1918. Hún lést á Landakoti 18. októ- ber síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Þorbjörg Sæ- mundsdóttir Bier- ing, f. 17. júní 1886, d. 29. desember 1973 og Moritz Wil- helm Biering, skó- smíðameistari, f. 10. júní 1877, d. 26. október 1945. Systk- ini Vilhelmínu voru Pétur Wilhelm, f. 28. desember 1905, d. 19. febrúar 1963, Magn- ús Þorbjörn, f. 1907, d. 27. des- ember 1968, Emilía Oktavíana, f. 3. október 1908, Anna Kristín, f. 30. nóvember 1912, Louise, f. 3. maí 1914, d. 1972, Hulda Ingi- björg, f. 22. júlí 1922, og Hilmar, f. 23. desember 1927. Hinn 26. júní 1950 giftist Vil- helmina Björgvini Jónssyni gler- slípunarmeistara frá Varmadal, f. 8. ágúst 1907, d. 17. júní 1955. Þau bjuggu í Reykjavík. Dóttir Vilhelmínu og Björgvins er Svanhvít Björgvinsdóttir, sál- Erfisdrykkjur P E R L A N Sími 562 0200 H H Blómastofa Friðfinns Suðurlandsbraut 10, 108 Reykjavík, sími 553 1099. Opið öll kvöld til kl. 22 - einnig um helgar. Skreytingar fyriröll tilefni. Gjafavörur. fræðingur, f. 27. apríl 1951. Eigin- maður hennar er Einar G. Torfason, veirufræðingur, f. 20. des. 1948. Dætur þeirra eru Elísabet Einarsdóltir líffræð- ingur, f. 25. okt. 1974, og Þorbjörg Einarsdóttir há- skólanemi, f. 14. jan. 1977. Árið 1959 giftist Vilhelmína Jafeti Hjartarsyni vél- stjóra, f. 26. maí 1906, d. 4. marz 1992. Þau slitu samvistum árið 1966. Árið 1975 giftist Vilhelmína Jóhanni Valdemarssyni úr Eyjafirði. Þau bjuggu í Reykja- vik þangað til Jóhann flutti til Akureyrar, þar sem hann er nú búsettur. Auk húsmóðurstarfa vann Vilhelmína ýmis verzlunar- og skrifstofustörf, lengst af hjá Loftleiðum og Hagtryggingu. Utför Vilhelmínu fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík, þriðjudaginn 26. október klukk- an 13:30. Að sjá á bak kærri vinkonu, eftir yfir 40 ár, er sárt, en þá er gott að minnast þeirra ótal góðu og ánægjulegu stunda, sem við áttum saman. Hún Mína var mikil at- hafnakona og vinmörg, enda mikil félagsvera, eins og hún sagði sjálf. Hún bar alltaf með sér léttan og hlýjan blæ og mér er ofarlega í minni, að oftast var það fyrsta, sem H»hún sagði þegar við hittumst: „Er ekki allt gott að frétta af þér og þínu fólki?“ Sýnir það hug hennar til mín og minnar fjölskyldu, enda sögðu báðar dætur mínar þegar ég sagði þeim lát hennar: „Mikið eig- um við eftir að sakna hennar Mínu.“ Það var gaman að koma til henn- ar og fjölskyldunnar þau sumur sem hún dvaldi í Hvalstöðinni og alltaf tók hún öllum opnum örmum og naut þess að sýsla um gestina sína. Ég og systkini mín og okkar fjölskyldur nutum alla tíð góðvildar hennar. Og þegar ég hugsa til allra þessara góðu stunda vil ég sannar- lega hrekja þá gömlu sögu, að allar stjúpur séu vondar, hún var ekki í þeirra hópi. Það er gott að minnast þess hve við Mína og systur hennar og mág- kona áttum margar ánægjustundir saman á saumaklúbbskvöldunum okkar og seinna í heimsóknum þeirra til okkar hjóna í Selið okkar í Grímsnesinu. Þá var oft glatt á hjalla. I mínum huga og okkar hjóna og barna okkar og þeirra fjölskyldna var Mína kær vinkona og mér góð stjúpa. Fyrir það er ég henni þakk- lát og bið henni guðsblessunar, um leið votta ég dóttur hennar og fjöl- skyldu og systkinum og þeirra fjöl- skyldum, samúð okkar hjóna. Margrét Þ. Jafetsdóttir. Nú heíúr Mína frænka kvatt lífið. Hún var einstök manneskja og lífskúnstner. Mína hafði góða lund og var mjög jákvæð. Það var yndis- legt að þjóða henni í mannfagnað því hún var alltaf svo tilbúin til að blanda geði við fólk. Sjálf var hún afar gestrisin og ósérhlífín. Hún var boðin og búin til að hjálpa manni og virtist alltaf hafa nógan tíma fyrir aðra. Lífið hjá frænku minni var þó alls ekki eintómur dans á rósum því hún ólst upp við kröpp kjör og varð snemma að fara að vinna fyrir sér. Hún vann lengi við afgreiðslustörf og síðar á ævinni vann hún almenn skrifstofustörf. Þegar Mína var þrjátíu og tveggja ára giftist hún Björgvini Jónssyni og eignaðist með honum eina dóttur, Svanhvíti. Þegar Svanhvít var aðeins fjögurra ára dó Björgvin. Erfitt tímabil tók þá við hjá þeim mæðgum þar sem Mína þurfti að vinna langan vinnu- dag, en með hjálp ömmu sem þá bjó með þeim tókst þeim þremur að búa sér gott heimili. Alla tíð hefur Mína skipað stóran sess í fjölskyldu sinni því hún lét sér mjög annt um systk- ini sín og aðra nákomna ættingja. Mér er í fersku minni þegar Mína saumaði á stelpumar í fjölskyldunni flíkur, að þá skipti ekki máli hvort það var fmlegur kjóll eða yfirhöfn. Þegar Mína komst á eftirlaun hélt hún upp á það með stóru kvenna- boði. Þær systur, móðir mín og Mína, voru mjög nánar og ferðuðust mikið saman bæði innanlands og ut- an. Systkinahópur Mínu var stór því systkinin vora átta talsins. Þrjú þeirra eru látin fyrir allmörgum ái’- um. Hin fimm hafa öll búið í Reykjavík um langt skeið. Sam- heldni þeima var einstök og ég full- yrði að ekki hafi liðið lengra en vika á milli þess sem þau höfðu samband hvert við annað. Elsku Svanhvít, Einar, Elísabet, Þorbjörg og aðrir nákomnir ættingjar. Ég og fjöl- skylda mín vottum ykkur einlæga samúð. Auður Sigurðardóttir. Elsku Mína frænka. Þú varst alltaf svo hress og kát, og amma hefur verið vön því þegar hún talar við mig að kalla þig unglamb. Nú hefur þú yfirgefið þessa jörð og mér finnst það svo skrýtið því að það er stutt síðan þú og við systk- inin vorum í kaffi hjá mömmu og pabba. Stuttu síðar varstu orðin rúmföst á spítala og þó að vitað hafi verið í hvað stefndi kemur það alltaf á óvart þegar dauðinn kveður dyra. Ég hef þekkt þig frá því ég fæddist. Afi dó þegar ég var eins árs, svo ég vandist því aldrei að tala um ömmu og afa í Fossvogi, heldur ömmu og Mínu, þar sem þið amma voruð svo mikið saman. Þið eruð án efa bestu vinkonur sem ég hef kynnst. Þið gerðuð margt sam- an, fórað t.d. oft saman til útlanda. Einnig man ég eftir ófáum stund- um hjá ömmu í Fossvogi, þegar ég var lítil, og þú og amma vorað sam- an inni í eldhúsi að ræða einhver leyndarmál. Þá langaði mig einmitt mest að fá að vera inni í eldhúsi. Þú varst selskapskona og hafðir yndi af því að vera innan um fólk. Þá breytti engu hvort um var að ræða íslenskumælandi fólk eða ættingja okkar frá Ástralíu eða Danmörku, því eins og kunnugir vita svissaðir þú milli tungumála án nokkurrar íyrirhafnar. Það er leitun að annarri eins tungumálamanneskju. Ég man alltaf eftir því þegar ég og Þorbjörg vorum að passa skóla- garðinn hennar Elísabetar í smá- tíma. Þá komum við tvær alltaf í hádegismat til þín og það vora skemmtilegar stundir. Þú varst manneskja sem hafðir gaman af því að vera til; það ættu fleiri að gera og taka þig sér til fyrirmynd- ar. Ég veit hvað þú varst ömmu mikils virði. Ég vona að skemmti- legar minningar um þig hjálpi henni að takast á við sorgina sem missir þinn er. Svanhvít, Einar, Elísabet, Þorbjörg og aðrir ná- komnir; ykkur sendi ég mínar sam- úðarkveðjur. Brynja Ólafsdóttir. Elskuleg frænka okkar Mína, gekk á vit himnanna engla á sama tíma og laufin era tekin að falla og skammdegið sækir að. Þú gengur nú léttfætt eins og þú ávallt gerðir á vit nýrra heimkynna og átt svo sannarlega skilið hvfld og næði í unaðsreit, elsku frænka. Persónuleiki þinn einkenndist af glaðværð, húmor og einstæðri já: kvæðni og umhyggju fyrir öðrum. I huga okkar varst þú höfuð fjöl- skyldunnar og þú varst verðugur fulltrái hennar. Það hefði ekki hver sem er, ung nýgift kona með lítið barn, tekið að sér 15 ára ungling eins og þú gerðir þegar þú tókst móður okkar inn á heimili þitt og reyndist henni sem móðir. Stuðn- ingur þinn og hlýja í garð hennar og okkar systkinanna var ómetanleg. Minningarnar um þig era margar, en jólin era þó sérstaklega ofarlega í huga okkar. Fyrir barn fylgir ávallt jólunum mikil tilhlökkun og gleði og þá ekki síst aðfangadags- kvöldi. Það er kvöld sem ávallt verður geymt í huganum um bemskuna og þessu kvöldi eyddum við alltaf heima hjá þér í Álfheimun- um. Hefðin var sú að þrjár færam við saman í Langholtskirkju, þú, ég og mamma. Því fylgdi mikill hátíð- leiki og jólin vora ekki komin í mín- um huga fyrr en búið var að hlusta á O helga nótt og óska hver annarri gleðilegra jóla. Við mamma munum halda þessari hefð áfram og verður þú án efa með okkur í anda. Eftir SIGRIÐUR PÁLSDÓTTIR t Sigríður Páls- dóttir fæddist á Skálafelli í Suður- sveit í Austur- Skaftafellssýslu 17. mars 1910. Hún lést á hjúkrunarheimil- inu Sunnuhlíð í Kópavogi 12. októ- ber siðastliðinn og fór útför hennar fram frá Kópavogs- kirkju 22. október. Sigríður móður- systir mín er nýlega látin á nítugasta ald- ursári, og langar mig að minnast hennar nokkram orðum. LEGSTEINAR I rúmgóðum sýningarsölum okkar eigum við ávallt fyrirliggjandi margar gerðir legsteina og minnisvarða. Hvergi meira úrval. Yfir 45 ára reynsl: Verið velkomin til okkar, eða fáið myndalista. ii S.HELGAS0N HF STEINSMIDJA SKEMMUVEGI 48, 200 KÓP. SÍMI 557 6677 / FAX 557 8410 Þegar ég hugsa um Siggu frænku koma mér tvö orð í hug, hlýja og höfðingsskap- ur. Sigga frænka hafði um sig sterka ára hlýju og góðvildar. Hún var alltaf boðin og búin að hjálpa á alla lund. Hún sýndi okkur systrabömum sínum mikinn áhuga og tók þátt í lífi okkar. Sigga var lærð saumakona, eftirsóttur kjólameist- ari og það vora ófáir kjólarnir og kápurnar sem hún saumaði á mig þegar ég var stelpa. Fyrir það hef ég alltaf verið henni afar þakklát. Ég á minningar um margar stundir í stóra eldhúsinu hennar þar sem ég reyndi að standa kyrr, svo að títu- prjónarnir styngjust ekki í mig. Sigga var næstelst í hópi sjö systkina. Þegar elsti bróðirinn lést um tvítugt, tók Sigga við forystu- hlutverkinu og var alla tíð síðan höfuð fjölskyldunnar. Hún bar hag systkina sinna og fjölskyldna þeirra mjög fyrir brjósti og hjálpaði þeim og studdi á ýmsan hátt, ásamt Guð- mundi, manni sínum. Þau hjónin byggðu sér hús við Kópavogsbraut og brátt safnaðist skyldulið úr fjöl- skyldum beggja í kringum þau á næstu lóðum. Á fyrstu árum ævi minnar bjuggum við fjölskyldan á efri hæðinni í húsi þeirra, meðan foreldrar mínir byggðu sitt eigið messuna var borðaður dýrindis jólamatur með bestu bránuðum kartöflunum og frómas í eftirrétt. Gjafimar vora að sjálfsögðu á sín- um stað og jólatónlist sett á meðan gjafimar vora opnaðar í rólegheit- um. Allt svo notalegt og hátíðlegt. Síðustu ár höfum við svo haldið jólin hjá Svanhvíti dóttur þinni og henn- ar fjölskyldu. Oft sagðir þú frá því við matarborðið hve stillt og práð við systkinin hefðum verið sem böm í messu á aðfangadagskvöld, á með- an tvær ónefndar skottur vora afar óþreyjufullar í kirkjunni og þér fannst nú ekki leggjandi á hvorki þær né þig að taka með aftur í messu. Þessai' minningar og aðrar verða ávallt varðveittar í huga okk- ar. Nú höfum við Garðar eignast okkar maka og heimili og þú fylgd- ist með okkur og því sem var að gerast í lífi okkar. Þú lagðir það t.d. á þig fyrir um ári síðan að fara ásamt Svanhvíti til Danmerkur til að vera viðstödd bráðkaup Garðars og Hanne og era þau afar þakklát íyrir að hafa átt þá stund með þér. Þú hafðir mikið dálæti á Natalíu Rós, litlu dóttur þeirra og á hún dúkku sem heitir Mína sem fylgir henni hvert sem hún fer. Það er skrýtið að hugsa til þess að þú sért ekki lengur meðal okk- ar, en í huganum lifir minning um góðar og skemmtilegar stundir sem við áttum með þér. Svona er lífið, við eram ekki endalaust til staðar, ekki einu sinni hún Mína frænka. Megi allir englar guðs varðveita þig að eilifu. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elsku Svanhvít, Einar, Elísabet, Þorbjörg, mamma og aðrir ætt- ingjar, við vottum ykkur okkar dýpstu samúðarkveðjur. Ásta Ósk og Garðar Georg. hús. Ekki man ég eftir þessu nána sambýli við Siggu og Guðmund, en sambandið við þau var alla tíð mjög náið og sem stelpa leit ég á þau sem nokkurs konar aukaforeldra. Ég var þess alla tíð viss að ef eitthvað kæmi fyi-ir foreldra mína, ættum við systkinin vísan samastað hjá Siggu frænku og Guðmundi. Heim- ili þein-a stóð öllum opið. Þar var oft margt um manninn og ætíð veitt af mikilli rausn. Á hverju ári kom stórfjölskyldan saman í jólaboði hjá Siggu og Guðmundi. Fjölskyldan var stór og fór stöðugt stækkandi, eftir að systrabörnin festu ráð sitt og eignuðust fjölskyldur, en alltaf var hópnum boðið, eins lengi og kraftar Siggu entust. Það var afar náið samband milli Siggu og Láru móður minnar og töluðust þær við í síma næstum daglega. Mér eru minnisstæðar kvöldstundirnar heima í Hlíðar- hvammi, þar sem þau hjónin voru tíðir aufúsugestir. Eftir að sjón- varp kom á hvert heimili og heim- sóknir án fyrirvara lögðust að mestu af, héldu Sigga og Guð- mundur áfram að líta inn í kvöld- kaffi eftir sem áður. Það var alltaf gaman að fá þau í heimsókn, það fylgdi þeim ferskur blær. Karlarnir töluðu um pólitík og var oft tölu- vert niðri fyrir, enda fylgdu þeir ólíkum flokkum að málum. Kon- urnar töluðu á lægri nótunum um málefni líðandi stundar. Sigga átti við veikindi að stríða síðustu ár sinnar löngu ævi. Hún er eflaust hvíldinni fegin. Fjöl- skylda mín og ég þökkum henni samfylgdina. Við munum ávallt geyma hlýjar minningar um Siggu frænku. Sierríður Einarsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.