Morgunblaðið - 07.11.1999, Page 12

Morgunblaðið - 07.11.1999, Page 12
12 B SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ Keyptu jeppann beint frá Kanada — oq sparaðu stórfé '98 Dodge Durango SLT PLUS, með öllum búnaði, geislaspil- ara, 5,2 lítra vél, svartri leðurinnr., 7 manna, lítið ekinn. Verð 31,000.00 kan. dollarar, FOB Halifax. Netfang: natcome@aol.com. Sími 001 514 637 2486. Hvaleyrarbraut 18-20. Sími 565 5055. Fax 565 5056. Heimabíó BeoVision Avant 28" eöa 32" breiötjaldssjónvarp á rafknúnum snúningsfæti, meö innbyggöu fjölkerfa Nicam stereo myndbandstæki og öflugum hátölurum. BeoVision Avant er næst því sem þú kemst aö vera i bíói án þess aö fara aö heiman. BeoVision Avant frá Bang & Olufsen: kr. 398.900 Málfrelsi BeoCom 6000 er ekki eingöngu þráölaus slmi. Hann sýnir þér hver er aö reyna aö ná í þig og þú ákveður hvort þú svarar. Einnig geturöu tengt allt aö 5 önnur slmtól viö sömu línuna og haft þína eigin símstöö á heimilinu. Meö BeoCom 6000 fær fjölskyldan eitthvaö til aö tala um. BeoCom 6000 frá Bang & Olufsen: kr. 31.500 Tónleikar I hvert sinn sem hönd þín nálgast BeoCenter 2300 opnast glerhuröirnar hljóölega og dauft Ijós kviknar. BeoCenter 2300 erfullkomiö hljómflutningstæki meö geislaspilara og FM/AM útvarpi. Þaö er alltaf notalegt aö nálgast BeoCenter 2300. BeoCenter 2300 frá Bang & Olufsen: kr. 108.500 BANG & OLUFSEN Sfðumúla 21. Reykjavík, Sími 581 1100. Bruce Willis í hlutverki sínu í Sjötta skilningarvitinu, en sú mynd ásamt The Blair Witch Project þykir marka endurnýjun hrollvekjunnar. meiri skrímsli, ógeðið þarf að verða æ ógeðslegra. Formúluhrollvekjan hefur lent í þeirri hremmingu að geta ekki lengur bara sagt bö; hver ný mynd verður að bæta við upp- hrópunarmerki á eftir böinu. Að lokum fáum við myndir sem eru ein- tóm upphrópunarmerki, kommur og punktar fyrir bí, hvað þá spum- ingamerki. Fyrmefndur Wes Cra- ven hefur verið kominn með upp- hrópunarmerki upp í kok þegar hann og handritshöfundurinn Kevin Williamson náðu að endurhlaða unglingahrollvekjuna með því að skopstæla hana, draga dár að frös- um hennar og formúlum í hinum vinsælu Scream-myndum. Nú stefn- ir því miður í að þær myndir verði sjálfar að formúlum. Framför og afturför Að sumu leyti hafa tæknilegar framfarir valdið afturför í dramat- ískum áhrifum og gæðum hroll- vekja, svo undarlegt sem það nú er. Sú bylting sem tölvutæknibrellur hafa valdið í kvikmyndum hafa leik- ið hrollvekjuna grátt. Þessi tækni gerir mönnum kleift að sýna hvað sem er; því er allt sýnt, einfaldlega af því að tæknilega er unnt að sýna það. Sæbjörn Valdimarsson, kvik- myndagagnrýnandi Morgunblaðs- ins, benti í dagskrárblaði síðustu viku á skýrt dæmi um þetta. Það er Reimleikamir eða The Haunting, sem enn er sýnd hér í Reykjavík. Þessi mynd Hollendingsins Jans de Bondt er endurgerð samnefndrar hrollvekju eftir Robert heitinn Wise frá 1963. Wise var lærisveinn Vals Newton og nam af honum þá list að mikið er stundum minna og lítið er meira. Með svart-hvítri töku á til- komumikilli leikmynd, hárfínum klippingum en umfram allt hug- SD SMYRSI L ZOtt / l kuldanum Nýtt og betrumbœtt \ Mýkir og grœðir 1 Ftest í apótekum, heilsubúðum og stórmörkuðum. SD sjávar- og jurtakrem sími 552 0790. myndaríkri beitingu hljóðrásar tekst honum að skapa umgjörð fyrir magnaða draugasögu, sem er þeim mun áhrifameiri þar sem draugam- ir eru aldrei sýndir; við fínnum fyrir þeim, heyrum í þeim. De Bondt, hins vegar, blæs upp rándýran tölvutæknirembing sem ekki skilar örðu af alvöru óhugnaði, að ekki sé minnst á heimskulegar „endurbæt- ur“ á upprunalegu sögunni. Hér er ekkert skilið eftir handa ímyndun- arafli áhorfandans; allt er stafað of- aní hann. Sæbjöm Valdimarsson telur nú- tímahrollvekjuna hvorki á uppleið né niðurleið. „Hún er í eins konar millibilsástandi,“ segii- hann. „I boði em bæði lágstemmdar litlar hroll- vekjur af töluverðum gæðum og svo fokdýrar innantómar tæknibrellu- hrollvekjur." Úlfhildur Dagsdóttir, bók- menntafræðingur og áhugakona um hrollvekjur, er á öðm máli. „Mér finnst hrollvekjan á skemmtilegum tímamótum,“ segir hún. „Hún hefur gengið í gegnum reglulegar sveifl- ur, grósku á 8. áratugnum, deyfð á þeim 9. og svo aftur grósku núna á 10. áratugnum. Hún hefur náð að endumýjast, einkum unglingahroll- vekjan og vísindahrollvekjan, og áhugi á henni fer vaxandi. Kannski tengist það aldamótunum; hroll- vekjan verður táknbær fyrir óreiðu og fyrirtíðaspennu í samfélaginu.“ Upphrópanir og spurningar Hrollvekjur hafa lengst af til- heyrt svokölluðum B-myndum, þ.e. ódýmm afþreyingarmyndum sem þó hafa stundum reynt að skapa eitthvað nýtt í þröngu svigrúmi. Síðustu ár og áratugi hafa hroll- vekjuhöfundar einatt haft meiri fjármuni milli handanna sem yfir- leitt hafa hafnað í viðamiklum PÉTUR PÉTURSSON LJÓSMYNDASTÚDÍÓ Laugavcgi 24 • 101 Reykjavík Sími 552 0624 tæknibrellum og dýmm stjörnuleik- umm; sjaldnast skilar slíkt betri hrollvekjum, eins og Independence Day og Godzilla em til marks um. Sem betur fer er þetta þó ekki ein- hlítt; um það vitna myndir eins og The Exorcist eftir William Fried- kin, The Omen eftir Richard Donn- er, Don’t Look Now eftir Nieolas Roeg, The Shining eftir Stanley Ku- brick, Alien eftir Ridley Scott, ýms- ar myndir Romans Polanski, Polt- ergeist. eftir Tobe Hooper og Steven Spielberg, svo nokkur ólík dæmi séu neftid. Þessar myndir sýna og sanna að veldur hver á heldur; stjömur, peningar og tæknibrellur geta nýst til góðra verka í þessari grein þegar höfundar kunna með meðölin að fara og beita þeim í þágu efnisins, góðrar sögu, en ekki ein- vörðungu af því þau era fyrir hendi. Það er alveg sama hversu mörgum upphrópunarmerkjum er staflað aftan við það sem ekkert er; það verður áfram ekkert, jafnvel meira ekkert. Bestu hrollvekjur bera virðingu fyrir spurningamerkjum; þær hlaða þeim inn í huga og hugmyndaflug áhorfenda. Þannig verður til sú ískyggilega ógn og ótti við hið óþekkta sem býr í öllum og hroll- vekjan nærist á. Allt of oft gleymist að hrollvekjan er í eðli sínu fantasía, sækir ógn og ótta í mannseðlið, ein- angmn mannsins og það náttúm- lega og yfimáttúmlega umhverfi sem hann býr sér til. Því má merki- legt heita hversu fáar íslenskar hrollvekjur hafa verið gerðar, þegar tekið er mið af þeim frjósama jarð- vegi sem þjóðtrú okkar og þjóðsög- ur era. Húsið eftir Egil Eðvarðsson og Skammdegi eftir Þráin Bertels- son eru í raun og vem einu íslensku tilraunimar á þessu sviði. Egill Eðvarðsson segir að fyrir sig virki hrollvekjur best þegar óhugnaðurinn er lúmskur og undir- liggjandi í hversdagslegu umhverfi, helst í dagsbirtu. Við ritun handrits- ins að Húsinu hafi hann sótt inn- blástur í tvær myndir sem fullnægi þessu - Roseniary’s Baby og Don’t Look Now. „Ég þoli ekki dimmar hrollvekjur sem eiga að fá mann til að skjálfa í myrkri.“ Sæbjörn ,er á öndverðri skoðun. „Umfram aðrar myndir þarf hroll- vekja að hafa ískyggilegt efni sem þolir illa dagsbirtu, góða hljóð- effekta og voveifleg leiktjöld,“ segir hann. „Peningabmðl er engin trygging en hæg og bítandi upp- bygging andlegrar skelfingar ásamt markvissum tæknibrelluhápunktum skapa gæsahúðina.“ Kröfur fólks til hrollvekjunnar em því ýmsar. En ætli henni famist ekki best þegar hún hvílir milli lína fremur en í þeim, því óþekkta frem- ur en því þekkta, þegar hún hvíslar fremur en öskrar. Hún verður til þegar við getum í eyður þess sem við vitum ekki, þekkjum ekki, sjáum ekki - þá nær óttinn við óttann há- marki.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.