Morgunblaðið - 07.11.1999, Side 26

Morgunblaðið - 07.11.1999, Side 26
5 26 B SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ _____________DÆGURTÓNLIST Sjálfskoðun Páls Óskars Páll Óskar sendi frá sér plötuna Deep Inside Paul Oscar á morgun. A plötunni fær hann ýmsa tónlistarmenn til liðs við sig, en að sögn var hann langan tíma að byrja að vinna að plötunni og líka ótalmargt sem hélt honum frá hljóðverinu í næstum þrjú ár. Páll segist fyrst hafa ætlað að gera sjálfstætt framhald af „Seif‘-plötunni sem kom út 1996. „Bara eitthvert danspopp, en sem betur fer lenti ég í persónulegu raunveruleikasjokki á þessum tíma, þannig að ég hreinlega varð að taka sjálfan mig hraustlega í gegn. Og ekki bara mig, heldur líka fólkið í kringum mig og allan minn feril, bæði í einkalífinu og sem atvinnumaður í þessu popprugli hérna! Þessi plata er nokkurskonar afrakstur þessarar sjálfskoðunar rninnar." Deep Inside „Ég sagði við Jóa (Lhooq): „Jæja, nú gerum við lagið sem Giorgio Moroder gleymdi að semja!“ Jói settist við hljómborðið og kom eiginlega strax með hljómana í viðlaginu. Þetta minnir mig bara á kynlíf." Please, Reject Me (Like My Father Did) „Nei, þetta lag er ekki um pabba minn! Það er eins og að segja að maður hreinlega verði að upplifa alla texta sem maður túlkar áður en maður fær að syngja þá. Ég fékk hugmyndina að þessu lagi frá símtali sem ég fékk í útvarpsþættinum Dr. Love á Mono. Þetta er svona mjög létt írónía í geðsjúkum diskógalla sem Barði (Bang Gang) og Herb (Gus Gus) drógu að landi.“ Better Be Good „I rauninni er hér um að ræða „Please, Reject Me - Seinni hluti nema hvað að þessi hluti gerist eftir meðferðina hjá sálfræðingnum. Hér eru úrlausnimar allar komnar á silfurfati. Lagið „krossfeidar" saman við þunga og dimma diskólagið á undan og við tekur miklu bjartara og heilbrigðara diskóbít, sem Herb Legowitz er ábyrgur fyrir.“ My Best Friend „Þetta er fyrsta lagið á plötunni sem varð í raun tilbúið, þó að það tæki mig ár og daga að klára þennan blessaða texta. Hann er svo persónulegur að ég ætlaði ekki að þora að leyfa neinum að sjá þetta. Sem betur fer hef ég alltaf verið umkringdur af ofsalega góðu fólki, sem á það allt sameiginlegt að eiga frumkvæði og vera sjálfstætt í hugsun, og á sama tíma sjúklega þolinmótt í minn garð þegar ég þárf að stinga þau af í hálft ár eða svo til að poppa! Og ég samdi þetta lag eiginlega með þau öll í huga. Taki það til sín sem eiga. Maður gerir ekki upp á milli vina sinna.“ Make Up Your Mind „Þetta er lag um alla þá aumingja sem gefast upp! Það er alveg magnað hvað það eru margir sem eiga sér drauma og takmörk í maganum - flytja svo til útlanda jafnvel og eyða mörgum árum og miklum peningum í það að reyna að láta drauminn rætast. Svo þegar liðið er komið 3A úr leið ... og Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson takmarkið er við sjóndeildar- hringinn - þá allt í einu óttast þetta lið að sjá drauminn verða að bláköldum veruleika, sætta sig við það að vera komið þangað sem það er komið eða jafnvel flytja aftur heim! Og draumurinn rætist aldrei. Svona lagað fer alveg sjúklega í taugarnar á mér. Ég Jagúar Á HLEMMISKEIÐI FÖNKIÐ er með lífseigustu tónlistarformum og blossar upp hvað eftir annað eftir því sem yngri kynslóðir tónlistar- manna uppgötva hversu hressandi er að hleypa á hlemmiskeið í mótaðri snar- stefjun. Fönksveitin Jagúar hefur getið sér gott orð fyrir spilamennsku og fjölmarga þyrst í breiðskífu sem kemur loks út á morgun, en í kvöld halda þeir Jagúarmenn út- gáfutónleika sína í Islensku óperunni og sýður eflaust á keipum. Liðsmenn Jagúars eru þeir Birkir Freyr Matthíasson, trompetleikari, Börkur Hrafn Birgisson, gítar- og skælifet- ilsleikari, Daði Birgisson, Rhodes-píanó- og hljóðgervils- leikari, Hrafn Asgeirsson, tenór-saxó- fónleikari, Ingi S. Skúla- son, bassa- leikari, Sam- úel Jón Sam- úelsson, básúnu- og slagverksleikari, og Sigfús Óttarsson, trommu- og slag- verksleikari. Þeir Daði og Samúel verða fyrir svörum um lögin á plötunni. Malibu „Malibu er eftir trompetleikarann okkar, Birki Frey Matthíasson. Það var mjög erfið fæðing, hann var búinn að mæta með hana til okkar en fékk ekki hljóm- grunn, við sendum hann alltaf með hana heim aftur. Hann gaf sig þó ekki, barðist fyrir laginu sínu og breytti því þar til það var orðið mjög skemmtilegt, með eins konar salsoul stemmningu. Það er skemmtileg tilviljun að þetta sé fyrsta lagið á plötunni, þar sem þetta er fyrsta lagið sem við tókum upp, en það síðasta sem við hljóðblönduðum." Watermelon Woman „Þetta lag er eftir Inga bassaleikara og nafnið er þannig til komið eftir Árna Matthíasson að lagið vísar í tónsmíðar Her- bies Hancocks. Það hefur reyndar ruglað suma að laginu svipar frekar til lags Hancocks sem kallast Chameleon, en ekki Watermelon Man og við höfum meira að segja verið skammaðir fyrir þann „mis- skilning“ á prenti, en við erum með þetta aldeilis á hreinu. Þetta er eitt af elstu lögum okkar, hefur Iengið verið í slíp- un, og á endanum bættum við við sveiflu til að styrkja „grú- víð“.“ Theme for Miguel „Þetta lag var líka lengi í gerjun og höf- undurinn, Hrafn, þorði ekki að koma með það. Það er stund- um þannig að menn þora ekki að koma með lög á æfingar ... við ættum kannski að bæta andrúmsloftið, fá sálfræði- þjónustu. En að öllu gríni slepptu þá samdi Hrafn þetta lag til vinar síns og vildi vera dálítið grófur. Lagið er líka árásargjarnt, drungalegt og dimmt með snert af geðveiki. Samúel kom svo með módernískar „brasslínur“.“ Gustaf Blomquist „Gustaf Blomquist, sem var sænskur leyniþjónustumaður og mjög áberandi í kalda stríðinu, er lag eftir Samúel, hasarlag. Það var samið fyrir nokkrum árum og tekið upp á handahlaupum. Það greip um sig einhver geð- veiki við upptökurnar og það var tekið upp á fjórföldum hraða. Fyrir vikið varð það ekki bara hraðasta lagið á plötunni heldur líka það stysta, styttist um mínútu.“ Bubba’s Song Börkur gítar- leikari samdi þetta lag eftir að hafa hlustað á Dögun Bubba Morthens og á sænskan djass- ara þar sem hann rakst á línu sem honum fannst skemmti- leg. Hann sameinaði því þá línu áhrifunum af Dögun, þannig að heitinu mætti snara sem „Bubblagið“.“ Hubba Bubba „Þetta er svona spókunarlag sem átti að spanna það þegar maður spók- ar sig niður Laugaveginn frá Morgunblaðið/Golli Fönkarar Liðsmenn Jagúars, Birkir Freyr Matthíasson, Börkur Hrafn Birgisson, Daði Birgisson, Hrafn Ásgeirsson, Ingi S. Skúlason, Samúel Jón Samúelsson og Sigfús Óttarsson. Hlemmi. Ekki er þó gott að segja hvort það nái alla leið, það er í kringum sjö mínútur, þannig að kannski þarf að spóka sig heldur hratt.“ Hr. 7 „Þetta er kall Birkis Freys til að sá að spila djass, djassskotnasta lagið á plöt- unni og mjög skemmtilegt þó það standi aðeins útúr. Það hét reyndar Nr. 7, en nafnið var svo illa handskrifað að það var lesið vitlaust þegar um- slagið var gert og heitir Hr. 7 upp frá því.“ 35c „35c er samið upp úr stefi sem Daði samdi fyrir þremur árum í Cubase-tónsmíðaforrit- inu, tók upp á snældu og gleymdi síðan. Börkur heyrði það svo þegar Daði var að fara yfir spólusafnið og tók það með á æfingu og hvatti Daða til að gera eitthvað úr því. Það má líta á þetta sem kynþokka- fullt lag, óð til húsnúmersins 35c eða hitastigs; það er hlust- andans að túlka lagið. Það breyttist reyndar talsvert áð- ur en upptökur hófust og með- al annars bætt í það didger- idoo.“ Birkir Breaks the Law „Titill- inn er tilvísun í hegðan Birkis, sem á það til að skemmtilega hluti þegar hann er að skemmta sér. Daði samdi lag- ið með aðstoð Samúels og Inga og svo sem ekki mikið um það að segja. Daða fannst lagið aldrei virka, en aðrir í sveitinni voru ekki á sama máli svo það fékk að vera.“ Sknmslið „Síðasta lagið á plötunni, en jafnframt fyrsta lagið sem var hljóðblandað - skemmtileg tilviljun, ekki satt? Það er úr smiðju Inga og er svo erfitt að menn kölluðu það sína á milli skrímslið. Það er tormelt, eða í það minnsta erfitt að læra það. Við bættum kafla í lokin og fannst sem það væri einmitt lagið til að enda plötuna, það var eiginlega ekkert hægt að segja á eftir því, nema vitanlega menn hafi ýtt á „Repeat“ og þá getum við byrjað að tala um plötuna aftur..."

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.