Morgunblaðið - 26.10.1999, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 26.10.1999, Blaðsíða 68
^68 ÞRIÐJUDAGUR 26. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Tiif IT iTi ■ i ii ii i iTmn-m-m mmiii VINSÆLUSTU MYNDBONDIN VIKAN Nr. var vikur Mynd Otgefandi Tegund 1. 2. 2 Austin Powers: The Spy Who Shogged Me Myndform Gaman 2. 1. 3 8mm Skífan Spenna 3. NÝ 1 Arlington Rood Háskólabíó Spenna 4. 3. 6 Paybock Warner myndir Spenna 5. NÝ 1 At First Sight Warner myndir Drama 6. 5. 4 Shakespeare in Love CIC myndbönd Gaman 7. 4. 5 She's All That Skífan Gaman 8. NÝ 1 The Deep End of the Ocean Skífan Drama 9. 6. 7 Patch Adams CIC myndbönd Gaman 10. 7. 3 Varsity Blues CIC myndbönd Drama 11. 8. 3 Waking Ned Bergvík Gaman 12. 10. 2 200 Cigarettes Háskólabíó Gaman 13. 11. 6 Festen Háskólabíó Drama 14. 12. 2 Ptíddulíf Sam myndbönd Gaman 15. 14. 2 One True Thing CIC myndbönd Drama 16. 9. 4 Cube Stjörnubíó Spenna 17. 16. 10 Baseketball CIC myndbönd Goman 18. 18. 4 Celebrity Myndform Gaman 19. 15. 7 Faculty Skifan Spenna 20. NÝ 1 Destiny of Her Own Skífan Drama niii:xiliixiii.i..iiiTjrTCFi:róiTTi:iTiiTTi Spæjarinn á toppnum ÞAÐ er grínaktugi spæjarinn Austin Powers, eða flauelsklædda kyntröllið, sem trónir efst á toppi listans þessa vikuna, en hann var í 2. sæti listans í síðustu viku. Efsta mynd liðinnar viku, 8MM, með Nicolas Cage í aðalhlutverki er í öðru sæti lista vikunnar og kemur ný spennumynd inn í 3. sætið, eða . Arlington-stræti með þeim Tim Robbins og Jeff Bridges í aðalhlut- verkum. Ekki lýkur spennunni þar því Mel Gibson í hefndarhug fylgir í kjölfarið í myndinni Hefnd í 4. sæti listans. I fimmta sætinu er ný mynd með Val Kilmer og Miru Sorvino, Við fyrstu sýn, þar sem Kilmer leik- ur blindan mann sem fyrir kúnstir tækninnar fær sýn á ný. Tvær aðrar nýjar myndir eru á lista vikunnar, Dýpsti hluti sjávar með Michelle Pfeiffer í aðalhlutverki og Örlög hennar þar sem sögusviðið er Fen- Það er erfitt að standast töfra spæjarans. eyjar á 17. öld og fara þau Catherine McCormack og Rufus Sewell með aðalhlutverkin. Lærðu að rettum Almenn förðunarnámskeið fyrir hópa og einstaklinga. Dag- og kvöldförðun. Kvöld- eða dagnámskeið* Haldið hjá NO NAME eða heima hjá einhverjum í klúbbnum þínum. Hafðu samband við okkur í síma og við lögum námskeiðið í sameiningu að þörfum hópsins. Persónuleg ráðgjöf fyrir | hvern og einn. Einkanámskeið Haldið hjá NO NAME eða heima hjá þér. Persónuleg ráðgjöf um allt sem lýtur að förðun og litum og „vandamálaförðun". Á námskeiðunum eru kennd öll undirstöðu- atriði förðunar, þ.m.t. notkun áhalda og val á litum. Skráning er hafin. *Tllvallð fyrlr saumaklúbba, félagasamtök, starfsmanna- félög o.fl. Elnstakllngar geta einnlg hrlngt og skráð sig á þau kvöld sem hópkennslan á sér stað. NO NAME ---COSMETICS- Förðunarskóli NO NAME noname@islandia.is Simi 561 6525 eðafax 561 6526 Sækir í skuggahlið- ar mannlífsin LEIKARINN Nicolas Cage leikur í myndinni 8MM sem er í öðru sæti myndbandalistans þessa vikuna. Hann segir að áhugi sinn á hinum dekkri hliðum tilverunnar hafi kviknað strax þegar hann var fjögurra ára gam- all og núna þegar hann er 35 ára hafi áhug- inn ekkert minnkað. Þennan áhuga má sjá í hlutverkavali Cage, því hann hefur leikið illa farinn alkóhólista, einkaspæjara sem rannsakar undirheima kláms- ins og í nýjastu mynd sinni fer hann með hlutverk manns sem er á barmi taugaáfalls. „Það er engin spurning að ég hneigist meira til lífs undir- heimanna. Sem leikari vil ég takast á við sem flest hlutverk og víst getur verið gaman að leika í rómantískum gamanmyndum en ég væri samt alveg sáttur við að halda mig við dekkri kvikmynd- ir,“ segir Cage sem safnar m.a. dauðum leðurblökum og hefur eðlur, snáka og kolkrabba fyrir gæludýr. Cage segir að þegar hann var fjögurra ára hafi hann oft fengið martraðir og átt í erfiðleikum með svefn. „Eg var oft nvjög skelkaður en ég held að þegar ég óx úr grasi hafí ég ekki ýtt þess- ari hlið frá mér heldur samsam- að hana persónuleika mínum. Og það má sjá í mörgum mynda minna. Nýjasta mynd Cage ætti að falla vel í kramið, því í henni er hann ekki langt frá persónunni sem hann lék í „Leaving Las Vegas“ og hlaut Óskarsverðlaunin. I myndinni „Bringing Out the Dead“ leikur Cage Frank Pierce, sjúkrabíls- lækni á næturvöktum sem er að fara yfír um á nálægð- inni við dag- lega mannlega harmleiki í starfi. Þetta er í fyrsta skipti sem Cage leik- ur undir stjórn Ieik- stjórans Martin Scorsese. Þegar litið er til þess að Paul Schrader skrifar handritið má búast við að erfíðar hliðar mannh'fsins verði dregnar fram í dagsljósið, en Schrader skrifaði handritið að „Taxi Driver" þar sem Robert De Niro fór ineð hlutverk sálsjúks manns og Jodie Foster lék barnunga vændiskonu. En þessi samsetning er ná- kvæmlega það sem Cage vill. „Að vinna með Scorsese og Schrader er fyrir mér eins og ef tónlistarmaður fengi að spila með Lennon og McCartney. Það gæti ekki verið betra.“ Gítarsurg úr grasrótinni TÓNLIST Geisladiskur HIIGSAIVAVÉLIIV Hugsanavélin, geisladiskur hljóm- sveitarinnar Suðs. Sveitina skipa þeir Helgi Benediktsson sem syngur og leikur á gítar, Kjartan Benediktsson sem leikur á bassa og hljómborð og Magnús Magnússon sem leikur á trommur. 011 lög og textar eru eftir Suð. Upptökum stýrði Halldór K. Júl- íusson. 39,27 mín. Gráðuga útgáfan gefur út. HUGSANAVÉLIN er fyrsta plata Suðs, að frátöldum tveimur heimagerðum plötum sem einungis er hægt að nálgast í gegnum heima- síðu sveitarinnar (www.hi.is/~helgi- be/sud) eða beint í gegnum meðlimi. Svona grasrótareinkenni eru yfir og allt um kring á plötunni og gamla V/SA VAKORT Eftirlýst kort nr.: 4543-3700-0022-1781 4543-3700-0027-9888 4507-4500-0026-7523 4548-9000-0053-6690 Afgreiðslufólk, vinsamlegast takið ofangreind kort úr umferð og sendið VISA (slandi sundurklippt. VERÐLAUN kr. 5000 fyrir að klófesta kort og vísa á vágest V/SA VISA ÍSLAND Álfabakka 16, 109 Reykjavík. Sími 525 2000. góða pönksjónarmiðinu „gerðu það sjálfur" er hér fylgt í hvívetna. Umslag gripsins er afar lágfitlslegt (e. lo-fi) og öll hönnun er í höndum meðlima svo og útgáfan sjálf. Eitt af því sem gerir Hugsanavélina aðlað- andi er að tilvera hennar byggist á einlægni og áhuga meðlima á að búa til tónlist, gróðasjónarmið virðast viðsfjarri. Tónlistin sjálf er tilfinninga- þrungið nýbylgjurokk að amerísk- um hætti. Eins konar „emo-core“, þar sem pólitískir textar eru skildir eftir heima og þess í stað leitað inn á við. Hljómar eru einfaldir og grip- in fá en flutningurinn er lifandi og kröftugur. Flókin og fáguð lög skapa ekki endilega fegurðina, stað- reynd sem liðsmenn Suðs virðast vita fullvel af. Stundum eru lögin hröð og beinskeytt, með bjöguðum og skítugum hljóm, í anda gæða- sveita eins og Dinosaur Jr, Seam og Húsker Dú. A öðrum stöðum dufla Suð-liðar við hæg og drungaleg stef sem minna einna helst á hljómsveit- irnar Slint og Mogwai. Á heildina litið eru lög Hugsanavélarinnar fremur fjölbreytt þótt þau séu inn- an áðurnefnds nýbylgjurokks- ramma. Mín helsta umkvörtun varðar sönginn, sem er fremur rislítill. Ein- hverja innlifun og tilfinningu skortir. Það er líkt og Helgi söngvaii hiki dulítið við að sleppa fram af sér beisl- inu. Þetta söngvandamál virðist því miður hrjá flestar íslenskar sveitir. Einnig hefði sá litli hljómborðsleikur sem á plötunni er mátt missa sín. Hann skýtur svolítið skökku við í þau fáu skipti sem hann birt- ist. Myrkir textamir, sem allir eru á ís- lensku, eru á gam- alkunnum þung- lyndisslóðum. Glöt- uð ást og brostnar vonir sveipa textana þó að örlítil ljóstýra brjótist í gegn stöku sinnum. Textarnir verða á stundum barnslega einlægir sem sést í setningum eins og „En ég veit ég er feiminn", „Ég er svo heppinn að eiga þig að“ og „En hvað sem ég geri - ég klúðra því“. í flestum lög- unum er þó bara skemmtilegt að fylgjast með dansi söngvarans við djöfulinn í fólu mánaskini. Eða þannig. Þessi niðurdregna stemmning er að vísu brotin upp í laginu „Gráðuga fólkið“, einu besta lagi plötunnar. Þar leita þeir félagar ögn út á við og læða inn bráðskemmtilegum samfé- lagspælingum. „Vaknaði að morgni til að standa í röð“, segir m.a. i lag- inu. Önnur lög sem standa upp úr eru „Svipbrigðin", sem er hraður og grípandi rokkari, hið dula og draumkennda „Hugarfar" og „Þú átt það skilið", en því tekst einna best að losna undan erlendum áhrifavöldum. Þessi fyrsta plata Suðs ber þess vissulega merki að vera frumburður hljómsveitai-innar og það er margt sem mætti slípa betur til. Fjöl- breytni laganna gefur til kynna að þau séu samin á löngu tímabili og platan er ekki alveg nógu heilsteypt fyrir vikið. Hugsanavélin býr þó óneitanlega yfir sterkum sjarma, sigrar á einlægninni eins og áður er getið og gefur fögur fyrirheit. Fín- asta plata sem meðlimir geta verið stoltir af. Arnar Eggert Thoroddsen
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.