Morgunblaðið - 07.11.1999, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 07.11.1999, Blaðsíða 24
?24 B SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ er út hjá Hörpuútgáfunni bókin Lífsgleði - minningar og frásagnir. Þórir Guðbergsson _________skráir þar frásagnir fímm íslendinga, sr. Árna Pálssonar, Herdísar Egilsdóttur, Margrétar _____ Hróbjartsdóttur, Rúriks Haraldssonar og Ævars Jóhannessonar. Hér er gripið niður 1 frásögn sr. Arna Pálssonar, Góðar minningar gleðja hugann. Samskiptin við Þórberg Allt frá upphafí samvinnu þeirra Þórbergs Þórðarsonar og Arna prófasts Þórarinssonar við ævi- söguritunina árið 1943 varð ég kunnugur Þórbergi og Margréti konu hans vegna þess hve oft ég var beðinn um að fylgja afa mínum heim til Þórbergs eða að ná í hann að samræðum þeirra loknum. Ég kveið jafnan fyrir því að mæta ^ Margréti því ég virtist aldrei geta gert henni til hæfis. Ýmist kom ég nokkrum mínútum of snemma eða of seint sem var sýnu verra að mati Margrétar og man ég að hún sagði eitt sinn við mig: „Loksins ertu kominn að sækja karlinn. Hann er búinn að vera hér óþolandi og er að gera allt vitlaust vegna óstundvísi þinnar." Væri slæmt veður til gangs leyfði útgefandinn, Ragnar Jóns- son í Smára, okkur að taka leigubíl. Þá settist afi alltaf í framsætið hjá bflstjóranum og spurði hann: „Hvaðan ert þú nú ættaður, væni minn?“ Ég undraðist þessar spurningar vegna þess að ég hélt * að hann væri búinn að tala nóg yfir Þórbergi og þyrfti því frekar á málhvfld að halda en að hefja um- ræður um ættir manna. En slíkur var nú áhugi hans á fólki. Varla minnist ég þess að hann hafi ekki kannast við ættir bflstjóranna eða að minnsta kosti eitthvert náið skyldmenni þeirra. Það kom þó fyrir að slíkt gat brugðist. Bflstjóri nokkur, sem var danskur og átti heima í næstu götu við heimili mitt í Norðurmýrinni, svaraði spurn- ' ingu afa um ættemi á bjagaðri ís- lensku að hann væri frá Jótlandi. Afi sneri sér þá umsvifalaust að mér og sagði: „Heyrðu, elskan mín. Þú hefur látið mig setjast í vitlausan bfl.“ Meira var ekki talað saman á leiðinni heim í þetta sinn. Meðan Þórbergur vann að ævi- sögunni þótti honum vænt um þeg- ar honum var boðið til fjölskyld- unnar á tyllidögum og virtist hann þá njóta sín fjarska vel þótt oft væri að honum sótt af eiginkonu og börnum prófastsins sem fannst að margt viðkvæmt atvikið sem sögumaður hafði sagt frá mætti ekki birtast opinberlega. En Þór- ^ bergur lagði sig fram um að sann- færa fjölskylduna um nauðsyn þess að sérkenni í frásagnarmáta sögunnar yrði að fá að njóta sín jafnvel þótt sumt efnið væri við- kvæmt og kynni að styggja ein- hvern um stund. Enda væri hér um hreint óvenjulega ævisögu að ræða sem lesin yrði af komandi kynslóðum. Fyrir kom að Þórbergur dvaldi lengi í slíkum boðum og fór þá manna síðastur ef umræður voru uppbyggilegar og vín í glösum. Úr einu slíku ók ég honum heim á Hr- ingbraut 45. Þegar hann steig út úr bflnum skotraði hann augunum :j upp í uppljómaðan eldhúsgluggann hjá Margréti, ók sér öllum og sagði um leið og hann þakkaði fyrir sig: „Nú verður erfiður dagur hjá mér á morgun, væni minn.“ Ævisagan kom út í sex bindum á árunum 1945-1950, eitt bindi á ári í desembermánuði. Á jólaföstu árið 1951 talaði Þórbergur við mig dap- ur í bragði og sagði: „Jæja, nú er ævisögunni lokið og engin jól hjá mér í ár.“ Hann bað mig síðar að láta sig vita ef ég yrði var við afa minn og ef ég gæti sagt _ einhverjar fréttir af honum að 'handan. En við þeirri ósk hans gat ég því miður aldrei orðið. Svo liðu árin og Þórbergur varð áttræður 12. mars árið 1968. Ég hafði þá þjónað Miklaholtspresta- kalli í tæp sjö ár þegar Þórbergur hringdi í mig um vorið og bað mig að finna sig því hann ætti við mig brýnt erindi. Þegar ég mætti hjá Árni Pálsson kynntist Þórbergi Þórðarsyni vel meðan hann skráði frásögn Árna prófasts. Hér er Þórbergur (lengst til vinstri) í góðum félagsskap í Leith í Skotlandi 1930 því næst honum er Eggert Stefánsson, þá Sigurður Skagfíeld og loks Halldór Laxness, en þeir Þórbergur og Halldór voru þá nýkomnir af rithöfundaþingi í Noregi. Góðar minningar gleðja hugann honum sagðist hann hafa lengi vitað að ég stæði fyrir fræðslu- og bókmennta- kvöldum í sóknum mínum og að sér fyndist að röðin væri komin að sér. Nú vildi hann, sem áttræður maður, hætta að koma fram opin- berlega og þá lægi beinast við að það yrði í sóknum afa míns, því þangað vestur hefði hann ekki komið frá því að hann hóf að rita ævi- söguna. Ég varð undrandi að heyra að hann hafði ekki heimsótt sögusviðið vestra, svo nákvæmlega sem hann lýsti þar öllum staðháttum, samgönguleiðum og áttum í ritverkinu, en hann sagð- ist þá hafa stuðst við nákvæm landabréf og áttavísa. „En langaði þig ekki til þess að koma vestur á Snæfellsnes á þess- um tíma, skoða landsvæðið og hitta fólkið þar?“ Hann svaraði: „Jú, mikil ósköp. En ég einfald- lega þorði það aldrei. Ég hélt að sóknarbömin myndu drepa mig.“ En nú var kjarkur þessa áttræða ritsnillings orðinn einbeittur og löngunin því óbærileg að fá að hitta og kynnast einhverju af því fólki sem afi hafði fjallað um enda vissi Þórbergur þá að flest sóknarbörn- in voru orðin sæmilega ánægð með ævisöguna og ekki síst þá athygli sem hún hafði vakið á byggðum SnæfeUsness. Þórbergur bað mig því að gefa sér tækifæri til þess að ávarpa sóknarbörnin á næsta kirkju- og bókmenntakvöldi vorið 1969 og var það auðsótt mál af minni hálfu. Síð- an hófst niðurröðun efnisskrár sem var þessi: Samkoman hæfist með guð- fræðilegu erindi sóknarprestsins, sr. Árna Pálssonar. Þá flytti skáld- ið Matthías Johannessen ræðu um heiðursgestinn Þórberg. Svo kæmi upplestur frú Margrétar Jónsdótt- ur úr bókinni „Sálmurinn um blóm- ið“. Þá kæmi lestur sóknarprests- ins á kaflanum um Tryggva Svörf- Séra Árni Pálsson. Sr. Árni prófastur Þórarinsson, afi Árna Pálssonar. uð úr „íslenskum aðli“ sem höf- undur hafði sjálfur valið tfl flutn- ings. Að lokum kæmi svo höfund- urinn fram og segði frá ævoisögu- rituninni og samskiptum sínum við sr. Árna prófast Þórarinsson, og þá vildi Þórbergur fá að vera laus við ræðupúlt og hátalarakerfi og fá að ganga frjáls um leiksviðið. Milli at- riða skyldi kirkjukórinn syngja og að auki yrði fjöldasöngur og að lok- um veitingar og dans. Svo rann upp hinn sögulegi og eftirvæntingarfulli dagur bók- menntasamkomunnar 20. aprfl árið 1969. Ég hafði auðvitað lagt til bfl- stjóra og bfl með gestina góðu. Lagt var af stað úr Reykjavík snemma morguns með þau Matthí- as ritstjóra og konu hans, Hönnu Ingólfsdóttur, og hjónin Margréti og Þórberg. Þeirri ferð hefur Matthías reyndar lýst að nokkru í endurbættri útgáfu samtalsbókar- innar við Þórberg „í kompaníi við Þórberg" útgefin 1989. Gestirnir voru afslappaðir og glaðir er þeir settust að hádegis- verðinum á prestssetrinu í Söðuls- holti. En fljótlega eftir máltíðina fór að bera á óróa hjá Þórbergi sem kvaðst kvíða fyrir kvöldinu. Eftir að hafa gengið um gólf um stund stansaði hann og bað mig að ljá sér fyrsta bindið af ævisögunni og með hana í hendi settist hann við skrifborð og ritaði eftirfarandi fremst í bókina „Fagurt mannlíf ‘ og las síðan upphátt: „í heimsókn og miklu bílífi hjá séra Árna Pálssyni. Nú er önd mín dauf og domm og dimmt í sálarstíu. Eg vildi ég ætti nú ögn af romm og yrði gæi að nýju. 20/4 1969. Kl. 1.31 e.h. Þórbergur Þórðarson.“ Án þess ég vissi átti konan mín rommflösku og spurði hún því rithöfundinn af eðlis- lægri kurteisi hvort ekki mætti þá bjóða honum í staup úr flöskunni sem hann þáði þakk- samlega og taldi sig vera orðið áhríniskáld. Mér leist hins vegar ekki á blik- una svo stuttur tími sem mér fannst vera til samkomuhaldsins. En kvíði minn var ástæðulaus því eftir að Þórbergur hafði tæmt staupið sagðist hann þurfa að fá sér miðdegislúrinn sinn og því fóru hjónin upp í gestaherbergi sér til hvfldar. Áð lúrnum loknum bað Þórbergur mig að tala við sig eins- lega um áríðandi mál. Erindið var þetta. „Á samkomunni munt þú, prest- ur minn, lesa úr Islenskum aðli samtal okkar Tryggva Svörfuðar og til þess að það verði nú virkilega lifandi og áheyrilegt þyrftir þú að hafa raddir okkar ólíkar. Nú hef ég heyrt frá mörgum að þú hermir feikivel eftir mér og því krefst ég þess að þú gerir það við lesturinn í kvöld." Beiðni Þórbergs olli mér bæði undrun og skömmustu og því sagði ég honum með mikilli afsökun að þótt ég hefði stöku sinnum reynt að líkja eftir rödd hans og fasi þá hafi það aðeins verið í þröngum hópi vina og kunningja og því væri það útilokað og ókurteisi í hæsta máta af sóknarpresti að herma eft- ir heiðursgestinum á fjölmennri samkomu. Viðbrögð Þórbergs urðu skjót og þau, að hann væri þá hættur þátttöku og kæmi alls ekki fram því sér væri allsendis ómögu- legt vegna hæfileikaskorts að segja blaðalaust frá nánum samskiptum við þann „originala" Árna prófast, án þess að ganga um gólf og herma eftir töktum hans og rödd. En slíkt gæti hann auðvitað ekki gert í fyrr- verandi prestakalli hans nema að dóttursonur hans væri áður búinn að herma eftir sér. Ég féllst á þessi rök Þórbergs ef ég fengi leyfi hans til að útskýra fyrir sóknarbörnum mínum að óvenjuleg framkoma mín við upp- lesturinn væri samkvæmt ein- dregnum óskum ef ekki skipun heiðursgestsins Þegar ég var kominn á sviðið og hafði gefið þessa útskýringu á lestrinum var sjálfstraust mitt í lágmarki. Ég færði mig að ræðu- stólnum eilítið álútur, með vinstri hönd í buxnavasanum og hreyfði hana af og til upp undir beltisstað, rak tunguna eilítið út í annað munnvikið, ók mér lítið eitt og hóf lesturinn með ímyndaðri rödd Þór- bergs. „Tryggvi hafði til íbúðar kennslustofu í norðurenda gagn- fræðaskólans niðri. Það bar til eitt kvöld...“ Þegar hér var komið lestrinum hljómaði salurinn af hlátri og margir risu úr sætum og horfðu í áttina til Þórbergs þar sem hann sat með frúnni sinni á fremsta bekk með bros á vör og ók sér í sætinu af ánægju. Sjálfur fór hann á kostum þegar hann að lokum gekk um gólf og sagði í löngu máli frá samskiptum sínum við afa minn og náinni vináttu þeirra. Skemmst er frá því að segja að ánægja var mildl meðal samkomu- gesta með efnisskrána alla og þeg- ar sest var að kaffiborðum flykktist fólk að borði Þórbergs til að þakka honum og lýsa ánægju yfir ævi- sögurituninni. Rithöfundinum þótti fjarska vænt um lofið því hann sagðist ekki hafa búist við svo góð- um viðtökum þar vestra. Það var því glaður hópur sem hélt heim í Söðulsholt um nóttina og þegar þangað var komið klukk- an að verða tvö var engin löngun til svefns eða hvfldar heldur hófust uppbyggilegar umræður yfir glös- um, aðallega um ágæti Snæfell- inga. Og áður en gengið var til náða neri Þórbergur saman hönd- um og lýsti yfir þeirri ósk sinni að við Matthías segðum stöðum okkar lausum og ferðuðumst með sér um landið með þá bókmenntakynningu sem við höfðum flutt um kvöldið!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.