Morgunblaðið - 26.10.1999, Blaðsíða 42
MORGUNBLAÐIÐ
42 ÞRIÐJUDAGUR 26. OKTÓBER 1999
Orðabók
óskast
/ /
Eg fer ekki ofan afþví að Islensk orðabók
sé safaríkasta bókin sem við eigum því allt
sem ritað er og kugsað á íslensku á sér
þar stoð, uþþsþrettu, sþeglun, skýringu.
Uppáhaldsbókin mín
er íslensk orðabók.
Allar útgáfurnar
frá 1963, þó sér í
lagi 9. prentun
annarrar útgáfu frá 1996. ís-
lensk orðabók, kennd við Menn-
ingarsjóð - allar 1263 blaðsíð-
urnar. Ég skrifaði nafn þessarar
bókar meira að segja á blað og
sendi í viðeigandi pósthólf þegar
Bókasamband Islands bað fólk í
vor um að velja bók aldarinnar.
Hún vann nú reyndar ekki, það
gerði önnur góð bók, en ég fer
samt ekki ofan af því að Islensk
orðabók sé safaríkasta bókin
sem við eigum því allt sem ritað
er og hugsað á íslensku á sér
þar stoð, uppsprettu, speglun,
skýringu.
VIÐHORF
Eftir Sigur-
björgu Þrast-
ardóttur
Eða þannig
fannst mér það
alla vega horfa
við, þar til fyr-
ir skömmu að
ég fór að
hugsa málið. Á huga minn sóttu
skyndilega öll þau kynstur ný-
yrða og undarlegra orðmynda
sem skjóta daglega upp kollin-
um í fréttaljósum og spjallþátt-
um fjölmiðlanna, og á einni
kvöldstund komst ég að því að
helftar þeirra er hvergi getið í
uppflettiritinu góða. Þar er
hvorki að finna erfðagreiningu,
leiðigarða, miðlunarlón né óm~
sjá, hvað þá gagnagrunn. Ég
fletti áfram og fann heldur ekki
skýringar á eldri og útbreiddari
nafnorðum á borð við nýbúa,
gæðastaðal, netfang eða strika-
merki. Þessi orð eru þó í dag á
nær hvers manns tungubroddi
og jafnvel svo kunnug og skilj-
anleg að fæstir myndu í raun
þurfa á því að halda að fletta
þeim upp í orðabók.
Og þó. Hvað með íslendinga
sem búið hafa erlendis um
lengri eða skemmri tíma? Fólk
sem aðeins hefur fengið íslensku
dagblöðin send endrum og sinn-
um, til viðbótar við bréf og sím-
töl. Fjölmörg orð hljóta að koma
slíku fólki spánskt fyrir sjónir
þegar það snýr aftur heim og
tekur til við daglega neyslu
frétta í innlendum fjölmiðlum.
Ekki tekur betra við hjá þeim
sem í grandaleysi renna augum
yfir rað- og atvinnuauglýsingar
blaðsins síns. Þar má að vísu
búast við nokkuð sértækara
orðfæri en á öðrum síðum, en
fyrr má nú aldeilis fyrr vera.
Hljóðvistarflokkanir, rauntíma-
kerfí, farandgæsla og birgjaaf-
stemmingar gnæfa þar yfir önn-
ur og auðmýkri nafnorð á þann
hátt að meðaljón hlýtur að finna
til vanmáttar. Hann gæti svo
sem skilið orðin hljóð, vist og
flokkun hvert fyrir sig, en er
engu nær um hvað þau merkja
öll saman í graut. Og hann kann
ekki við að spyrja.
Ný orð eru nauðsynleg til
þess að orða nýja hugsun og
breyttan lífsmáta og því ekki
skrýtið að þau spretti upp eins
og gorkúlur í okkar grósku-
mikla samfélagi. I markaðs-
fræðum eru ný hugtök smíðuð
utan um nýjar leikreglur, í heil-
brigðisgeiranum þarf að þýða
heiti nýrra tækja, lyfja og með-
ferða og boðskiptatæknin kallar
daglega á nýjar leiðir til þess að
útskýra tæknilegar framfarir.
Skipulagsfræðin láta ekki sitt
eftir liggja og hafa umhverfís-
mat og grenndarkynning til
dæmis unnið sér þegnrétt í mál-
inu á augabragði.
Þróun þessi er á köflum of
hröð fyrir athyglisgáfu hins al-
menna borgara. Þegar svo í ljós
kemur að orðabækur heimilisins
bregðast þeirri skyldu sinni að
reiða fram skýringar, hlýtur
sem snöggvast að koma óreiða á
hugann. Um leið kann að koma
óreiða á samfélagsgerðina, til að
mynda sambúð kynslóðanna,
vegna vaxandi misræmis í orða-
forða. Dæmi: Margir sem
komnir eru um eða yfir miðjan
aldur koma ungum viðmælend-
um sínum í opna skjöldu með
torkennilegu orðavali, svo sem
sagnorðunum ýra, gjögta, porra
og öðrum úr nægtabrunni
gamalgróinnar íslensku. Þeir
hinir sömu af eldri kynslóðinni
hvá hins vegar í samræðum við
yngri samferðamenn þegar
koma upp lýsingarorðin þver-
faglegur og sjálfbær, sem nú
eru meðal hinna vinsælli í orða-
forða samtímans. Síðari dæmin
læra yngri kynslóðimar að til-
einka sér strax á námsárum og
taka því með sér öðmvísi orða-
safn inn í framtíðina en foreldr-
ar, ömmur og afar.
Hinir eldri reyna fyrir sitt
leyti að kynna sér völundarhús
hins aukna orðaforða en enginn
skyldi lá þeim þótt þeir tapi
stundum áttum. Ekki síst þegar
þeir reka sig á það að band-
breidd vísar ekki lengur til
sverleika garns í rokki heldur
flutningsgetu gagna um Ijósleið-
ara, og vefur er víst ekki lengur
voð í vefstól heldur blikandi
táknaflóð á tölvuskjá. Ömmur
og afar orða þetta sum hver svo
að tungumálið sé í upplausn, en
átta sig þá ekki á því að upp-
lausn merkir aldeilis ekki leng-
ur aðeins ringulreið, heldur hef-
ur orðið með gæði tölvumynda
að gera og vísar til punktafjölda
á flatarmálseiningu.
Við nýyrðasmíð eða endurnýj-
un eldri orða er ekkert að at-
huga. Óþrjótandi möguleikar til
þess ama era þvert á móti með
helstu kostum íslenskunnar sem
lifandi tungu. Þess verður hins
vegar að gæta að nýjum orðum
fylgi aðgengilegar skýringar svo
almenningur geti kynnt sér
meriringu og bakgrann orðanna.
Þess vegna hlýtur nýrrar og ít-
arlegrar orðabókar íslenskrar
tungu að vera beðið með
óþreyju.
Þangað til geta áhugasamir
leitað orðskýringa í tölvutækum
gagnagrannum, svo sem í bráð-
snjöllum Orðabanka Islenskrar
málstöðvar. Og kannski er sú að-
ferð jafnvel haldbetri þegar allt
kemur til alls. Orðasöfn á vefn-
um hafa nefnilega þann augljósa
kost að þau má uppfæra daglega
og þannig leysast sjálfkrafa þau
vandamál sem á undan eru rak-
in. Að því sögðu er sennilega rétt
að játa að endurútgáfa uppá-
haldsbókarinnar minnai' kann að
vera óþörf eftir allt saman - nýir
tímar og nýjar aðferðir hafa tek-
ið við.
_____MINNINGAR__
AUÐUR AUÐUNS
+ Auður J. Auðuns var
fædd á ísafirði 18. febrú-
ar 1911. Hún lést á Drop-
laugarstöðum hinn 19. októ-
ber siðastliðinn. Foreldrar
hennar voru Jón Auðunn
Jónsson, alþingismaður, f.
17.7. 1878, d. 6.6. 1953, og
Margrét Guðrún Jónsdóttir,
húsfreyja, f. 27.4. 1872, d.
12.3. 1963. Systkini Auðar
voru Sigríður, húsfreyja, f.
13.1. 1904, d. 28.6. 1992, Jón
Auðuns, dómprófastur, f.
5.2. 1905, d. 10.7. 1981, Árni
Auðuns, skattsljóri á Isa-
firði, f. 19.6. 1906, d. 26.3.
1952, og Einar, f. 3.5. 1914,
d. 19.7.1917.
Maki Auðar var Hermann
Jónsson, hrl., f. 23.12. 1912,
d. 28.9. 1969. Börn þeirra
eru: 1) Jón, f. 16.11. 1939,
kvikmyndagerðarmaður,
kvæntur Kolbrúnu Jóhannes-
dóttur, og eru synir þeirra Jó-
hannes og Hermann. 2) Einar, f.
25.12. 1942, skipaverkfræðing-
ur, kvæntur Kristínu Guðna-
dóttur, og eru synir þeirra
Guðni og Árni. 3) Margrét, f.
3.5. 1949, fornleifafræðingur,
og er sambýlismaður hennar
Sigfús Björnsson, en dóttir Mar-
grétar er Auður Ýrr. 4) Árni, f.
30.8. 1954, kennari, kvæntur Erlu
Gunnarsdóttur, og eru börn
þeirra Elísabet, Gunnar Viðar og
Auður Sandra.
Auður lauk stúdentprófi frá MR
1929 og lagaprófi frá Háskóla ís-
lands 1935 og stundaði málfiutn-
ingsstörf á ísafírði 1935-1936.
Hún var borgarfulltrúi í Reykja-
vík 1946-1970 og var forseti borg-
arstjórnar 1954-1959 og 1960-
1970 og átti sæti í fræðslu-
ráði, heilbrigðisnefnd og
framfærslunefnd borgarinn-
ar. Hún var kjörin borgar-
s^jóri með Geir Hallgríms-
syni 1959-1960. Auður var
varaþingmaður Reykvíkinga
1947 og 1948 og þingmaður
árin 1959-1974. Hún var
dóms- og kirkjumálaráð-
herra 1970-1971.
Auður sat í mæðrastyrks-
nefnd 1939-1981 og var lög-
fræðingur nefndarinnar
1940-1960. Auður átti sæti í
milliþinganefnd um endur-
skoðun framfærslulaga
1946, í nefnd um endurskoð-
un almannatryggingalaga
1954 og í sifjalaganefnd frá
1961-1989. Hún var kjörin í
útvarpsráð 1975-1978. Hún
sat allsheijarþing Samein-
uðu þjóðanna 1967 og var
formaður sendinefndar íslands
á Kvennaráðstefnu SÞ í Mexíkó
1975. Auður var formaður Hvat-
ar, félags sjátfstæðiskvenna,
1976-1978 og formaður Lands-
sambands sjálfstæðiskvenna
1973-1975. Hún starfaði lengi í
Zonta-hreyfingunni.
Útför Auðar verður gerð frá
Hallgrímskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
Kveðja frá Sjálfstæðisflokknum
Frú Auður Auðuns á sess í sögu
Sjálfstæðisflokksins. Það var
flokknum til vegs að hafa forystu
um að hefja konu til mestu ábyrgð-
ar, bæði á vettvangi borgarstjómar
Reykjavíkur og í landsmálum. Svo
undarlega sem það hljómar nú, var
það ekki sjálfgefið íyrir 30 til 40 ár-
um. Og það var gifta flokksins að
Auður Auðuns var valin til að ryðja
braut. Þar réði hvorki tilviljun né
óeðlileg framagirni af hennar hálfu.
Öðra nær. Auður hafði þegar brotið
niður hindranir, sem stóðu í vegi
þess að kraftar kvenna og hæfileik-
ar nýttust með verðugum hætti í
þjóðlífinu. Hún var meðal fyrstu
kvenna sem luku langskólanámi og
fyrsti íslenski lögfræðingurinn úr
þeirra hópi. En hún gat aðeins orð-
ið öðram konum fordæmi og fyrir-
mynd ef í ljós kæmi að hún risi
undir þeim trúnaðarstörfum sem
flokkurinn fól henni. Þar skorti
ekki á neitt. Hún var allt í senn; at-
hugul, vandvirk og stefnuföst. Vel-
gengni hennar var því verðskulduð
og steig henni þess vegna ekki til
höfuðs eins og gerist iðulega þegar
óverðugir fá óvæntan frama.
Auður Auðuns var flokksmann-
eskja í besta skilningi orðsins. Hún
hafði ung gengið flokknum á hönd
vegna þeirra megin gilda sem hún
setti í öndvegi. Hún vék aldrei frá
þeim gildum til að tryggja sjálfri
sér greiðari för upp metorðastig-
ann. En hún lét til sín taka ef henni
mislíkaði veralega við útfærslu ein-
stakra stefnumiða. Hún lagði ungu
baráttufólki lið í baráttu þess innan
flokksins, ekki síst kynsystram sín-
um og gladdist yfir velgengni sjálf-
stæðiskvenna, þótt of hægt færi að
hennar mati. Af pólitískum friðar-
stóli sínum lagði hún aldrei nema
gott til gamla flokksins síns. Af öll-
um þessum ástæðum og svo mörg-
um öðrum, telst hún í hópi ágæt-
ustu manna í forystusveit Sjálf-
stæðisflokksins fyrr og síðar.
Davíð Oddsson.
Með andláti Auðar Auðuns er
lokið mikilvægum kafla í sögu
kvenna á Islandi.
Ái'ið sem sett voru lög um jafnan
rétt kvenna og karla til menntunar
og embætta fæddist vestur á ísa-
firði lítil stúlka sem átti eftir að
koma þessum lagaákvæðum í fram-
kvæmd. Tuttugu og fjöguma ára
gömul lauk Auður Auðuns embætt-
isprófi í lögfræði frá Háskóla Is-
lands og varð dómarafulltrúi ári
síðar. Hún leit svo á að þetta væri
sjálfsagt og ekkert væri eðlilegra.
Með lífi sínu afsannaði hún kenn-
ingar þeirra tíma úrtölumanna
kvenréttinda, að konur, sem veldu
braut háskólamenntunar og emb-
ætta, höfnuðu þar með hinum hefð-
bundnu verkefnum kvenna við um-
önnun heimilis og barna.
Johann Wolfgang Goethe skrif-
aði um „das ewig weibliche“ - hið
eilífa kvenlega. I huga mínum er
mynd af atviki sem sýnir einmitt
lítið dæmi um það, hvernig Auður
sameinaði embættisverkin og hið
eilífa kvenlega. Það var á hafnar-
bakkanum þegar Auður, forseti
borgarstjórnar, fagnaði fyi-ir hönd
Reykvíkinga Gullfossi, flaggskipi
íslenzka flotans, en hún var þá
greinilega komin fast að barns-
þurði. Þessi mynd þætti ekki tíð-
indum sæta í dag, sem betur fer,
en svo var þá.
Ég kynntist því síðar að Auður
var meistari í því að nýta stopular
stundir til að sinna búi og börnum,
enda heimili hennar fagurt og
börnin stolt hennar. Eitt sinn varð
ég þess vör á þingi að Auður fór
heim í klukkutíma fundarhléi. Hún
tók strætisvagn í Lækjargötu og
vestur á Ægisíðu. Tæpast gat kom-
ið út úr þessu nema hálftími heima.
Ég spurði hana, hvort henni fynd-
ist taka þessu, hvað hún gæti eigin-
lega gert við þennan hálftíma. Hún
svaraði: „Ég get til dæmis þurrkað
af.“ Þá sá ég að Auður var til fyrir-
myndar í fleira en stjórnmálunum.
Auður Auðuns hafði mikil áhrif í
ýmsum ópólitískum félagasamtök-
um. Má þar nefna Kvenréttindafé-
lag íslands og Zontaklúbbinn, sem
henni var mjög annt um. Rifja má
upp fund í Kvenréttindafélaginu á
sjötta áratugnum. Á dagskránni
vora skattamál hjóna, hið sívinsæla
og eldfíma umræðuefni. Auður var
fundarstjóri og var lagin við að
greiða úr tillöguflóði um málið. Er
dró að fundarlokum og fækka tók í
salnum gerðist það sem altítt var í
félaginu á þessum áram, að upp
skutu kollinum stórpólitískar til-
lögur, sem ekkert komu dagskrár-
málinu við, til dæmis um varnar-
mál. Reyndi þá mjög á fundarstjór-
ann. Aðdáun vakti af hvílíkri festu
og skýrleika hún stjórnaði, enda
naut hún trausts samherja og
mótherja. Raunar átti Auður gott
samstarf við ýmsar konur á önd-
verðum meiði í stjórnmálum. Má
nefna Aðalbjörgu Sigurðardóttur,
Helgu Rafnsdóttur, Rannveigu
Þorsteinsdóttur og margar fleiri.
Þessa gætti ekki sízt í störfum fyr-
ir Mæðrastyrksnefnd, sem veitti
réttarhjálp án endurgjalds. Auður
mótaði þetta starf, var lögfræðing-
ur nefndarinnar um tuttugu ára
skeið. Margar ungar konur og börn
þeirra nutu góðs af störfum henn-
ar, sem vora fyrst og fremst á sviði
sifjaréttar.
Auður átti sæti í sifjalaganefnd
dómsmálaráðuneytisins og nor-
rænu sifjalaganefndinni, svo að
reynsla hennar á því lagasviði hef-
ur komið í góðar þarfir. Efa ég
ekki að áhrifa hennar sjái stað í
hinni nýju sifjaréttarlöggjöf.
Auður hóf afskipti af stjórnmál-
um 1946 er hún hlaut þriðja sæti á
bæjarstjórnarlista Sjálfstæðis-
manna í prófkjöri, sem þá var ný-
mæli. Ofar á listanum voru einung-
is þeir Bjarni Benediktsson sem þá
var borgarstjóri og Guðmundur
Ásbjörnsson sem þá var forseti
bæjarstjórnar. Sjálf var hún forseti
bæjarstjórnar 1954 til 1970 að und-
anskildu því ári sem hún var borg-
arstjóri ásamt Geir Hallgrímssyni.
Mat hún mikils samstarf og vináttu
við Geir þá og alla tíð síðan.
Störf Auðar í borgarstjórn mót-
uðust vitaskuld af þeim málaflokk-
um, sem hún hafði með höndum og
stundum hafa verið kölluð dæmi-
gerð kvennamálefni, fræðslumál,
framfærslumál og heilbrigðismál,
allt málefni sem varða daglegt líf
borgaranna. Enda hefur sú gleði-
lega þróun orðið með jafnari
verkaskiptingu karla og kvenna, að
stjórnmálamenn almennt skynja
nú hið pólitíska mikilvægi þessara
málaflokka og að stjórnmál era
fleira en fjármál, efnahags- og at-
vinnumál í þrengsta skilningi.
Auður var kosin á þing 1959 og
átti þar sæti óslitið tÖ 1974. Sam-
starfið við hana á þingi var bæði
gott og lærdómsríkt. Undirrituð var
svo lánsöm að njóta leiðbeininga
hennar og vináttu, sem stundum
varð til þess að tveggja áratuga ald-
ursmunur gleymdist. Störf Auðar á
þingi mótuðust af prúðmennsku,
festu og þekkingu. I þingsölum
fylgdi hún málum fast fram án há-
vaða og fyrirgangs, en á þingflokks-
fundum talaði hún enga tæpitungu.
Hún vildi svo sem verða mátti fá
mál útkljáð á þingflokksfundum án
þess að hlaupið væri með þau í fjöl-
miðla. Hún vildi að þingflokkurinn
kæmi fram út á við sem ein heild og
hollustu við samstarfsmenn mat
hún mikils. Hún sat alla tíð í efri
deild Alþingis, þar sem nefndar-
starf var meira en í neðri deild hjá
hverjum og einum þingmanna. Átti
hún þar ágætt samstarf bæði við
pólitíska andstæðinga og samherja