Morgunblaðið - 26.10.1999, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.10.1999, Blaðsíða 1
243. TBL. 87. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 26. OKTÓBER 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS SÞ sendir gæslulið til Austur-Tímor Leggja grunn að sjálfstæði New York. Reuter. ÖRYGGISRÁÐ Sameinuðu þjóð- anna tók í gær einróma ákvörðun um að senda 11.000 manna frið- argæslu- og lögreglulið til A- Tímors og leysa af hólmi fjöl- þjóðlegu hersveitirnar sem þar hafa verið undir forystu Astrala frá því um miðjan september. SÞ munu fara með yfirstjórn á A- Tímor næstu tvö til þrjú árin, eða meðan verið er að undirbúa stofnun sjálfstæðs ríkis. Samkvæmt ákvörðun öryggis- ráðsins munu tæplega 9.000 her- menn, 200 hemaðarlegir ráðgjaf- ar, rúmlega 1.600 lögreglumenn og fjöldi annarra sérfræðinga halda til A-Tímor á næstunni. Nokkur ríki, þeirra á meðal Kína, hafa boðist til þess að leggja til mannafla. AP Lögreglumenn og björgunarmenn í Suður-Dakóta við brakið úr Learjet-þotunni. Unnið var að því í gærkvöldi að bera kennsl á líkin en enginn af fimmmenningunum komst lífs af. Líklegt er talið að þeir hafi allir verið látnir er vélin skall til jarðar. Kylfíngurinn Payne Stewart ferst ásamt fjórum mönnum í flugslysi Hrapaði eftir stjórnlaust flug yfír Bandaríkin Washington. AP, Reuters. TVEGGJA hreyfla einkaþota af gerðinni Learjet 35 með fimm manns um borð hrapaði í óbyggðu mýrlendi í Suður-Dakóta í Bandaríkjunum í gær og fórust allir um borð, þ.á m. kylfingurinn Payne Stewart. Þotan, sem lagði upp frá Orlando í Flórída áleiðis til Dallas í Texas, flaug stjórn- laust í nokkrar klukkustundir norður á bóginn yfir Bandaríkin áður en hún steyptist til jarðar. Ottuðust menn um hríð að hún hrapaði á byggt svæði og kom til greina að láta herþotur skjóta hana niður til að koma í veg fyrir mann- tjón á jörðu niðri en til þess kom ekki. Hefði þurft sérstakt leyfi Bandaríkjaforseta til slíkra örvænt- ingaraðgerða. Þotan hrapaði eftir fjögurra stunda flug um þrjá kílómetra vestan við smábæinn Mina í norðurhluta sambandsríkisins Suður-Dakóta og seint í gærkvöldi voru hjálparstarfs- menn að reyna að bera kennsl á lík- amsleifarnar. Munu þeir fyrstu hafa komið á staðinn aðeins nokkrum mín- útum eftir slysið. „Nefið á þotunni vísaði nokkurn veginn beint niður,“ sagði Lesley Braun, sem býr í Mina og varð vitni að því er vélin hrapaði. „Brakið dreifðist ekki um stórt svæði.“ Elds- neytið var búið og því kom ekki upp verulegur eldur í brakinu. Enginn á jörðu niðri mun hafa slasast, að sögn Joe Lockharts, talsmanns Hvita hússins. Flugvélin verður eldsneytislaus oghrapar SUÐUR DAKÓTA Herþotur komaað vélinrii Dallas, TEXAS Learjet 35 Áætluð flugleið KRT og Morgunbtaðió Rugumferðarstjórar missa samband við véiina20 mínútum eftir flugtak Orlando FLÓRÍDA Þotan var í eigu Stewarts, af gerð- inni Learjet 35 og smíðuð 1976. Flug- hraði véla af þessari gerð er um 850 km á klukkustund og flugdrægnin rúmlega 2.000 km, hámarksflughæð um 45 þúsund fet og vélin getur tekið allt að tíu manns í sæti. Learjet-þotan hóf sig á loft klukk- an 13:20 að íslenskum tíma og höfðu flugmennirnir síðast fjarskiptasam- band er hún var yfir Gainesville í Flórída, að sögn talsmanns banda- rískra flugyfirvalda í Chicago. Annar talsmaður sagði að þotan hefði flogið í um 43 þúsund feta hæð, sem er nokkru hærra en algengast er um farþegaþotur í áætlunarflugi og eng- in svör hefðu borist frá henni við ítrekuðum fyrirspurnum flugumferð- arstjóra. Var þá herþota með bækistöð í Tyndall í Flórída látin elta Learjet- Þjóðernissinnaðir hægrimenn sigra í Sviss Þjóðarflokkurinn vill annað ráðherraembætti Bern, Genf. AP, AFP, Reuters. SVISSNESKI Þjóðarflokkurinn (SVP), sem sett hefur baráttu gegn innflytjendum og aðild að Evrópu- sambandinu á oddinn, var sigurveg- ari þingkosninganna í Sviss á sunnu- dag. SVP hlaut um 23% atkvæða og er nú næststærsti flokkur landsins á eftir Jafnaðarmannaflokknum. Flokkurinn á aðild að fjögurra flokka ríkisstjórn Sviss en var minnstur stjórnarflokkanna fyrir þessar kosningar og með einungis einn ráðherra í sjö manna ríkisstjórn landsins, vamarmálaráðherrann Ad- olf Ogi. Christoph Blocher, einn áhrifa- mesti þingmaður flokksins, krafðist þess í gær að hlutur SVP í ríkis- stjórn yrði aukinn í ljósi úrslitanna. „Við eigum rétt á því að vera næst- stærsti flokkur stjómarinnar," sagði hann. SVP bætti við sig 15 þing- mönnum og hefur nú 44 þingmenn í neðri deild þingsins þar sem alls 200 þingmenn eiga sæti. Jafnaðarmenn misstu þrjá þingmenn og hafa nú alls 51 þingsæti. Undanfarna fjóra áratugi hefur ákveðið kerfi verið viðhaft við stjóm- armyndun í Sviss, þar sem helstu flokkar skipta á milli sín ráðherra- embættum, samkvæmt föstum regl- um. Hefur þetta kerfi verið kallað „töfralausnin" en sumir fjölmiðlar spáðu því í gær að nú yrði að endur- skoða það. Oft hefur komið til harðra deilna á milli jafnaðarmanna og SVP og náðu þær hámarki í síðustu viku er Blocher, sem er í forystu SVP í Ziirich, var sakaður um að hafa farið lofsamlegum orðum um bók þar sem því er haldið fram að helfor gyðinga hafi aldrei átt sér stað. Blocher hefur verið áberandi í baráttunni AP CHRISTOPH Blocher, helsti áhrifamaður Þjóðarflokksins. gegn aðild Sviss að Evrópusamband- inu og Sameinuðu þjóðunum og hef- ur hann iðulega gagnrýnt stefnu stjórnarinnar í innflytjendamálum. Reuters Payne Stewart var 42 ára gam- all. Hann var einn af þekktustu kylfingum í heimi. þotuna, að sögn fulltrúa flughersins. Tvær orrustuþotur frá Eglin-flug- stöðinni í Flórída tóku við því hlut- verki og síðan tvær F-16 orrustuþot- ur frá Tulsa í Oklahoma. Herflugmennirnir munu hafa skýrt frá því að rúður þotunnar væru þaktar ís og því ekki hægt að sjá mennina um borð en ekkert benti til þess að nokkur væri á lífi um borð. ísingin bendir til þess að jafn- þrýstibúnaður þotunnai- hafi bilað. Telja sérfræðingar líklegt að menn- irnir fimm hafi látist nær samstundis úr kulda og súrefnisskorti ef dyra- umbúnaður hefur bilað eða glugga- listi. Muni þeir þá jafnvel ekki hafa haft tíma til að setja á sig súrefnis- grímur. Hafi þrýstingurinn hins veg- ar minnkað hægt og hægt er talið að þeir hafi smám saman misst meðvit- und. Hefur Learjet-þotan þá haldið áfram ferð sinni þar til bensínið var búið. Flugmenn skipta oftast yfir á sjálfstýringu þegar flugvél er komin í fulla flughæð. John Nance, sem er atvinnuflug- maður og hefur ritað um flugmál, segist ekki vita til þess að jafnþrýsti- búnaður hafi bilað í farþegaflugvél á flugi þótt það hafi komið fyrir her- flugvélar. Sviplegt fráfall/Bl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.