Morgunblaðið - 26.10.1999, Page 64

Morgunblaðið - 26.10.1999, Page 64
64 ÞRIÐJUDAGUR 26. OKTÓBER 1999 I DAG MORGUNBLAÐIÐ KIRKJUSTARF Safnaðarstarf Samvera eldri ^ borgara í Laug- arneskirkju SAMVERUR eldri borgara eru haldnar í Laugarneskirkju annan hvern fimmtudag kl. 14-16. Þar er ætíð glatt á hjalla og gott að koma. Nú á fimmtudaginn 28. október munu börn úr Laugarnesskóla sýna dans undir stjórn kennara síns, Ingibjargar Róbertsdóttur. Gunnar Gunnarsson leikur undir almennan söng og góðar veitingar verða í boði - -eins og alltaf. Það er þjónustuhópur Laugarneskirkju sem stýrir þessum samverum ásamt sóknarpresti og kirkjuverði. Hvetjum við alla eldri borgara í sókninni til að nýta sér þetta tækifæri sér til ánægju og uppbyggingar í kirkjunni sinni. Þjónustuhópur Laugameskirkju. Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurs- hópa kl. 10-14. Léttur hádegisverð- ur. Mömmu- og pabbastund í safn- aðarheimilinu kl. 14-16. Bústaðakirkja. Æskulýðsfélagið fyrir unglinga í 8. bekk í kvöld kl. 19.30 í félagsmiðstöðinni Bústöðum. Dómkirkja. Bamastarf í safnaðar- heimilinu kl. 14 fyrir 6-7 ára börn, - kl. 15.30 fyrir 8-9 ára böm og kl. 17 fyrir 10-12 ára böm. Æskulýðsfélag Dómkirkju og Neskirkju. Sameigin- legur fundur í safnaðarheimili Nes- kirkju kl. 19.30. Grensáskirkja. Kyrrðarstund kl. 12.10. Orgelleikur, ritningarlestur, altarisganga, fyrirbænir. Léttur málsverður í safnaðarheimilinu eftir stundina. Hallgrímskirkja. Fyrirbænaguðs- þjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúk- um. Laugarneskirkja. Morgunbænir kl. - 6.45. Fullorðinsfræðsla kl. 20. Markviss kennsla um trú. „Þriðju- dagur með Þorvaldi" kl. 21. Lof- gjörðarstund. Neskirkja. Æskulýðsfélag Nes- kirkju og Dómkirkju. Sameiginleg- ur fundur í safnaðarheimili Nes- kirkju kl. 19.30. Litli kórinn, kór eldri borgara kl. 16.30, í umsjón Ingu J. Backman og Reynis Jónas- sonar. Nýir félagar velkomnir. Síð- degistónleikar kl. 18. Hörður Askelsson, organisti Hallgríms- kirkju leikur. Seltjamameskirkja. Foreldramorg- unn þriðjudag kl. 10-12. Árbæjarkirkja. Foreldramorgnar í safnaðarheimilinu kl. 10-12. Hitt- . umst, kynnumst, fræðumst. Hjúkr- unarfræðingar frá heilsugæslustöð- inni í Árbæ koma í heimsókn. Breiðholtskirkja. Bænaguðsþjón- usta með altarisgöngu kl. 18.30. Bænaefnum má koma til sóknar- prests í viðtalstímum hans. Æsku- lýðsstarf á vegum KFUM og K og kirkjunnar kl. 20. Digraneskirkja. Starf aldraðra kl. 11.15. Leikfimi, léttur málsverður, helgistund og samvera. Kl. 17 TTT 10-12 ára starf á vegum KFUM og K og Digraneskirkju. Fella- og Hólakirkja. Foreldrastund kl. 10-12. Starf fyrir 9-10 ára stúlk- ur kl. 15-17. Starf fyrir 11-12 ára stúlkur kl. 16.30-17.30. . Grafarvogskirkja. Opið hús kl. 13.30-16 fyrir eldri borgara, kyrrð- arstund, handavinna, spjall, spil og kaffiveitingar. Kirkjukrakkar í Laugarneskirkja. Rimaskóla kl. 17-18 fyrir 7-9 ára börn. KFUK fyrir stúlkur 9-12 ára kl. 17.30-18.30. Æskulýðsstarf fyrir unglinga kl. 20-22. Hjallakirkja. Bæna- og kyrrðar- stund kl. 18. Kópavogskirkja. Mæðramorgunn í safnaðarheimilinu Borgum í dag kl. 10-12. Seljakirkja. Mömmumorgnar kl. 10-12. Opið hús. Víðistaðakirkja. Aftansöngur og fyrirbænir kl. 18.30. Opið Hafnar- fjarðarkirkja. Opið hús fyrir 10-12 ára börn í Vonarhöfn, Strandbergi, kl. 17-18.30. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Opið hús kl. 17-18.30 fyrir 7-9 ára börn. Lágafellskirkja. Foreldramorgunn kl. 9.30-11.30. Umsjón Þórdís og Þuríður. Landakirkja Vestmannaeyjum. Kl. 16.30 kirkjuprakkarar (7-9 ára börn). Söngur, leikir, bænir, spuna- smiðja. Keflavíkurkirkja. Fjölskyldustund í Kirkjulundi kl. 10.30-11.30. Helgi- stund, fræðsla og samfélag fyrir að- standendur bama undir grunnskóla- aldri (mæður, feður, ömmur, afar o.fl.). Bænir beðnar með börnunum, lesið fyrir þau og sungið með þeim. Umsjón Lilja G. Hallgrímsdóttir djákni og Laufey Gísladóttir kenn- ari. Kirkjan opin kl. 14-16. Starfs- fólk verður á sama tíma í Kirkju- lundi. Samveru- og helgistund í Hvammi, félagsmiðstöð aldrara, Suðurgötu 15-17, kl. 12-16. Ferm- ingarundirbúningur kl. 13.40-15 í Kirkjulundi. Grindavíkurkirkja. Foreldramorg- unn kl. 10-12. Borgameskirkja. Mömmumorgunn í safnaðarheimilinu milli kl. 10 og 12. Helgistund í kirkjunni sömu daga kl. 18.30. Krossinn. Almenn samkoma kl. 20.30 í Hlíðasmára 5. Allir velkomn- ir. Hvammstangakirkja. Æskulýðs- fundur í kvöld kl. 20.30 á prestssetr- inu. Hólaneskirkja Skagaströnd. Kl. 10 mömmumorgunn í félagsheimilinu Fellaborg. Kl. 16 KFUM og KFUK fyrir börn 9-12 ára. Safnaðarfélag St. Jósefskirkju, Hafnarfírði. Þemafundur um skriftasakramentið verður haldinn í safnaðarheimilinu að Jófríðarstöð- um þriðjudaginn 26. október kl. 20. Sr. Hjalti Þorkelsson flytur fyrir- lestur er nefnist „Tilvísun, sættir og yfirbót". Á eftir verða fyrirspumir og umræður. Loks verða kaffiveit- ingar og spjall að loknum fyrirlestri og umræðum. Allir hjartanlega vel- komnir. ALLAR VÖRUR Á a50%H Vorum að taka upp ný flísefni og úrval samkvæmisefna. XINAi VEFNABARVDRUR Hlíöasmára 14, 200 Kópavogi, sími 564 5533. VELVAKAJMPI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Þakkir fyrir grein HÁKON Aðalsteinsson á þakkir skildar fyrir grein sína í Morgunblaðinu 23. október sl. sem bar yfir- skriftina „Hvert stefnum við í umgengni við land og þjóð“. Hvet ég Hákon til að halda áfram að mót- mæla virkjun í Fljótsdal. Nú þegar er húshitunar- kostnaður á höfuðborgar- svæðinu bara lítið brot af því sem kostar að hita hús á Austurlandi, þá eru eng- ar líkur á að fólk flytji frá höfuðborginni til Austur- lands, þó svo að álver rísi á Reyðarfirði. Ég er hræddur um að það verði eins og í fiskvinnslunni að það þurfi að flytja inn er- lent vinnuafl. Hákon, haltu áfram á þessari braut. Gunnar G. Bjartmarsson, Neskaupstað. Rjúpnaskyttur GUÐBJÖRG hafði sam- band við Velvakanda vegna myndar sem hún sá í einu dagblaðanna fyrir suttu. Myndin var af rjúpnaskyttum með um 400 rjúpur. Fannst henni þetta vera hræðilegt auðgunardráp. Einnig vildi hún benda á að það er víða óvarlega farið með skotvopn á rjúpnaveiðum. Tapað/fundið Jakki og taska týndust UNG kona týndi tösk- unni sinni og jakkanum föstudagskvöldið 15. október sl. milli kl. 1-4 á Glaumbar. Taskan er blá og rauð og sími var í sér- hólfi utan á töskunni. í töskunni voru öll skilríki, snyrtivörur, vettlingar, lyklar o.fl. Jakkinn er svartur glansjakki. Þess- ir hlutir eru eigandanum ákaflega dýrmætir. Skil- vís finnandi vinsamlega hafi samband í síma 564 4401. Dýrahald Skógarköttur í óskil- um í Keflavík SKÓGARKÖTTUR, svart- ur í framan og svartur á löppum, annars brúnn og svartyijóttur er í óskilum í Keflavík. Þetta er læða, óskaplega blíð og góð. Upp- lýsingar í síma 421 2960. HOGNI HREKKVISI T> * (//'&hef&um. he/aiar. áti cé> iAóa, me/a - dc)rcxey&irirv /ioícu \söruU/f£eJsvct.- Hlutavelta Morgunblaðið/Golli. Þessar duglegu stúlkur héldu tombólu og söfnuðu kr. 5.229 til styrktar Rauða krossi íslands. Þær heita Helga Sif Helgadóttir og Arna Borg Snorradóttir. Morgunblaðið/Ásdís Tveir ferðamenn staldra við og mynda hjá útilegumanninum. Víkverji skrifar... NÁTTÚRUPERLURNAR eru ekki endilega á hálendinu eða í mikilli fjarlægð frá Reykjavík. Það er stutt frá höfuðborginni út á Reykjanes og það er þess fyllilega virði að leggja land undir dekk og keyra út að Reykjanesvita. Þar er stórbrotið landslag í úfnu hraun- inu, hverir, salttjarnir, drangar, fell og hnjúkar. Fjaran er ýmist hrikaleg og stórgrýtt eða fallegir sandflákar og melgrashólar. Fyrsti viti á íslandi var reistur á Valahnjúk árið 1878 og var það mikið stórvirki. Hann lét svo undan veðri og vindum og nýr viti var reistur snemmma á þessari öld á Bæjarfelli. Þarna er fallegt lands- lag, sem sker sig að nokkru frá öðrum stöðum á Reykjanesi, og nokkurt hverasvæði með Gunnu- hver í fararbroddi. Þarna er upplagt að aka á góð- um degi og jafnvel koma við í fiska- safninu í Höfnum. Þegar út að vita er komið, er svo bezt að leggja bílnum og bregða undir sig betri fætinum og ganga um svæðið til að njóta fegurðar þess sem mest. xxx AÐ kann að vera að bera í bakkafullan lækinn að tala um málnotkun. Víkverji ætlar samt að gera svo í þessum pistli, því honum finnst góð vísa aldrei of oft kveðin. Við verðum alltaf að vera á verði gagnvart ambögum og misnotkun á málinu, málsháttum og orðtök- um. Áhrif enskunnar eru mikil, einkum á orðaröð og notkun sagn- orða. Á forsíðu Morgunblaðsins síðastliðinn laugardag var texti með mynd af hóteli í Sviss: „Þar sem handtaka Papons fór fram.“ Svo á enginn að orða hlutina, allra sízt í 60.000 eintökum. Við eigum sögnina að handtaka og því alveg óþarfi að breyta sögninni í nafnorð eins og þama er gert. Eðlilegt orð- færi er að sjálfsögðu að segja þar sem Papon var handtekinn. Þá vill Víkverji enn minna á hið ágæta íslenzka orð keppinautur, sem einhverra hluta vegna virðist fara halloka fyrir orðskrípinu sam- keppnisaðili, sem er gjörsamlega út í hött. Orðið aðili er ofnotað í ís- lenzku máli. xxx VÍKVERJI hefur gaman af fót- bolta og horfir töluvert á bein- ar útsendingar að utan, einkum leiki í meistaradeild Evrópu og ensku knattspymuna. Það finnst Víkverja góð skemmtun, enda leika þar listir sínar beztu knattspyrnu- menn heims og spennan er oft mik- il. Þar nægir til dæmis að nefna úr- slitaleik Manchester United og Ba- yem Miinchen í fyrra og leik Chel- sea og Arsenal á laugardaginn, þar sem nígeríski snillingurinn Kanu fór á kostum. Að mati Víkverja er það þó eitt sem er nokkur ljóður á þessari ágætu skemmtun. Það er alltof mikið um ljót brot á leikmönnum. Oft á tíðum má segja að um hreina líkamsárás sé að ræða og má þar benda á nýlegt dæmi þar sem Sví- inn Henrik Larson var fótbrotinn í leik í meistaradeildinni. Víkverja finnst ekki nógu hart tekið á brotum af þessu tagi og man hann eftir dæmum um það að ekki hafi einu sinni verið dæmd aukaspyrna á algjör fólskubrot. Svo er leikmönnum umsvifalaust vísað af leikvelli fyrir að segja eitt- hvað ljótt við dómarann í hita leiks- ins. Nýlegt slíkt dæmi þýddi meira að segja að kjaftaskurinn var dæmdur í fjögurra leikja bann. Er ekki eitthvað bogið við þetta? Vissulega ber leikmönnum að hafa hemil á skapi sínu og virða dómar- ann, sem vafalítið gerir alltaf sitt bezta eins og leikmaðurinn, en er ekki svolítill munur á munnlegri árás og hreinni líkamsárás?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.