Morgunblaðið - 26.10.1999, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 26.10.1999, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ og er ótvírætt, að ýmsar lagfæring- ar á löggjöfinni hafa orðið fyrir hennar ábendingar. Auður varð dóms- og kirkjumálaráðherra í ráðuneyti Jóhanns Hafstein og fór mjög vel á því, þar sem hún var kirkjulega sinnuð og fagþekldng hennar nýttist vel í dómsmálin. Þessi tími varð of stuttur, því að vinstri stjóm tók við völdum sumar- ið eftir. Hún var stefnufost og ein- dregin í afstöðu sinni til manna og málefna. Hún þoldi ekki að vikið væri frá réttum reglum. Mér virtist hún verða því eindregnari sem hún starfaði lengur í stjórnmálum. Auður var mjög virk í félagsmál- um Sjálfstæðismanna, var um skeið formaður Hvatar, félags Sjálfstæð- iskvenna, og síðar Landssambands Sjálfstæðiskvenna. Á vegum lands- sambandsins heimsóttum við Auð- ur félög Sjálfstæðiskvenna úti um land og héldum fundi. Ýmsar minn- ingar frá þessum fundaferðum sýna að Auður átti aðrar hliðar en þá pólitísku. Hún kunni ógrynni af ljóðum. Það sannreyndi ég á leið heim af fundi á Snæfellsnesi. Við ókum heim á einni af þessum fógru frostnóttum snemma vetrar þegar norðurljósin sveiflast um himin- hvolfin í ótrúlega litfögrum dansi. Við stöðvuðum bílinn til að horfa á þetta eilífa undur, héldum síðan áfram og þar kom að undirrituð var gjörsamlega að sofna undir stýri og bað Auði að segja einhverja sögu til að varna slysi. Tók hún sig þá til og flutti allt kvæðið um hvarf séra Odds frá Miklabæ af þvílíkum til- þrifum að ökumanni rann kalt vatn milli skinns og hörunds og var síð- an vakandi fyrir allan Hvalfjörðinn og allt til Reykjavíkur. Mér þótti minni hennar gott, en hún sagði: „Eg fer oft með kvæði í hljóði mér til hugarhægðar. Ég fór líka oft með kvæði fyrir bömin mín þegar þau voru minni. Þannig hef ég hald- ið kvæðunum lifandi í huga mín- um.“ Auður hafði raunar næma til- finningu fyrir bókmenntum og ýmsum listum eins og heimili henn- ar bar vott um. Heimilið var líka prýtt undurfögrum hannyrðum eft- ir tengdamóður hennar sem hún talaði oft um og mat mikils. Sjálf var Auður falleg kona og fínleg en hafði um leið í fari sínu mikinn styrk. Hún er ógleymanleg þeim sem þekktu hana. Auður lifði það að sjá hugsjónir rætast og margar ungar konur feta brautir sem hún ruddi. Hún sem var lengi eini kvenlögfræðingurinn í landinu sá þær verða hátt á fjórða hundrað og um helmingur lagastúdenta nú er konur. Nú eru margar konur í borgarstjórn og á þingi og virðast allir sammála um að enn þurfi verulega að auka hlut kvenna í valdastofnunum þjóðfélagsins. Megi minningin um Auði Auðuns vísa ungum konum fram á veginn og vera stjórnmálamönnum sífelld áminning um að virða einstaklinga og rétt þeirra. Auður Auðuns er kvödd í djúpri virðingu og þökk. Fjölskyldu hennar er vottuð ein- læg samúð. Ragnhildur Helgadóttir. Kveðja frá borgarstjóra Um það leyti sem mín kynslóð hóf afskipti af stjórnmálum vai- ekki auðvelt fyrir ungar stúlkur að finna sér pólitískar fyrirmyndir. Konur áttu ekki upp á pallborðið í stjórn- málaflokkunum og nöfn þeirra röt- uðu yfirleitt ekki í örugg sæti á framboðslistum ílokkanna. Þær konur sem komust til áhrifa og valda í stjómmálum vom svo örfáar að eftir þeim var tekið og grannt fylgst með þeirra störfum - ekki síst af kynsystrum þeirra. í þessum hópi vom konur eins og Ragnhildur Helgadóttir, Svava Jakobsdóttir, Adda Bára Sigfúsdóttir og Auður Auðuns. Að öllum hinum konunum ólöst- uðum var Auður „la grande dame“ íslenskra stjórnmála. Hún var frumherjinn, sú sem hafði ratt brautina og verið fyrst til svo ______________________________ÞRIÐJUDAGUR 26. OKTÓBER 1999 43^ MINNINGAR Við heimsókn Ólafs Noregskonungs 1961. Á myndinni eru einnig, auk Auðar, Ásgeir Ásgeirsson forseti, Ema Finnsdóttir og Geir Hallgrímsson. mm mm 1 æS HrV "í K í sjötugsafmæli frú Auðar Auðuns 1981: Davíð Oddsson, Þorvaldur Garðar Krisljánsson, _ Matthías Bjarnason, Ólafur G. Einarsson, Geir Hallgrímsson, Birgir Isleifur Gunnarsson, Gunnar Thoroddsen, Ólafur B. Thors og Auður. t. tbk S7. irg. LAHCAROACUR XI. SKPTEMBK8 1178_r««nUmíaj» Kona í ríkisstjórn Auður Auðuns dóms- og kirkjumálaráðherra margra hluta. Við, þessar ungu konur, sem vorum að byrja að feta okkur inn á braut stjórnmálanna, bárum óttablandna virðingu fyiir henni. Þó að við værum ósammála stjómmálaskoðunum hennar komumst við ekki hjá því að viður- kenna og meta þann mikla skerf sem hún lagði til íslenskrar kvennabaráttu - ekki endilega með hugmyndum sínum heldur miklu fremur gerðum. Mér eru m.a. minnisstæðir fundir sem haldnir voru á vegum Kvenréttindafélags- ins á Hótel Borg fyrir borgar- stjórnarkosningarnar árið 1982 og 1986. Kvenframbjóðendur flokk- anna höfðu að sjálfsögðu safnað vopnum sínum fyrir fundina og í bæði skiptin höfðu Sjálfstæðiskon- ur þá kanónu í sínu liði sem við átt- um erfíðast með að verjast - það var Auður Auðuns. í bæði skiptin sat hún framan af og hlustaði en þegar leið á fundinn bað hún um orðið og þegar hún talaði sló þögn á salinn. Hún var stuttorð, gagn- orð, svolítið kaldhæðin og hvöss. Ég held henni hafi fundist við sem töluðum fyrir kvennaframboðum bæði óreyndar og óraunsæjar - sem við auðvitað vorum. I því fólst m.a. styrkur þessara framboða. Auður Auðuns mun hafa þreytt frumraun sína í stjórnmálum í bæj- arstjórnarkosningunum 1946, þá 35 ára gömul og 2ja barna móðir. Án efa var þetta mikil eldskírn fyr- ir hana því kosningabaráttan var óhemju hatrömm. Attust þar við meirihluti Sjálfstæðismanna í bæj- arstjórninni, sem var spáð falli, og frambjóðendur Sósíalistaflokksins sem bjuggust við miklum kosn- ingasigri. Sjálfstæðismenn sluppu hins vegar með skrekkinn og tóks að verjast falli með 48% atkvæða. Auður kom inn á lista Sjálfstæð- ismanna í prófkjöri sem flokkurinn efndi þá til í fyrsta sinn og máttu allir stuðningsmenn flokksins kjósa frambjóðendur. Náði Auður 3ja sæti listans og hlýtur það að teljast merkilegt að kona, sem ekki hafði áður tekið þátt í stjómmálum, skyldi ná svo góðum árangri í próf- kjöri. Þessi árangur segir auðvitað sína sögu um styrk og hæfileika Auðar Auðuns. Þeir sem þekkja til starfa á vett- vangi borgarstjórnar vita hversu mildll erill fylgir þeim störfum - ekki síst setu í borgarráði. Auður átti sæti í borgarráði í 18 ár, 1952-1970, var á þessum tíma forseti borgar- stjómar í 15 ár en lét þessi störf þó ekki aftra sér frá því að taka sæti á Alþingi árið 1959 og gegna þing- mennsku samliða störfum í borgar- stjóm í 11 ár. Til að sinna þessum fjölþættu skyldum á vettvangi stjómmálanna og samræma þær bamauppeldi og heimilishaldi, hefur þurft líkamlegt og andlegt þrek, út- sjónasemi, dugnað en umfram all skipulagshæfíleika. Mér er til efs að margir myndu leika þetta eftir Auði Auðuns nú til dags. Með Auði er genginn mikill fmmkvöðull. Þegar hún hóf veg- ferð sína í íslenskum stjómmálum áttu konur engar greiðfærar leiðir til áhrifa. Rétt sást móta fyrir óljósum og illfæmm troðningum. Nú, hálfri öld síðar, hefur brautin verið rudd - þökk sé konum eins og Auði Auðuns sem létu viðteknar hugmyndir um stöðu kvenna ekki aftra sér frá fullgildri þátttöku í mótun og stjórnun samfélagsins. Vegna utanferðar á ég þess því miður ekki kost að vera viðstödd útförina en við Hjörleifur sendum börnum Auðar, tengdabörnum og bamabörnum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri. Elsku amma, takk fyrir allt. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji guðs englar saman í hring, sænginni yfir minni. Þín (Sig. Jónsson frá Presthólum) Auður. Með fráfalli Auðar Auðuns er merkur stjórnmálamaður og mikill brautryðjandi íslenskra kvenna úr heimi horfínn. Auður var fyrsta ís- lenska konan sem lauk kandidats- námi í lögfræði, hún var fyrsta kon- an sem settist í dómarastól í hér- aðsdómi hér á landi, hún var fyrsta konan sem gegndi starfi forseta, borgarstjómar í Reykjavík, sem þáV nefndist reyndar bæjarstjórn. Hún var fyrsta konan sem gegndi starfi borgarstjóra í Reykjavík og hún var fyrsta konan í ríkisstjórn Is- lands, þar sem hún gegndi starfi dóms- og kirkjumálaráðherra. Hún var alþingismaður fyrir Reykvíkinga um árabil og hún starfaði í mörgum trúnaðarstöðum í flokksstarfi Sjálfstæðisflokksins. Hún átti einnig sæti í ýmsum nefndum og ráðum hins opinbera, þar sem hún m.a. undirbjó mikil- væga löggjöf á sviði sifja- og fé-'- lagsmála. Hún starfaði líka af mikilli fóm- fysi fyi’ir Mæðrastyi-ksnefnd Reykjavíkur í marga áratugi, í Kvenréttindafélagi Islands var hún virkur félagi, hún var í stjórn Menn- ingar og minningarsjóðs kvenna í 35 ár, í Zontaklúbbi Reykjavíkur og áfram mætti telja. Þess utan var hún eiginkona sem rak myndarlegt heimili og ól upp fjögur böm sín. í stuttu máli sagt var Auður Auðuns afar farsæll og merkur stjórnmálamaður sem skildi eftir sig djúp og óafmáanleg spor í ís- lensku stjórnmálalífi. Hún var óvenjulega gáfuð kona, stefnuföst-^ og verkadrjúg. Hún skilað þjóðinni miklu og farsælu lífsstarfi með for- dæmi sínu og störfum öllum. Það var gæfa okkar sjálfstæðismanna að eiga konu eins og hana í forustu- sveit Sjálfstæðisflokksins. Ég kynntist Auði vel í störfum hennar og ég eignaðist vináttu hennar. Það var mér mikils virði að geta leitað til hennar um góð ráð og að hlýða á skoðanir hennar um aðkallandi málefni jafnt sem fram- tíðarmál. Fyrir það vil ég þakka um leið og ég vil hylla hana sem*> frumkvöðul og fyrirmynd í rétt- indasókn íslenskra kvenna á þess- ari öld. Ég sendi bömum hennar mínar innOegustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Auðar Auð- uns. Sólveig Pétursdóttir, dóms- og kirkjumálaráðherra. Auður Auðuns fæddist sama ár og samþykkt vom lög um að konur á Islandi ættu jafnan rétt til náms og embætta á við karlmenn. Sú samþykkt þegar árið 1911 bar vott um framsýni og djörfung lög- gjafans sem og lög um jafnan kosn-'4 ingarétt og kjörgengi karla og kvenna fjómm ámm síðar. Það liðu hins vegar margir áratugir áður en konur fóra almennt að nýta sér þann rétt. Auður Auðuns beið hins vegar ekki boðanna. Átján ára að aldri lauk hún stúdentsprófi og sex árum síðar embættisprófi í lögum frá Háskóla Islands, fyrst kvenna, aðeins 24 gömul. Það varð hlut- skipti hennar að vera brautryðj- andi á fleiri sviðum. Hún varð fyrst kvenna í forsetastól bæjarstjórnar Reykjavíkur, fyrsta konan tíl að gegna starfi borgarstjóra og fyrsta konan á ráðherrastóli. Auður lét eitt sinn svo ummælt i sjónvarpsþætti að hún minntist með hlýhug móðurafa síns, sem lagði á það áherslu að dætur hans menntuðust ekki síður en synir. Þannig hefur Auður alist upp við það vestur á ísafirði að jafn sjálf- sagt væri fyrir stúlkur að leita sér menntunar og starfsframa og pilta. Auður Auðuns var fyrst kölluð til stjórnmálastarfa fyrir Sjálf- stæðisflokkinn í bæjarstjórnai-- kosningunum 1946. Þá stóð Sjálf- stæðisflokkurinn frammi fyrir tví- sýnum kosningum og ákveðið vav að viðhafa prófkjör um val fram-’" bjóðenda. Það var í fyrsta sinn sem stjórnmálaflokkur hér á landi hafði prófkjör meðal stuðningsmanna sinna. Auður Auðuns fékk gott brautargengi og náði kosningu í þriðja sæti listans. í harðri og óvæginni kosningabaráttu hlaut SJÁ NÆSTU SÍÐUÍ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.