Morgunblaðið - 26.10.1999, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 26.10.1999, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 26. OKTÓBER 1999 47^ + Guðný Jónína (Dúný) Þórar- insdóttir fæddist í Reykjavík 1. mars 1933. Hún lést á V ífilsstaðaspítala 18. október síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Þórarinn Olafur Vilhjálmsson og Jónasína Guðrún Georgsdóttir. Guð- ný var þriðja elst í hópi sjö systkina. Aðeins tvö þeirra lifa, þau Þórður Guðjón og Guðrún Valný. Látin eru: Guðmunda, Jóhanna Mar- grét, Elín Valdís og Jónas Gunnþór. Systursonur Guðnýj- ar, Jón Þórarinsson, ólst upp á heimili foreldra hennar. Guðný ólst upp í Reykjavfk en fluttist vestur á Hellissand 1949. Þar kynntist hún Ingólfi Eðvarðssyni sjómanni og gengu þau í heilagt hjónaband 1953. Áttu þau heima á Hellissandi alla sína hjúskapartíð, en Ingólfur féll frá árið 1967, að- eins 44 ára að aldri. Guðný og Ingólfur eignust sex börn sam- an en fyrir átti hún dóttur sem hann gekk í föðurstað. Börnin eru eftirtalin: 1) Sigurjóna Óskarsdóttir, húsmóðir í Reykjavík, gift Birgi Sigurðs- syni kennara. Þau eiga þrjár Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. A grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig.“ (Úr 23. Davíðssálmi) Elskuleg tengdamóðir mín hefur lokið sinni lífsgöngu. Hún fékk hægt og friðsælt andlát. Hún var ekki gömul, aðeins 66 ára, en kraft- ar hennar voru þrotnir. Mér er enn í fersku minni þegar við kynntumst fyrst fyrir 15 árum. Hún tók mér strax opnum örmum. Ég naut síðan þeirra forréttinda að verða „einka“ tengdadóttir hennar - eins og hún kallaði mig alltaf. Mér finnst ég hafa þekkt Dúnýju, eins og hún var alltaf köll- uð, mjög vel frá fyrsta degi. Það helgaðist af því að hún var afar hreinskiptin og sagði sínar skoðanir umbúðalaust. Maður vissi alltaf hvar maður hafði hana. En líf Dúnýjar var ekki alltaf dans á rósum. Hún þurfti að hafa fyrir lífinu - en var sannkölluð hvunndagshetja. Hún var aðeins 16 ára þegar hún fluttist út á land með nýfædda dóttur sína, - þá ein- stæð móðir. Stuttu síðar steig hún svo eitt af mestu hamingjusporum lífsins þegar hún kynntist tilvon- andi eiginmanni sínum, Ingólfi Eðvarðssyni. Þau lifðu í ástriku og farsælu hjónabandi í 14 ár - uns hann féll frá eftir erfíða baráttu við krabbamein. Skyndilega stóð þá Dúný ein eftir með sex börn og það sjöunda á leiðinni, ekki nema 35 ára að aldri. Þessi lífsreynsla setti mark sitt á hana og hún syrgði mann sinn alla tíð. Dúný gekk ekki heil til skógar eftir að hún varð ekkja og barðist við erfiðan lungnasjúkdóm. En alltaf vai- von hjá henni og hún var aldrei á því að gefast upp. Hún var baráttukona, stolt og dugleg, og reyndi ætíð að gera sitt besta. Hún var mjög trúuð og það veitti henni mikinn styrk í mótbyr. Þótt lífið brosti ekki alltaf við Dúnýju minni kunni hún að njóta góðu daganna. Henni þótti t.d. mjög gaman að vera innan um fólk- ið sitt og ferðast. Þá var gjarnan dætur og tvö barna- börn. 2) Kristín, svæfingarhjúkrun- arfræðíngur í Reykjavík, í sambúð með Vigni Jóni Jónassyni verslun- armanni. Þau eiga einn son. 3) Guðrún Þóranna, starfs- stúlka í Reykjavík, gift Agnari B. Jak- obsen leigubifreið- arsljóra. Hún á þrjú börn. 4) Jónína, starfsstúlka í Reykjavík, ógift. Hún á tvær dætur. 5) Eðvarð, sóknarprestur á Akranesi, kvæntur Bryndísi Sigurjóns- dóttur leikskólakennara og eiga þau þrjú börn. 6) Inga, hjúkrun- arfræðingur í Reykjavík, gift Stefáni S. Svavarssyni tollverði og eiga þau fjögur börn. 7) Guð- ný Úlla, húsmóðir í Hafnarfírði, í sambúð með Haraldi Lorange bifreiðarstjóra og eiga þau þrjú börn. Guðný fluttist til Reykjavíkur árið 1980 og átti þar heima til hinsta dags. Síðustu þrjú árin var hún á Hjúkrunarheimilinu Eir í Grafarvogi. títför Guðnýjar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Jarð- sett verður í Ingjaldshólskirkju- garði á Snæfellsnesi. farið vestur á Snæfellsnes eða í sumarbústað í Borgarfirði. Oft var glatt á hjalla og stutt í glettnina sem fylgdi henni alla tíð. Ég á Dúnýju margt að þakka og ég á margar fagrar minningar um hana. Hún reyndist börnunum mín- um afskaplega hlý og góð amma og var mér yndisleg tengdamóðir og fyrir það vil ég þakka góðum Guði nú við leiðarlok. Kæra vina. Guð blessi minningu þína. Hafðu þökk fyrir allt það sem þú varst bæði mér og öðrum. Megi algóður Guð varðveita þig um alla eilífð og umvefja þig kærleika sín- um. Far þú í friði. Bryndís Sigurjónsdóttir. Þegar skuggar haustsins taka að lengjast og lauf trjánna falla niður gul á litinn í svörðinn og minna okkur á að lífið sjálft er eilíf hringrás, þar sem fæðing og dauði haldast í hendur, og það eina sem við lifendur getum örugglega gert ráð fyrir er að einhverntíma kemur að okkur að lúta í lægri haldi fyrh- dauðanum og þeim sem öllu ræður. Við lútum höfði í lotningu fyi’h' þeim öflum, sem öll tækni og vís- indi hafa ekki náð tökum á og gera líklega aldrei. Hjartkær tengdamóðir mín, Guð- ný Þórarinsdótth', er það gulnaða laufblað sem fallið er í svörðinn á þessum dimmu haustdögum. Henn- ar lífsblóm er fölnað fyrir fullt og allt. Þótt laufblöðin gulni og visni á hverju hausti eigum við eftirlifend- ur ailtaf minningar. Það eru minn- ingarnar um fegurðina og kærleik- ann sem blómin og lauf trjánna veittu okkur um sumarið. Eins verður það um minningu tengda- móður minnar, hennar blóm og feg- urð munu lifa í hjarta okkar sem sárt syrgjum móður, ömmu og tengdamóður. Það var á deild 15 á Kleppsspít- ala að hausti til sem ég sá hana fyi'st, fyrir hartnær 15 árum. Hún sá um býtibúrið á deildinni og allt sem því iylgdi og bauð mig velkom- inn til starfa á deildinni og bauð mér uppá uppáhellingu og meðlæti sem ég þáði með þökkum. Ég var nefnilega að byrja á nýrri deild á Kleppsspítala en hafði unnið áður á annarri deild í þrjú ár en nú hafði ég söðlað um og ráðið mig á deild 15 sem var krónísk deild. Meðan ég, varla stiginn yfh’ tví- tugsaldurinn, beið eftir viðtali við deildarstjórann, þáði ég kaffisopa hjá Guðnýju Þórarinsdóttur sem öllu réð í býtibúri og eldhúsi. Hún spurði mig í þaula um ætt og upp- runa og meðan ég þuldi upp Þor- steinsættina, sem ég var víst kom- inn af og var undan Snæfellsjökli, þaðan sem allt þetta vonda fólk kom, hellti Guðný Þórarinsdóttir í bollann minn og sá til þess að mig skorti ekki bakkelsi, og sagði jafn- framt að ég skyldi ekki halda það að ég kæmi af vondu fólki því hún hefði sjálf búið undir Jökli, nefni- lega á Hellissandi, til margra ára og þar og í nágrannasveitum byggi aðeins gott fólk og ég skyldi ekki hafa neinar áhyggjur af því. Ég leit í forundran á þessa mið- aldra konu sem kvaðst vita hvaða mann ég hefði að geyma fyrst ég ætti ættir að rekja til Staðarsveit- ar, og hugsaði sem svo: Hvað er hún að „pæla“ í ættum og fjöl- skyldutengslum, hvað er hún að „pæla“ í mér, hvað kem ég henni við? Ekki óraði mig fyrir að þessi kona sem varla var komin yfir fimmtugt en var samt svo rúnum rist á líkama og sál eftir erfiði gær- dagsins. Ég gat næstum því lesið í gegnum bólgna fingur, sinar og handarbak, sem fólu í sér erfið- leika, fátækt, áhyggjur og sorgir, væntingar sem brugðust og bak við meitlað og rúnum rist andlit al- þýðukonunnar, sem þekkti ekkert annað en að lífið fyrir fátækar verkakonur að vestan yrði hai'ð- ræði eitt, ekki datt mér í hug að þessi kona, sem lífið hafði leikið svo grátt, yrði seinna tengdamóðh’ mín. En svona er nú lífið, við vitum aldrei hvað er handan við hornið þar sem örlagavaldurinn bíður okk- ar í þessu mannlífi og kveður upp sinn dóm yfir okkur. Ég var ráðinn til starfa á deildina sem var erfið en samt gefandi þar sem mannleg hlýja og kærleikur fyrir skjólstæðingum deildarinnar var í fyrirrúmi. Allir starfsmenn deildarinnar lögðust á eitt um að gera lífið fyrir sjúklingana sem þægilegast, þai- fór tengdamóðir mín með hlutverk sem ég tók eftir og hef alltaf litið upp til í öllum mannlegum samskiptum síðan, því hún sá til þess að allir, hvort sem það voru starfsmenn eða sjúkling- ar, væru jafnir fyrir guði og mönn- um, enginn fékk meiri mat, di-ykk eða sígarettur, allh' voru jafnir fyrir augum Guðnýjar og allir fengu sama kærleika og hlýju. Eftir nokkurra vikna vinnu á deild 15 komst ég að þvi að Guðný ætti sjö börn, sex stelpur og einn pilt, sem hún sá varla sólina fyrir og þar sem ég var laus og liðugur og vildi ólmur komast í tæri við dætur hennar, bauð ég henni að keyra hana heim einn föstudaginn efth' vinnu, svona til að sjá úrvalið, og það gekk eftir. Eftir að Guðný hafði keypt inn í nokkra innkaupa- Skilafrestur minningargreina EIGI minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnudagsblaði ef útför er á mánudegi), er skilafrestur sem hér segir: I sunnudags- og þriðjudagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. í miðviku- dags-, fimmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf greinin að ber- ast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu gi-eina, enda þótt þær bei'ist innan hins tiltekna skilafrests. GUÐNY ÞÓRARINSDÓTTIR poka í Grímsbæ, ég keyrt hana heim að dyrum og lifað í voninni um að hún byði mér inn, sagði hún sí svona: Heyi’ðu, Stefán minn, það er nú það minnsta að ég fái að bjóða þér í kaffi fyrir alla hálpina. Þar sem ég vissi að Guðný Þórarins- dóttir væri strætóþreytt kona og ég yfir mig spenntur að sjá dætur hennar þáði ég kaffitárið með þökk- um og bar innkaupapokana fyrir hana. Til að gera langa sögu stutta kynntist ég dóttur Guðnýjar sem var þrem árum yngri en ég og vann sem læknaritari á Kleppsspítala. Kom hún annað slagið á deOdina okkar í hádeginu, til að fá sér brauðmola og súpuskál. Þar sá ég hana Ingu mína fyrst og varð yfir mig hrifinn af þessari stúlkukind. Auðvitað vissi Guðný um áhuga minn á dótturinni og bauð mér upp á kaffi í Aðallandinu og þar byrjaði framtíð mín. Fljótlega eftir að ég kynntist konuefni mínu, sem mér finnst vera yndislegasta mannvera á þessari jörð sagði Guðný Þórarinsdóttir við mig, inni í eldhúsbásnum, að kalla sig Dúný, það nefnilega væri henn- ar gælunafn. Hún vildi að ég, verð- andi tengdasonur henriar, kallaði sig ekki Guðnýju, heldur Dúný. Ég var í skýjunum því sú gamla var búin að taka mig í fjölskylduna. Ekki löngu seinna varð Dúný tengdamóðir mín mjög veik, lungna- og hjartasjúkdómur hafði gert vart við sig og varð Dúný að láta af störfum hjá Kleppsspítala eftir margra ára vinnu. I marga mánuði á ári dvaldi Dúný á Vífils- stöðum. Síðustu ár sín dvaldi Dúný á dvalarheimilinu Eir í Grafarvogi, þar átti hún sitt heimili, herbergi og skjól og fékk þar notið yndis- legrar aðhlynningar og hjúkrunar. Viljum við hjónin þakka læknum og starfsfólki annairar hæðar sunnan megin fyrir tillitssemi og hjúkrun í hennar þágu. A dvalarheimilinu Eir í Grafar- vogi varð tengdamóðir mín sátt í hjarta sínu við guð og menn. Hún var sátt við að það er svo margt í lífi okkar sem ekki verður umfiúið og við skiljum ekki því það er að- eins einn sem skilur og fyrirgefur og við fáum engu breytt og verðum að haga lífi okkar eftir því. Vil ég að leiðarlokum þakka Dúný tengdamóður minni allar gamlar og góðar stundir sem við áttum saman á liðnum áram og þann hlýhug sem hún veitti börnum mínum. Þær stundir ylja mér um hjartarætur, stundir sem aldrei gleymast og geymast í minningunni á meðan ég lifi. Ég vil þakka læknum og starfs- fólki á dvalarheimilinu Eir fyrir kærleiksríka hjúkran og umhyggju og sendi innilega samúðarkveðju til dætra hennar, sonar, barnabarna og langömmubai’na. Þinn tengdasonur, Stefán Sturla Svavarsson. ** Það var á fógrum haustdegi þeg- ar náttúran skartaði sínu fegursta, að vinkona okkar hún Dúný kvaddi þetta jarðlíf. Langar okkur að minnast hennar með örfáum orðum. Kyrrðin þennan dag gæti í huga manns verið táknræn fyrir það æðruleysi sem einkenndi hana í sín- um erfiðu og langvarandi veikind- um. Svo mikið er víst, að við heyrð- um hana aldrei kvarta, hvorki vegna heilsubrests né annarra áfalla í hennar lífi. í dag er erfitt að gera sér í hug- arlund hlutskipti ungrar konu sem missir mann sinn frá sjö ungum bömum. Bjó hún þá í litlu sjávar- plássi, en þar var gott og kærleiks- ríkt fólk, sem reyndist mikill styrk- ur í. Þetta mat hún mikils. Okkai’ kynni hófust þegar dóttir okkai’ varð þeirra gæfu aðnjótandi að giftast syni hennar, en þar eign- aðist hún vináttu Dúnýjar og var ætíð afar hlýtt á milli þeirra. Við minnumst hennar sem góðrar konu. Hún var hávaxin, falleg og af- ar þægileg í viðkynningu. Éjöl- skyldan var henni allt. Nú er Dúný farin í sína hinstu ferð vestur, þar sem hún mun hvíla< við hlið eiginmanns síns. Henni er þökkuð samfylgdin. Við vottum ást- vinum hennar samúð okkar. Amþrúður og Sigurjón. Elsku amma. Nú ertu farin frá okkur. Við systkinin söknum þín mikið. Við söknum að geta ekki hringt í þig, þá sagðir þú okkur oft frá glæstum vonum og ýmislegt fleira. Það var svo gott að heim- sækja þig á hjúkrunarheimilið Eir. _ Þú vai’st svo glöð að sjá okkur. Við ' eigum eftir að sakna þess að geta ekki borðað með þér í hádeginu á sunnudögum. Nú vitum við að þér líður betur núna, laus við veikindin. Amma mín, sofðu rótt og njóttu friðarins. Þó svíði sorg mitt hjarta, þásælteraðvitaafþví, þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sig.) Þín ömmubörn, Guðný Helga, Kolbrún Edda og Haraldur Jóhann. r Slómabúði n ^ GarSskom l v/ Possvo^skiFkjw^a^ð j V Símii 554 0500 Persónuleg, athliða útfararþjónusta. Áralöng reynsta. /' N Sverrir Olsen, Svem'r Einarsson, útfararstjóri útfararstjóri Útfararstofa íslands Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300 AUan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/ Minnvngarkprt ‘Krabbameinsféfyjsms 5621414 F Krabbameinsféiagið lujlIIlií: ba/ ul) ijöjjlIuiij UtfararstofQn annast meginhluta allra útfara á höfuðborgarsvæðinu. Þar starfa nú 15 manns við útfararþjónustu og kistuframleiðslu. Alúðleg þjónusta sem byggirá langri reynslu * Utfararstofa Kirkjugarðanna ehf. Vesturhlíð 2-Fossvogi-Sími 551 1266 -www.utfarastofa.com 7 3: V /
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.