Morgunblaðið - 26.10.1999, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 26.10.1999, Blaðsíða 56
56 ÞRIÐJUDAGUR 26. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Opið bréf til biskups íslands i í Morgunblaðinu þann 19. október sl. birtist grein sem jafn- framt var opið bréf til forseta íslands. Til- efni þess bréfs, eða greinar réttara sagt, var bæklingur um trúarleg málefni sem sendur var inn á hvert heimili í landinu nú um mánaðamótin (september-október). Bæklingur þessi var -gefinn út af tilefni ár- þúsundamótanna og bar titilinn „Verða tímamót í lífi þínu?“ með undirtitlinum „Ur mínus í plús“. Greinin var skrifuð af tveimur „trúleysingjum" (að eigin sögn), sem voru óánægðir með það að for- seti Islands hefði ritað inngang að bæklingi þessum sem gefinn var út af ýmsum kristilegum trúarfélög- um. Töldu greinarhöfundar að það samrýmdist ekki embæjti forset- ans, sem fulltrúa allra Islendinga ekki aðeins þeirra kristnu, að lýsa yfir stuðningi sínum við slíkan bækling. Astæða óánægju þeirra virðist þó ekki aðeins hafa verið sú, að forseti lýðveldisins særði með - þessu tilfinningar þeirra sem standa utan trúfélaga, heldur einn- ig sökum þess hvers konar „áróð- ur“ var að finna í bæklingi þessum. Þau nefna sem dæmi um innihaldið í bæklingnum, að gengið sé út frá því að fólk þyrfi að frelsast, þ.e. eignast lifandi, persónulega trú, til þess að geta lifað siðsamlegu lífi. Gengið sé út frá að trúleysi feli í sér siðleysi og eina leiðin íýrir mann- kynið til að komast hjá því að tor- '• tímast í eigin sora, sé að frelsast, þ.e. að taka kristna trú. Greinar- höfundar tala um þetta sem dæmi um hroka og lítilsvirðingu gagnvart þeim sem ekki eru kristin og telja það ekki samrýmast embætti for- setans að taka undir slíkan boð- skap. Eg vil ekki blanda mér í þessa umræðu um starfshætti forsetans, en hef aftur á móti starfs míns vegna sérstakan áhuga á þátt bisk- ups Islands og þjóðkirkjunnar í Torfi K. Stefáns- son Hjaltalín gerð þessa bæklings. Eins og kemur fram hjá greinarhöfundum þá tók þjóðkirkjan þátt í útgáfu bækl- ingsins (og reyndar kristnihátíðarnefnd einnig) og biskupinn ritar formála. Grein- arhöfundar hrósa þjóðkirkjunni fyrir að hafa allt til þessa gert lágmarkskröfur til þess efnis sem hún hefur látið frá sér fara, en harmar að svo sé ekki varið í þetta skipti. Þá er og biskup gagnrýndur fyrir að fullyrða að börn geti ekki upplifað bestu gjafir lífsins svo sem kær- leika nema í gengum kristna trú, og lái ég ekki greinarhöfundum að túlka þessi ummæli svo þau feli í sér að þeir ekki-kristnu séu „óhæf- ir foreldrar“. Eg get tekið undir þessa gagn- rýni á biskup og á þá aðila innan þjóðkirkjunnar sem komu að út- gáfu þessa bæklings og leyfi mér að fullyrða að þær skoðanir sem fram koma í bæklingnum eru ekki í sam- ræmi við evangelíska-lúterska kristni. Marteinn Lúter, stofnandi okkar kirkjudeildar, lagði áherslu á það að lögmálið væri ritað í hjörtu alls mannkyns, þ.e.a.s. að hæfileik- inn til að greina á milli góðs og ills væri innbyggður í manninn og væri þannig óháður trúarlegri reynslu, eða með öðrum orðum kristinni (trúarlegri) opinberun. Lúter talaði um náttúrulega opinberun lögmáls- ins (þ.e. hinnar réttu breytni) sem væri gjöf Skaparans til alls mann- kyns, óháð trú þeirra. Þessi afstaða lúterskar kristni hefur einkennt samskipti hennar við hið veraldlega samfélag nú í um og yfír 450 ár með þeim afleiðingum að samstarf ríkis og kirkju í þeim löndum þar sem lúterskar kirkjudeildir eru í mikl- um meirihluta hefur verið með miklum ágætum. Lúterska kirkjan hér á Islandi hefur verið svo lán- söm að fá að kallast þjóðkirkja, sem sýnir að kirkjunni hefur tekist að halda stöðu sinni sem sameiningar- tákn þjóðarinnar allt til þessa dags. Áhugaverð fyrirtæki . Vilt þú vinna þér inn aukapening fyrir jól? Til sölu á frábæru verði einstaklega fallegur og seljanlegur vörulager (ekki fatnaður). Hægt að selja hann einum stórum aðila eða í tilheyrandi verslanir eða opna jólamarkað og græða sjálfur mest á því. Verð kr. 4 millj. Ekki gefið upp í síma. 2. Rit- og leikfangaverslun í 8 þús. manna hverfi, sú eina. Mikil viðskipti sem fara vaxandi. Er staðsett í landsþekktu verslunarhúsi og í eigin húsnæði sem einnig er til sölu. Blússandi tími framundan. Er með umboð fyrir öll happdrættin. Skemmtilegt og þroskandi starf sem gefur gott af sér. 3. Vantar þig gott fyrirtæki með mikla framlegð? Til sölu framköllunar- fyrirtæki sem hefur mikið að gera, sér um innrömmun, stækkanir og hefur stúdíó. Spennandi fyrirtæki sem þarf enga sérþekkingu. Ótrúlegir tekjumöguleikar. 4. Góður skyndibitastaður í borginni sem allir þekkja. Góð velta og selur mest af hamborgurum, steik, kjúklingum, fiski og frönskum kartöflum. Einmitt það sem gefur best. Gott staðgreiðsluverð. Opið til kl. 20.30. 5. Ert þú í vaktavinnu? Hefur þú góðan tíma og vilt þú auka tekjurnar? Til sölu nokkur fyrirtæki sem hægt er að hafa heima og framleiða t.d. kerti, tómar myndbandakassettur, sælgæti, heilsu- og inniskó, silkiprentun, kaffivélar og áfyllingarefni til fyrirtækja og stofnana. Góðir tekjumöguleikar. 6. Húsgagnaviðgerðir. Ert þú laginn? Til sölu er verkstæði sem gerir við gömul húsgögn, mikil verkefni ávallt fyrirliggjandi langtfram í tímann. Þarf að flytjast í nýtt húsnæði. Góðar tekjur, næg atvinna. 7. Góð tveggja til þriggja manna auglýsingastofa til sölu, búin öllum tækjum og bókum sem þarf. Næg föst verkefni. Þjálfun á fólki fylgir með. 8. Og rúsínan í pylsuendanum. Frábært innrömmunarfyrirtæki til sölu. Er á góðum stað í borginni og vel þekkt. Næg verkefni. Frábær tæki og góð vinnuaðstaða. Góðar tekjur fyrir réttan aðila. Mikið af fyrirtækjum á skrá. Þú ert ávallt velkominn. Upplýsingar aðeins á skrifstofunni. f^fTTT77?I17I^ITVIT71 SUÐURVERl SlMAR 581 2040 OG 581 4755, REYNIR ÞORGRÍMSSON. Bæklingur Ég vil ítreka mikilvægi þess að þjóðkirkjan taki ekki þátt í slíku samstarfi, segir Torfí Kristján Stefánsson Hjaltalín, nema á þeim forsendum sem eru í samræmi við þá trúar- og lífsskoðun sem hún og meðlimir hennar hafa. Nú eru aftur á móti blikur á lofti, ekki síst með tilkomu nýs biskups, sem kemur með aðrar áherslur en áður hefur þekkst hér í yfirstjórn þjóðkirkjunnar. Hann hefur valið sér það að leggja mjög ríka áherslu á mikilvægi trúarinnar, kristninn- ar, hvað varðar siðferðileg og jafn- vel pólitísk álitamál. Þetta hefur hann gert í mun ríkara mæli en fyr- irrennarar hans sem frekar hafa haldið í heiðri hina klassísku að- greiningu lúterskra kirkjudeilda, þ.e. að greina milli þess trúarlega og þess veraldlega, milli lögmáls og fagnaðarerindis eins og við köllum það á guðfræðimáli. Þar með hefur biskup nálgast málílutning „sér- trúarhópa" eins og hvítasunnusafn- aðarins og annarra náðarvakning- arhreyfinga nútímans sem hafa trúna sem algjöra forsendu réttrar siðferðilegrar breytni. Þessi til- hneiging biskups útskýrir að mínu mati hvernig stendur á því að þjóðkirkjan og kristihátíðarnefnd stóðu að útgáfu umrædds bækl- ingsins og þá, kannski einnig af hverju forseti Islands lætur bendla sig rið svona „sértrúar“áróður. Eg harma þátttöku kirkjunnar í útgáfu þessa bæklings þar sem í honum koma fram lífs- og trúar- skoðanir sem ég tel ósamrýmanleg- ar lúterskri kirkju. Eg vil benda á, samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef fengið, að erlendir útgefend- ur og höfundur þessa bæklings eru hvítasunnumenn og þeir aðilar sem höfðu frumkvæði að útgáfu hans hér á landi eru meira og minna tengdir náðarvakningarhreyfing- um eins og þeim er Krossinn og fleiri fríkirkjur hérlendis eru full- trúar fyrir. Ég tel að þjóðkirkjan hafi látið plata sig til þátttöku, hún hafí verið misnotuð til þess að koma bækling- num í hvert hús á landinu. Reyndar er þetta ekki í fyrsta sinn sem opin- berir aðilar láta snúa á sig og má nefna sem dæmi það þegar hvert grunnskólabarn í landinu fékk, fyr- ir u.þ.b. tveimur árum, sendan bækling sem var á svipuðum nótum og sá sem er til umræðu hér. I um- ræðu um það mál kom í ljós að sumir grunnskólanna virtust hafa verið blekktir til að taka þátt í því „_sér“trúboði sem þar var að finna. Ég vil ítreka mikilvægi þess að þjóðkirkjan taki ekki þátt í slíku samstarfi, sem greinir frá hér að ofan, nema á þeim forsendum sem eru í samræmi við þá trúar- og lífs- skoðun sem hún og meðlimir henn- ar hafa, þ.e. á hennai- eigin forsend- um, en ekki einhverjum „sér“trúarforsendum. Ef yfirstjórn þjóðkirkjunnar vill aftur á móti breyta um áherslur í starfi sínu tel ég sjálfsagt og eðlilegt að starfs- menn hennar og meðlimir allir verði spurðir álits á þeirri stefnu- breytingu og fái þannig tækifæri til lýðræðislegrar umræðu um svo mikilvæg mál. I einlægri ósk um að fleiri slíkir bæklingar berist ekki í pósti til mín í nafni þjóðkirkjunnar, kristnihá- tíðamefndar, biskups - eða forseta Islands. Höfundur er sóknarprestur í þjóðkirkjunni. Slysaskilti R-listans R-LISTINN hefur veitt danska fyrirtæk- inu AFA JCDecaux einkarétt til að setja fjölda auglýsinga- skilta upp á almanna- færi í Reykjavík. Danska fyrirtækið hefur nú þegar tryggt sér rétt á að setja upp 42 slík skilti og er nú unnið að því að finna þeim staði víðs vegar um borgina. Verði far- ið eftir óskum danska fyrirtækisins um stað- setningu skiltanna er ljóst að mörg þeirra munu valda sjón- mengun og jafnvel slysahættu. Með nýlegri setningu reglugerð- ar um skilti í lögsögu Reykjavíkur voru uppsetningu nýrra auglýs- ingaskilta settar þröngar skorður. Sum ákvæði reglugerðarinnar eru fullströng og takmarka sjálfsagðan og eðlilegan rétt fyrirtækja til að kynna borgarbúum þjónustu sína. Uppsetningu auglýsingaskilta á byggingum eða eigin lóðum fyrir- tækja hefur þannig oft verið hafn- að á grundvelli umræddrar reglu- gerðar. Skýr reglugerð þverbrotin Það er þó jákvætt að í reglu- gerðinni eru skorður reistar við uppsetningu varanlegra auglýs- ingaskilta við stofnbrautir og tengibrautir þar sem ökumenn þurfa á óskertri athygli að halda. AUir sjá að auglýsingaskilti á slík- um stöðum geta haft slysahættu í för með sér. I samþykktinni segir að skilti, önnur en umferðamierki og vegvísar, séu ekki leyfð á helg- SLIM-LINE dömubuxur frá gardeur OÓuntu tískuverslun v/Nesveg, Seltj., s. 561 1680 unarsvæði stofn- eða tengibrauta. Þá segir: „Ekki era leyfð auglýsingaskilti á stöndum er snúa að stofn- eða tengibraut- um og eru nær veg- brún gatnamóta en 100 m en nær vegbrún götu en 20 m.“ Nýstárleg lögfræði Ákvæði samþykkt- arinnar era skýr að þessu leyti. Það vekur því furðu að til stend- Kjartan ur að setja flest Magnússon auglýsingaskiltin upp við fjölfarnar ak- brautir eða á þröngum gangstétt- um í miðbænum. Það á t.d. að setja upp skilti við umferðargötur eins og Hverfisgötu, Skothúsveg og fimm skilti við Hringbraut. Upp- setningin er miðuð við að auglýs- ingamar gíni við bflstjóram, sem leið eiga um þessar götur. Flest skiltanna eiga að vera við eða ná- lægt gatnamótum þar sem skárra þykir að ökumenn haldi óskertri athygli. Einnig er í bígerð að setja skilti upp á þröngum gangstéttum Austurstrætis, Pósthússtrætis, Hafnarstrætis, Laugavegar og Skólavörðustígs en þar er mikil umferð gangandi vegfarenda. Það er með ólíkindum að R-list- inn skuli fyrst beita sér fyrir setn- ingu svo strangrar skiltareglu- gerðar en kjósi nú að þverbrjóta þessa sömu reglugerð í því skyni að veita dönsku fyrirtæki einkarétt á uppsetningu fjölda auglýsinga- skilta í borgarlandinu og á al- mannafæri í Reykjavík. Slysahætta! Fyrir aðeins þremur árum þótti nauðsynlegt að hafa reglugerðina stranga vegna umferðaröryggis- sjónarmiða. Aberandi auglýsinga- skilti geta truflað ökumenn og valdið slysahættu. Þá geta skilti á gangstéttum valdið slysahættu fyrir gangandi og hjólandi vegfar- endur, ekki síst á þröngum gang- stéttum miðbæjarins. Nú hefur Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri vent sínu kvæði í kross og telur „sérstakar ástæður" mæla með því að setja fjölda auglýsingaskilta upp við stofnbrautir og tengibrautir í borginni þar sem boðskapur þeirra gín við bflstjórum. Auglýsingaskilti R-listinn þverbrýtur skiltareglugerð, segir Kjartan Magnússon, og kemur á einokun á uppsetningu auglýs- ingaskilta. Skiltin geta valdið slysahættu og fyrirtækjum er gróflega mismunað. Fyrirtækjum gróflega mismunað Mörgum auglýsingaskilta AFA JCDecaux er ætlaður staður á borgarlandi en íslenskum fyrir- tækjum hefur hingað til ekki verið heimilt að setja upp skilti á slíkum stöðum. A sama tíma og mörg dæmi era um að reykvískum fyrir- tækjum sé bannað að auglýsa þjónustu sína með uppsetningu nýrra skilta á húsum sínum eða lóðum fær danskt fyrirtæki sér- meðferð og nýtur forréttinda hjá R-listanum. Hætta fyrir blinda Blindrafélagið og Sjónstöð ís- lands hafa gert alvarlegar athuga- semdir við fyrirhugaða staðsetn- ingu auglýsingaskilta á gönguleiðum. í bréfi þessara aðila til borgarskipulags frá 12. þ.m. segir að afar óheppilegt sé fyrir blinda og sjónskerta að gönguleið- ir séu tepptar með þessum hætti og skilti af þeirri gerð, sem fyrir- huguð sé, hafi í for með sér sér- staka hættu fyrir þessa hópa. Það er ótrúlegt en eigi að síður satt að R-listinn skuli greiða götu erlends fyrirtækis, sem vill koma fyrir fjölmörgum auglýsingaskilt- um í borginni, þrátt fyrir að þau brjóti í bága við gildandi skiltar- eglugerð, hafi slysahættu í för með sér og feli í sér mismunun gagn- vart íslenskum fyrirtækjum. Enn ótrúlegra er þó að R-listinn hefur veitt umræddu fyrirtæki einokun- arrétt á þessari auglýsingaaðferð í borginni um langa framtíð. Höfundur er borgarfulltrúi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.