Morgunblaðið - 07.11.1999, Side 27

Morgunblaðið - 07.11.1999, Side 27
r MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 1999 B 2^ DÆGURTÓNLIST bara varð að taka þetta pakk aðeins í gegn.“ No One To Love „Bjarki Jónsson og ég breyttum lagi sem átti upphaflega að vera fyndin Stock- Atkien-Waterman blaðra í þessa hádramatísku rafmagns-ballöðu - með því að breyta einum hljóm úr dúr í moll! Þá allt í einu tók lagið á sig allt aðra mynd, sem heimtaði allt öðruvísi andrúmsloft og alls enga stæla, takk fyrir. Laglínan og textinn kom eiginlega samstundis, á ca. 10-20 mínútum, með smá lagfæringum þegar í hljóðver var komið. Ég gi’ét svo mikið að ég ætlaði aldrei að ná að taka upp sönginn í stúdíóinu í Englandi. Ég hélt bara að ég væri orðinn aðframkominn af þreytu. A endanum söng ég lagið hérna á íslandi - en ég fæ ennþá kökk í hálsinn þegar ég heyri upphafshljómana." Then Came You „Sem betur fer kemur „Then Came You“ á eftir „No One To Love“ og bjargar okkur öllum frá því að breytast í Lúlla lauk! Viddi kom með þetta lag sem hálfgert spiladósa-demó, og sagði bara að hann hefði gert þetta fyrir tveimur árum. Þetta fannst mér bara of heillandi laglína til að láta framhjá mér fara, gegn því skilyrði að diskóið mætti sko ekki vera langt undan við upptökur þess! Og það stóð.“ Enter Me „Klámlagið á plötunni. Þetta er dónalega útgáfan af „Deep Inside" laginu sem platan byi'jar á. Þetta lag mun verða notað í ákveðnu atriði í bíómyndinni „Fíaskó“. Og þetta er allt Barða að kenna. Ég firri mig allri ábyrgð á þessum subbuskap og soragangi... ja, nema ef vera skyldi textanum og stununum í laginu sem heyrast ef vel er að gáð. Þær eru eftir ... mig.“ Round ‘N’ Round „Sauðmeinlaust húslag með heimspekiívafi. Barði vildi prófa að gera hús - og þetta fær tærnar til að hreyfast innan í skónum mínum, þannig að það er hér með samþykkt af minni hálfu.“ I Was Born This Way! „Með texta sem segir: „I’m happy, I’m carefree, I’m gay -1 was born this way!“ klára ég plötuna, og lengra er ekki hægt að komast í yfirlýsingunum.“ Þess má svo geta að Páll Óskar heldur tvenna útgáfutónleika á næstu dögum; treður upp í Spotlight næstkomandi föstudagskvöld og heldur síðan aðra útgáfutónleika í Sjallanum á Akureyri laugardagskvöld. Manu Chao MARGIR muna eftir hljómsveitinni Mano Negi-a sem var í fararbroddi hljómsveita sem bræddu saman vestur-evrópska þjóðlagahefð, suður-am- eríska hi-ynskipan, ai'- abísk stef og grúa hug- mynda úr ólíkum átt- um. í skipulega óreið- una bættu Mano Negra- liðar síðan hápólitísk- um og háðskum textum sem gerði blönd- una enn áhugaverð- ari. Söngv- ari Mano Negra var sitt besta undir lok níunda áratugarins. Sveitin sendi frá sér síðustu skífuna, tón- leikaplötu, 1992 og í kjölfar hennar lagði hún upp í langt og mik- ið báts- og lestar- ferðalag um Suð- ur-Ameríku. Það ferðalag var full- mikið ævintýri fyrir sveitar- menn því svo var af þeim al annars til Frakklands, þar sem hann tók þátt í að koma upp miklu sjónvarps- tjaldi fyrir auralausa inn- flytjendur þegar heims- meistarakeppnin í knatt- spyrnu fór þar fram. Manu Chao er alinn upp í Frakklandi, þó foreldrar hans séu spænskir, og fyrstu sólóskífuna, Cland- estino, gaf hann einmitt út í Frakklandi á síðasta ári. Á Clandestino er Manu Chao á svipuðum slóðum og í Mano Negra forðum í því að hann hrærir saman ótrú- legustu hugmyndum og stefnum. Hann heldur sig þó að miklu leyti frá raf- magninu, leggur meiri áherslu á þjóðleg hljóðfæri Manu Chao sem sendi frá sér sólóskífu fyrir nokkru. Sólóplata Manu Chao heitir Clandestino og vakti mikla hrifningu í Frakklandi þegar hún kom út, hreppti fjölda verðlauna og komst hátt á sölulista. I kjölfarið barst hún til ann- arra landa og einnig hingað til lands. Mano Negra var upp á dregið að hljómsveitin lagði upp Iaupana skömmu síðar. Manu Chao var þó ekki á því að segja skilið við tón- listina, hélt aftur til Suður- Ameríku og næstu árin var hann á ferðinni þar einn síns liðs. Þá lá leiðin til Spánar og í tvö ár var hann búsettur í Madríd þar sem hann setti saman hljóm- sveit og ferðaðist með henni um nálæg lönd, með- og órafmögnuð, aukinheld- ur sem útsetningar byggj- ast á eins konar þjóðlegi'i naumhyggju. Textamir eru ekki síður ruglingslegir en forðum, þó innri gerð þeirra sé býsna rökrétt þegar rýnt er í brotnai' textalínurnar og lyklaðar tilvísanimar. Chao syngur jöfnum hönd- um á spænsku og frönsku og bregður fyrir sig ensk- unni þegar mikið liggur við. Safn af því besta ÞAÐ ÞÓTTI flestum óðs manns æði þegar Vince Clark sagði skilið við fé- laga sína í Depeche Mode til að helga sig léttri popptónlist. Ekki verður þó á móti því mælt að ákvörðunin hafi verið skynsamleg þegar upp var staðið; Depeche Mode varð með vinsælustu hljómsveitum seinni tíma, og Clarke ávaxtaði pund sitt vel, eins og heyra má á nýrri safnskífu Yazoo- laga. Clarke átti þátt í að stofna Depeche Mode en sagði skilið við sveitina vegna ágreinings um tón- listarstefnu. Fyrst eftir samstarfsslitin fór lítið fyrir honum, en síðan rakst hann á auglýsingu í poppblaði þar sem óskað var eftir blústónlistar- manni til að vinna með söngkonu. Með vinsælustu tónlistar- mönnum Bretlands Söngkonan var Alison Moyet og þó að Clarke hefði lítinn áhuga á blús voru þau Moyet og Clar- ke með vinsælustu tón- listarmönnum Bretlands næstu ár, en nafnið var það eina blúskennda við samstarf þeirra. Fyrstu lögin sem þau sendu frá sér slógu í gegn og ekki síður fyrsta breiðskífan, Upstairs at Eric’s, en um það leyti að önnur skífa kom út ákváðu þau að slíta samstarfinu. Moyet hóf sólóferil sem lokið er fyrir löngu, en Clarke stofnaði Erasure, sem var um tíma vinsælasta hljómsveit Bretlands og er enn að. Á nýrri safnskífu, Only Yazoo, er safnað saman helstu lögum Yazoo, sem eru flest lög sveitarinnar reyndar, en einnig eru á plötunni endurgerðir þriggja laga. íjjí, agar I vetur verða um 60 verslanir og veitingastaðir me6 opiö á sunnudögum. VERSLANIR frá kl. 13.00 - 17.00 STJÖRNUTORG frá kl. 11.00 > 21.00 VEITINGASTAÐIR OG KRINGLUBÍÓ eru meö opið fram eftir kvöldi. Sími skriftstofu: 568 - 9200 Upplýsingasími: 588 - 7788 KriKaU Þ R R 5 E AA J fl R T n Ð 5 L lf R

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.