Morgunblaðið - 26.10.1999, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 26.10.1999, Blaðsíða 58
MORGUNBLAÐIÐ * 58 ÞRIÐJUDAGUR 26. OKTÓBER 1999 HESTAR Listi yfír útflutt afkvæmi stóðhesta Ný mælistika á vin- sældir stóðhesta Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Funi frá Skálá er án efa eitt frægasta afkvæmi Hervars sem flutt hef- ur verið úr landi en Einar Öder Magnússon keppti á honum á HM ‘93 í Hollandi, þar sem myndin er tekin, með góðum árangri. Ýmsar mælistikur eru notaðar til að meta gæði stóðhesta í íslenskri hrossarækt. Grunnurinn þar er dómstiginn sem ein- staklingsdómurinn byggist á og þá höfum við kynbótamatið (BLUP). Þriðja dóm- stigið gæti verið brekkudómar sem endurspeglast í þeirri notkun sem hestarnir fá. Fjórða möguleik- anum, sem vakti athygli Valdimars Kristinsson- ar, hefur ekki verið mikið haldið á lofti en það er hvaða stóðhestar eru auðseljanlegastir. IÞEIRRI heitu umræðu ár- anna hvernig eigi að móta ræktunarstefnuna hafa augu ræktunarmanna í ríkari mæli beinst að því hvaða hestgerðir selj- ist best. I framhaldi af því hafa komið upp vangaveltur hvaða hest- ar gefí bestu söluhrossin, hvað séu bestu söluhestamir. Hafa þar kom- ið upp nokkur nöfn sem hafa fengið þennan sölustimpil, það er hestar sem gefa auðseljanleg hross. Má þar nefna hesta eins og Adam frá Meðalfelli, sem þykir gefa auðtam- in hross, hóflega viljug og gang- hrein. Svipaða sögu má segja um Platon frá Sauðárkróki og Litfari * frá Helgadal, sem hefur reyndar verið seldur úr landi, þótti gefa góð reiðhross þótt sköpulag sumra þeirra stigaði ekki mikið í dómskal- anum. Þá hefur heiðursverðlauna- hesturinn Stígandi frá Sauðárkróki þótt koma vel út í reiðhestafram- leiðslunni þótt sumir fullyrði að til beggja vona geti brugðið með geðslagið í sumum afkvæma hans. Sörli frá Búlandi hefur einnig skip- að sér á þennan bekk. Hálfbróðir Adams og jafnaldri, Viðar frá Við- vík, hefur þótt falla vel inn í þenn- an hóp en sérstaka athygli vakti 1994 þegar hann uppfyllti öll skil- yrði til að verða sýndur til heið- ursverðlauna á landsmótinu á 'Gaddstaðaflötum en ekki reyndist unnt að smala saman 12 afkvæm- um undan honum. Búið að selja allt úr landi, var fullyrt. Sjálfsagt mætti telja til fleiri hesta en þessi upptalning látin nægja. Hrossaræktin hefur á undan- förnum árum verið að breytast úr einhverri háleitri hugsjón þar sem menn rækta fjörháan draumagæð- ing sem er á fárra meðfæri að höndla yfír í framleiðslu á góðri söluvöru sem nýtur almannahylli og fólk getur höndlað svo vel fari. * 'Orðið arðsemi er að verða kunnug- legt orð hjá hrossaræktendum og ræktunaráformin eru farin að snú- ast um að vera með góða vel seljan- lega vöru sem framleidd er á sem hagkvæmastan máta. Það er því forvitnilegt að skoða hvaða hestar seljast best. Að sjálfsögðu eru eng- ar tölur til eða skrá um sölu hrossa ' á innlendum markaði, þar er allt í þokumistri svo vart sér handaskil. Óðru máli gegnir með útflutning- inn, þar er allt skráð og nú er hægt að fá skrá yfir fjölda útfluttra af- kvæma hvers stóðhests fyrir sig frá mars 1995. Jón Baldur Lorange forstöðumaður tölvudeildar hjá Bændasamtökunum tók saman slíkan lista íyrir Morgunblaðið og er hann að sjálfsögðu afar fróðleg- ur. Þar kemur í Ijós að hinir svokölluðu söluhestar sem að ofan var getið eru ekki í efstu sætum listans. Á toppnum trónir sá um- deildi hestur Hervar frá Sauðár- króki með 112 útflutt afkvæmi á þessum tíma frá 1995 til þessa dags. Það kemur sjálfsagt mörgum á óvart að Hervar skuli vera þarna í efsta sæti, hestur sem hefur átt býsna erfítt uppdráttar í hinni harðsvíruðu stóðhestaumræðu. Þá vekur það einnig athygli að listinn er keimlíkur röðinni í kynbótamat- inu sem hlýtur að styðja stefnuna í hrossaræktinni. Sjálfsagt kemur þetta þeim ekki á óvart sem hafa haft fulla trú á ræktunarstefnunni. En hinsvegar er þessi staða Hervars ekki alveg í samræmi við orðspor og vinsældir hans því á síðustu árum hefur hann þrátt fyr- ir heiðursverðlaunaviðurkenningu og að hafa gefið af sér fjöldann all- an af góðum hrossum fengið slæma útreið brekkudómara víða um land. I heimahéraði hans Skagafirði hefur sannast hið forn- kveðna að enginn er spámaður í sínu föðurlandi. Skagfirðingar hafa á síðustu árum verið tregir að nota Hervar en betur hefur gengið að fá hryssur undir hann í öðrum hér- uðum. Ekki dregur það úr styrk Hervars að tveir synir hans, Kjar- val og Otur, eru á meðal fímm efstu hestanna á listanum. Kjarval í þriðja sæti með 110 afkvæmi en Otur í fimmta sæti með 102 af- kvæmi. Sá mikli höfðingi Hrafn frá Holtsmúla fylgir fast á hæla dótt- ursonar síns með 111 afkvæmi og kemur það ekki á óvart. Kemur þar þrennt til, Hrafn entist mjög vel sjálfur og var alla tíð mikið notaður og að síðustu gaf hann mikið af góðum afkvæmum. Það gat því aldrei farið hjá að slíkur hestur kæmist hátt á þessum lista en jafn- framt má spyrja hvort staða hans væri enn betri á þessum lista ef hann væri byggður á útflutnings- tölum frá til dæmis 1980. Hrafn á nokkra syni á listanum og eni þar efstir Fáfnir frá Fagranesi og Þokki frá Garði í 8.-9. sæti með 85 afkvæmi. En í fjórða sætinu er Ófeigur frá Flugumýri með 103 af- kvæmi. Feykir frá Hafsteinsstöð- um er með 88 afkvæmi og Gáski frá Hofstöðum með 87 afkvæmi. Ekki er hægt að skilja svo við þessa upptalningu að ekki sé minnst á sjálfan gullkálfinn Orra frá Þúfu sem er í 11. sæti með 73 afkvæmi rétt neðan við Anga frá Laugarvatni, sem er með 85 af- kvæmi. Hér á síðunni getur að líta 206 feður útfluttra hrossa sem eiga 12 útflutt afkvæmi eða fleiri. Eins og áður sagði eru þetta útflutt hross frá mars 1995 sem gerir það að verkum að staða margra eldri hestanna á listanum sem hafa runnið sitt skeið er ekki sanngjörn í samanburði. Listinn er því ekki fyllilega marktækur í dag en eftir því sem tímar líða mun gildi hans vafalaust aukast og ekki ólíklegt að hann muni gegna mikilvægu hlutverki í markaðssetningu stóð- hesta í framtíðinni. Af efstu hest- unum nú á Hervar sjálfsagt eftir að bæta við fjöldann og á það ekki síður við um syni hans Otur og Kjarval, sem eru aðeins 17 og 18 vetra gamlir, og að því er virðist í fullu fjöri og fá góða notkun. Þá má líklegt telja að Orri frá Þúfu eigi eftir að taka stór stökk á næstu árum og sjálfsagt ekki við öðru að búast en hann muni tróna á toppnum innan fárra ára. Það virðist í fullu samræmi við annað á lífsferli þessa hests. Listi sem þessi getur verið leið- beinandi fyrir hrossaræktendur en gæta ber þess að hann veitir mjög afmarkaðar upplýsingar og mun tæplega verða grundvöllur fyrir val á stóðhesti fyrir hryssur. Eigi að síður gæti verið gott að hafa hann til hliðsjónar og eins gæti hann verið gagnlegur í umræðunni um opinbera ræktunarstefnu. SÖLUHÆSTU STÓÐHESTARNIR til útlanda 1 —-riy-' Seld afkvæmi Stóðhestur % vv til útlanda Seld afkvæmi Stóðhestur v til útlanda 1 Hervar 963 frá Sauðárkróki 112 104 Höfgi - frá Keldudal 22 2 Hrafn 802 frá Holtsmúla 111 105 Börkur - frá Laugarvatni 22 3 Kjarval 1025 frá Sauðárkróki 110 106 Svartur frá Unalæk 22 4 Ófeigur 882 frá Flugumýri 103 107 Asi - frá Brimnesi 21 5 Otur 1050 frá Sauðárkróki 102 108 Hrafnfinnur - frá Kviarhóli 21 6 Feykir 962 frá Hafsteinsstöðum 88 109 Segull - frá Sauðárkróki 21 7 Gáski 920 frá Hofsstöðum 87 110 Náttar - frá Miðfelli 21 8 Fáfnir 897 frá Fagranesi 85 111 Háfeti 804 frá Krossanesi 20 9 Þokki 1046fráGarði 85 112 Þröstur 908 frá Kirkjubæ 20 10 Angi 1035 frá Laugarvatni 85 113 Gustur 1003 frá Stykkishólmi 20 11 Orri - frá Þúfu 73 114 Erpur - frá Erpsstöðum 20 12 Náttfari 776 frá Ytra-Dalsgerði 71 115 Blær - frá Höfða 20 13 Stígur 1017 frá Kjartansstöðum 71 116 Bláþráður - frá Hrafnkelsstöðum 20 14 Gassi 1036 frá Vorsabæ II 70 117 Sokki - frá Sólheimum 20 15 Dreyri 834 frá Álfsnesi 69 118 Frami frá Bakka 20 16 Piltur - frá Sperðli 69 119 Sleipnir 785 frá Ásgeirsbrekku 19 17 Léttir - frá Sauðárkróki 67 120 Krummi frá Sólheimum 19 18 Máni 949 frá Ketilsstöðum 66 121 Sproti - frá Stórulág 19 19 Sokki - frá Kolkuósi 65 122 Pá - frá Laugarvatni 19 20 Amor - frá Keldudal 64 123 Djákni - frá Sleitustöðum I 19 21 Glaður - frá Sauðárkróki 61 124 Barði - frá Sauðárkróki 19 22 Leistur 960 frá Álftagerði 60 125 Hnokki - frá Árgerði 19 23 Stígandi - frá Sauðárkróki 60 126 Geisli frá Keldnakoti 19 24 Þáttur 722 frá Kirkjubæ 58 127 Kakali frá Stokkhólma 18 25 Garður - frá Litla-Garði 58 128 Kaldi 1012 frá Vindási 18 26 Kolfinnur 1020 frá Kjarnholtum 57 129 Geisli - frá Meðalfelli 18 27 Viðar 979 frá Viðvík 54 130 Svalur - frá Kárastöðum 18 28 Adam 978 frá Meðalfelli 53 131 Litfari - frá Helgadal 18 29 Ófeigur 818 frá Hvanneyri 52 132 Kolfinnur - frá Kvíarhóli 18 30 Riddari 1004 frá Syðra-Skörðugili 52 133 Páfi frá Kirkjubæ 18 31 Baldur - frá Bakka 50 134 Vafi frá Kýrholti 18 32 Sörli 876 frá Stykkishólmi 49 135 Seifur - frá Sauðárkróki 17 33 Huginn - frá Kirkjubæ 48 136 Ljósfaxi frá Röðli 17 34 Borgfjörð 909 frá Hvanneyri 47 137 Mökkur - frá Varmalæk 17 35 Bylur 892 frá Kolkuósi 46 138 Segull - frá Stóra-Hofi 17 36 Goði - frá Sauðárkróki 46 139 Máni frá Raufarfelli II 17 37 Kveikur - frá Miðsitju 46 140 Reykur frá Þóreyiarnúpi 17 38 Stígandi frá Hvolsvelli 46 141 Roði frá Kolkuósi 16 39 Sörli 653 frá Sauðárkróki 45 142 Hörður - frá Kolkuósi 16 40 Blakkur - frá Reykjum 43 143 Litur - frá Kletti 16 41 Sörli - frá Búlandi 43 144 Kliður frá Miðsitju 16 42 Hjörtur - frá Tjörn 42 145 Blakkur frá Flugumýri 16 43 Flosi 966 frá Brunnum 41 146 Hlekkur frá Hofi 16 44 Röðull - frá Akureyri 41 147 Gustur frá Grund 16 45 Reykur - frá Hoftúnum 41 148 Alskær II frá Vindási 16 46 Þristur1002fráStóra-Hofi 40 149 Svanur frá Röðli 15 47 Dagur - frá Kjarnholtum I 40 150 Skilir - frá Torfastöðum 15 48 Mergur 961 frá Syðra-Skörðugili 39 151 Blakkur - frá Hvítárbakka 15 49 Þytur1028fráEnni 39 152 Mökkur frá Þóreyjarnúpi 15 50 Þengill - frá Hólum 39 153 Kriki - frá Hellulandi 15 51 Snældu-Blesi 985 frá Árgerði 38 154 Eldur - frá Hólum 15 52 Júpíter 851 frá Reykjum 37 155 Mósart - frá Garðabæ 15 53 Galdur - frá Sauðárkróki 37 156 Dagur - frá Mosfellsbæ 15 54 Fákur 807 frá Akureyri 35 157 Sörli frá Ártúnum 15 55 Elgur 965 frá Hólum 35 158 Hrannar frá Kýrholti 15 56 Eldur 950 frá Stóra-Hofi 35 159 Kári frá Hemlu 14 57 Fáfnir 747 frá Laugarvatni 34 160 Draupnir - frá Hvolsvelli 14 58 Platon - frá Sauðárkróki 34 161 Gosi - frá Lækjarbakka 14 59 Prúður - frá Neðra-Ási II 34 162 Bjartur - frá Lágafelli 14 60 Toppur - frá Eyjólfsstöðum 34 163 Reykur - frá Holtsmúla 14 61 Stjarni - frá Melum 33 164 Héðinn frá Höfða 14 62 Ljóri 1022 frá Kirkjubæ 33 165 Kári - frá Grund 14 63 Sikill - frá Stóra-Hofi 33 166 Ljómi frá Svaðastöðum 14 64 Safír - frá Viðvík 33 167 Ásaþór - frá Stóra-Hofi 14 65 Eðall - frá Hólum 33 168 Sokki frá Steindórsstöðum 14 66 Gustur 923 frá Sauðárkróki 32 169 Vindur frá Bakkakoti 14 67 Fönix 903 frá Vík 32 170 Vákur frá Brattholti 14 68 Þytur - frá Glæsibæ 31 171 Logi frá Skarði 14 69 Merkúr - frá Miðsitju 30 172 Askur frá Hofsstaðaseli 14 70 Þjálfi - frá Keldudal 30 173 ÞorrifráÞúfu 14 71 Aspar - frá Sauðárkróki 30 174 Greifi frá Stokkhólma 13 72 Kraflar frá Miðsitju 30 175 Glæsir frá Leysingjastöðum 13 73 Hrafn - frá Hrafnhólum 29 176 Fengur - frá Reykjavík 13 74 Kolbeinn - frá Hraunbæ 29 177 Stjarni frá Vatnsleysu 13 75 Oddur frá Selfossi 29 178 Stormur frá Bjarnanesi 13 76 Fengur - frá Bringu 27 179 Fálki - frá Ási II 13 77 Tvistur - frá Krithóli 27 180 Þyrill frá Kópavogi 13 78 Smári - frá Borgarhóli 27 181 Öríon - frá Litla-Bergi 13 79 Flugar - frá Strandarhöfða 27 182 Vindskjóni frá Njálsstöðum 13 80 Ernir frá Efri-Brú 27 183 Vinur - frá Sumarliðabæ 13 81 Hlynur 910 frá Báreksstöðum 26 184 Mímir - frá Ytra-Skörðugili 13 82 Áll - frá Kýrholti 26 185 Hósías - frá Kvíabekk 13 83 Töggur - frá Eyjólfsstöðum 26 186 Trostan frá Kjartansstöðum 13 84 Byskup frá Hólum 26 187 Stormur frá Stórhóli 13 85 Höður 954 frá Hvoli 25 188 Brennir frá Kirkjubæ 13 86 Flugar - frá Flugumýri 25 189 Vinur frá Hraðastöðum I 13 87 Kolgrímur - frá Kjarnholtum I 25 190 Leiknir 875 frá Svignaskarði 12 88 Gjafar - frá Reykjavík 25 191 Brúnblesi 943 frá Hoftúnum 12 89 Sólon - frá Hóli 25 192 Fífill - frá Vallanesi 12 90 Léttir - frá Flugumýri 25 193 Blakkur - frá Hafnarnesi 12 91 Eiðfaxi 958 frá Stykkishólmi 24 194 Röðull - frá Ártúnum 12 92 Vinur 953 frá Kotlaugum 24 195 Asi - frá Ásmundarstöðum 12 93 Atli 1016 frá Syðra-Skörðugili 24 196 Funi - frá Skálá 12 94 Rektor - frá Jaðri 24 197 Fengur - frá Enni 12 95 Geysir - frá Gerðum 24 198 Stígandi frá Kolkuósi 12 96 Vonar-Neisti - frá Skollagróf 23 199 Sókron - frá Hóli 12 97 Hektor - frá Akureyri 23 200 Silfurtoppur-fráSigmundarstöðum 12 98 Svarti-Folinn frá Langárfossi 23 201 Geisli - frá Vallanesi 12 99 Hugur - frá Hofsstaðaseli 23 202 Sámur frá Eyrarbakka 12 100 Farsæll frá Ási I 23 203 Glæðir frá Hafsteinsstöðum 12 101 Galsi frá Sauðárkróki 23 204 lllugi frá Hlíðarbergi 12 102 Baugur frá Fjalli 22 205 VíkingurfráSelfossi 12 103 Ylur frá Bjarnastöðum 22 206 Ívan frá Hæringsstöðum 12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.