Morgunblaðið - 07.11.1999, Page 2

Morgunblaðið - 07.11.1999, Page 2
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. NOVEMBER 1999 Áttunda sætið; Donald Sutherland í „Don’t Look Now“. Besta myndin; Orson Welles með leikstjóranum, Carol Reed, við tökur á Þriðja manninum. MJÖG er í tísku að búa til lista yfir alla skapaða hluti í lok aldar og ekki síst kvikmyndalista. Fjöldi lista yfir 100 bestu myndir, jafnvel bestu at- riði mynda, hafa birst í tímaritum að undanförnu og endurspeglað ólík viðhorf. Sumir listar gefa lítið fyrir menningarlegar pælingar með þeim afleiðingum að vinsældir og skemmtigildi er tekið fram yfir gæði og listrænan metnað á meðan reynt er að þrengja þátttökuhópinn við gerð annarra lista og lögð áhersla á raunverulegt listgildi. Tíu bestu Breska kvikmyndastofnunin, British Film Institute, stóð nýlega fyrir gerð lista yfir 100 bestu bresku myndirnar, líklega í tilefni þess að hinni fyrstu kvikmyndaöld er senn lokið. Stofnunin vildi tryggja að fram kæmu einhverskon- ar menningarviðhorf og einskorðaði þátttökuna við 500 manna úrtak þeirra sem starfa við og þekkja breska kvikmyndaiðnaðinn. Besta breska myndin var valin Þriðji mað- urinn eftir Carol Reed frá árinu 1949. Hún varð fimmtug á árinu og hafa menn keppst við að bera lof á hana í tilefni afmælisins og er hún vel að öllu því komin sem einstak- lega vel uppbyggð og kvikmynduð glæpasaga eftir Graham Greene er gerist í rústum Vínarborgar eftir seinna stríð. Helmingurinn af tíu bestu mynd- unum á listanum er frá fimmta ára- tugnum, sem gefur kannski ein- hverja vísbendingu um gullöld í breskri kvik- myndagerð á þeim tíma; þá má benda á að stórmyndaleik- stjórinn mikli, David Lean, á þrjár myndir í tíu efstu sætunum (og myndina í 11. sæti, Brúna yfir Kwai-fljótið). í öðru sæti er „Brief Encounter" frá ár- inu 1945, ástarsaga með Celia Johnson og Trevor Howard í næmri leikstjórn David Leans. Le- * öðru an á einnig mynd- ina sem lenti í þriðja sæti, Arabíu- Lawrence, með Peter O’Toole í að- alhlutverki. Myndin hlaut misjafna dóma þegar hún var gerð en hefur unnið sér sess sem ein af bestu myndum Bretanna á öldinni. Alfred Hitchcock er í fjórða sæti eða öllu heldur glæpamynd hans 39 þrep. Hún er ásamt „The Lady Vanishes" (35. sæti), besta mynd leikstjórans frá breska skeiðinu með Robert Donat í hlutverki sak- leysingja sem neyddur ér á flótta undan lögreglunni án þess að vita með vissu hvað er á seyði. I fimmta sæti er þriðja David Lean-myndin, Glæstar vonir, eða „Great Expecta- tions“, frá árinu 1946, en í því sjötta er gamanmynd frá hinu sögufræga Ealing-kvikmyndafyrirtæki með Alec Guinness í aðalhlutverki. Hún heitir „Kind Hearts and Coronets“ 00 bestu _ w bresku myndirnar Það kemur líklega fæstum á óvart að Þriðji maðurinn frá árinu 1949 var kjörin besta breska myndin á kvikmyndaöld að sögn Arnaldar Indriða- sonar sem skoðaði lista ynr 100 bestu mvndir Bretanna. sæti, Rauðu skórnir lentu í níunda sæti listans. "Brief Eneounter" eftir David Lean. og er frá árinu 1949. Hin ágæta mynd raunsæisleik- stjórans Kens Loach, „Kes“, er í sjöunda sæti, en hún er frá árinu 1969 og í áttunda sæti er spennu- mynd Nicholas Roegs, „Don’t Look Now“, frá árinu 1973, einkai- hroll- vekjandi saga sem gerist í Feneyj- um og er með Donald Sutherland og Julie Christie í aðalhlutverkum. Rauðu skórnir eða „The Red Shoes“ eftir þá Michael Powell og Emeric Pressburger er í níunda sæti og í því tíunda sýrumyndin góða, „Trainspotting“. Menningarlegur listi Sumar myndanna á listanum eru á mörkum þess að geta talist bresk- ar. Má þar nefna Astfanginn Shakespeare, „Sense and Sensi- bility“ og tvær James Bond-mynd- ir, en allar eru þær gerðar fyrir bandarískt fé. Breska kvikmynda- stofnunin hefur reyndar ekki svo miklar áhyggjur af því. „Markmiðið vai- að gera lista um breska kvik- myndamenningu og því litum við framhjá fjármögnunardæminu," er haft eftir talsmanni stofnunarinnar. Hann skýrir það einnig út af hverju almenningi var ekki leyft að velja myndir á listann: „Við takmörkuð- um okkur við þá sem starfa innan kvikmyndaiðnaðarins vegna þess að þeir hafa séð fleiri myndir en marg- ur annar. Það hafa verið gerðar margar kvikmyndakannanir á þessu ári en þessi er sú eina sem gerð er um breskar kvikmyndir og við vild- um að hún næði yfir alla kvik- myndasöguna fremur en að hún ein- skorðaðist við vinsælustu myndir síðustu tveggja áratuga." Það er í raun fátt sem kemur á óvart þegar litið er yfir listann. Hann er kannski nákvæmlega eins og maður hefði getað búist við að breska kvikmyndastofnunin sendi frá sér, menningarlegur, settlegur og vandaður gæðalisti. I tólfta sæti er mynd Lindsay Andersons, „If-“ með Malcolm McDowell í aðalhlut- verki og á eftir henni koma „The Ladykillers", Laugardagskvöld og sunnudagsmorgunn, „Brigthon Rock“, „Get Carter“ með Michael Caine og „The Lavender Hill Mob“, önnur í anda Ealing-myndanna. í átjánda sæti er svo Hinrik V. eftir Laurence Olivier frá árinu 1944, en hann á einnig Shakespe- are-mynd í 69. sæti listans, Hamlet, frá árinu 1948. Það gefur tilefni til þess að spá í þær myndir sem ekki eru á listanum og má nefna tvær Shakespeare-myndir Kenneth Branaghs, Hinrik V. og Hamlet, sem ekki komust á blað. í 20. til 50. sæti má finna nýlegar gamanmyndir og eldri meistara- verk. Oft er talað um að Föstudag- urinn langi sé besta spennumynd sem Bretar hafa gert, en hún er í 21. sæti. Fjögur brúðkaup og jarð- arför (23) komst á listann og einnig Með fullri reisn (25), en á milli þeirra er ekki síðri gamanmynd, „Whisky Galore“ (24), frá 1949. I næstu sætum eru jafn ólíkar mynd- h- og „The Crying Game“, Zivagó læknir og gamanmynd Monty Phytons-hópsins, „Life of Brian“ (28). „Room at the Top“ er í 32. sæti, stórmynd Richard Attenboroughs, Ghandi, í 33. sæti og Hitchcock- myndin „The Lady Vanishes" í 35. sæti. Þar á eftir koma myndir eins og „Local Hero“, „The Commit- ments“, Fiskurinn Wanda og Leyndarmál og lygar eftir Mike Leigh, annað breskt raunsæisskáld. James Bond-myndimar tvær sem náðu inn á listann eru „Dr. No“ (41) og „Goldfinger” (70). Og svo allar hinar „My Beautiful Laundrette" með Daniel Day Lewis er í fimmtugasta sæti og Tom Jones fylgir fast á hæla hennar. Vinstri fóturinn, önn- ur mynd með Day Lewis, er í 53. sæti og „Brazil" eftir Terry Gilliam kemm' þar á eftir. Enski sjúklingur- inn er í 55. sæti. Tvær bestu myndir kvikmynda þríeykisins Ismail Merchants, James Ivorys og Ruth Prwer Jhabvala eru á listanum; Dreggjar dagsins (64) og Herbergi með útsýni (73), en aðrar myndh’ hópsins hafa ekki hlotið náð fyrir augum þátttakenda eins og „Howard’s End“. Nýjustu myndirnar á listanum eru Astfanginn Shakespeare (49), Elísabet með Cate Blanchett (71) og önnur mynd eftir Ken Loach, Eg heiti Joe eða „My Name is Joe“ (91), sem hlotið hefur frábæra dóma gagnrýnenda. Af spennumyndum sem komust á listann og ekíd hafa áður verið nefndar eru kannski þekktastar „Mona Lisa“ (67) eftir Neil Jordan með Bob Hoskins, Cathy Tyson og Michael Caine og Dagur sjakalans (74) frá 1973 með Edward Fox í leikstjórn Banda- ríkjamannsins Fred Zinnemanns. Annar bandarískur leikstjóri á mynd á breska listanum, en það er Stanley Kubrick. Vélgengt glóaldin eða „A Clockwork Orange“ er í 81. sæti, en á eftir henni kemur hin stórkostlega góða mynd, „Distant Voices Still Lives“ frá árinu 1988. Rita gengur menntaveginn er í 84. sæti og í næsta sæti á eftir henni er mynd sem lítið fór fyrir en á fylli- lega rétt á að teljast með hundrað bestu, „Brassed Off“, frá 1996. Bítlamyndin „A Hard Day’s Night“ er í 88. sæti og John Boorman kemst inn á listann með sinni ævi- sögulegu mynd, „Hope and Glory“. I fimm síðustu sætum listans eru svo „The Wicker Man“, „Nil By Mouth“, „Small Faces“, „Carry On Up the Khyber" og loks „The Kill- ing Fields", sem Roland Joffé gerði fyrir David Puttnam þegar veldi hans var sem mest.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.